Tíminn - 04.06.1991, Side 1

Tíminn - 04.06.1991, Side 1
sagði Þorsteinn Pálsson um bíla- og bensínskatta Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, lýsti því yfir á Alþingi fyrir rúmu ári að hækkun á bifreiðagjöldum, þungaskatti og bensíngjaldi, sem þá var fyrirhuguð, kæmi með mestum þunga niður á þeim sem kröppust hefðu kjörin og þyldu síst viðbótarálögur. Nú stendur til að hækka öll þessi gjöld. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum fjár- málaráðherra, segir að vaxtahækkan- ir ríkisstjórnarinnar hafi komið af stað óróleika, spennu og verðhækk- unum í þjóðfélaginu sem ekki sjái fyr- ir endann á. Hann segir það furðulegt hvernig Alþýðuflokkurinn hafi yfir- gefið allt það sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir og hafi nú gerst þjónn fjöl- skyldnanna 14. Eina skýringin sem hann hefur á því er sú að Alþýðu- flokkurinn sé hinn pólitíski masókisti á fslandi. « Blaðsiða 5 UNGIR SVEINAR við malbikun í góða veðrinu í gær. Tfmamynd: Arni Bjarna EES-samningar: Mikil röskun í landbúnaðinum Eitt af markmiðum nýja búvörusamningsins er að draga svo úr framleiðslu landbúnaðarafurða að jafnvægi verði milli framboðs og innlendrar eftir- spurnar. Því til staðfestingar verða útflutningsbætur afnumdar. Á ráð- stefnu Upplýsingaþjónustu bænda í gær komu fram áhyggjur um að aðild ísiands að EES gæti leitt til alvarlegrar röskunar í íslenskum landbúnaði. Samningsdrög að Evrópska efnahagssvæðinu fela m.a. í sér tollfrjálsan innflutning á niðurgreiddum og útflutningsbættum landbúnaðarafurðum frá Evrópulöndum. íslenskur landbúnaður þyrfti þá að keppa við niður- greiddar og tollfrjálsar búvörur frá Evrópu. Þetta gæti hreinlega gengið af íslenskum landbúnaði dauðum nema hann verði styrktur til þess að geta mætt samkeppni við ódýrar búvörur sunnan úr álfunni. Baksíða KAUPSKIPA- FLOTINN FLUTTUR ÚR LANDI Aðeins 17 skip af 41 íslensku kaupfarí eru skráð á ísiandi. Þetta stafar af því að ýmis gjöld eru miklu hærri hér á landi en annars staðar. Launakostnaður vegna íslenskra sjómanna er um helmingi hærri en t.d. sjómanna frá Póllandi eða Asíulöndum. Á íslandi er mönnunarkostnaður 12-40% af tekjum útgerðarinnar. • Blaðsíða 8 Koma þyngst niður á þeim sem kröppust hafa kjörin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.