Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. maí 1991
tímum að lögmenn væru skipaðir af
konungi en ekki kosnir af alþingi, þá
mun alþingi hafa samþykkt lög-
mannstign Jóns Sigmundssonar
sumarið 1510. En í rauninni var
honum ekki stætt á embættinu,
bannfærðum manni. Hann leitaði
því sátta við Gottskálk biskup og
fékk lausn úr banni í september
sama ár gegn því að greiða Hóla-
biskupi mikið fé. En ekki stóðu
þessar sættir lengi, því að um vetur-
inn, er hann kom til Hóla að taka
lausn og skrift af biskupi, var hon-
um veittur áverki mikill af einum
heimamanna biskups. Var hann
stunginn hnífi og rist kinnin frá
eyra fram í munn. Ekki hirti biskup
um að refsa tilræðismanninum og
lét sig málið engu skipta og sýndi
lögmanni einskært hatur og fyrir-
litningu. Skildu þeir þá með þykkju
og kom Jón Sigmundsson aldrei til
Hóla eftir það, þótt honum væri
stefnt þangað.
Þótt Gottskálk hefði leyst Jón lög-
mann úr banni, þá fór því fjarri að
hann hefði fallið frá ákærunni um
frændsemismeinbugi með þeim
hjónum. Hitt var öllu heldur að
Gottskálk tók nú að leita fleiri gagna
um ættir þeirra Jóns Sigmundsson-
ar og Bjargar, konu hans. Stefán
Skálholtsbiskup kvaddi hefðar-
klerka sína í dóm um málið og Gott-
skálk sendi nú fjóra vitnisburði frá
ýmsum mönnum, sem kunnugir
voru ættum þeirra hjóna og voru
þessi nýju gögn lögð fyrir hina
sunnlensku klerka. Er þar skemmst
frá að segja að þeir staðfestu tylftar-
dóm Gottskálks biskups um sifja-
spell Jóns og Bjargar í öllum grein-
um. Var þetta mikill sigur fyrir
Hólabiskup og horfði nú óvænlega
fyrir Jóni lögmanni, er hann hafði
tapað málinu fyrir klerkadómi Stef-
áns Skálholtsbiskups. Gottskálk
fagnaði mjög þessum tíðindum er
hann heyrði dóminn. Hann skrifaði
Stefáni bréf og bað hann að tilkynna
erkibiskupi dóminn. Gottskálki var
mikið í mun að Gauti erkibiskup
bæri ekki hlýhug til Jóns lögmanns,
svo sem vart hafði orðið í bréfi hans
til Stefáns. Þess vegna segir hann í
bréfi til Skálholtsbiskups: „Gjörið
nú bréfið sem mjúkast til vors and-
lega föður erkibiskupsins upp á vora
vegna. Megi þér og undirvísa erki-
biskup að yður og yðar prestum hafi
litist að vér höfum haft lagasóknir
við, kirkjunnar vegna, en eigi grip-
deildir eða ofríki. Er oss sagt að Jón
vilji sigla, en ef hann siglir ekki, þá
viljum vér forboða hann með yðar
ráði fyrir greindar sakir, því það er
oss á móti, ef hann skal ganga fyrir
Heilaga kirkju og kennidóminn."
Hverjir voru
meinbugimir?
Málum Jóns Sigmundssonar var nú
komið í hið mesta óefni. Klerka-
dómar beggja biskupsdæmanna
höfðu lýst yfir frændsemismeinbug-
um á hjónabandi hans. Eftir það gat
hann eigi vænst neins stuðnings af
hálfu erkibiskups. Eignir hans voru
mjög gengnar til þurrðar og engin
von til að hann næði jörðum sínum
aftur úr hendi Gottskálks, meðan
eigi fengist rifting á dómunum. En
þá hlýtur að vakna sú spurning hvað
hæft hafi verið í kæru Hólabiskups á
hendur honum um fjórmennings-
meinbugi. í dómi þeim, sem kveð-
inn var upp á Hólum 1505 og ógilti
hjónaband þeirra Jóns Sigmunds-
sonar og Bjargar, konu hans, eru
ættir þeirra raktar á þessa leið:
Grundar-Helga - Einar í Vatnsfirði
Björn Jórsalafari - Ingigerður
Kristín - Jón
Sólveig - Þorvaldur
Jón Sigmundsson - Björg
Samkvæmt þessari ættartölu eru
þau Jón Sigmundsson og Björg Þor-
valdsdóttir skýrir fjórmenningar. Sá
hængur er þó á þessu að vitað er
með vissu að þau Grundar-Helga og
Einar Eiríksson í Vatnsfirði áttu að-
eins eitt barn, Björn Jórsalafara.
