Tíminn - 05.06.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 5. iúní 1991
Ísland-Tékkóslóvakía í kvöld:
„Hentar okkur
vel að leika
gegn Tékkum“
- segir Sævar Jónsson landsliðsmaður
„Mér líst ágætlega á leikinn gegn
Tékkum, við verðum að rífa okkur
upp eftir slæman leik gegn Albön-
um,“ sagði Sævar Jónsson, vamar-
maðurínn sterki, um leikinn gegn
Tékkum í dag.
Aðspurður um tapið gegn Albönum
sagði Sævar að það væri ekki eins
slæmt og af er látið. „Við höfum allt-
af átt einn og einn slæman leik inni
á milli í gegnum árin, t.d. 0-6 Ieik-
inn gegn A-Þjóðverjum hérna
heima, en síðan náð okkur aftur upp
og gert góða hluti. Nú er um að gera
að gleyma þessum leik gegn Albön-
um, nú erum við á heimavelli og því
munum við njóta góðs af. Það hent-
ar okkur vel að leika gegn Tékkum,
þeir eru með háa miðherja og reyna
mikið af háum sendingum inn á þá.
Okkar styrkur liggur einmitt mikið
á því að við erum sterkir í loftinu.
Við lékum ágætlega gegn þeim úti
þótt við töpuðum 1-0.
Við erum með sterkara lið núna en
í síðasta leik, reynsla þeirra Atla og
Arnórs vegur þungt. Vonandi koma
þeir með þann rétta tóninn sem
vantaði.
Ég reikna með að við spilum svipað
og við höfum gert, 4-4-2, en einn
varnarmaður nýtist sem sóknar-
maður líka, þó má segja að við spil-
um sóknarfótbolta. Það verður að
vera jafnvægi í liðinu, það þýðir ekki
að hafa eingöngu sóknarmenn á
miðjunni, en varnarmennirnir
mega fylgja meira í sóknina.
Við verðum að nýta færin í leiknum
og þá helst að skora úr okkar íyrsta
tækifæri. Það væri gott að komast
yrir og setja pressu á þá, því þeir
verða að vinna. Ef við náum að skora
úr okkar fyrsta tækifæri þá eigum
við góða möguleika. Það væri æðis-
legt að vinna þá, en ég vil engu spá
um úrslit. Við komum til með að
gera okkar besta, náum upp baráttu-
anda og svo fylgir hitt á eftir. Stuðn-
ingur áhorfenda gæti gert gæfu-
muninn," sagði Sævar Jónsson.
BL
Hverjir byrja
inni á í leiknum?
Byijunarlið Islands í leiknum í
dag verður líklega skipað eftir-
töldum leikmönnum:
Bjarni Sigurðsson varður í
markinu. í vöminni verða Sæv-
ar Jónsson, Guðni Bergsson,
Atli Gðvaldsson og Gunnar
Gíslason. Á miðjunni verða Sig-
urður Grétarsson, Þorvaldur
Öriygsson, Rúnar Kristinsson
og Olafur Þórðarson, en hann
er þó meiddur og ekki kemur í
jjós fyrr en í dag hvort hann
getur leildð með. I fremstu víg-
línu verða þeir Amór Guðjón-
sen og Eyjólfur Sverrisson.
Varamenn verða þá Ólafur
Gottskálksson, Einar Páll Tóm-
asson, Ólafur Kristjánsson,
Hlynur Stefánsson, og Anthony
Karl Gregory. BL
jíHHppv íWpWf
Pji
Strákarnir í landsliðinu í knattspyrnu eru ákveðnir í að standa sig vel í leiknum gegn Tékkum í kvöld,
en myndin hér að ofan var tekin á æfingu á Laugardalsvelli í gær. Tímamynd; Pjetur
VIRÐISAUKASKATTUR
Gjalddagi
virdisaukaskatts er
5. þessa mánaðar
Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar
útskattur er hærri en innskattur,
og núllskýrslum má skila til banka,
sparisjóða eða pósthúsa. Einnig
má gera skil hjá innheimtumönnum
ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn
í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu-
menn úti á landi og lögreglustjór-
inn á Keflavíkurflugvelli.
Bent skal á að bankar, sparisjóðir
og pósthús taka aðeins við skýrsl-
um sem eru fyrirfram áritaðar af
skattyfirvöldum. Ef aðili áritar
skýrsluna sjálfur eða breytir áritun
verður að gera skil hjá innheimtu-
manni ríkissjóðs.
Inneignarskýrslum, þ.e. þegar
innskattur er hærri en útskattur,
skal skilað til viðkomandi skatt-
stjóra.
Til að komast hjá álagi þarf
greiðsla að hafa borist á gjald-
daga. Athygli skal vakin á því að
ekki er nægilegt að póstleggja
greiðslu á gjalddaga.
RSK
RtKISSKATTSTJÓRI
„Engin lognmolla“
- segir Atli Eðvaldsson landsliðsfyrirliði sem telur tékk-
neska liðið eitt það sterkasta sem hingað hefur komið
„Þetta verður erfiður leikur, Tékk-
amir hafa á aö skipa einu því besta
landsliði sem hingað hefur komið.
Þeir urðu í 5. sæti í síðustu heims-
meistarakeppni og þeir verða að ná í
tvö stig í þessum leik til þess aö
komast áfram upp úr riðlinum. Það
væri gaman að verða til þess að svo
yrði ekki,“ sagði Atli Eðvaldsson
landsliðsfyrirliði um Tékkaleikinn í
dag.
„Tékkarnir munu ekki leyfa neina
lognmollu á vellinum og ekki við
heldur. Úrslitin í síðasta leik skipta
engu máli núna, það er mikilvægt
fyrir okkar og íslenskan fótbolta að
við vinnum núna. Við förum í þenn-
an leik til þess að gera góða hluti, ég
er bjartsýnn og jákvæður og við
munum gera þeim eins erfitt fyrir og
við getum. Það lið sem vinnur fleiri
návígi í leiknum stendur að lokum
uppi sem sigurvegari," sagði Atli.
Atli lék ekki í Albaníu, var í leik-
banni, en hann hafði þetta að segja
um úrslitin í þeim leik: ,Ætli strák-
arnir hafi ekki dempast niður í döpru
landi! Markið var óhapp eða ef til vill
klaufaskapur," sagði Atli Eðvaldsson
landsliðsfýrirliði, sem í dag setur
nýtt landsleikjamet er hann leikur
sinn 68. landsleik. BL
„Þurfum að taka
frumkvæðið strax
í upphafi leiksins“
- segir Arnor Guðjonsen landsliðsmaður
Amór Guðjónsen leikur nú á ný
með landsliðinu, en hann gat ekki
leikið með í Albaníu vegna meiðsla.
„Það á ekki að breyta öllu þótt það
vanti 1-2 leikmenn í liðið, það má
ekki vera svo. Hins vegar höfum við
Atli verið lengi í liðinu og höfum
mikla reynslu," sagði Amór í sam-
taliyið Tímann á milli æfínga í gær.
„Ég er alltaf bjartsýnn fyrir leiki,
við höfum sýnt það að við getum
leikið vel. Við verðum að vera sam-
taka og hafa fyrir því að ná góðum
úrslitum. Ég tel að við þurfum að
taka frumkvæðið strax í upphafi
leiks, en ekki bíða eftir því að. lenda
0-1 undir."
„Það skiptir ekki máli hver skorar,
en það er alltaf gaman að skora í
landsleikjum," sagði Arnór aðspurð-
ur hvort hann ætlaði sér að skora í
leiknum í dag. BL