Tíminn - 05.06.1991, Qupperneq 16
F-'.- - ■ ,
RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Halnorfiusmu v TrYggvogotu, S 28822
Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga
PÓSTFAX 91-68-76-91
Ií niinn
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1991
m
Vextir á ríkisvíxlum hækka enn frekar. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB:
Öslað út í kviks 1 /nd ið
Vextir á ríkisvíxlum hækkuðu í gærmorgun í 17%. Hafa þá vext-
ir hækkað á ríkisvíxlum um 5% síðan ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar tók við völdum í maíbyrjun. Með hliðsjón af þessu er við-
búið að bankar hækki vexti sína enn meira en þeir gerðu nú um
mánaðarmótin.
Þessi vaxtahækkun hefur vakiö
sterk viðbrögð forystumanna
verkalýðssamtaka. Er á þeim að
heyra að gerð kjarasamninga í
haust verði miklum erfiðleikum
háð; í kjölfar aukinnar verðbólgu
sem vaxtahækkunum muni fylgja
og þar með minnkandi kaupmætti
muni verkalýöshreyfingin gera
mun hærri kröfur. Líkur á samn-
ingi í anda þjóðarsáttar fara nú
minnkandi með degi hverjum.
„Nú er að koma fram það sem við
sögðum fyrir um og kváðumst ótt-
ast þegar vextir á ríkisvíxlum voru
hækkaðir í byrjun maí. Þá sögðum
við að vaxtahækkun myndi leiða af
sér frekari vaxtahækkanir og verð-
bólgu. Þetta er að ganga eftir
núna,“ segir Ögmundur Jónasson,
formaður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja. „Það er verið að
keyra hér upp verðbólgu og það er
hægt að setja samasemmerki milli
verðbólgu og kaupmáttarskerðing-
ar. Við ætlum okkur ekki að búa
við kaupmáttarskerðingu. Þvert á
móti eigum við innstæðu og við
ætlum að ná í þá innstæðu."
Ögmundur bendir á að vaxtastig-
inu í landinu hefur verið kippt
upp. Ástæðan fyrir því sé að veru-
legu leyti sú að ríkið sé að keppa
við sjálft sig. „Ríkið og kerfið allt
saman er að reyna að krækja sér í
peninga sem eru af skornum
skammti," segir Ögmundur.
-Hvernig túlkar þú þessar aðgerð-
ir?
„Þetta er dómgreindarskortur og
ber því miður ekki vott um mikla
skynsemi og aldeilis ekkert jarð-
samband. Ég er ansi hræddur um
að þetta einkennist af ofurtrú á
markaðslögmál sem kunna að
ganga einhvers staðar upp en
ganga ekki upp hér nema í ein-
hverjum bókum og frjálshyggju-
ritum. Þetta gengur ekki upp í ís-
lenskum veruleika," segir Ög-
mundur. „Menn hafa dæmin fyrir
sér frá fyrri árum og það er kostu-
legt að menn ætli að fara út í sama
farið aftur.“
Ögmundur bendir á að betra sé að
bæta ástandið en að gera það verra.
„Og menn eru nú að ösla út í kvik-
syndið," segir Ögmundur. „Ég er
fylgjandi því að menn Iáti ekki
stjórnast af einhverjum kennisetn-
ingum heldur af skynsemi."
í haust verða kjarasamningar
lausir. Ögmundur vill engu spá um
framvindu mála en segir það mikið
hagsmunamál að halda stöðugu
verðlagi. „En með þessum aðgerð-
um rísa viðsemjendur okkar ekki
undir þeirri ábyrgð."
Að sögn Snæs Karlssonar, fram-
kvæmdastjóra Verkamannasam-
bands íslands, er þungt hljóð í fé-
lagsmönnum. „Það traust sem
byggt var upp milli aðila vinnu-
markaðarins og ríkisstjómarinnar
í febrúar í fyrra hrynur nú dag frá
degi,“ segir Snær. „Það er alveg
augljóst að við lendum í veruleg-
um erfiðleikum í haust af þessum
sökurn."
Snær segir víxlverkun vaxta-
hækkana greinilega vera á næsta
leiti og aukna verðbólgu. Það tor-
veldi mjög gerð skynsamlegra
samninga. Grundvöllur fyrir
samningum í anda þjóðarsáttar er
að hans mati að bresta. „Það er
enginn vafi á því að í haust vilja
menn fá bættar þær hækkanir sem
verða á næstu vikum og em langt
út fýrir þann ramma sem menn
settu sér í fyrra," segir Snær.
„Manni sýnist að þeir menn sem
þarna ráða ferðinni séu bundnir í
kreddukenningar efnahagslífisins
og hafa ekki áttað sig á því að það
verður að stýra þjóðmálum sam-
kvæmt pólitískum markmiðum en
ekki einhverjum efnahagslegum
kreddum," segir Snær. ,Auðvitað
trúir enginn á þessar aðgerðir sem
grundvöll fyrir því að menn geri
eitthvað af skynsemi í haust."
GS.
Lífríkið
blómstrar
Nýlokiö er áriegum vorleiðangri
rannsóknaskipsins Bjama Sæ-
mundssonar. Athuganir voru
gerðar á 93 stöðum kringum
landið, bæði á landgrunninu
sjálfu og utan þess.
í heild sýna niðurstöður þessa
leiðangurs gott ástand sjávar og
lífrílds á íslandsmiðum. Út-
breiðsla hlýsjávar var mun meirí á
noröurmiðum en verið hefúr und-
anfarin þrjú vor.
