Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. maí 1991
HELGIN
19
kMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Gregory Strum á bak við lás og slá. Hann hikaði ekki við að drepa vinnufélaga sína til að ná sér í pen-
inga fyrir eiturlyfjum.
til þess að athuga hvort ekki væri
allt í lagi með fjölskylduna. Á næt-
urvöktunum stálust lögreglumenn
út úr því hverfi, sem þeir áttu að
vera að vakta, til að keyra framhjá
heimilum sínum og sjá hvort þar
væri ekki allt með felldu.
Við krufningu líkanna tókst að ná
heilum kúlum úr höfuðkúpum
þeirra og voru kúlurnar sendar til
greiningar, þannig að unnt væri að
bera þær saman við morðvopnið ef
það fyndist.
Ástæöulaus morð
Lögreglan gerði líka nákvæma at-
hugun á fortíð fórnarlambanna.
Chad Chadwick hafði hafið störf
hjá Super Shops strax eftir að
menntaskóla lauk. Hann hafði
starfað í Tustin í eitt ár, hafði verið
fluttur þangað frá versluninni í
Costa Mesa þar sem hann hafði
starfað áður.
Chad var sölumaður í versluninni.
Frístundum sínum varði hann við
að gera upp trukka og bfla. Móðir
hans sagðist hafa séð hann í síðasta
sinn þegar hún ók honum til vinnu
á sunnudagsmorguninn. Þegar
hann kom ekki heim um kvöldið
gerði hún ráð fyrir að hann hefði
farið út með vinum sínum.
Fjölskylda Darrels Esgar gat alls
ekki skilið hvernig nokkur maður
hefði getað myrt hann með köldu
blóði. Darrel var duglegur starfs-
maður og ekki í neinni óreglu.
Hann var hvergi á sakaskrá. Sam-
band hans við vinnufélagana var
gott og hann hafði verið aðstoðar-
verslunarstjóri í um það bil eitt ár.
Þótt lögreglan skýrði ekki frá öll-
um staðreyndum málsins í fjöl-
miðlum, lét hún þó uppi að Esgar
hefði fundist liggjandi á bakinu,
fætur hans bundnir með glæru
límbandi sem notað var til að inn-
sigla kassa, en hendur hans voru
óbundnar. Límbandsrúllan var í
annarri hendi hans.
Russell Williams hafði fundist
liggjandi á hliðinni, fætur hans og
hendur þéttbundin með límbandi.
Chadwick lá upp að kassastæðu
með fæturna bundna, límbands-
slitrur fundust á vinstri hönd hans
eins og honum hefði tekist að rífa
sig lausan rétt í þann mund sem
hann var skotinn.
Allir höfðu verið skotnir með
sömu byssunni sem styrkti þann
grun að einn maður hefði verið að
verki.
Darrell Esgar var jarðsettur næsta
miðvikudag í Huntington Beach og
útför Russells Williams fór fram í
kyrrþey daginn eftir.
Útför Chad Chadwicks fór fram á
föstudeginum að viðstöddum yfir
200 manns. Að ósk móður hans bað
presturinn sérstaklega fyrir for-
eldrum morðingjans.
Lögreglustjórar víðs vegar um
landið höfðu samband við lögregl-
una í Tustin og sögðu að þessi
glæpur minnti um margt á glæpi
sem þeir væru að rannsaka og báðu
um upplýsingar. Lögreglan í Tustin
gat ekki látið mikið í té.
Lögreglan aflaði allra upplýsinga
sem hún mögulega gat komist yfir,
en allt kom fyrir ekki. Þá sneru þeir
sér að því að kanna starfsmenn sem
höfðu hætt í illu eða verið reknir.
„Kannski neyðumst við til þess að
bíða þess að hann myrði aftur,"
sagði einn rannsóknarlögreglu-
maðurinn. „Einu glæpamennirnir,
sem hætta að brjóta af sér, eru þeir
sem eru á bak við lás og slá.“
Morðvopnið fengið
að láni
En sem betur fór þurfti lögreglan
ekki að bíða þess að morðinginn
léti aftur til skarar skríða. Skömmu
síðar gaf sig fram einn af starfs-
mönnum verslunarinnar með upp-
lýsingar sem gætu orðið til að leysa
gátuna um morðin á vinum hans
og samstarfsmönnum. Hann skýrði
frá því að hann hefði lánað kunn-
ingja sínum 38 kalibera skamm-
byssu nokkrum dögum áður en
morðin voru framin. Vopninu, sem
hafði verið nýhreinsað þegar hann
lánaði það, var skilað á sunnudags-
kvöldinu. Þá hafði verið skotið af
byssunni.
