Tíminn - 25.05.1991, Qupperneq 12
20
HELGIN
Laugardagur 25. maí 1991
AÐ UTAM
Þaö er samdráttur í vopnaiðnaði í
Þýskalandi, enda á svo að heita að
friðvænlegra sé í heiminum.
Fjárhagsáætlun til vamarmála
er skorin niður og skortur er á
nýjum verkefnum. Tugþúsundir
starfa eru í hættu. Verksmiðj-
umar verða að umstilla
framleiðslu sína á vaming
fyrir óbreytta borgara. Enn
sem komið er hefur aðeins
fáum þeirra tekist það. Það er
enginn hörgull á hugmyndum,
en flestir markaðir em iyrir
löngu yfirfullir.
Hagnaðurinn af hinum
fríða friði
Verksmiðjan í Eiweiler var árum
saman yfirhlaðin verkefrium. Hún
sérhæfði sig í fjarskiptatækni og
hafði 650 manns í vinnu við að
framleiða fjarskipta- og miðunar-
tæki fyrir vestur-þýska herinn,
traustið var sett á verkefni frá rík-
inu.
En tímarnir hafa breyst. Herinn
kaupir ekki eins mikið af tækjum
og áður, litla fyrirtækið í Saar, sem
stórfyrirtækið Deutsche Aerospace
hefur nú gleypt, hefur nú engin
verkefni lengur að vinna úr.
Önnur fyrirtæki, sem háð eru
framleiðslu vopnabúnaðar, hafa lið-
ið sömu örlög og það í Saar. Enda-
lok kalda stríðsins og niðurskurður
í hermálafjárhagsáætlunum koma
nú líka niður á þeim fyrirtækjum
sem hafa sérhæft sig í varnartækni.
Hagnaðurinn af hinum fríða friði
kostar í fyrstu umferð nokkur þús-
und störf.
Upplýsingaskrifstofan Vísindi og
friður í Bonn, segir að vopnaiðnað-
urinn standi frammi fyrir „trúlega
til þessa óvægnustu umbreytingu"
sem um getur. Verkalýðsfélögin sjá
fram á fjöldauppsagnir og fyrir-
tækjalokanir og tugþúsundir at-
vinnulausra, ef ekki verður gripið
til gagnráða.
Ekki auðvelt að „breyta
sverðum í plóg“
Stjómmálamenn, verkalýðsfor-
ingjar og vísindamenn krefjast þess
einum rómi að í stað framleiðslu
vopna verði tekin upp framleiðsla
vamings fyrir óbreytta borgara. En
umbreytingin, að breyta „sverðum í
plóg“, hefur til þessa sjaldan tekist.
Dauðastríðið er hafið. Vopnafram-
leiðslufyrirtækið Rheinmetall í
Dússeldorf, þar sem 30% fram-
leiðslunnar hafa verið fallbyssur,
skriðdrekaturnar og skotfæri, hefur
tilkynnt að til ársins 1993 verði
störfum fækkað um 1000. Hætt
verði vopnaframleiðslunni í Dússel-
dorf.
í vopnaframleiðslufyrirtækinu
Heckler & Koch í Oberndorf í
Schwarzwald, verða lögð niður
tæpur fjórðungur 2000 starfa. Fyr-
irtækið, sem eitt sinn gaf af sér góð-
an arð, var í árslok 1990 orðið svo
illa sett að starfsmennirnir fengu
ekki launin inn á reikningana sína
fyrr en tveim vikum of seint.
Þessi gamalgróna byssuverk-
smiðja lenti í erfiðleikum, þar sem
varnarmálaráðuneytið í Bonn aft-
urkallaði skyndilega 60 milljón
marka samning. Það er ekki lengra
síðan en í apríl 1990 að enn var gert
ráð fyrir, að því er stóð í „húshalds-
athugasemdum", að festa kaup á of-
urbyssunni G 11, sem Heckler &
Koch höfðu þróað. En þegar í maí
var „nákvæmasta dauðavél heims-
ins" (að sögn The Times) komin á
lista yfir „áform sem hægt er að
komastafán".
Vopnaframleiðslusamdrátturinn
kemur enn verr við önnur ríki
Deutsche Aerospace (Dasa) í eigu
Daimler-Benz, er langstærsta
vopnaframleiðslusamsteypa Þýska-
lands. Þar verður störfum í varnar-
tækni alls fækkað um 1000 á þessu
ári. Verði hin umdeilda Jáger 90
ekki framleidd mega allt að 7000
starfsmenn Dasa óttast um störf
sín.
