Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. júní 1991 Tíminn 9 MINNING skapar síns og í honum fæddust tveir sona hans. Árið 1928 fór Guðmundur fyrst úr firðinum til dvalar annars staðar. Hann réðst þá um vorið til Súganda- fiarðar, í vinnu til Ömólfs Valdimars- sonar sem í þá tíð var orðinn umsviía- mikill útgerðarmaður og rak jafn- framt fiskverkun og verslun. Guð- mundur sagðist haia verið mjög feiminn og heimóttarlegur til að byija með en losað sig við það að töluverðu Ieyti þegar frá leið. Vinnan var aðal- lega við fisk og aftur fisk en þó mjög fjölbreytt. Vorið 1929 fór hann í ann- að sinn í Súgandafjörð og það sumar sótti hann um skólavist á Núpsskóla næsta vetur, eða 1929-30. Reyndi hann því að fara vel með það sem hann þénaði um sumarið til þess að eiga fyrir skólagöngunni. Að loknu vorprófi 1930 fór hann aft- ur til Súgandaijarðar í vinnu hjá Öm- ólfi. Þá stóð til að halda Alþingishátíð á Þingvöllum og þangað ætluðu nokkuð margir Súgfirðingar og slóst Guðmundur í för með þeim. Hafði hann þá aldrei farið suður, aðeins ferðast um svæðið frá Dýrafirði til ísa- fjarðar. Þá voru engir vegir yfir heiðar, heldur aðeins götuslóðar, troðnir af fótum manna og hesta í aldanna rás. Ferðin á Alþingishátíðina varð mikið og ógleymarilegt ævintýri og að henni lokinni hélt hann aftur vestur í Súg- andaijörð þar sem lífið hélt áfram að vera saltfiskur. Árið 1930 varð Guðmundi eins og mörgum öðrum minnisstætt ár. Það ár varð hann tvítugur og hafði um sumarið farið á Þingvöll og í þeirri ferð séð stóran hluta af sjálfu landinu í fyrsta sinn, skoðað söfn og margt annað sem tengdist sögu og menn- ingu þjóðarinnar. Hann sagðist hafa séð framfarahug þjóðarinnar endur- speglast í byggingum, svo sem skóla- húsum, sundhöll, leikhúsi, gistihús- um, Landspítalanum og mörgum fleiri húsum er þá voru að rísa. Hann hafði lagt drög að eins vetrar skóla- námi í einu þessara glæsilegu skóla- húsa, Laugarvatnsskólanum sem beið hnarreistur með burstimar sex ffam á hlaðið. Það sem skyggði á, var minnkandi at- vinna, kreppan var orðin staðreynd í lok ársins. Saltfiskurinn, aðalútflutn- ingsvaran, hafði stórfallið íverði og ís- landsbanki var kominn á hausinn. Veturinn 1930-31 var Guðmundur svo að mestu heima hjá foreldrum sínum í Lambadal við búskaparstörf og um haustið 1931 bjóst hann svo til suðurferðar á Laugarvatnsskóla. Varð það honum um margt minnisstæður vetur og eignaðist hann þar marga góða kunningja. Vorið 1932 þegar hann kom til Reykjavíkur frá Laugarvatni, var þar mikið atvinnuleysi. Ömurlegt þótti honum að sjá verkamennina standa í hópum niðri við höfri og bíða eftir skipakomum. Dvaldist hann stutt í Reykjavík í þetta skipti, enda alveg blankur og lífið í höfuðborginni ekk- ert spennandi, hálfgert hörmungar- ástand. Guðmundur var svo heima seinni- part vorsins og um sumarið. Bræður hans Sigurður og Sæmundur voru báðir við sjó en hann sinnti bústörf- um með föður sínum sem þá var orð- inn 74 ára. Þá var útvarpið komið til sögunnar. Sæmundur hafði verið á vertíð á Flateyri og keypt útvarpstæki fyrir vertíðarhýruna. Kom hann með það heim og var það eitt af fyrstu út- varpstækjunum sem komu í sveitina. Örlög Sæmundar urðu þau að drukna þrítugur að aldri, er hann tók út af togarunum Karlsefni kl. 8 á jóladags- morgni árið 1944. Höfðu þeir verið að toga alla jólanóttina í tregfiskiríi og haugasjó uns brotsjór reið yfir skipið. Minnstu munaði að Jóhannes bróðir hans léti þar einnig líf sitt. Á þessum árum var fyrir