Tíminn - 05.06.1991, Síða 7

Tíminn - 05.06.1991, Síða 7
Miðvikudagur 5. júní 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Jónína Jónsdóttir: Líffæraflutningar „Enginn má sköpum renna.“ Þaö var og er máltæki sem við gríp- um oft til, kannski til jöfnunar á því óvænta og óviðráðanlega, jöfnunar á huga okkar þegar hann staðnæmist við það að fá engu breytt. Allt of oft erum við ekki vakandi fyrír því sem við getum breytt, fyrir því sem vilji okkar skiptir sköpum um. Á síðastliðnu kirkjuþingi var gerð samþykkt um það hvenær maður skyldi talinn látinn. Þó aðdragandi þess hafi áður verið í umræðu manna á milli, var það þannig með mig að einhver harkaleg skoðun eða ekki skoðun flaug um huga minn. Kannski kem ég engum orðum að því, en mér fannst þessi frétt höggva einkennilega ónotalega inn í þá vitund sem kannski hefur aldr- ei verið nógu skýr, samt sú að dauðinn, hann væri í höndum Guðs. Hvaða puttar voru þá hér komnir á guðsviijann? Hvers vegna var það orðið álitamál hvenær lífið hefur yfirgefið líkamann? Jú, þekkingin og hæfnin, sem okkur hefur kannski láðst að fella undir það að teljast Guðs vilji, þær systur höfðu lagst á eitt um að koma upp efa- semdum um það að andinn væri farinn til Guðs sem gaf hann, efa- semdum um hvenær líkami vor teldist andvana. Um komu og burtför lífsins eigum við engin rök, lífið fær stað í van- heilum líkama og dvelur þar svo og svo lengi, heilbrigður líkami tekur að hrörna og við vitum að hann verður yfirgefinn. Þegar við teljum það ótímabært förum við á vit Við þurfum löggjöf þar sem hvercg einn einstaklingur gangi fná þessu máli á eigin vegum (lifanda lífi. Ég bendi mönnum þjóðkirkjunnar á að kannski gætu þeir lagt þar lið, Það er að ýmsu að hyggja þegar su staða er komin upp að þeir þurfa að undirstrika fyrir okkur, hin favfsu landsins böm, hvenær við ernrn látin. Vélamar, sem gena lækna okkar vanbúna, eai búnar að rugla rímið. þekkingarinnar og hæfninnar, við mótmælum því að þannig sé kom- ið. Líffæraflutningar, frá látnum yf- ir til hins sem enn er á lífi, eru komnir inn í þá mynd að mótmæli okkar bera árangur. Á bak við þetta tiltæki þekkingarinnar, að gera lát- inn einstakling að „varahlutum", það teljum við eflaust spor í áttina til að yfirvinna vanmátt okkar gagnvart dauðanum. Á umferðarþingi því sem Umferð- arráð hélt í fyrsta sinn á síðastliðnu hausti kom það til máls á milli okk- ar Hjördísar Þorsteinsdóttur í Hafnarfirði að reikna mætti með því að þegar líffæraflutningar hæf- ust hér á landi væru mestar líkum- ar á því að ungt og hraust fólk, sem létist í umferðarslysum eða öðrum slysum, gæfi mestar líkur á heil- brigðum líffærum til gjafa. í þessu spjalli okkar Hjördísar og hugleiðingum varð mér Ijóst að við þyrftum öll að ræða hina hliðina á þessu líffæraflutningamáli, ég fann að það var komið að mínum bæjar- dyrum. Hefði ég verið spurð þegar ég stóð hjá líkbörum 17 ára sonar míns, sem látist hafði f umferðar- slysi, hvort ég vildi gefa hjarta hans, augu eða önnur líffæri, hefði mér verið ómögulegt að svara, ég hefði enga dómgreind haft. Það sem ég meina með þessum línum er að vekja athygli á því að í náinni framtíð gæti hvert okkar sem er átt eftir að standa fyrir framan þá staðreynd að þurfa að spyrja þannig, eða svara því. Kannski er það afbrigðilegt, en mér finnst þessi staðreynd geta valdið harmkvælum. Við íslendingar erum fámenn þjóð, þjóð í samfélagi kunnings- skaparins. Við erum siðmenntuð þjóð sem sannarlega getur geymt launungarmál. Samt dreg ég enga dul á það að hjá því yrði ekki kom- ist að við vissum hver væri gjafari og hver þiggjandi. Það breytti ekki öllu þótt um líffærabanka væri að ræða. Það má ekki leggja það á neinn að þurfa að mæta manni sem ber augu látins ástvinar eða vita hjarta hans slá í brjósti hans. Þessari stöðu myndu tilfinninga- leg tengsl valda, óhjákvæmilega að mér fínnst. Eg efast ekki um það að öll viljum við leggja lífinu lið. Það er óþarfi að við þyrftum að bergja slíkan bikar. Það þarf