Langafi Jóns og langamma gátu því
ekki verið alsystkin, en þau hafa get-
að verið hálfsystkin. Ingigerður var
Þorsteinsdóttir, prests í Saurbæ í
HELGIN
11
Eyjafirði, og mun hann hafa átt
hana á laun með Grundar-Helgu,
hinni miklu konu, er varð Smið
hirðstjóra að bana. Þeir sem gerst
þóttust vita höfðu það eftir Ingigerði
að Grundar-Helga hefði haft hana og
uppfrætt og játað fyrir henni að hún
væri hennar „kjötleg móðir“, gefið
henni peninga og gift hana að heim-
an.
Ein ljósasta sönnunin um það að
einhverjir meinbugir hafi verið á
hjónabandi Jóns Sigmundssonar og
Bjargar er sú staðreynd að hún gift-
ist honum gegn vilja föður síns. For-
eldrar hennar koma hvergi nærri
kaupmála þeirra og virðast ekki hafa
verið í brúðkaupsveislunni. Þorvald-
ur Jónsson á Móbergi er ekki gift-
ingarmaður dóttur sinnar. Heimild-
ir hníga því í þá átt að Jón Sig-
mundsson hafi vísvitandi orðið brot-
legur við sifjalög kaþólskrar kirkju
er hann gekk að eiga Björgu Þor-
valdsdóttur. Hann virðist ekki að-
eins hafa kvænst henni „án orlofs
vors helgasta föður páfans", eins og
Gottskálk komst að orði, heldur
einnig gegn frændaráði.
Á náðir Bjöms í Ögri
Þótt Jón Sigmundsson væri lög-
maður norðan og vestan þá var ríki
Gottskálks svo mikið að hann hélst
ekki við norðanlands, enda flestar
jarðir hans frá honum teknar. Hann
leitaði því hælis hjá Birni Guðnasyni
sýslumanni í Ögri og dvaldi með
honum löngum. Ólíklegt er að Jón
Sigmundsson hafi getað svo lengi
att kappi við Gottskálk biskup, ef
hann hefði ekki notið styrks Björns í
Ögri. Hins vegar var Birni mikil stoð
í lögmannsdómum Jóns Sigmunds-
sonar og úrskurðum í deilum þeim,
sem þá geisuðu á Vesturlandi milli
Björns og Stefáns Skálholtsbiskups.
Jón Sigmundsson var Birni í Ögri
hinn fylgispakasti og neytti lög-
mannsvalds síns honum í vil. Gott-
skálk hafði bannfært Jón á nýjan
leik árið 1513, en fylgispekt hans við
Björn í Ögri varð þess valdandi að
Stefán Skálholtsbiskup bannfærði
hann einnig og var lögmaður þá í
banni beggja biskupa landsins. Jón
gerði sér ljóst að honum tjóaði ekki
að standa í stórmælum við báða
kirkjuhöfðingjana og friðmæltist
því við Stefán Skálholtsbiskup.
Leysti Stefán hann úr banni, en
neitaði honum um kirkjuleg nema
því aðeins að hann færi til Hóla og
fengi aflausn og skrift af Gottskálki
biskupi. Ekki hlýddi lögmaður því
boði. Hann fór utan í annað sinn á
fund Kristjáns konungs II. til að
leita hjá honum trausts og halds.