Þetta ásamt öðrum upplýsingum
sem smám saman höfðu verið að
berast, varð til þess að lögreglan gaf
út handtökuskipun á fyrrverandi
starfsmann verslunarinnar, Greg-
ory Allan Strum. En bjartsýnin
varð ekki langlíf. Þegar haldið var
til heimilis Strums til að handtaka
hann var hann flúinn. Mannaveið-
arnar, sem nú voru settar í gang,
höfðu mikið pappírsflóð í för með
sér. Allir lögreglumenn, sem unnu
að málinu, fengu fyrirskipun um að
kynna sér vandlega öll gögn þar að
lútandi. Og þeir lögreglumenn,
sem ekki unnu við máiið í fullu
starfi, voru beðnir um að sinn^ því
þegar tóm gafst frá öðrum skyidu-
störfum.
Klukkan átta um morguninn 24.
ágúst hélt sveit lögreglumanna til
íbúðar vinkonu Strums og náðu
honum þar þegar hann reyndi að
flýja út um glugga á bakhlið húss-
ins. Þetta var lítil subbuleg íbúð í
lélegasta hverfinu í Riverside.
Síðar skýrði lögregluforinginn,
sem stjórnað hafði handtökunni,
frá því að hann hefði fengið hugboð
um að Strum kynni að vera þarna;
það var allt sem hann hafði að
byggja á.
Strum var vandlega yfirheyrður
þegar komið var með hann á lög-
reglustöðina. Á honum fundust
1.100 dollarar.
„Það er trú okkar að Strum hafi
verið á flótta þegar hann var hand-
tekinn," sagði Franks lögreglu-
stjóri við fjölmiðla.
Nægar sannanir
Strum gat lítið gert gegn þeim
sönnunargögnum sem lögreglan
hafði í höndunum gegn honum.
Fyrir utan það að peningarnir fund-
ust á honum, þegar hann var hand-
tekinn, fundust blóðug föt heima
hjá vinkonu hans.
Einnig fundust þar rúllur með
skiptimynt sem verslunarstjórinn
bar að hefðu horfið þegar morðin
og ránið var framið.
Síðan bætti það gráu ofan á svart
að tæknimennirnir höfðu fundið
fingraför Strums á dyrastafnum í
birgðageymslunni.
Eitt vitni, kona sem hafði verið að
versla í Super Shops rétt fyrir lok-
un, gat ekki með fullri vissu valið
Strum úr myndum sem henni voru
sýndar. En hún bar að viðskiptavin-
ur, sem hefði verið þar á sama tíma,
hefði verið í slitinni gulri peysu
eins og allir starfsmenn verslan-
anna gengu í. En það hafði einmitt
verið slík peysa sem lögreglan hafði
fundið heima hjá vinkonu Strums
ásamt bláum stuttbuxum, hvort
tveggja atað í blóði.
Nancy Rizzo skýrði frá því að
starfsmaður verslunarinnar, sem
lánaði Strum byssuna, hefði skýrt
frá því að hann hefði hringt í Strum
um leið og hann frétti af morðun-
um og beðið um að fá byssuna sína
aftur. Hann sagði að byssan hefði
verið hrein þegar hann lánaði
Strum hana og hann hefði ekki
hreinsað hana eftir að hann fékk
hana aftur.
Þegar lögreglan hafði fengið þá
byssu í hendur leiddu rannsóknir í
Ijós að skotin, sem tekin höfðu ver-
ið úr líkunum, voru úr byssunni.
Einnig fannst fjórða kúlan í pappa-
kassa í birgðageymslunni.
Annar starfsmaður skýrði frá því
að hann hefði ekið Strum heim til
sín eftir að þeir höfðu varið degin-
um í að ræða morðin heima hjá
honum.
„Ég sagði við hann að okkur væri
vissara að biðjast fyrir og það í
hvelli. Hann samþykkti það alveg
hiklaust. Ég vildi biðjast fyrir hand-
an götunnar, en hann sagði að það
gæti enginn bannað okkur að biðj-
ast fyrir.“
Vitnið sagði að Strum hefði krop-
ið á bílastæðinu við verslunina og
strax hefðu tveir lögreglumenn
komið og farið að spyrja þá út úr
varðandi morðin. Svör þeirra þóttu
ekki fullnægjandi og því voru þeir
fluttir á lögreglustöðina til frekari
yfirheyrslu. Þegar búið var að
spyrja þá um hvar þeir hefðu verið
var þeim sleppt aftur, en sagt að
þeir mættu ekki fara burt, því vera
kynni að þyrfti að yfirheyra þá nán-
ar.