Auk hefðbundinna rannsókna í
vorieiðangri voru taldir hvalir á
miðunum umhverfis landið, þör-
ungar voru athugaðir á Græn-
landssundi og áta fyrir sunnan
land. Ennfremur var safnaö
kræklingi til mengunarrann-
sókna. Loks var hugað aö svo-
nefndum setgildrum, en þær hafa
um árabil legið djúpt í hafi norð-
austan og sunnan við landiö. -sbs.
Landsþing FÍB
Seilast stjórnvöld enn
í vasa bifreiðaeigenda?
Dagana 25.-26. maí fór fram 20. landsþing Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda. Yfir 30. fulltrúar af öllu landinu mættu til þings.
í umræðum um stefnumótun félagsins var m.a. fjallað um vegamál,
umferðaröryggi, tryggingar og umhverfismál. Þingfulltrúum var
tíðrætt um þá áráttu stjómvalda að seilast æ oftar í vasa bifreiðaeig-
enda.
Fyrirhuguð er hækkun bensín-
gjalds og frá næstu áramótum verða
allir nýir bfiar að vera útbúnir
hreinsikútum sem hækka útsölu-
verð bfia að meðaltali um 100 þús-
und krónur. Við þessar „umhverfis-
vænu“ ráðstafanir fær ríkissjóður
meira í kassann með auknum tolla-
Ríkisstjórnin ákveður að skipa:
NEFND YFIR ÚRSÖGN
ÚR HVALVEIÐIRÁÐINU
Á fundi sínum í gær ákvað rflds-
stjómin að skipa nefnd sér til ráðgjaf-
ar um úrsögn úr Alþjóða hvalveiði-
ráðinu. Hún skal fara yfir lögfræðileg
og þjóðréttarfræðileg atriði málsins.
Undirbúa úrsögn, ef af verður, og
gera tiUögur að mótun '-amtíðar-
stefnu í hvalveiðimálum. Meðal ann-
ars hvort koma beri á fót nýrri alþjóð-
legri stofnun um rannsóknir og skyn-
samlega nýtingu hvala. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson utanrfldsráð-
herra skipa í nefndina. Það verður
gert fljótlega.
Sem kunnugt er þarf úrsögn úr AI-
þjóða hvalveiðiráðinu að liggja fyrir í
árslok. Hún tekur gildi 1. júlí 1992. í
millitíðinni er ársfundur Hvalveiði-
ráðsins. Hart verður lagt að íslending-
um að endurskoða afstöðu sína. Er-
lend umhverfisverndarsamtök og
stjómvöld hafa.þegar lýst yfir and-
stöðu við hugsanlega úrsögn. Fjár-
hirðar hafsins, sem frægastir eru fyrír
að sökkva Hvölum, hóta mótmælum í
Evrópu. Fyrir þeirra atbeina er þýsk-
um fýrirtækjum heimilt að segja upp
500 milljón króna samningum við
Sölusamband lagmetis taki íslending-
og skattatekjum af nýjum bifreiðum
og auknum tekjum af bensíneyðslu.
Áætlað er að bfil útbúinn hreinsikút
eyði nálægt 2 lítrum meira af bens-
íni miðað við 100 km akstur.
Fulltrúar landsþingsins kröfðust
þess að 2,4% af þjóðarframleiðslu
verði varið til vegamála, eins og
samþykkt Alþingis greinir á um.
Rík áhersla var lögð á að auka um-
ferðaröryggi m.a. með eflingu ný-
stofnaðrar rannsóknarnefndar, end-
urskoðun reglna um ökunám og
stóraukinni umferðarfræðslu.
Krafa kom fram um að viðauka við
mengunarvarnareglugerð frá 1990
verði breytt á raunhæfan veg. Og
hvatt til þess að nú þegar verði
gengið frá reglum um lækkun tolla
á bfium með mengunarvarnabúnað,
til samræmis við hin Norðurlöndin.
-JS
ar upp á því að veiða hval. Hugsanlega
er túlkun einhverra sú að það nái um
leið yfir úrsögn úr Hvalveiðiráðinu.
Breski sjávarútvegsráðherrann sagði
í þingræðu í fyrradag að afstaða ís-
lendinga væri óviðunandi og sorgleg.
Hann sagðist vonast til þeir sæu sig
um hönd, enda vill hann mega telja þá
með siðmenntuðum þjóðum, eins og
hann kallar það, sem ekki veiða hvali.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra segir þó að enn hafi ekki borið á
að erlendir aðilar þrýsti á að íslend-
ingar haldi sig innan ráðsins.
-aá.
Islensk stjómvöld
mótmæla atferli
sovéskra hersveita
Islensk stjórnvöld mótmæla
harðlega atferli sovéskra her-
sveita f Litháen f fyrradag. í
yfirlýsingu frá utanríkisráðu-
neytinu segir, að yfirvöld f
Sovétríkjunum hafí ítrekað
verið vöruð við hvers konar
beitingu hervalds í samskipt-
um við Eystrasaltsríkin og
þeim alvarlegu afíeiðingum
sem slíkt getur haft fyrir vin-
samleg samskipti við vestræn
ríki. Eftir atburðina í Eystra-
saltsríkjunum í janúar lýstu
stjórnvöld Sovétríkjanna því
formlega yfir að þau mundu
gera allt sem f þeirra vaidi
stendur til að koma í veg fyrir
frekari átök og miða að sátt-
um í deilunum við Eystra-
saltsríkin eftir stjórnmálaleg-
um leiðum.
„Atferli sovéskra hersveita í
gær er ekki í samræmi við
þessar yfírlýsingar," segir í
yfirlýsingu utanríkisráðu-
neytisins.
-aá.