Tíminn - 05.06.1991, Page 6

Tíminn - 05.06.1991, Page 6
6 Tíminn Miðvikudagur 5. júní 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Siml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Verkmenntun í fréttabréfi ríkismats sjávarafurða er að finna ýmsan fróðleik um hreinlætisástand og hollustu- samlega meðferð sjávarafla í íslenskum vinnslu- stöðvum. Þótt ráða megi af þessum upplýsingum að mikl- ar framfarir hafi átt sér stað í þessum efnum hér á landi á liðnum árum og ekki síst ef litið er ára- tugi aftur í tímann, er ýmsu ábótavant og tals- verður munur á ástandi eftir vinnslustöðvum. í fréttabréfinu eru birtar niðurstöður sérstakrar úttektar á fiskvinnslustöðvum fyrir árið 1990 í samanburði við tvö árin þar á undan. Ríkismatið hefur leitast við að halda uppi skipulögðum áróðri fyrir góðu vinnulagi og kynningu á starfs- reglum. En fram kemur í fréttum stofnunarinnar að slík starfsemi sé engan veginn nægjanleg mið- að við þörfina og beri að efla hana með auknum fjárveitingum, enda sé þar um að ræða fjárfest- ingu sem sannarlega skili arði. Iskýrslu Ríkismatsins kemur fram að ástandið að því er varðar hreinlæti og búnað þeirra þriggja tegunda fiskvinnslustöðva sem um ræðir hafi enn farið batnandi. Hér er átt við rækjuvinnslur, frystihús og saltfiskvinnslur. Samanburður við árið 1988 sýnir að 65% starfandi fiskvinnslu- stöðva teljast nú vera til fyrirmyndar eða í viðun- andi ástandi um búnað og hreinlæti, í stað 44% áður. Eftir þessari skýrslu að dæma náði samanburð- urinn þó til miklu færri fiskvinnslustöðva 1990 en 1988. Nú voru í takinu 296 stöðvar en áður 347. Segir reyndar í Fréttabréfi ríkismatsins að undan hafi verið skildar fjölmargar vinnslugrein- ar, s.s. lagmetisiðjur, síldarsöltunarstöðvar, skreiðarvinnslustöðvar, skelfiskvinnslustöðvar, ferskfiskvinnslustöðvar, grásleppuhrognasöltun auk þess, sem þarna er ekki að finna úttekt á hreinlæti og búnaði fiskiskipa. Hvað fiskiskipin snertir er auðvitað nauðsynlegt að fylgjast þar vel með þrifum og búnaði á fiski- lestum, enda er frásögn af því í fréttabréfinu hverju það getur varðað að ganga illa um þær. Togari sigldi með fisk til sölu á enskum markaði og virtist vel um hann búið í kössunum, en samt var söluaflinn illa útlítandi þegar til Englands kom, vegna þess að lestin hafði verið illa þrifin og fundust í skipinu úldin fiskhræ frá fyrri löndun- um. Ekki skal úr því dregið né um það efast að Ríkis- mat sjávarafurða leitist við að framfylgja þeim reglum sem gilda um meðferð sjávarafurða. En eftirlitsstarfsemi og eftirrekstur hefur sín tak- mörk ef ekki er fyrir hendi fullur skilningur þeirra sem ráða verklagi, aðbúnaði og vinnu- brögðum á sjálfum vinnustöðunum á sjó og landi. Eitt stærsta málefni íslenskrar fræðslu- starfsemi er að auka verkmenntun í útflutnings- framleiðslunni. Þar hefur ýmislegt þegar verið vel gert, en fleira stendur til bóta. 11 r.ADDI """ m UAnnl YmMmMm immmmmrná&mmMámmmmkmmmmmmmmmMM Þess var getíð í fréttum eldd alk fyr- Ir löngu aö Óskar Vlgfússon, for- maöur Sjómannasambands islands, heföi látíð svo um mælt aö sér fynd- Faereyingum einhverja rausn, þótt þcir heimiluðu þeim ab veióa sem svarar ársafla togara af ýmsu trosi, sem íslendingar töldu naumast til fiska fram á síöustu ár, þar ta skömmtunarkerfi ofveiðiþjöðfélags- ins neyddi íslenska útgerðarmcnn fara að nýta uvitl. Sjósókn eöa malbikun Ganri er sammála Óskarí Vigfús- syni í þcssu efni og vísar auk þess tð hensa, HaDdórs. hcfur verið hlynntur því að Færey- ingar séu eldd útílokaðir frá þvíað nýta fisk á fslandsmiðum »6 því maríd sem verið hefur. Þorsteinn Pálsson er heklur ekki með neina meinbægni í þessu efni, Það