að ganga frá þeim málum strax. Við þurfum löggjöf þar sem hver og einn einstaklingur gangi frá þessu máli á eigin vegum í lifanda lífi. Ég bendi mönnum þjóðkirkj- unnar á að kannski gætu þeir lagt þar lið. Það er að ýmsu að hyggja þegar sú staða er komin upp að þeir þurfa að undirstrika fyrir okk- ur, hin fávísu landsins börn, hve- nær við erum látin. Vélarnar, sem gera lækna okkar vanbúna, eru búnar að rugla rímið. Það er von mín að gleði þeirra, sem koma til með að njóta þess að fá líf sitt framlengt með annarra manna líffærum, þurfi aldrei að skerðast vegna þeirrar skammsýni að frá þessu máli verði ekki gengið sársaukalaust. Verum minnug þess að „enginn má sköpum renna". FRIMERKI Norrænt á Islandi í frímerkjum er hægt að tala um að það sé tvöfalt norrænt ár á ís- landi að þessu sinni. í fyrsta lagi er um að ræða frímerkin, sem gefin eru út annað hvert ár, eða Norður- landafrímerkin, öðru nafni sam- norrænu frímerkin, eða hvað við nú köllum þau. í öðru lagi er svo um að ræða frímerkjasýninguna „NORDIA- 91“, sem haldin verður í Laugardalshöllinni, 27.-30. júní í ár. Af þessum tilefnum koma svo út fimm frímerki, það eru þrjú fimm- tíu króna frímerki í smáörk sem kostar 215 krónur og svo tvö ósköp venjuleg Norðurlandafrímerki sem kosta 26 krónur og 31 krónu. Smáörkin Póst- og símamálastofnunin gefur út smáörk með þremur frímerkjum 23. maí n.k. í tilefni frímerkjasýn- ingarinnar „NORDIA-91“. Verður hún til sölu til 30. júní 1991. Fyrsta smáörk, sem gefin var út af þessu tilefni, kom út í október 1989 og önnur í október 1990. Myndefni þessara smáarka eru úr landabréfi (Carta Marina) af Norðurlöndum eftir Olaus Magnus, sem kom út í Feneyjum árið 1539. Landssamband íslenskra frí- merkjasafnara, LÍF, heldur nor- rænu frímerkjasýninguna NORD- IA-91 í samvinnu við Póst- og síma- málastofnunina. Sýningin verður í Laugardalshöll í Reykjavík dagana 27.-30. júní 1991. Frímerkja- og póstsögusjóður styrkir sýninguna. Sjóðurinn var stofnaður 1986, en aðaltekjustofn hans er andvirði yfirverðs frímerkja sem gefin hafa verið út stðan hann var stofnaður. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsókn- ir á sviði frímerkjafræða og póst- sögu. Ennfremur hvers konar kynningar- og fræðslustarfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Fyrsta úthlutun stjórnar sjóðsins var á Degi frímerkisins 1987 og hefur þrívegis verið úthlutað úr sjóðnum síðan. í ávarpi í (yrsta kynningarriti NORDIA-91 var minnst á það, að þátttaka í frímerkjasýningum gæfi frímerkjasöfnun eða frímerkja- fræðinni aukið gildi. Frímerki væru að vísu ekki notuð nú á dögum í sama mæli og áður, þau hefðu að nokkru leyti verið leyst af hólmi með frímerkingarvélum og áprent- unum um greitt burðargjaid. Eng- inn léti sér þó í alvöru detta í hug að frímerkið liði undir lok, þó ekki væri nema vegna hlutverks þess sem nafnspjald þjóðanna. Póst- stjórnir kosta æ meira kapps um að vanda frímerki sín sem mest, bæði að hönnun og prentun og velja myndefni hverju sinni, sem endur- speglar menningu, sögu, náttúru og atvinnuhætti. Frímerkin verða þannig augnayndi og fróðleiksupp- spretta fyrir frímerkjasafnara og ekki síður fyrir hinn mikla Qölda al- mennra viðskiptavina póstsins. 1991 Á þessu ári gefa nú í fyrsta skipti átta póststjórnir út svonefnd Norð- urlandafrímerki. Hingað til hafa póststjórnir Dan- merkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar staðið að þessum út- gáfum, en nú bætast við Álandseyj- ar, Færeyjar og Grænland. Þá er og fyrirhugað að þessar útgáfur verði framvegis annað hvert ár. Sameiginlegt þema Norðurlanda- frímerkjanna 1991 er: Áfangastaðir ferðamanna. Myndefni íslensku frímerkjanna eru frá Jökulsárlóni, sunnan Vatna- jökuls, og hverinn Strokkur í Haukadal í Árnessýslu. Verðgildi þeirra eru 26 krónur og 31 króna. Merkin komu út 23. maí sl. Þessar átta útgáfur verður hægt að panta hjá öllum póststjórnum þess- ara landa eftir 7. júní, en þá verða frímerkin komin út í öllum löndun- urr‘ Verð