Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. maí 1991 HELGIN 15 KVIKMYNDIR Saga drykkjumanns The Doors saman komnir til skrafs og ráðagerða. The Doors Aðalhlutverfc Val Kilmer (Kill Me Aga- in), Meg Ryan (Working Cirl), Kyle MacLachlan, Frank Whaley, Kevin Dill- on, Billy Idol. Leikstjóri: OUver Stone (Platoon, Wall Street, Bom on the Fourth of July). Bönnuð innan 14 ára. Sýnd í Stjömubíó. Jim Morrison er einn af þekktustu tónlistarmönnum hippaáranna og hefur löngum þótt athyglisverð per- sóna sem margar sögur fóru af. Hann var einn af stórstjörnunum þrem (Joplin, Hendrix, Morrison) í tónlistarlífinu sem öll áttu það sam- eiginlegt að lifa hratt og deyja ung. Líf hans hefur lengi verið í brenni- depli og er það fyrst núna sem Oli- ver Stone sér sér færi á því að gera mynd um goðið. Morrison var ungur og ótaminn þegar hann komst í kynni við drengi á sínum aldri, sem allir höfðu það sameiginlegt að hafa óþreytandi áhuga á tónlist og voru tilbúnir að prófa hvað sem var fyrir málstaðinn. Stone hafði í gegnum tíðina hlust- að mikið á tónlist The Doors og var Jim Morrison í miklum metum hjá honum. Lengi hafði hann hugsað sér að gera mynd um Morrison og tímasetning virtist fullkomin nú, vegna þess hversu tískan og tíðar- andinn hafði færst aftur til síns fyrri tíma. Þegar Stone hófst handa var ekki úr miklu að spinna, því eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar voru misjafnlega hjálpsamir við heim- ildasöfnun. En það tókst og eftir stendur ein merkilegasta ævisaga rokkara sem hingað til hefur verið kvikmynduð. Val Kilmer, sem hefur smám sam- an skapað sér nafn sem leikari, var valinn í hlutverk Morrisons og þótti það ansi djörf ákvörðun hjá Stone að velja svo reynslulítinn leikara til að fara með aðalhlutverkið. En Kilmer sannar hér, þrátt fyrir allt, að hann er vel að hlutverkinu kom- inn og síst af öllu vanhæfur til verksins. Þvert á móti skilar hann trúverðugum leik og tekst vel að túlka sérstæða persónu hins látna söngvara. Meg Ryan leikur unnustu Morri- sons og hefur hún löngu áður sann- að að hún er til alls líkleg, þegar gott hlutverk er í boði, og á hún hrós skilið fyrir frammistöðu sína hér. Það sem skilaði myndinni eins vel til áhorfenda og raun ber vitni, var mjög frumleg kvikmyndataka og sérstæður filter á linsu sem gerði alla liti sérstæða og skapaði sann- kallaða 68-stemmningu. Oliver Stone beitir hér mjög agaðri leik- stjórn og tekst að koma frá sér vandaðri mynd sem hver sem er ætti að geta haft gaman af og fyrir gamla hippa er þetta líkt og a&kom- ast í gullnámu. ÁHK. NISSAN KING CAB 4WD Með aukavinning sem kemur að notum Við bjóðum þér upp á aukavinning á nokkrum Nissan Kong Cab 2,4 4WD Þú færð, án aukagjalds, sterkt og fallegt plasthús á pallinn og plastklæðningu innan á allann pallinn að auki. Allt á einungis kr. 1.386.000.- stgr. Sýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700 Sævarf\öfóa 2 ■ sími 9Í-S740ÐO t ?T****, í? - ’ £ - -'t - ^ - t í-'j- J> * -- - J **SS- . ár** ■ij.y • . 1 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.