Konungur hafði jafnan miklar mæt-
ur á Jóni Sigmundssyni og kallar
hann árið 1518 „vorn elskulega lög-
mann“, þótt sá titill hans væri þá
ekki nema nafnið eitt. Jón fékk
verndarbréf frá konungi og stranga
skipun til höfuðsmanns um að af-
henda honum aftur eigur hans. Jóni
Sigmundssyni varð þó lítið gagn af
bréfum konungs, því að Gottskálk
mun hafa mútað höfuðsmanni og
snerist hann gegn Jóni og sóttist
jafnvel eftir lífi hans á alþingi. í Lög-
réttu fékk Jón enga áheyrn og
klögumál hans dæmd dauð og
ómerk. Á þessu þingi bar Gottskálk
sigur úr býtum yfir Jóni Sigmunds-
Hefðarbýli á 16. öld.
syni. Hann lét biskupssveina varna
Jóni aðgang að Lögréttu, nema þar
sem varð að fara yfir mjóa brú á Öx-
ará. Þegar Jón kom út á brúna hafði
verið svo um búið að hann datt í ána
og flaut að hólminum, en maður
einn sem þar var staddur, náði í hár
honum og dró hann á land. Tók Jón
þá upp konungsbréfin alvot og bað
þess grátandi að guð mætti jafna
með sér og Gottskálki biskupi.
Fundum þeirra Jóns og Gottskálks
bar aldrei saman síðan.
Erfðaskrá biskups
En nokkru áður en Jón Sigmunds-
son beið lokaósigur sinn fyrir Gott-
skálki biskupi á alþingi 1517, lét
biskup útganga tylftardóm um
fjandmann sinn. Dómur þessi er
einskonar lokaorð biskups í deilu
hans við Jón lögmann. Hann er
dæmdur fyrir skriftrof, fyrir að hafa
ekki komið til Hóla á öskudag og
skírdag til að biðjast náðar og mis-
kunnar að hætti iðrandi syndara. í
sex ár hafði hann ei gengið til hlýðni
við guð og heilaga kirkju og biskup,
heldur haldið samneyti og sið-
blendni við aðra menn sem ósakað-
ur maður. Þá hafi hann einnig talað
rangan átrúnað fyrir mönnum og
framið svo og uppbyrjað nýja villu
móti guðs lögum. Loks hafi hann
bannað undirmönnum sínum að
sækja messur og rægt biskup við
konung. Fyrir allar þessar sakir
dæma klerkar Gottskálks Jón Sig-
mundsson sannan rógsmann er hafi
fyrirfarið öllum sínum peningum,
kvikum og dauðum, fríðum og
ófríðum, föstum og lausum. Hann
skal því ekki verða neins lögmáls
kirkjunnar aðnjótandi fyrr en hann
gengur til sannrar hlýðni við guð og
heilaga kirkju og hennar formann.
Gottskálk biskup hafði nú rúið Jón
lögmann öllum veraldlegum gæð-
um, en honum nægði það ekki.
Hann vildi auðmýkja hann, sjá hann
ganga fyrir kirkjudyr á Hólum í iðr-
unarbúningi syndarans. Þá ánægju
fékk hann aldrei. Að vísu var nú fok-
ið í öll skjól fyrir Jóni, einkum eftir
andlát vinar hans, Björns í Ögri,
sem andaðist 1518. Jón Sigmunds-
son settist að í Krossanesi á Vatns-
nesi, fátæklegu býli sem hann átti
og lifði þar við mestu örbirgð, enda
átti hann ekki mörg ár eftir.
En þegar hér var komið sögu virð-
ist Gottskálk einnig hafa kennt
feigðar sinnar. í júnímánuði 1520
þótti honum ráðlegra að gera erfða-
skrá og ráðstafa búi sínu. Það var
mikið bú. f erfðaskrárbréfi sínu
skýrir hann kennidómi Hólastiftis
frá því „hver kot og jarðir hafa undir
oss borið í þann tíma sem almáttug-
ur guð hefur oss óverðugan þolað
yfir Hólabiskupsdæmi". Síðan telur
hann upp allar þær jarðir er honum
hafa áskotnast og með hverjum
hætti hann hefur eignast þær. Jarðir
þessar eru að dýrleika 21 hundrað
hundraða, eða 2520 kýrverð auk kú-
gilda og lausafjár. Já, Gottskálk bisk-
up hefur ekki verið iðjulaus um dag-
ana. Hann horfir með velþóknun á
jarðahundruðin sín og kúgildin sín,
því að allt á hann þetta sjálfur. „En
allt fyrirskrifað góss, laust og fast,
nema það sem í óbótamál hefur fall-
ið, þá reiknum vér oss og vora eign
vera, því að vér höfum keypt það
með voru aflagóssi, en sumt borið
undir oss í sakeyri þann sem kristni-
réttur skipar biskupi, en guði til lofs
og dýrðar, en oss og þeim sem áttu,
til friðar og líknar og miskunnar, þá
gefum vér allt skrifað góss, laust og
fast, til heilagrar Hóladómkirkju til
ævinlegrar eignar."