var að vísu látíð fylgja fréttínni af wlvild Óskars Vigfússonar í garð Færey- inga, að hann væri kvæntur fær- eyskri konu og létí skoðun sína stjómastafþví. Nú má vera að það hafi ekki spillt fyrir kynnum Óskars af færeyskrí þjóðartilveru að vera í hjúskapar- tengslum við þessa frændur okkar og nágranna. Hitt kynni ekkl síður um ng vertíðarbátum muni þá tíð þegar færeyskir fislámenn réðu úr- slitum um það ár eför ár að hægt var að manna íslenskar fiskifleytur. ís- Icndingar sjálfir kusu þá heldur að vinna á Keflavflcurflugvelli, þegar tvennt var í boði að draga fisk úr sjó eða grafa skurði og malbika flug- brautir í ,Jbeisnum'‘ eða annað sern þarféHtfl. Við bæjardyr íslenc Sjálfsagt þyfcir einhverjum Óskar Vigfússon vond iatína að gera svona undan- tekningu á þeirri staðföstu stefnu ísknskri lögsögu. Englnn skal verða frekar til þess en Garrí að styðja stefnu afdráttaríeyslsins í þessu efni, en þó með þeirri undan- tekningu, sem þeir Halldór og Ósk- ar hafa stutt og Þorsteinn er hiynntur, að Færeyingar hafi ein- hvem takmarícaðan rétt tii vciða. Með þessari undantekningu er svo sem ekkert frá neinum tekið. Hins vegar munar Færeyinga um þetta aflamagn. Fyrir þetta smáræði eru íslendingar að leggja skyidugan skerf ttí lítiflar þjóðar, sem næst okkur stendur og er að berjast fyrir sjálfstæðrí tilveru sinni í mJöju Atl- antshafi rétt við bæjardymar hjá okkur. Þðtt deila megi um saman- hurðinn, mætti kannske líta á þennan litla stuðning við Færey- inga sem uppbót fyrír það sem á skórtir í íslenskum framlögum til þróunarhjálpar. ursmögukíka heimaveiða sinna. Hafi þeir gert það er nú verið að neyða þá tíl að draga saman f þeim greinuro sem standa undhr 95% af útflutningstelfjuuum, því að Færey- ingar eru ennþá háðari sjávarútvegi en nokkru sinni íslendingar, ef út í það er farið. Eins og uppbygging í skipum og vinnslustöðvum á síð- ustu áratugum jók atvinnumögu- ieika Færeyinga og hafði áhrif á og hfsfcjör, er sýnt að ‘ úr bmdi í mSdu meiri nuell en áður vegna samdrítt- ar. Færeyskt efirahagskerfi stenst eldd viðsidptastefnu nýkapítaiism- ans auk þess sem fariö var all geyst í fjirfestingu. ;: \%falaust má hermaþaðuppáFsr- eyinga að þeir hafi offjárfest í sjávar- útvegsgreinum miðaö við Þétt auövitað beri Færeyingar ábyrgð á sínum eigin geröum og h|jóU sjálfirað ráða fram úr vanda smum, ættu íslendingar sem frændur og nágrannar með svipað efnahagskerfiað sýna Færeyingum skiimng í þessum vanda. A.m.k. æltu íslensldr ráðamenn ekki að gera sig seka um smámunasemi í úthlutun á trosi handa Færeying- um, þar sem sumir þessara herra eru að ijúga því að íslenskum sjó- mönnum á sjálfan sjómannadag- inn að ekkert nema stórgróði geti fyigt því fyrir þá aö gengið verði inn um bakdyrnar hjá Evrópu- hándalaginu »formi evrópsks efna- hagssvæðis, þar sem leppmennsk- an á að tryggja Evrópuauðvaldinú aðgang að íslenskum auðiindum til Jands og sjávar. Þá mun ekki iíða á löngu áður en Spánverfar og hver þjóðln á fætur annarrí verður farin aö taka sér þær tugþúsundir þorsk- tonna sem Evrópubandaiagið vfli að sjá þau lög, sem leppmennskan Garri VÍTT OG BREITT s Stjórnsemin að sunnan Britannia ræður höfunum, stend- ur í frægu kvæði sem sungið var við raust á dýrðardögum heims- veldisins. Einstaka sinnum taka breskir lagið og minna á hver „ru- les the waves", eins og til dæmis þegar freigátur og tundurspillar háðu þorskastríðin viðÆgi gamla, Þór og Óðin. Þá var lagið góða spil- að og sent út gegnum gjallarhorn yfir öldurnar í íslensku fiskveiði- lögsögunni. Samtímis áttu breskir ráðherrar í sífelldum vandræðum með að svara fyrirspurnum í þing- inu um hvers vegna í ósköpunum væri ekki löngu búið að