Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 6
14 JL HELGIN Laugardagur 25. maí 1991 David Keys fornleifafræðingur, fréttaritari Tímans í London: Átvögl á En í gamla Breskir foraleifafræöingar og vísindamenn eru nú að svipta hulunni af of- áti Englendinga á tímum Tudoranna. Nýju heimildiraar gefa til kynna með línuritum nákvæmlega hvers vegna enski kóngurinn Hinrik VIII. varð svo feitlaginn að hann er auðþekktur á myndum enn þann dag í dagl landi Skýringin á því hvaö Hinrik VIII. Englandskonungur var feitlaginn er einfaldlega mataræöið á þeim tímai Hópur vísindamanna við háskólann í Southampton í Suður-Englandi hef- ur verið að rannsaka þúsundir fugla-, fiska- og dýrabeina sem matsveinar á Tlidor-tímanum, á 16. öld, hentu á öskuhauginn. Fomleifafræðingamir fundu gryfju fulla af eldhúsúrgangi aðalsmanns frá þeim tíma í grennd við hús sem var í eigu Hinriks VIII. — og hópur dýra- fræðinga, sem hefur verið að sundur- greina beinin, hefur komist að þeirri niðurstöðu að allt í allt hafi um fiöru- tíu dýrategundir verið undirbúnar til matreiðslu! Þó að beinin í gryfjunni gefi til kynna að á þeim hafi verið a.m.k. þrjú tonn af kjöti er sá möguleiki fyrir hendi að mslið sé aðeins eldhúsúr- gangur frá einni til tveim stórkostleg- um veislum. Það er vitað að enskir aðalsmenn á tímum Hinriks VIII. voru vanir að innbyrða um 5000 hitaeiningar af fæðu á dag. Dýrafræðilegar rannsóknir á inni- haldinu í mslahaugnum hefur nú þegar leitt í ljós að á matseðli aðals- mannanna á þessum tíma vom m.a. fuglategundimar hegri, skjór, vepja, lóa, gæs, skógarsnípa, dúfa, hrossa- gaukur, kjúklingur, komhæna, a.m.k. þrjár tegundir af önd og allt að tylft tegunda söngfúgla (trúlega þ.á m. svartþrestir, þrestir og lævirkjar); fiskategundimar styrja, hafáll, urrari, vatnakarfi, gedda, síld, ýsa, lúða, áll og ýmsar tegundir þorskfiska. Auk þess dádýr, kýr, kanínur, svín og kind- ur! öskuhaugurinn fannst í grennd tveggja húsa frá Hidor-tímanum, sem bæði hafa verið í eigu Hinriks VIII. Annað húsið var heimili fjórðu konu Hinriks, Anne af Cleves, eftir að kon- ungurinn hafði „losað“ sig við hana. Sjálfur dvaldist Hinrik þar um hríð. í hinu húsinu bjó einn aðalveisluhald- ari Hinriks, Sir Thomas Cawarden. Matreiðsla á Tbdor-tímanum var mikið sótt til franskrar matargerðar, og reyndar var einkamatsveinn Hin- riks VIII. franskur. Fyrir borð aðalsmanna í Englandi á miðri 16. öld vom fuglar venjulega hamflettir og steiktir, og síðan vom stærri fuglarnir stundum aftur settir inn í haminn áður en þeir vom bom- ir á borð. Fiskur var eldsteiktur, soðinn eða bakaður. Vatnakarfi t.d. var oft krydd- aður með negul, múskati og salti og skreyttur með kúrennum og sveskj- um áður en hann var smurður með smjöri og bakaður. Að því er gamlar skráðar heimildir segja var innihaldið í einum rétti - - „stóru böku“ — kjúklingar, endur, skógarsnípur, þorskur, naut, mör, mergur, salt, pipar, negull, múskat, kanel, saffran, döðlur, sveskjur, rú- sínur og harðsoðnar eggjarauður! Það em vísindamennimir Jennifer Bourdillon, Andrea Bullock og Sheila Hamilton-Dyer í hinni virtu deild Southampton-háskólans sem fæst við rannsókn dýraleifa, sem annast þá erfiðu þolinmæðisvinnu að bera kennsl á þessi mörg þúsund bein í mslahaugi frá Tudor-tímanum. Fomleifafélagið English Heritage, sem styrkt er af ríkinu, kostar rann- sóknina. Hauginn, sem er nálægt Redhill í Surrey, gróf út hópur undir stjórn Robs Poulton, fomleifafræð- ings á vegum sveitarstjómarinnar í Surrey. L L lll Lh L L* L L-r::i . L Ll L . 2ZMAÍ lýkur sameiiiingu landsbauka og Samvinnubaiika meó opnun útibúanna í Keykjavík undir merkjum Iitndsbankans Allt frá stofnun Landsbanka íslands hefur hann verið einn af máttarstólpum íslensks þjóðfélags. 27. maí næstkomandi markar þáttaskil í sögu hans en þá lýkur sameiningu Samvinnubankans og Landsbankans með því að Samvinnubankaútibúin í Reykjavík breytast í Landsbanka. Þar með er Landsbankinn tetur í stakk búinn en nokkru sinni fyrr að veita landsmönnum öllum víðtæka, góða og ódýra þjónustu. Þjónustunet Landsbankans nær þar með til flestra byggðarlaga landsins og telur yfir 60 útibú. Verið ávallt velkomin í Landsbankann. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.