Kreppan í vopnaiðnaðinum lendir
Það er lítið vit í því að framleiða skriðdreka lengur og lítiil markaður fyrir þá. Verksmiðjurnar leita
nú að nýjum framleiðsluvörum og mörkuðum fyrir þær.
Samdráttur í vopnaframleiðslu er dýr:
Friðurinn
kostar störf
sérlega harkalega á nokkrum svæð-
um. Af 9000 starfandi mönnum í
Oberndorf er vinnustaður þriðja
hvers í vopnaframleiðslunni. Á
Múnchen- svæðinu, þar sem auk
MBB hafa aðsetur skriðdrekaverk-
smiðjan Krauss-Maffe og vélafram-
leiöandinn MTU, vinna um 25.000-
30.000 manns í vopnagreininni.
Þar við má bæta allt að 20.000
manns sem starfa við dreifingu var-
anna.
Alheimsafvopnun kemur enn verr
við ríki bandamanna Þýskalands,
s.s. Bandaríkin, Frakkland og Eng-
land. Friðarrannsóknarstofnunin
Sipri í Stokkhólmi álítur að á árinu
1995 hafi 500.000 störf, svo bara sé
talað um evrópskan vopnaiðnað,
verið lögð niður.
í Bandaríkjunum geta flugvéla-
verksmiðjur varla reiknað með nýj-
um áætlunum um byggingu nýrra
orrustuflugvéla upp á marga millj-
arða eftir Persaflóastríðið. Þar að
auki verða ekki uppfylltir fyrri
samningar við Pentagon. Vopna-
samsteypur eins og McDonnell
Douglas, Hughes Aircraft eða Lock-
heed bregðast við með
fjöldauppsögnum.
í mörgum bandarískum
fyrirtækjum nemur
vopnaframleiðslan allt að
80% starfseminnar. Sam-
dráttur í varnarfjárhags-
áætlunum hefur þar því
sérlega alvarleg áhrif. í
þýskum fyrirtækjum aft-
ur á móti nemur vopna-
framleiðslan yfirleitt ekki
nema um helmingi velt-
unnar.
Viðskipti með vopna-
búnað voru arðbær
Vopnaframleiðslan hefur
enn minna vægi innan
efnahagsins í heild. Þeir
u.þ.b. 200.000 manns,
sem starfa í þessari grein, velta
rúmum 20 milljörðum marka, sem
er um eitt prósent brúttóþjóðar-
framleíðslunnar.
Viðskipti ívopnabúnaði voru alltáf
sérlega arðbær. Auk þess var hægt
að ganga að samningum við herinn
sem vísum. Kreppur í markaðshorf-
um þekkti greinin ekki.
En þessir tímar eru liðnir. Stjórn-
málamennirnir vilja uppskera
Mir standen
ávexti slökunarinnar. Fækkað verð-
ur í liðssveitum þýska hersins, fjár-
útlát til að vopna þær eiga að
minnka. Fyrir fimm árum samdi
varnarmálaráðuneytið í Bonn um
verkefni fyrir 12 milljarða marka.
1994 eiga þau samkvæmt áætlun-
um Theos Waigel, fjármálaráð-
herra, ekki að nema meira en 3,5
milljörðum marka.
Þegar á þessu ári, segir í fyrirmæl-
Fjöldi fólks missir vinnuna við
samdráttinn í hergagnafram-
leiðslu.
um ráðuneytisins, „verður að grípa
inn í gildandi samninga" — í stað
10 milljarða mega hershöfðingjarn-
ir nú aðeins eyða 9,5 milljörðum í
nýjan vopnabúnað.
Því sem næst daglega hringja
áhyggjufullir áróðursmenn vopna-
framleiðenda í þá sem áætlanirnar
gera í vamarmálaráðuneytinu, til
að komast að því hvaða áætlanir
verði strikaðar út, útvatnaðar eða
frestað. „Við reynum nú bara að
halda tjóninu í lágmarki," segir
einn herstjórnandinn.
Ekki dregnir lærdómar af
Persaflóastríðinu
Síðan strika embættismennirnir
út það sem ekki er enn fullkomlega
samþykkt og skiptir engu máli
hvort það er skynsamlegt eða ekki.
Þannig á að stöðva frekari þróun
lágflugshermis fyrir orrustuflugvél-
ina Tomado. Samt höfðu Gerhard
Stoltenberg og fyrirrennarar hans
sí og æ lofað að taka herma í notk-
un til að draga úr hávaðahrelling-
unni vegna lágflugsins.
