Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. júní 1991 Tíminn 5 Ríkið hyggst hastta að greiða niður mjólkurduft: Reiðarslag fyrir sælgætisiðnaðinn Stjórnvöld hyggjast nú hætta að niðurgreiða mjólkurduft til sæl- gætisframleiðenda, en mjólkurduft er aðalhráefni til súkkulaðigerð- ar. Nefnd er starfandi í málinu, en í henni eiga sæti fulltrúar ráðu- neytanna og Félags íslenskra iðnrekenda. Þurfi framleiðendur að greiða óniðurgreitt verð fyrir mjólkurduft- ið, segja þeir það þýða dauðadóm yfir íslenskum sælgætisiðnaði, þar sem greinin fær ekki að flytja inn mjólkurduft, en sælgætisfram- leiðendur segjast geta flutt duftið inn á verði sem er undir 60 kr. kflóið. Ef niðurgreiðslurnar verða felldar niður, þýðir það að mati sælgætis- framleiðenda að þeir yrðu að greiða 591 kr. fyrir hvert kg, eða tífalt það verð sem þeir greiða nú. „Þetta myndi þýða að verð til neytenda myndi hækka um 50-60%. Við gæt- um ekki keppt við innflutt sælgæti á þeim forsendum," segir fulltrúi framleiðenda. Mótmælum kröftuglega „Það á að keyra þetta í gegn og við neitum að trúa því að menn ætli virkilega að fara fram með þeim hætti. Ég tel að samsetning nefnd- arinnar sýni að það sé ekki fjarlægt stjómvöldum," segir Ingvi Harðar- son, fulltrúi iðnrekenda í nefnd iðn- aðarráðuneytisins. Ingvi segir að ástæðan fyrir niður- greiðslu á nýmjólkurdufti og und- anrennudufti sé sú að íslenskur landbúnaður sé ekki samkeppnis- fær, miðað við heimsmarkaðsverð. Ingvi telur að ákvæði séu í samning- um EFTA og EB, sem heimili jöfnun samkeppnisskilyrða með því að lagt sé á svonefnt jöfnunargjald á inn- fluttu vöruna. Þetta jöfnunargjald miðist við hráefniskostnað innlendu vömnnar og má segja að því sé ætl- að að vernda hana gegn þeirri er- lendu. Hann segir að heimsmarkaðsverð sé stutt niðurgreiðslu á landbúnað- arvörum, þar á meðal á mjólkur- dufti. Ingvi segir þetta verð vera um 60 kr. í dag og að íslenskir framleið- endur geti flutt mjólkurduftið inn á þessu verði. Sælgætisiðnaðurinn þurfi ekki neina vernd, hann sé sam- keppnisfær á alþjóðavísu fái hann að kaupa sín hráefni á heimsmarkaðs- verði. Ingvi segir að verð á súkkulaði myndi hækka verulega hér innan- lands ef niðurgreiðslum yrði hætt. Einnig telur hann að erlendir fram- leiðendur gætu tekið á sig hækkun vegna jöfnunargjaldsins og gætu því undirboðið þá íslensku. Þá séu einn- ig ýmsar smugur í tollskrá sem þeir gætu hugsanlega nýtt sér. Dauðadómur fyrir okkur „Við höfum fengið mjólkurduftið á heimsmarkaðsverði og þessi hækk- un myndi þýða dauðadóm fyrir okk- ur,“ segir Edda Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Freyju. Hún seg- ir erlenda framleiðendur myndu lækka verð sitt sem þessu næmi og því myndi innlent verð hækka geysi- lega, en verð á erlendum sam- keppnisvörum myndi standa í stað. Hún segist ekki sjá ástæðu til að ríkið sé að niðurgreiða hráefnið þeg- ar íslenskir framleiðendur gætu fengið það á lægra verði ef þeir flyttu inn mjólkurduft sjálfir. Hins vegar sé þeim nú bannaður slíkur inn- flutningur. Edda segir að Freyja hafi um 40% af íslenska markaðinum og 25-30% af