Tíminn - 05.06.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 05.06.1991, Qupperneq 2
I Tíminn Miðvík'udagúr 5. júhí 1991 í Hafnarfirði er hundahald algerlega bannað, en Hundur ræðst á bréfbera og brtur hann til blóðs Hundur réðst á bréfbera í Hafnarfirði í síðustu viku og beit hann í fótinn svo blæddi úr. Bréfberinn, sem er kona, fór á Heilsu- gæslustöðina í Hafnarfirði þar sem gert var að sárum hennar. Hundahald er með öllu bannað í Hafnarfírði og hefur lögreglan gefið eigendum hundsins frest til að losa sig við hann. Kvikmyndasjóður og Endurmenntunarnefnd H.í. kynna: Kvikmyndagreiningu Að sögn Gunnars Einarssonar, stöðvarstjóra Pósts og síma í Hafn- arfirði, er ekki algengt að bréfber- ar verði fyrir árásum hunda. Þó hafi það gerst, en það væru ekki bara bréfberar sem yrðu fyrir því I heldur einnig aðrir bæjarbúar. Ingólfur Ingvarsson, yfirlögreglu- j þjónn í Hafnarfirði, sagði að það I væri ekki algengt að þetta gerðist, en þetta væri engu að síður þekkt vandamál. Hann sagði að þessi hundamál væru ákaflega við- kvæm. Hundahald væri með öllu bannað í Hafnarfirði, þar fengju menn ekki einu sinni undanþágu eins og tíðkaðist í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Hann sagði að þrátt fyrir það yrði allt vitlaust ef þeir ætluðu eitthvað að fetta fingur út í hunda bæjarbúa. Þeir fengju yfir sig holskeflu hundavina og forsvarsmanna í hundavina- og ræktunarfélögum auk lögfræðinga og annarra, og látunum linnti ekki íyrr en þeir hættu afskiptasem- inni. Það væri ekki fyrr en öllum væri það Ijóst að viðkomandi hundur væri með öllu óalandi og óferjandi að eigendur hans fengj- ust til að losa sig við hann. Ingólf- ur sagði að fólk tæki verð- og vaxtahækkunum mun ljúflegar heldur en því ef lögreglan eða önn- ur yfirvöld skiptu sér eitthvað af hundunum. Ingólfur sagði að þó svo hunda- hald yrði leyft í undantekningartil- fellum þá myndu hundarnir bíta eftir sem áður, það væri ekki hægt að setja neinar reglur um það. Að sögn Gunnars Rafns Sigur- björnssonar, bæjarritara í Hafnar- firði, hafa bæjaryfirvöld í Hafnar- firði verið að vinna að hundamál- um bæjarins. Gert er ráð fyrir að tillögur frá undirnefnd bæjarráðs, sem hefur haft þann starfa með höndum, verði lagðar fram í þess- ari viku eða næstu. Gunnar sagðist ekki hafa séð þessar tillögur og því gæti hann ekkert tjáð sig um hvað fælist í þeim. Líklegt má þó telja að í þeim felist rýmkun á reglum um hundahald í Hafnarfirði og að í framtíðinni verði hægt að fá und- anþágu hjá bæjaryfirvöldum vegna hundahalds, eins og tíðkast í ná- grannabæjum Hafnarfjarðar. Aðspurður sagði Gunnar að þessi endurskoðun hefði ekki verið gerð vegna þrýstings frá hundaeigend- um. Hann sagði að áhugamenn um hundahald hefðu sýnt þessu áhuga og sagðist Gunnar gera ráð fyrir því að rætt yrði við þá áður en endanleg ákvörðun um breytingar á lögreglusamþykkt bæjarins yrði gerð. —SE Kvikmyndasjóður og Endurmennt- unamefnd Háskóla íslands efna til námskeiðs í kvikmyndagreiningu fyrir almenning. Það er einkum ætl- að kvikmyndaáhugafólki, gagnrýn- endum, blaðamönnum, rithöfund- um, kennurum og öðrum sem vilja kynnast myndmáli og byggingarlög- málum kvikmynda. Sýndar verða og greindar fjórar myndir, ,Amadeus“, „Sting", ,African Queen“, og „Closely Watched TVains". Greiningin fer fram á ensku. Mögu- legt verður að eignast handrit að Námslánin BHM, Bandalag háskólamanna, mótmælir áformum ríkisstjómar- innar um að draga úr fjárframlög- um til Lánasjóðs fslenskra náms- mannna. Bent er á að of miklar lán- tökur og lágt fjárframlag ríkisjóðs séu orsakir fjárhagsvanda sjóðsins undanfarin ár. Þá minnir stjóm BHM á aðalhlutverk sjóðsins, sem er að jafna aðstöðu til menntunar. Framkvæmdastjórn Bandalags há- skólamanna mótmælir því að skerð- ing á framlögum ríkisins verði til tveimur myndanna. Myndimar verða sýndar á þriðjudagskvöldum og greindar á föstudagskvöldum.Leið- beinandi, Martin Daniel, er þekktur handritahöfúndur frá Bandaríkjun- um. Hann hefur kennt handritaskrif frá 1982 á verklegum námskeiðum í Þýskalandi, Spáni, Sviss, Belgíu, Hol- landi. Hann var „script doctor" við gerð handritsins að „Magnúsi“, sem var tilnefnd til Evrópuverðlauna fyrir besta handrit. Áhugasamir geta skráð sig hja Endurmenntunarnefnd Há- skóla íslands í síma 69 43 00. -aá. lækki ekki þess að námslán lækki. Hún telur að aðalorsök þess hvernig komið er séu of miklar lántökur sjóðsins undan- farin ár, en ríkisframlagið hafi verið of lágt. Þá ítrekar framkvæmda- stjórnin ályktun síðasta þings bandalagsins um að minna stjórn- völd á nauðsyn þess að jafna að- stöðumun til menntunar. Þá er þess krafist að sjóðurinn sé skipulagður til að sinna betur þessu hlutverki sínu. -HÞ BHM-menn mótmæla niðurskurði fjárframlaga til LÍN: Frá aðalfundi Krabbameinsfélagsins. I ræðustól er Ólafúr Bjamason prófessor. