Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 4
12 -1- HELGIN Laugardagur 25. maí 1991
Margrét Ornólfsdóttir, hljómborðsleikari Sykurmolanna, segir að búast megi við því að ný
plata með þeim, sem hljóðrituð verður í sumar, verði öðruvísi en það sem þau áður hafa gert:
Ný plata með Sykurmolunum
verðurtekin upp í
Bandaríkjunum í sumar og
eru meðlimir
hljómsveitarinnar þegar famir
að tygja sig til brottfarar.
Fyrírhugað er að hefja
upptökur í byrjun júní og mun
þekktur upptökustjóri, Paul
Fox, stjóma upptökum á
plötunni. Ætlunin er að platan
komi út í haust og mun
hljómsveitin fýlgja plötunni
eftir með tónleikaferðalagi.
Platan verður hljóðrituð í
litlum bæ, sem er um
klukkutímaakstur frá New
York, rétt hjá
Woodstock- búgarðinum þar
sem frægustu stórhljómleikar
hippaáranna voru haldnir í
ágúst 1969. Margrét
Örnólfsdóttir,
hljómborðsleikari
Sykurmolanna, sagði að upp-
tökur myndu byrja þriðja júní,
en myndu líklega standa fram
í ágúst. Hún sagði að síðustu
mánuðir hefðu farið í að
semja efni á plötuna og æfa
það. „Fyrsta vikan úti og
rúmlega það mun fara í æf-
ingar með
upptökustjóranum, þar sem
hann og við vinnum betur í
lögunum áður en við tökum
þau upp,“ sagði Margrét.
Hún sagði að staðurinn þar
sem upptökurnar færu fram
væri næstum úti í sveit, sem
væri mjög fínt. „Samt sem
áður er þetta ekki nema
klukkutíma akstur frá New
York, þannig að þetta er
hæfileg einangrun."
Aðspurð sagði Margrét að
líklega myndu þau fylgja
plötunni eftir með
tónleikahaldi. Hins vegar
hefðu þau tekið þann pól í
hæðina að halda ferðalögum
alveg í lágmarki. „Ferðalögin
eru það sem er mest
þreytandi í sambandi við
þetta. Síðasta ár höfum við
hvílt okkur á
ferðalögum og tónleikahaldi,
en þar áður vorum við búin að
vera á tónleikaferðalagi
nánast í þrjú ár og það tekur
á taugarnar. Við ætlum að
reyna að skipuleggja þetta
öðruvísi, svo að við þurfum
ekki að vera eins lengi í
burtu,“ sagði Margrét.
Margrét sagði, þegar hún var
spurð hvort þetta nýja efni
væri betra en það sem þau
hefðu áður gert, að þau yrðu
auðvitað að halda það. „Ég
hugsa að megnið af því sé
mjög ólíkt því sem við höfum
verið að gera. Þetta er ekki
stefnubreyting heldur
aðallega breyting á okkur
sjálfum. Við erum öll mjög
spennt að sjá og heyra
útkomuna. Við vinnum þessa
plötu allt öðru vísi en áður,
þar sem við erum í fyrsta
skipti með upptökustjóra.
A síðustu plötu sáum við um
allt saman sjálf og okkur
fannst það ekki virka,“ sagði
Margrét. Hún sagði að Paul
Fox myndi hafa áhrif á það
hvernig lögin hljómuðu, hann
kæmi með sínar tillögur í
þeim efnum og það væri mikill
munur frá því sem verið hefði.
Margrét sagði að Paul Fox
hefði komið til landsins í
janúar sl. og þau hefðu þá
unnið með honum nokkur lög
í hljóðveri og það hefði komið
mjög vel út. —SE
MIKIÐ MAGN PLATNA
Það virðist ætla að gæta grósku í íslenskri plötuútgáfu þetta
áríð. Alls munu á sjöunda tug platna, nýrra og
endurútgefmna, verða settar á markaðinn, sem er haría fínt
Þegar eru nokkrar plötur komnar
út: Crusher of Bones, Bandalög 3,
Á köldum klaka, Rocky Horror-
söngleikurinn, Skáld á nýjum skóm
og sjötomma með Formaiku.
Á prjónunum er að gefa út tónlei-
kaplötu með Nýjum dönskum, plötu
með Júpiters, sem margir hafa
beðið lengi eftir, og þá einnig plötu
með Rúnari Júllussyni og Bubba
Morthens, Sálinni hans Jóns mlns,
Todmobile, Sléttuúlfunum, Mezzo-
forte, Agli Ólafssyni, Geirmundi
Valtýssyni, Sykurmolunum,
KK-blúsbandinu, Vinum Dóra,
Upplyftingu, Sigga Björns, Stjóm-
inni, Blúskompan[inu, Jimmy
Dawkins og Kari Örvarsson og Eyj-
ólfur Kristjánsson fara á plast sam-
an, en sá slðarnefndi sendir einnig
frá sér safnplötu á ensku. Plata, þó
ekki á ensku, með jazzlögum
Tómasar R. Einarssonar er
væntanleg og fiðlutónar Guðnýjar
Guðmundsdóttur verða fáanlegir i
Umsjón:
Guðmundur Steingrímsson
Stefán Eiríksson
þessu formi. Þá er Bandalög 4
væntanleg, einnig safnplata frá
Sklfunni, þungarokkplata
Sklfunnar, Dúettaplata Sklfunnar,
12” frá Slðan skein sól, lög úr
Söngvaseið (Sound of Music), 15
ára afmælisplata Sklfunnar, Eriend
lög frá Steinari, safnplata
Krlsuvlkursamtakanna, sem kallast
Húsið og Safnplata Steinars og
P.S. Einnig er I blaerð að gefa út
lög við kvikmynd Oskars
Jónassonar og e.t.v. aðra plötu
með kvikmyndalögum. Þá hefur
Gunnar Þórðarson stjórnað
upptökum á vlsnaplötu sem verður
væntanlega gefin út á árinu.
Endurútgefnar plötur verða ekki
sjaldséðar, líkt og hvltir hrafnar eru
þekktir fyrir. Átta plötur koma út I
röðinni Aftur til fortlðar og Steinar
gefur einnig út sklfu með bestu
lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar,
Vlsnasafn, e.t.v. nokkrar plötur
með Spilverki þjóðanna og Geisla-
virkir með Utangarðsmönnum.
Sklfan verður enginn eftirbátur og
gefur út skffu með Vilhjálmi
Vilhjálmssyni, [ takt við tlmann,
Dagarog nætur, Hauk Heiðar, Ég
syng fyrir þig og (slensk alþýðulög.
Þá kemur út á vegum Gimsteins
Geislavirkir utangarösmenn, sú plata verður endurútgefin á árínu.
platan Lifun, sem skipar merkan
sess I Islenskri tónlistarsögu.
Þessi listi er engan veginn
tæmandi, þvl plötuútgefendur velta
enn vöngum og eiga eftir að kveða
upp dóm sinn varðandi útgáfu á
fleiri plötum, auk þess sem nokkrir
tónlistarmenn eru með upptöku I
kollinum. Llklegt er að plata komi
út með Rokklingunum og e.t.v.
tónleikaplata með Bubba
Morthens. Þá þykir vlst að a.m.k.
tvær nýjar barnaplötur prýði hillur
verslana á árinu og tvær til þrjár
jólasafnplötur. Og svo veit enginn
nema eitthvað óvænt llti Ijós dags-
ins.
GS.