Norðurlandafrímerkja- pakkanna — ferðalög um Norður- lönd — er 950 krónur íslenskar. Smáörkin er sem áður segir gerð eftir Carta Marina og hefir Þröstur Magnússon hannað gerð hennar. Sjálfa örkina hefir svo meistarinn Czeslaw Slania grafið og er hún prentuð í stungudjúpþrykki og off- set, hjá Joh. Enschede en Zoen í Haarlem í Hollandi. Útgáfudagur arkarinnar var svo 23. maí 1991. Norðurlandafrímerkin eru einnig hönnuð af Þresti Magnússyni og steinprentuð hjá Harrison & Sons í Buckinghamskíri á Englandi. Þau voru einnig gefin út þann 23. maí 1991. Sigurður H. Þorsteinsson UR VIÐSKIPTALÍFINU Hlutabréfamarkaður á íslandi, 6. hluti: ENSKILDA-SKÝRSLAN Enskilda Securities tóku 1988 saman skýrslu um hlutabréfamark- að á Islandi ásamt starfsmönnum Iðnþróunarsjóðs og Seðlabankans, og í henni segir m.a.: „Sú stefna að skilja á milli stjóm- unar fyrirtækis og eigenda þess er almennt viðurkennd á stóru hluta- bréfamörkuðunum í heiminum... hún mun(i) smám saman einnig endurspeglast í íslenskum fyrir- tækjum. Við teljum, að í dag sé ótt- inn við að missa tök á fyrirtækinu líklega helsti Þrándur í Götu fyrir því, að fyrirtæki gefi út ný hlutabréf. í dag er sá möguleiki fyrir hendi á íslandi að gefa út hlutabréf með tak- mörkuðum atkvæðisrétti allt niður í 1/10 af bréfum með fullum at- kvæðisrétti. Álíka atkvæði er að finna á öðrum Norðurlöndum ... Þótt hlutabréf með takmörkuðum atkvæðisrétti séu engin óskalausn, kunna þau að vera eina leiðin fyrir fyrirtæki til að opna sig fyrir auknu hlutafé." (Bls. 64) „Við teljum þaö muni hafa úrslita- þýðingu fyrir þróun markaðarins, að fyrstu almenningsútgáfumar á honum yrðu árangursríkar. Þau fyr- irtæki, sem gæfu út hlutabréf, yrðu að vera traust, sýna hagnað og vera í vexti.“ (Bls. 66) „í stuttu máli er það svo, að þótt ríkissjóður hafi stutt Verðbréfaþing- ið dyggilega frá upphafi og fjöldi af útgáfum ríkissjóðs sé skráður á Verðbréfaþinginu, þá hefur sama áhuga ekki gætt frá einkageiran- um.“ (Bls. 68) „Viðskipti eru byggð á símamark- aði, þar sem miðlarar selja hlutabréf á umboðssölugrundvelli til við- skiptavina sinna." (BIs. 68) „Fyrirtækjum er nú leyft að eiga sín eigin hlutabréf. Það virðist ekki hafa verið venjan, að fyrirtæki noti verðbréfamiðlara til þess að dreifa nýjum hlutabréfaútgáfum, heldur hafi þau selt þau sjálf yfir nokkurra mánaða tímabil. — Einnig hafa fyr- irtækin sjálf haft tilhneigingu til að vera aðalmiðlarar á eftirmarkaði í sínum eigin hlutabréfum." (Bls. 70) „Útgáfa verðbréfa til almennings (markaðsveröbréfa) er skilgreind í skýrslu þessari sem útgáfa, þar sem verðbréf eru boðin fleiri en 25 fjár- festum, og sé um hlutabréf að ræða, að hluthöfum, sem fyrir eru, sé ekki boðið að kaupa nýju bréfin í hlutfalli við hlutabréfaeign sína.“ (Bls. 71- 72) „Ríkisskuldabréf eru gefin út á nafn og heldur Seðlabankinn skrá yfir fyrstu kaupendur, þótt sú skrá sé ekki uppfærð fyrir síðari fram- söl... Þótt það kunni að vera óhjá- kvæmilegt, að hömlur séu lagðar á framsöl hlutabréfa í einkafyrirtækj- um, teljum við ekki, að hið sama sé unnið með því að leggja hömlur á framsöl skuldabréfa og því beri að hvetja útgefendur til að leggja þess- ar hömlur á hilluna. Skráðar skuldabréfaútgáfúr verða að vera framseljanlegar að fullu." (Bls. 72) „Við teljum, að tilkynna eigi öll viðskipti í skráðum verðbréfum til að tryggja, aö skráð verð endur- spegli nákvæmlega öll viðskipti.“ (Bls. 73) „Til að gera viðskipti á markaðn- um auðveldari mælum við með, að miðlurum verði leyft að eignast verðbréf fyrir eigin reikning á þeim grundvelli, að þeir vilji sjá þau hækka í verði... Þótt að ýmsar pen- ingastofnanir í London séu bæði viðskiptavakar og annist rekstur sjóða, þá er stjórn sjóðanna oft und- ir sjálfstæðum lögaðila... á íslandi geti það orðið erfitt að aðskilja þessa tvo þætti... Viðskipti rnilli slíkra skyldra aðila í skráðum verð- bréfum verða að eiga sér stað á markaðsverði..." (Bls. 75)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.