Að vísu verður „aukning orrustu-
hæfni" Phantom- orrustuflugvélar-
innar, sem aldurinn færist nú yfir,
framkvæmd. En vélarbreytingar,
sem vom ákveðnar á sama tíma,
eiga að falla niður. Leynilegt skjal
lýsir afleiðingunum á þann veg að
brátt megi búast við minnkandi
flugöryggi.
Lærdómar úr Persaflóastríðinu
em ekki heldur teknir með í reikn-
inginn. Yfirmenn hersins í Bonn
vildu að frá og með árinu 1993 yrðu
þrjár af sex áætluðum Tomado-
sveitum settar í að safna upplýsing-
um, í stað þess að nota þær sem
ormstuflugvélar með kjarnavopn í
stríðsátökum. En nú er ekkert fé
fyrir hendi fyrir nauðsynlegan út-
búnað.
Nákvæmlega eins virðist ætla að
fara fyrir nýrri „felu“njósnaflugvél,
sem varla sést á hefðbundnum rat-
sjám vegna gerviefnishúðar. Áætl-
anasmiðirnir vilja líka draga sig út
úr nýju og rándým „loftferða- og
stjórnarkerfi" (skammstöfun Nató:
ACCS) — Waigel og Stoltenberg
strikuðu út framlögin.
Tækniþekking vegna vopnabúnað-
ar ætti að koma til góða borgara-
legri vöru
Þetta er slæmt fyrir fyrirtækin sem
það hittir fyrir. Reyndar álítur
Rheinisch-Westfálische vísinda-
stofnunin að fyrirtækin geti með
góðum árangri jafnað út samdrátt í
verkefnum með því að breyta yfir í
framleiðslu á borgaralegum vam-
ingi. Sú þekking, sem aflast hafi
vegna tækni í vopnabúnaði, ætti að
sýna sig sem „ekki of vanmetinn
kost í byrjun".
En þetta er kenningin, raunvem-
leikinn lítur allt öðruvísi út. Varla
einu einasta þýsku vopnafyrirtæki
hefur enn sem komið er tekist að
losa sig alveg undan hernaðarleg-
um verkefnum — erfiðleikarnir við
umskiptin vom of miklir og útlitið
fyrir risahagnað af hernaðarlegum
verkefnum of heillandi.
Enn sem komið er eru fá dæmi um
árangur af umskiptum yfir í fram-
leiðslu á varningi fyrir óbreytta
borgara. Flestum hergagnafram-
leiðendunum reynist það ákaflega
erfitt að stilla sig inn á þær brautir.
„Úr eldflaugaskeyti er ekki mögu-
legt að búa til flugelda," segir verk-
fræðingur við MBB.
Vandamál hergagnaframleið-
endanna við að finna nýjan
varning og markaði
Vandamál verksmiðjunnar í
Múnchen eru dæmigerð fyrir við-
skiptagreinina. Tæknimennirnir
við MBB þróuðu heilmarga hluti
fyrir borgaralegan markað. En ekk-
ert af þessum nýju viðskiptasviðum
er nógu stórt til að jafna út millj-
arðaveltuna í vopnabúnaði.
Gagnrýnendur eru alltaf að brýna
vopnaframleiðendurna á því að það
finnist nægir nýir markaðir, t.d. í
umhverfisvemd, orkutækni, um-
ferðarstýringu eða við að koma fyr-
ir skotfærum og herbúnaði. En þeir
líta oft framhjá því að líka á þessum
sviðum em fyrir alltof mörg fyrir-
tæki um hituna, vopnafyrirtækin
eru yfirleitt of seint á ferðinni.
Stjórnendum í vopnabúnaðarfyr-
irtækjum er yfirleitt ekki vant hug-
mynda. En þeir eru ekki vanir því
að framleiða á sem hagkvæmastan
hátt og selja vaming sinn á hug-
myndaríkan máta.
„Verktaka“námskeið hjá MBB
leiddi eitt dæmi í Ijós. Af 70 nýjum
framleiðsluhugmyndum, sem
starfsmennirnir höfðu þróað, er
sennilega aðeins ein sem hægt er
að hrinda í framkvæmd. Allar hinar
tillögumar sýndu sig að vera fjarri
því að vera markaðshæfar og ekki
grundvöllur fyrir fjármögnun
þeirra.