alvöru byrj- að að leggja vegi um hinar dreifðu byggðir landsins. Þótti mörgum gott að komast í vegavinnu en færri fengu en vildu. Þá var byrjað að leggja veg- ina yfir heiðamar á Vestfjörðum. Vinnan var eftirsótt og var settur kvóti á hve margir menn úr hverjum hreppi sýslunnar fengju þar vinnu. Guð- mundur komst í vinnuna í Mýrhrepp- ingakvótanum. Verið var að leggja \ ♦ « * * '4 * * V* veginn um Gemlufallsheiði og um Önundarfjörð áleiðis til ísafjarðar. Um haustið hafðist að opna veginn frá Ön- undarfirði að Gemlufalli. Vegavinnu- verkstjórinn hafði komið með dráttar- hestana með sér vestur um vorið og tók Guðmundur þá í eldi um vetur- inn, því næsta vor átti að leggja í Breiðadalsheiðina. Ekki hafði hann þá órað fyrir því að liðlega fimmtíu árum síðar ynni svo sonur hans að undir- búningi fyrir jarðgöng undir heiðina og að á sama tíma yrði unnið að brú- argerð yfir Dýrafjörð við Lambadals- odda. Eftir áramótin 1933-1934 fór Guð- mundur suður í atvinnuleit. Ekki var um aðra vinnu að gera en að reyna að komast í skipsrúm í byijun vetrarver- tíðar. Fór hann suður upp á von og óvon og réðst síðan fyrir tilviljun í skipsrúm í Grindavík. Var hann þar fram til Jónsmessu en fór svo vestur í byrjun sláttar. Og hann hélt svo áfram að fara suður á vertíð næstu árin og svo aftur heim á vorin um það leyti sem bjarkimar á Lambadalshlíðinni voru að springa út Svo fór hann að ráða menn með sér í verið að vestan og þegar Grindarvíkurvertíðum þeirra Vestfirðinganna lauk í byrjun stríðs- ins, höfðu þeir sex bræðumir róið í Grindavík. Um haustið 1941 fór Guðmundur suður í atvinnuleit Þá um sumarið hafði bandaríski herinn komið til landsins og tekið við vömum íslands en Bretamir að mestu flutt í burtu. Guðmundur var í vinnu syðra fram á næsta vor, lengst í Hvalfirði. Þá fór hann í nokkrar vikur á bát frá Akra- nesi áður en hann sneri aftur vestur. Næstu árin var hann svo alveg heima í Lambadal við sjálfstæðan búskap ut- an þess að hann fór á tvær vetrarver- tíðir á Akranes. Á styrjaldarárunum beið Dýrafjörður ofboðsíegt afhroð er á þriðja tug ungra vaskra manna fórst í hildarleik stórveldanna á hafinu og féllu þar nokkrir af góðum vinum Guðmundar. Hvert slysið rak annað, oft féllu tveir eða þrír úr sömu fjölskyldu. Um það Ieyti sem Bjami og Gunn- jóna fluttu frá Skaga að Innri-Lamba- dal, heyrði Guðmundur sagt að þar væri gott undir bú. Áttu menn þá við að vetrarbeit fyrir sauðfé væri góð á Lambadalshlíð og þá ekki síður að beit fyrir kvíaær væri afbragðsgóð fram á Lambadal. Þetta reyndist honum allt rétt vera og stundaði hann þar sjálf- stæðan búskap frá árinu 1941-1960. Fljótlega kom hann sér upp góðu fjár- búi á mælikvarða þess tíma og hafði þá til ábúðar neðri hálflenduna í Innri-Lambadal, sem hét Innri- Lambadalur I. Var hann þá einhleyp- ur, giftist ekki fyrr en fáeinum árum seinna. Sumarið 1944 kynntist Guðmundur stúlku sem var kaupakona hjá systur hans í Ytri-Lambadal og Ieiddu þau kynni síðar til hjúskapar. Kaupakonan var Þórlaug Finnbogadóttir, fædd og upp alin norður í Bolungarvík. For- eldrar hennar voru Sesselja Sturlu- dóttir og Finnbogi Bemódusson sjó- maður er gat sér góðs orðs sem sagna- þulur og fræðimaður. Hófu þau bú- skap vorið 1946 en giftu sig laugardaginn fyrsta í þorra 1947. Byrj- uðu þau á að byggja upp bæinn og klæða hann utan með jámi, auk þess sem skúrbygging var byggð framan við hann. Svo feeddust bömin eitt af öðru. Sess- elja fæddist 4. mars 1948. Þetta var um hávetur og fyrsta bam