Tíminn - 05.06.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 5. júní 1991
tengja
Finnar hafa ákveðið að tengja gjald-
miðil sinn, markið, við Evrópugjald-
miðilinn (ECU) á föstudag. Rolf
Kullberg, bankastjóri finnska seðla-
bankans, tilkynnti þetta á frétta-
mannafundi sem hann hélt í gær.
ECU er gjaldmiðill sem miðast við
gjaldmiðla aðildarríkja Evrópu-
bandalagsins (EB) og tekur hann
mest tillit til þýska marksins.
Kullberg sagði að raungengi
finnska marksins mundi sveiflast á
næstu misserum um u.þ.b. þrjú
prósentustig en hann sagði að emb-
ættismenn í höfuðstöðvum EB í
Brússel hefðu gefið í skyn að hægt
væri að takmarka þá sveiflu eitt-
hvað. Kullberg sagðist telja að sam-
tenging gjaldmiðlanna yrði til þess
að fjármagn hætti að streyma frá
Finnlandi.
Forsætisráðherra Finnlands, Esko
Aho, sagði að erfiðleikar á mörkuð-
um erlendis og hækkandi vextir
hefðu knúið ríkisstjórnina til að
tengja markið við ECU fyrr en áætl-
að hafði verið. Ákvörðun hafði verið
tekin um að tengjast ECU í haust.
í yfirlýsingu finnska seðlabankans
segir að engin tengsl séu, á þessu
stigi, milli samtengingar gjaldmiðl-
anna og samstarfs á sviði efnahags-
mála eða lánsloforða. Hins vegar,
segir í yfirlýsingunni, gæti finnski
seðlabankinn leitað eftir lánum frá
seðlabönkum ríkja EB.
Svíar tengdu krónuna sína við ECU
þann 17. maí síðastliðinn.
Reuter-SÞJ
Ríkisstjórn Albaníu segir af sér:
Þingkosningar um
mitt næsta sumar
Rfldsstjórn kommúnista í Al-
baníu sagði af sér í gær. Mikiil
þrýstingur hafði verið á rflds-
stjórninni um að segja af sér en
um 350.000 manns höfðu verið
í verkfalli í 20 daga. Þá höfðu
um 100 námamenn lokað sig
inn í námu og verið í hungur-
verkfalli í tíu daga þegar forsæt-
isráðherrann, Fatos Nano, sá
sig tilneyddan til þess að biðjast
lausnar fyrir sig og ríkisstjórn
sína.
Fráfarandi flokkur kommúnista,
Verkamannaflokkurinn (PLA), og
fjórir stjórnarandstöðuflokkar svo
og óháðu verkalýðssamtökin hafa
gert með sér samkomulag sem mið-
ar að samstarfi þessara aðila við að
koma á reglu í landinu, því fátæk-
asta í Evrópu. Samkomulagið gerir
m.a. ráð fyrir því að mynduð verði
bráðabirgðaríkisstjórn með aðild
allra samningsaðila og mun hún
starfa fram á mitt næsta ár en þá er
stefnt á að halda nýjar þingkosning-
ar í landinu.
Kommúnistar hafa ríkt í Iandinu
samfellt í 47 ár eða frá því að harð-
stjórinn og stalínistinn Enver Hox-
ha komst til valda árið 1944. Þeir
hafa hins vegar dregið mjög úr rót-
tækri vinstristefnu og reynt að opna
landið sem hefur verið mjög ein-
angrað. Fyrstu frjálsu kosningarnar
fóru fram í landinu fyrir tveimur
mánuðum og unnu kommúnistar
stórsigur, fengu tvo þriðju hluta
þingsæta. Fylgi þeirra var hins veg-
ar að mestu í sveitunum og biðu
þeir mikla ósigra í borgunum og
Um 350.000 manns höfðu verið í verkfalli í 20 daga þegar ríkisstjómin sá sig tilneydda til að segja af sér.
vegna þess þótti strax ljóst að ríkis-
stjórn þeirra mundi ekki endast
lengi.
Lýðræðisflokkurinn í Albaníu, sem
á rót sína að rekja til mennta-
manna, var með mesta fylgið í borg-
unum. Leiðtogar hans hafa ítrekað
komið í veg fyrir tilraunir Nanos og
forsetans Ramiz Alia sem miðaö
hafa að því að mynda stjórn í banda-
lagi með Lýðræðisflokknum. Sali
Berisha, leiðtogi Lýðræðisflokksins,
sagði að myndun bráðabirgða-
stjórnarinnar fæli ekki í sér brott-
hvarf frá stefnu Lýðræðisflokksins.
Hann lýsti þessu sem neyðarúrræði
og vildi frekar kalla stjórnina stöð-
ugleikastjórn en bandalagsstjórn.
Ríkisfréttastöðin ATA greindi frá
því að óháðu verkalýðssamtökin,
sem eru aðilar að bráðabirgða-
stjórninni, hefðu samþykkt að
banna verkföll meðan stjórnin héldi
velli og aflýsa hungurverkföllum
um leið og dagsetning hefði verið
ákveðin fyrir kosningarnar.
Reuter-SÞJ
Harðar loftárás-
ir ísraelsmanna
á Líbanon
ísraelskar herþotur gerðu yfír tveggja klukkutíma loftárásir á
bækistöðvar skæruliða skammt frá Sidon í Suður-Líbanon í
gær. Fjórir menn létust, þar af einn skæruliði, og 28 særðust,
þar af 12 börn.