Andlát Jóns og
Gottskálks
Öllu er dásamlega fyrirkomið í
hugmyndaheimi hinnar siðblindu
kaþólsku kirkju. Sakeyrir biskups
verður ekki aðeins „oss“ til friðar,
líknar og miskunnar, heldur einnig
„þeim sem áttu“.
í Krossanesi liggur gamall maður í
andarslitrunum, valdalaus höfðingi,
auðmaður rúinn öllu fé. Hann var
einn af „þeim sem áttu“, en varð að
láta allar eigur sínar í sakeyri til
biskups, samkvæmt kristnirétti,
guði til lofs og dýrðar. Hann tekur
upp úr pússi sínu mynd hinnar
helgu frúar, Maríu. Um langa ævi
trúði hann því að honum yrði ekki
fyrirkomið, þótt hann væri ofsóttur,
því að hin heilaga mær og Michael
erkiengill mundu styðja hann í öll-
um stormum lífsins. Hann brosir
dapurlega: gegn Gottskálki biskupi
og Hólakirkju varð jafnvel heilög
guðs móðir að lúta í lægra haldi.
Við dánarbeð hans standa börn
hans: Einar, sem bannsunginn hefur
verið af Gottskálki, og dætur þrjár,
Helga, Guðrún og Vilborg. Ekkert
þessara barna er líklegt til stórræða,
til að taka upp merki þess gamla
manns, sem hafði glímt í fimmtán
ár við voldugasta biskup, sem uppi
hafði verið á íslandi. Gamli Iögmað-
urinn áminnir börn sín um guðsótta
og gott athæfi. Þó er sem hann
þrjóskist við að taka andvörpin. Það
er eins og hann eigi enn eitthvað
ógert í þessum heimi. Hann rís upp
við dogg og með skjálfandi röddu
stefnir hann Gottskálki biskupi
grimma fyrir guðs dóm. Síðan fól
hann önd sína guði og var dáinn.
Á sömu stundu tók íslenska þjóð-
sagan að spinna þráð sinn: Gott-
skálk biskup var staddur í veislu að
Grenjaðarstað þegar honum var
borið andlát Jóns Sigmundssonar
lögmanns. Honum brá allmikið og
sagði að þá mundi ráð að búa sig til
brottferðar. Hann lét söðla hest og
reið í skyndingu heim til Hóla. Þar
tók hann sótt hastarlega og andaðist
á Maríumessu á jólaföstu. Gottskálk
Hólabiskup hafði hlýtt stefnubréfi
Jóns lögmanns Sigmundssonar að
koma fyrir guðs dóm.
Byggingameistarar
Húsbyggjendur
Smiðsbúð, byggingavöruverslun, hefur nú til sölu mótatimbur og sperruvið
á ótrúlega hagstæðu verði.
SPARIÐ ALLT AÐ 40%
Ath. nú tekurþað þvíað gera VERÐSAMANBURÐ
Pantið með 11/2 til2ja Seljum ennfremur:
manaoa Tynrvaraj sperrurog plankavið, svo tryggt sé að fá réttar stærðir og lengdir þegar bygging hefst og þar að auki með Spónaplötur, eldvarnarplötur, eldvarnarmálningu, panel, plastlagðar plötur í hillur o.fl. málaðar loftaplötur, tjörutex 12 mm krossvið, steinull o.m.m.fl.
nn/ i ... _
3% lægra veröi Allt á mjög hagstæðu verði
Semjiö um h eildarpakka
SMIÐSBUÐ
Smiðsbúð 8 ■ Garðabæ ■ Sími 91-656300 ■ Fax 656306