Tíminn - 05.06.1991, Page 15

Tíminn - 05.06.1991, Page 15
Míðvikudágúr 5. júní 1991 Tíminn 15 IÞROTTIR Island-Tékkóslóvakía í kvöld: „Gott að fólk gerir kröfur“ „Ég veit ekki við hverju fólk bjóst fyrir leikinn í Albaníu, en það er gott að fólk skuli gera kröfur og vera óánægt með úr- slitin. Það er alltaf erfitt að leika á útivelli, fyrir hvaða lið sem er. Leikurinn var erfiður og við vor- um svekktir að tapa, en þetta var ekkert reiðarslag," sagði Bo Jo- hansson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um síðasta leik ís- lenska landsliðsins. En hvað segir Bo um leikinn sem framundan er: „Þetta er allt annar leikur og öðruvísi. Nú erum við á heimavelli og því er ég bjartsýnn. Ef ég væri það ekki væri leikurinn tapaður fyrirfram. Tékkarnir eru mun sterkari en Albanir, þeir unnu 0-2 í Tirana og nýiega lögðu þeir Pólverja 4-0 á heimavelli. En það hefur oft sýnt sig að við getum leikið vel gegn góðum liðum. Áhorfendur verða að styðja vel við bakið á okkur og láta Tékkana finna fyrir því að þeir séu á úti- velli, annars erum við í vandræð- um. Það er langt síðan við lékum heima og því er um að gera fyrir fólk að drífa sig á völlinn. Síðan ég tók við höfum við leikið 12 leiki, þar af 10 á útivelli, en nú er það heimavöllurinn sem gildir. Við munum leika svipað og við höfum gert, uppistaðan er 4-4-2, en varnarmennirnir mega líka fara Kubik er lykilmaður Tékkneska liðið, sem mætir því ís- lenska í Laugardalnum í kvöld, er sterkt. Sex leikmenn sem léku á HM á Ítalíu eru í liðinu. Þeirra þekktast- ir eru Lubos Kubik frá Fiorentina, sem er lykilmaður í liðinu, og fram- herjarnir Tomas Skuravy frá Genoa og Vaclav Danek frá FC Tyrol. Aðrir leikmenn eru: Ludek Miklosko, Pa- vel Kouba, Jan Kocian, Miroslav Kadlec, Dusan Tittel, Alois Gruss- mann, Ivan Hasek, Michal Frydek, Pavel Hapal, Karen Kula, Jiri Nemec, Roman Kukleta, Pavel Kuka, Alexander Vencel, Bartolomej Jurasko og Ondrej Kristofik. BL Körfuknattleikur: Karlí Karl Guðlaugsson, bakvörðurinn snjalli úr ÍR, hefur ákveðið að færa sig um og leika með Snæfelli í úrvalsdeildinni næsta vetur. Karl hefur verið aðalbakvörður ÍR-liðsins undanfarin ár. „Það var stór ákvörðun að halda til Stykkishólms og yfirgefa ÍR, en mér líst vel þetta og sló því til þegar þeir báðu mig að koma,“ sagði Karl í samtali við Tímann í gær. Karl mun styrkja lið Snæfells mjög mikið, en hann er einmitt leikmaður sem þá vantaði. Að sama skapi er það slæmt fyrir ÍR að missa Karl, en ÍR- liðið leikur í 1. deild næsta vetur, en stefnir að því að endurheimta sæti sitt í úr- valsdeildinni. Hreinn Þorkelsson mun áfram þjálfa lið Snæfells næsta vetur. Liðið hefur misst Brynjar Harðar- son og óvíst er hvaða erlendur leikmaður verður með liðinu. BL - segir Bo Johansson landsliðsþjálfari í sóknina, jafnvel meira en þeir hafa gert,“ sagði Bo Johansson. En aftur um Ieikinn í Albaníu, hvað fór úrskeiðis? „Það voru sjálf- sagt margar ástæður fyrir tapinu, en erfitt er að benda á eitthvað eitt. Við vorum óheppnir að fá þetta mark á okkur og liðið datt niður eftir það. Síðan hafði aðbún- aðurinn sitt að segja. Það er varla hægt að finna erfiðara land að sækja heim en Albaníu, en nú eru strákarnir reynslunni ríkari. Við höfum reynt að laga allt það sem við mögulega getum á æfingum nú fyrir leikinn gegn Tékkum," sagði Bo Johansson landsliðsþjálf- ari. Bo var að mestu búinn að velja þá leikmenn sem byrja leikinn, en liðið verður ekki endanlega til- kynnt fyrr en í dag. Ólafur Þórðar- son er meiddur á Iærvöðva og óvíst er að hann geti leikið með í dag. Aðrir leikmenn eru leikhæfir, þótt sumir eigi við smávægileg meiðsl að stríða. BL SÉRÍSLENSK CLAAS-ÚTGÁFA MED ÖLLU Á FRÁBÆRU VERÐI Viö bjóðum CLAAS R-46 rúllubindivélar fyrir 120x120 sm bagga á aðeins 789 ÞÚSUND KRÓNUR miðað við gengi 1/5 1991. Meðal þess útbúnaðar, sem er innifalinn í verðinu hjá CLAAS en telst gjarnan til auka- búnaðar hjá öðrum, má nefna: • Búnaður í ekilshúsi dráttarvélar sem gefur Ijós og hljóðmerki þegar baggahólf er fullt. Þá er ýtt á hnapp og binding hefst. • Vökvalyfta sópvindu (pickup). • Matara fyrir aftan sópvindu, sem m.a. kemur í veg fyrir að hey flækist eða safnist fyrir í aðfærslustokki. Eykur afköst. • Sérstakan búnað, sem kemur í veg fyrir að smágert hey slæðist. • Sjálfsmurðar öflugri keðjur en áður. • Breið dekk (yfirstærð). Enn stærri dekk fáanleg. • Baggasparkara. • Landhjól á sópvindu. • Baggahólf, sem haldið er saman með vökvaþrýstingi en ekki læsingu, svo ekki er hætta á skemmdum þótt oftroðið sé í vélina. Auk þessa er fáanlegur áreiðanlegur netbindibúnaður, sem styttir bindingartímann um 75%. Berið þessi frábæru kaup saman við það sem aðrir bjóða! CLAAS-rúllubindivélarnar hafa nú verið sérstaklega aðlagaðar íslenskum aðstæðum. Aðalátaksrúllur hafa verið styrktar, svo vélin þolir betur hið smágerða íslenska hey. Þess má til gamans geta að „íslenska" útgáfan er aðeins seld hér og í einu héraði Norð- ur-ítalíu, í hlíðum Alpanna, þar sem sami styrkleiki er talinn nauðsynlegur! Kynnið ykkur prófanir á rúllubindivélum frá Bútæknideildinni á Hvanneyri. FÁÐU JÖTUN OG CLAAS TIL LIÐS VIÐ ÞIG í SUMAR! MUðsQiðfý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.