hráefninu, sem fyrirtækið noti, sé mjólkurduft. Að hennar áliti myndi þessi breyting á hráefnis- verði, sem um er rætt, þýða að verð þyrfti að hækka um 50-60% frá því sem það er í dag. Þannig myndi verð á súkkulaði- stykki, sem kostar um 130 kr. í dag, kosta um og yfir 200 kr. ef af þessu yrði. Edda segir það undrun sæta að þær hundrað milljónir, sem ríkið hugsanlega sparaði sér með því að hætta niðurgreiðslum, væru ástæða þess að hætta atvinnu nokkur hundruð manns, sem störfuðu við framleiðsluna, og þá ekki síður þeirra sem ynnu að mjólkurdufts- framleiðslu. „í dag þarf sælgætisiðn- aðurinn að greiða 25% vörugjald og virðisaukaskatt þar ofan á og hann má alls ekki við meiru," sagði Edda. Menn vinna sig fram úr vandamálunum „Fyrir tveimur árum var lagt svipað jöfnunargjald og nú er rætt um, á kökur um leið og hætt var að greiða niður ýmis hráefni. Menn unnu sig fram úr því og nú eru menn vel sátt- ir við þetta," segir Baldur Pétursson, fulltrúi i Iðnaðarráðuneytinu. Hann segir fjórar ástæður valda þar mestu. Sú fyrsta sé að svipað fyrir- komulag hafi verið tekið upp í öðr- um EB og EFTA-ríkjum fyrir all- löngu. Önnur ástæða sé að þetta fyr- irkomulag sé þegar fyrir hendi íöðr- um iðngreinum, sem nota landbún- aðarvörur sem hráefni. í þriðja lagi verður þetta örugglega inni í nýjum EB og EFTA-samningum. Fjórðu ástæðuna segir Baldur þá að niður- greiðslur séu óþarfar, því jöfnunar- gjald komi í veg fyrir mismunun landa eftir því hversu mikið sé nið- urgreitt. Hann kallaði þetta jöfnun á landamærum. Baldur sagði einnig að innlendur landbúnaður yrði að vera sam- keppnisfær við landbúnað annars staðar. Hann sagði að það væri því um tvennt að ræða: Annars vegar að leyfa innflutning, eða að innlendir aðilar bjóði vöruna á sama verði og heimsmarkaðsverð segir til um. Baldur sagði þarna vera um pólit- íska spurningu að ræða. Hann kvað það alls ekki vera rétt að keyra ætti breytingu á mjólkurduftsverði í gegn. „Vinnan er að byrja í þessu máli og ótímabært er að tjá sig í smáatriðum um hvernig henni á eft- ir að miða eða hvenær henni lýkur.“ 200 tonn af mjólkurdufti í Iandinu eru framleidd um 200 tonn af mjólkurdufti á ári, sem ein- göngu er notað af íslenskum sæl- gætisframleiðendum. Aðalfram- leiðslan fer fram á Blönduósi, en þar eru framleidd um 130 tonn á ári sem er fjórðungur framleiðslunnar þar. Mjólkurbússtjórinn þar taldi að það verð, sem nú fengist fyrir ný- mjólkurduftið, væri lágmarksverð og framleiðslan gæti alls ekki staðið undir lægra verði. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar: Samningum um EES er stefnt í voða Jón Baldvin Hannibalsson utan- rítósrádheira hefur látið þess get- ið í viðtali við Dagblaðið, að gagn- kvæmar veiðihelmiWir milii fs- iendinga og Evrópubandaiagsins séu alis ektó útiiokaðar. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanrítósmátanefhdar Al- þingis, segirí grein í Morgunblað- inu í gær að með því „... væri þverbrotin öli stefna Islendinga í mesta hagsmunamáii okkar f ára- tog.“ Tíminn haföi samband vlð Eyj- óif: „Ég veit ekki hvort tnaður á að halda að Dagblaðið hafi ekki rétt eftir Jóni Baidvin, eða hvað. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að gagnkvæmar veiðiheimild- ir séu tii umræðu. Ailir stjóm- máiaflokkamir hafa veriö sam- mála um að ekki komi til grelna að hleypa togurunum, sem við rákum úr landheiginni fyrir 15 ár- um, þangað inn aftur. Stðan dyttja á okkur þessi ótíð- indi með óbilgjama afstoðu Spán- vetja, sem hafa ítrekað kröfur sín- ar um veiðiheimildir og rétt ti) að fjárfesta í fslenskum sjávarútvegi. Þetta em hin verstu tíðindi. Menn i ðiium flokkum hafa sagt að veiðiheimildir komi ekki til greina. Og krafa nm það þýðir að við tokum ekki þátt í Evrópska efnahagssvæðtnu. Þvi hefur m.a. Jón Bafdvin lýst yfm Nú vflja Spánvcrjar jafnvel seiiast lengra og fá að fjárfesta hér og græða i fiskvinnslunni líka. Ef maður réttir þeim iffla flngur, taka þeir alla hendina. Viö megum því ekk- ert gefa eftir. En samningunum um Evrópska efnahagssvæðið er þannig stefht f hættu. Og með samflot okkar og Norð- manna, þá styrkjum við okkur ekkert með því. Ég (æ ekki séð hvemig það i að vera. Við höfum mflthi meiri sérstöðu, og rnfldu sterkari stöðu þess vegna, m.a. vegna ákvæða í samningum, held- ur en Norðmenn. Mér hefur hins vegar aldrei komiö tii hugar að blanda saman öryggishagsmun- um og viðskiptura. En við vitum að í þorskastríðunum beittu NATO-rító sérfyrir iausn deilunn- ar. Ég stól ekki hvað við eigum að —HÞ Lagður grunriur að hreinna og betra umhverfi í sveitinni: Andakílshreppur rotþróarvæðist Hreppstjórn Andakflshrepps í Borgarflrði hefur gengist fyrir því að settar verði upp rotþrær fyrir öll heimili í hreppnum, sem ekki höfðu áður slíkan búnað. Hreppurinn er fyrsta sveitarfélag- ið sem gengst fyrir sameiginlegu átaki allra í sveitinni í þessum efnum. Borgarplast hf. hefur nú lokið við að smíða rotþrærnar, en heima- maður mun sjá um uppsetningu á þeim. í fýrra gerði hreppurinn ná- kvæma úttekt á stöðu frárennslis- mála í sveitarfélaginu. f Ijós kom að af um 40 bæjum og öðrum bú- stöðum vantaði rotþrær við 36. Guðni Þórðarson, framkvæmdastjóri Borgarplasts hf., og Svava Kríst- jánsdóttir, varaoddviti Andakílshrepps. Timamynd: Ámi Bjama Því var ákveðið að sameinast um að koma þessum málum í gott horf. Með því að rotþróarvæða alla mannabústaði hefur verið lagður grunnur að hreinna og betra um- hverfi í sveitinni. - SIS vera að blanda þessu saman,“ seg- Ir Eyjólfur Konráð Jónsson -aá. Stjörnumúgavélar sem raka betur • deutz fahr stjörnumúgavéiar raka heyínu f lausa, hentuga múga fyrir bindivélar og sjálfhleðsluvagna. • deutz fahr stjörnumúgavélar eru sterk- byggðar og raka vel f óslettu sem sléttu landl. • deutz fahr stjörnumúgavélar eru lyftu- tengdar og meö snúnlngsbelsll sem fylglr vel eftlr f beygjum. • deutz-fahr stjörnumúgavélar eru auöveldar í flutnlngi (og geymslu). Stjörnuarma má meö örfáum handtökum taka af eöa setja á. • deutz fahr stjörnumúgavélar eru fáanlegar f vinnslubreiddum 2,90m, 3,30m, 3,70m, 4,20m og 6,0m. ^PÚRg ÁRMÚLA 11 - 128 REYKJAVlK - SÍMI 91-681500 - FAX 91-880345

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.