kúga ís- lendinga til hlýðni og hvað það ætti að þýða að láta þá sjálfa ráða hafinu umhverfis land sitt. Enn eru hafsvæðin umhverfis ís- land til umræðu í breska þinginu og enn skilja Bretar ekki að það er réttur íslandinga að nýta auðlind- irnar í eigin lögsögu. Gamalkunnar hótanir Landbúnaðarráðherra Breta gagn- rýndi í neðri málstofunni þá ákvörðun íslendinga að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, sam- kvæmt fréttaskeyti til Mogga. Hann sagði að ekki væri beðið eftir vísindalegum niðurstöðum um áhrif hvalveiða á stofna. Hann sagðist vilja að íslendingar héldu sig áfram innan raða siðmennt- aðra þjóða og veiddu ekki fleiri hvali. Margir þingmenn tóku undir og gamalkunnar hótanir heimsvalda- sinna fylltu þingsalinn. Hótað var að ísland fengi ekki inngöngu í Evrópubandalagið og íslenskar vörur yrðu ekki keyptar ef þeir breyttu ekki afstöðu sinni til frið- unar hvala. Skuggaráðherra krat- anna taldi of skammt gengið í hót- unum bresku stjórnarinnar og harmaði hann að afstaðan gegn hvalveiðum íslendinga væri ekki afdráttarlausari. Hér er allt við gamalt heygarðs- horn, drottnunargirnd og fyrir- litning á rökum smáþjóðar og getu hennar til að ráða eigin málum. Breskir þingmenn ákveða að bíða eigi eftir niðurstöðum vísinda- rannsókna, en skella skollaeyrum við að íslendingar hafa þegar gert viðamiklar vísindarannsóknir á hvalastofnum við landið og tillag- an um áframhaldandi veiðar er byggð á niðurstöðum rannsókna vísindamanna Hafrannsóknastofn- unar og erlendra vísindamanna, sem náin samvinna hefur verið við um rannsóknir hvala í Norður-Atl- antshafi. Þetta eru sömu þingmennirnir og segja að íslendingum og öðrum náttúruverndarsinnum komi ekk- ert við hvar þeirra „vísindamenn'* telja heppilegast að koma fyrir geislavirkum úrgangsefnum kjarnorkuvera. En það er auðvitað beint í sjóinn. Auðvitað afsakar ein umhverfis- ógnin ekki aðra og hér er ekki ver- ið að metast um hvorir vinna nátt- úrunni meira ógagn, heldur aðeins að benda á hvflíkur tvískinnungur ríkir í breska þinginu, sem víðast hvar annars staðar þegar málefni hvalveiðiþjóða eru til umræðu. Heilagur málstaður Hótanir um viðskiptabönn og að íslenskar vörur verði sniðgengnar ef gengið verður úr Alþjóða hval- veiðiráðinu eru víðar uppi. í Bandaríkjunum er unnið ötullega að því að gera hvalveiðimenn að hryðjuverkamönnum og í Þýska- landi verður samningum við ís- lenska útflytjendur rift ef hvalveið- ar hefjast á nýjan leik. Áróðurinn gegn hvalveiðum og hvalveiðiþjóðum er kominn á það stig að engum rökum verður beitt gegn honum. Á þau er ekki hlust- að. Ríkisstjórnir, skólakrakkar, vís- indastofnanir og alþjóðleg samtök hafa gert bann við hvalveiðum að heilögum málstað og þar við situr. Samfélög, sem lifa á veiðum, eiga ekki upp á pallborð almennings- álitsins þessa áratugina og lítil von er til að dellan réni. Norðurslóð er einfaldlega ekki í tísku, þ.e.a.s. mannfólkið sem býr á norðlægari breiddargráðum. Loðdýr og sjávarbúar með heitt blóð eru ofsóttir af andstyggileg- um mönnum, sem nú eru einnig farnir að keppa við spendýrin um fæðuna. Því verður að fara að banna fiskveiðar norðurbyggja, því þær eru ekki annað en rán á fæðu dýranna í sjó og á landi. Er sá kap- ítuli í náttúruverndinni nú að hefj- ast. Auðvelt er fyrir fslendinga að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráð- inu og fara að nýta hval. En hverju breytir það þegar öllu er á botninn hvolft? Fólkið fyrir sunnan er búið að ákveða að tilvera veiðisamfélaga norðursins brjóti í bága við varð- veislu lífríkisins og enn hafa engin svör fundist til að breyta þeirri skoðun. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.