Þrátt fyrir að öll þessi sönnunar-
gögn hefðu verið kynnt fyrir Strum
neitaði hann harðlega að hafa
fengið lánaða byssuna, hvað þá
meira.
Strum viðurkenndi að hann og
vinkona hans hefðu farið að vara-
hlutaversluninni um hálfsexleytið
á sunnudeginum. En hann varð
tvísaga þegar að því kom að skýra
frá því hvort þau hefðu farið þar
inn. Fyrst sagði hann að þau hefðu
farið í bíó, en þegar vinkona hans
var beðin um að skýra frá mynd-
inni sagði hún að hún hefði ekki
farið með honum, heldur í heim-
sókn til móður sinnar.
Einn kunningi Strums skýrði frá
því að hann hefði rætt um morðin
við Strum tveimur dögum eftir að
þau voru framin. Hann sagði að
Strum hefði verið sallarólegur,
nema hvað hann var hneykslaður á
að hafa verið yfirheyrður vegna
morðanna.
Strum var órakaður og illa til
reika þegar hann kom fyrir dómar-
ann, sem skýrði honum frá því að
réttað yrði í máli hans og ef hann
yrði fundinn sekur ætti hann á
hættu að lenda í gasklefanum.
Óður skaphundur
Nú hófu bæði saksóknari og opin-
berir verjendur Strums að kynna
sér feril hans. Það kom fljótlega í
ljós að Strum var mjög sveiflu-
kenndur persónuleiki. Ýmist vann
hann af miklum krafti eða lagðist í
leti. Hann gat verið mjög viðkunn-
anlegur eina stundina, en tók óg-
urleg bræðiköst þá næstu.
Einn nágranni hans, sem rak fé-
lagsmiðstöð fyrir unglinga, sagði:
„Hann var alveg ágætur sem
krakki, en þegar hann varð 15-16
ára tók hann algerum stakkaskfpt-
um. Eitthvað eyðilagðist í honum."
Strum var rekinn frá Super Shops
aðeins tveimur vikum fyrir morðin
á félögum hans þremur.
Rannsóknarmennirnir komust að
því að þegar Strum var 16 ára hafði
hann haldið svo háværar veislur að
nágrannarnir sáu sig knúna til að
kalla til lögreglu hvað eftir annað.
Þá tók hann feikileg æðisköst þar
sem hann æddi út úr húsinu og jós
fúkyrðunum yfir foreldra sína. Þeir
gáfust að lokum upp á þessum erf-
iða syni sínum og ráku hann að
heiman.
Strum ánetjaðist fíkniefnum fljót-
lega og átti erfitt með að halda
nokkurri atvinnu. Hann vann á
hamborgarastað um tíma árið
1987, en var rekinn eftir að hafa
lent í rifrildi við eigandann.
Annar yfirmaður hans skýrði frá
því að ekki hefði verið unnt að
lynda við Strum. „Það mátti aldrei
segja honum til. Þá sneri hann í
mann baki og gekk burtu." Þessi
yfirmaður hans rak hann þegar í
ljós kom að hann hafði gefið rang-
ar upplýsingar í umsókn sinni um
starfið.
En yfirmaðurinn var ekki búinn
að bíta úr nálinni hvað Strum
varðaði. Hann vildi í fyrstu ekki
viðurkenna að sér hefði verið sagt
upp og mætti ótrauður til vinnu.
Þegar honum var bannað að vera á
staðnum fór hann að reyna að gera
þar allt til bölvunar sem hann gat.
Að lokum varð að fá dyraverði til að
vísa honum burt í hvert sinn sem
hann lét sjá sig þar.
Verslunarstjórinn hjá Super
Shops skýrði frá því að hann hefði
rekið Strum, þar sem hann mætti
annaðhvort seint til vinnu eða alls
ekki. Hann skýrði einnig frá því að
Strum hefði haft mjög erfiða skap-
gerð, rokið upp af minnsta tilefni,
og hefði þar að auki verið háður
kókaíni.
Örvæntingarfullur
fíkill
Þar liggur hundurinn grafinn,
sagði einn lögreglumannanna.
„Hann drap vini sína og samstarfs-
menn, sem aldrei höfðu sýnt hon-
um annað en góðvild, af því þeir
gátu borið kennsl á hann. Hann
varð að fá peningana til geta svalað
kókaínfíkn sinni."
Strum er enn í fangelsinu í Or-
angesýslu og bíður þess að dæmt
verði í máli hans. Samkvæmt lög-
um Kaliforníufylkis verður hann
að teljast saklaus þar til annað
sannast.