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins: Þessi búlgarski togari, Afala, kom til Reykjavíkurhafnar á föstudag- inn, en lagði úr höfn snemma í morgun og var ætiunin að fara á karfaveiðar út af Reykjanesi. Ailur afli skipsins er verkaður um borð og er það úti í 4-5 mánuði í senn. Skipverjunum leist vel á sig héma, en sögðust gjaman vilja sjá meira af landinu, því það væri rómað fyrir náttúrufegurð. s- SIS Húsnæöismál krabba- meinssjúkra verði bætt Aðalfundur Krabbameinsfélags fs- lands var haldinn nýlega. Fundinn sátu yfir 60 fulltrúar, þar á meðal vemdari félagsins, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra. Krabbameinsfélagið er 40 ára um þessar mundir og af því tilefni flutti Ólafur Bjarnason prófessor, fyrrver- andi formaður félagsins, erindi um helstu þættina í sögu þess. í skýrslu Almars Grímssonar formanns kom fram að staða félagsins er sterk. Hefðbundinn rekstur félagsins var þó erfiður, en stuðningur almenn- ings í „Þjóðarátaki gegn krabba- meini 1990 — til sigurs" gerir félag- inu kleift að takast á við ný verkefni. Á aðalfundinum var ályktað um úr- bætur í húsnæðismálum krabba- meinssjúkra. í því sambandi má geta þess að nýlega keyptu Krabba- meinsfélagið og Rauði kross íslands tvær íbúðir í nágrenni Landspítal- ans til afnota fýrir sjúklinga af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra. Á aðalfundinum var enn- fremur skorað á heilbrigðisyfirvöld að kanna aðstæður og réttindi krabbameinssjúkra, einkum hvað varðar þarfir sjúkra barna. -sbs. Búlgari í höfn Akureyri: Efnt til iðnsýningar dagana 7. til 9. júní Efnt verður til sýningar á norð- lenskri iðnaðar- og þjónustustarf- semi dagana 7.-9. júní n.k. í íþróttahöllinni á Akureyri. Þegar hafa á fimmta tug fyrirtækja til- kynnt þátttöku, og enn er mögu- leiki að fá leigða sýningarbása. Meðal sýnenda má nefna fyrirtæki í matvælaiðnaði, málmiðnaði, prentiðnaði og innréttingasmíðum. Þá munu ýmis þjónustufyrirtæki taka þátt í sýningunni, t.d. Flugleið- ir, Kaupfélag Eyfirðinga og Póstur Dg sími. Sýningin verður opnuð fostudaginn 7. júní kl. 16, og henni lýkur sunnudaginn 9. júní kl. 22. Að sýningunni standa: Svæðisskrif- stofa iðnaðarins á Norðurlandi í samvinnu við Atvinnumálanefnd Akureyrar, Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar, Iðnþróunarfélag Þingeyinga og Iðnþróunarfélagið á Norðurlandi Nefnd skipuð vegna Álafoss: Ennþá óvissa Búið er að skipa nefnd á vegum iðn- aðar-, fjármáia- og forsætisráðu- neytis til að skoða stöðuna hjá Ála- foss h/f, en ekki er búist við niður- stöðum frá henni á næstu dögum. Álafoss h/f sagði öllu starfsfólki sínu upp, tæplega fjögur hundruð manns, s.l. föstudag, en fyrirtækið á við mikinn fjárhagsvanda að stríða. -SIS vestra. Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri annast undirbúning og framkvæmd sýningarinnar. Framkvæmdastjóri sýningarinnar, Guðmundur Ómar Pétursson, sagði í samtali við Tímann að markmiðið með þessari sýningu væri að vekja athygli á vörum og framleiðslu á Norðurlandi, og gefa mynd af norð- lenskri iðnaðar- og þjónustustarf- semi. Jafnframt væri sýningunni ætlað að efla viðskipti við norðlensk fýrirtæki og efla tengsl og samvinnu þeirra á milli. Um 300 aðilum á svæðinu frá Þórshöfn í austri til Hvammstanga í vestri hefðu verið send bréf og þeim boðið að taka þátt í sýningunni. Annars vegar er hægt að kaupa bása inni í íþróttahöllinni, en einnig er boðið uppá aðstöðu á útisvæði. Ómar sagði að árið 1987 hefði verið haldin iðnsýning í tengslum við afmæli Akureyrarbæj- ar. Sú sýning hefði tekist vel, en markmiðið væri að gera þessa sýn- ingu enn veglegri. Samhliða ráð- stefnunni efnir Bygginganefnd Ak- ureyrar til ráðstefnu um fram- kvæmd byggingareglugerðarinnar. Ráðstefnan verður í Alþýðuhúsinu, og þar verða flutt erindi um hin ýmsu sjónarmið og hagsmuni sem skipta máli varðandi framkvæmd byggingarreglugerðarinnar. Að er- indunum loknum munu umræðu- hópar starfa og verða niðurstöður þeirra kynntar í lok ráðstefnunnar. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.