Þetta var önnur loftárás ísraels-
manna á Líbanon á 24 klukku-
stundum en áður höfðu ísraelsk-
ar herþotur jafnað við jörðu upp-
lýsingaskrifstofu skæruliða rétt
austur af Sidon. Þá létust tveir
skæruliðar og einn borgari.
Herþoturnar vörpuðu sprengj-
um á bækistöðvar fjögurra
skæruliðasamtaka, þ.á m. stöðvar
Frelsishers líbanskra súnníta
(PLA) sem stjórna Sidon. Skæru-
liðarnir beittu loftvarnarkerfum
sínum gegn herþotunum en virt-
ust ekki hafa hitt neina. Palest-
ínskir skæruliðar sögðu, um það
leyti sem loftárásirnar áttu sér
stað, að ísraelskar hersveitir og
uppreisnarsveitir hliðhollar þeim
væru að styrkja stöðu sína nálægt
þorpinu Kfar Falous um 10 kfló-
metra austur af Sidon.
Stjórnmálasérfræðingar sögðu
að árásirnar væru svar ísraels-
manna við nýgerðum samningi
milli Sýrlendinga og Líbana sem
gerir ráð fýrir nánu samstarfi
ríkjanna í efnahags-, öryggis- og
utanríkismálum. Margir hafa vilj-
að ganga svo langt að líta á samn-
inginn sem innlimun Líbanons í
Sýrland en víst er að staða Sýr-
lendinga í Líbanon hefur aldrei
verið eins góð og einmitt nú. Þeir
hafa nú um 40.000 manna herlið
í landinu sem hafa yfir tvo þriðju
hluta þess á valdi sínu. ísraels-
menn, sem hafa hernumið um 15
kílómetra líbanskt land við landa-
mæri ríkjanna, segja nýja samn-
inginn ógna öryggi ísraels og að
herliðið í Líbanon verði ekki
dregið til baka.
Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
Addis Ababa, Eþíópíu -
Sprenging varÖ í vopnabirgða-
stöð stjómarhersins í Addis Ab-
aba, höfuðborg Eþíópíu, í gær-
morgun. Óttast er að flöldi
manns hafi látið liflö. Uppreisn-
armenn sem náðu borginni á sitt
vald f síðustu viku segja aö
stuðningsmenn Mengistus, fynr-
verandi forseta landsins, hafi
kveikt í stöðinni. Eldar loguöu í
eldsneytistönkum og næríiggj-
andi húsum ffam eftir gærdegin-
um og lá þykkur reykjarmökkur
yfír borginni þar sem þrjár míllj-
ónir búa.
Moskva, Sovétríkjunum -
Sovéskir hermenn drógu sig af
götum Vilniusar, höfúöborgar
Litháens, i gær en aðfaranótt
gærdagsins tóku þeir sér stööu
við mikilvægar byggingar í borg-
inni og kröfðust þess að fá að
Ifta á skilríki manna. Þetta atferti
hermannanna vakti upp ótta um
að þeír ætluðu aö láta til skarar
skrföa gegn sjálfstæðissinnuð-
um stjómvöldum lýðveldisins.
Algeírsborg, Alsír - m mlkfHa
átaka hefur komið mllli óeirða-
lögreglu og ofstækissínnaðra
múslima f Algeirsborg undan-
fama daga en múslimamir krefl-
ast þess að íslamskt ríki verði
stofnaö. Stjómvöld hafa ákveðið
að halda fyrstu lýðræðislegu
kosningamar í landinu eftir
u.þ.b. þijár vikur. I gær skaut
lögreglan á mótmælendur en
haföi áður látið sér nægja að
sprauta vatni og dreifa táragas-
hyikjum. Einn maður særðist al-
varíega.
Shannon, íríandi - Dick Chen-
ey, vamarmálaráðherra Banda-
nlqanna, sagði í gær að Banda-
rikin ætiuðu að selja Sameinuðu
arabísku furstadæmunum árás-
arþyriur. Þetta er annar vopna-
sölusamningur Bandaríkja-
manna viö ríki ( Miðausturiönd-
um sem Cheney greinir frá síðan
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, skýrði frá áætlun um tak-
mörkun vígbúnaðar í Miðaustur-
iöndum.
Bonn, Þýskalandi - Sovéski
herínn er enn með miklar kjam-
orkuvopnabirgðir í Austur-
Þýskalandi, að sögn þýsku
leyniþjónustunnar, og em yfir-
menn hans hræddir við að flytja
sum þeirra til Sovétríkjanna þvf
þeír óttast aö alvarieg slys geti
oróið við flutningana.
Nýja Delhí, indiandi - Helsti
eríndreki Frelsissamtaka Palest-
ínu (PLO) í Indlandi sagði í gær
að PLO hefðu varað Rajiv Gand-
hi vfð hugsanlegu morðtilræði.
Nagasaki, Japan - Þrjátiu
manns hafa iátist af völdum eld-
gossins í eldflallínu Unzen sem
er sunnariega í japanska eyja-
klasanum.
Karachi, Pakistan - Að
minnsta kosti 22 hafa látist af
völdum hrtabylgju í Pakistan. Á
sunnudag og f gær komst hitinn í
53 stig á celsíus. Á þriðja hundr-
að manns hafa verið fluttir á
sjúkrahús með sólsting.
Peking, Kína - Opinbera
fréttastofan Nýja Kína skýrði frá
því í gær að Jiang Qing, fyrrum
eíginkona Mao Tsetung leiðtoga
Kina, hafl fyrírfariö sér 14. maí
síðastlióinn.
Qíng var fýrst dæmd til dauða
en svo var þeim dómi breytt í
lífstíðarfangelsi árið 1981.