móðurinn- ar og í ljósi þess fæddi hún bamið á spítalanum Þingeyri. Ágúst fæddist heima í Lambadal 8. júní 1949. Vorið var ákaflega kalt og stórhríðarbyljir út maímánuð. Nótt- ina 27. maí var Guðmundur t.d. inni á Lambadalshlíð að leita að kindum. Þá var kafaldsbylur, hlíðin einn hrím- skógur, fingurgrannar greinar voru eins sverar og mannshandleggur af klakanum. Öll hlíðin var sem eitt dauðans ríki með kristalsaugu sem glitmðu í nóttlausri veröld þessa harðindavors. Gunnjóna fæddist 24. maí 1951. Þá var gott vor, allur gróður snemma á ferðinni og allt veðurfar sem ólíkast því sem hafði verið er annað bamið fæddist tveimur árum fyrr. Hún fædd- ist á sjúkraskýlinu á Þingeyri en það hafði þá nýlega verið tekið í notkun og gamli spítalinn lagður niður. Þórir Öm var fæddur 24. desember 1952 heima í Innri-Lambadal, undir þrumandi ræðu í útvarpi frá jóla- messu hjá séra Bjama Jónssyni. Hann var því sannkallað jólabam. Sigurður, bróðir Guðmundar, bjó á efri jörðinni í Lambadal til 1954 eða þar til kona hans dó, eftir skamma Iegu á sjúkrahúsi í Reykjavík, þá rétt liðlega þrítug að aldri. Þá áttu þau þrjú ung böm. Seldi hann jörðina Ragnari Guðmundssyni frá Brekku á Ingjaldssandi. Á nýársdagsmorgun 1955 brann efri bærinn í Lambadal. Ragnar lagði ekki í að byggja upp aftur og fluttist í burtu en Guðmundur keypti af honum jörðina. Eftir að Guðmundur var orðinn einn ábúandi í Innri-Lambadal, fóm smala- mennskumar mjög að þyngjast. Verst var að smala til rúnings á vorin og sér- staklega var erfitt þá að smala Hvallát- ursdalinn. Þegar krakkamir voru orðnir sex, átta ára, fór hann að hafa þá með sér í smalamennskumar þótt sjálfsagt hafi verið misjafnlega mikið gagn í því, a.m.k. til að byrja með. Síðustu fimm árin sem Guðmundur og Þórlaug bjuggu var heyskapur að mestu tekinn á ræktuðu landi og al- veg á síðustu tveimur árunum. Fénu fjölgaði dálítið og var komið í 250 kindur svo að sæmilega horfði með af- komuna. Hins vegar var allt í verra með heilsufarið á konunni. Hún var altekinn af liðagigt og varð að fara öðru hveiju til Reykjavíkur til lækn- inga. Bömin vom óðum að komast á skólaaldur og enginn bamaskóli í sveitinni utan heimagönguskóli á Núpi sem vegna samgönguörðugleika var vonlaust að nota. Sesselja fór tíu ára í bamaskóla út að Þingeyri og var þarveturlangt. Næst kom til að fá skóla fyrir Ágúst. Til þeirra hluta varð að líta út úr firð- inum og varð fyrir valinu Holt í Ön- undarfirði. Þangað var yfir fjallveg að fara, þótt hann sé ekki hár en það er Gemlufallsheiðin. Nokkrum sinnum gekk Ágúst svo einn yfir heiðina þenn- an vetur og gekk alltaf vel. Smám saman varð Guðmundi það Ijóst að þótt hann hefði alltaf ætlað að verða góður og gildur bóndi í Lamba- dal, yrði hann samt að taka þá þung- bæm ákvörðun að gefast upp og flytja suður. Þegar hann keypti áburðinn á jörðina vorið 1960, ákváðu þau hjónin að þetta yrðu síðustu áburðarkaupin hjá þeim. Þá var kominn sími og veg- ur að Lambadal og hægt að vélslá all- an heyskap. Ekkert rafmagn var kom- ið að bænum og ekki fyrirsjáanlegt að lögð yrði lína næstu árin. Veikindi konu hans ágerðust og öll fjögur bömin komin á bamaskólaaldur. Þeg- ar svo þurfti að fara að koma þeim fyr- ir hingað og þangað yfir heilu vetuma, var lítil tilhlökkun foreldranna að hýr- ast ein í bænum. Þetta sumar fór Þór- laug suður að reyna að fá bót á sínum meinum og dvaldi þá í burtu í þrjár vikur án árangurs. í lok heyskaparins vom allar hlöður fullar af góðu heyi, mesta hey sem komið hafði í hlöður í Innri-Lamba- dal. Nú var úr vöndu að ráða. Að skera niður um haustið og fara frá öllum heyjunum ónýttum var sama og ganga frá búinu slyppur og snauður, því búið var að taka að miklu leyti út á afurðir ársins og það sem afgangs yrði væri þá verðmæti ærskrokkanna en ærkjöt þótti ekki nein munaðarvara og því lítils virði. Það varð að samkomulagi þeirra hjónanna að Þórlaug skyldi fara suður með bömin en Guðmundur kæmi svo seinna þegar búið væri að ganga frá öllu vestra og fé einhvem mann til þess að hugsa um skepnumar yfir vet- urinn. í raun og vem vissi hann að hann myndi ekki fara suður um vetur- inn, því framtíðin valt á því að sem mest fengist út úr búskapnum og eitt- hvað af striti síðustu ára skilaði sér aft- ur. Geysileg viðbrigði vom fyrir bömin að flytja frá afdalasveitabæ í fjölmenn- ið í Reykjavík. Þau vom þá á aldrinum átta til tólf ára og fóm öll í bamaskóla Austurbæjar. Eftir sláturtíðina skrapp Guðmund- ur suður en fór svo aftur vestur og réð sig sem beitningamann á landróðra- bát sem reri frá Þingeyri en fékk mann til að annast um skepnuhirðinguna heima í Lambadal. Skömmu fyrir jól fór hann heim að Lambadal svo vetrarmaðurinn fengi frí frá skepnuhirðingunni fram á þrettánda. Hann var því einn í iitla bænum um jólin. Á aðfangadagskvöld kveikti hann á sex kertum á borðinu undir baðstofuglugganum því bömin vom íjögur og svo þau hjónin tvö. Söng hann svo fullum rómi jólasálm- ana með útvarpinu og hlustaði á fagn- aðarboðskapinn. Þetta vom síðustu jólin hans í Lambadal og þóttu hon- um það góð jól en tómleg í lok 34 ára búsetu þar. Þegar leið á veturinn tók hann við fjárgæslunni og þá kom Ágúst að sunnan. Hann undi illa Reykjavíkurl- ífinu og fékk sig eftirgefinn úr skóla til þess að fara vestur gegn því að fara í vorpróf á Þingeyri. Um veturinn höfðu hann og Sesselja, með skólan- um, hjálpað móður sinni við skúr- ingavinnu. Móðir þeirra vann áfram utan heimilisins næstu árin, þar til hún varð að gefast upp fyrir liðagigt- arsjúkdómnum. Sauðburðurinn byrjaði á venjuleg- um tíma þetta síðasta vor Guðmundar í Innri-Lambadal. Hann gekk vel og þegar krakkamir vom búnir í skólan- um kom öll fjölskyldan saman í síð- asta sinn í litla bænum í Lambadal. Eftir rúningu fjárins og það komið til fjalls, var ekkert meira um það að hugsa til haustsins og fór fjölskyldan þá öll suður. Nú var Guðmundur fimmtugur að aldri kominn til Reykjavíkur, til þess að halda áfram lífsbaráttunni og sjá sér og sínum farborða. Var hann í fyrstu við byggingarvinnu en fékk svo frí í vinnunni til þess að fara vestur að smala fénu og ganga frá búskaparlokum. Elstu bömin, Sess- elja og Ágúst, fóm með honum til að aðstoða við smalamennskuna. Nú átti hann yfir 600 fjár á (jalli, sem allt skyldi leitt til slátmnar í sláturhúsinu á Þingeyri. Þegar búið var að ganga frá búskap- arlokunum fór hann strax suður aftur. Bömin vom þá öll að byrja í skólan- um. Vann hann áfram í byggingar- vinnu fram að áramótum 1961-62. Þá réðst hann í Hampiðjuna og var þar næstu mánuði. Seinni hluta vetrar 1962 festi hann svo kaup á íbúð í byggingu á Háaleit- isbraut 34. Seint um haustið flutti fjölskyldan þar inn og bjó þar næstu átta árin. Skömmu áður en þau fluttu í nýju íbúina eignuðust þau hjónin fimmta bamið. Það var strákur sem skýrður var Bjami eftir afa sínum. Hann var fæddur 23. september 1962. Annar sonur Halldór Ingi faeddist svo 12. júní 1964. Börnin vom þá orðin sex og nóg að hugsa um. Það vom tíu ár á milli Þóris og Bjama og í raun kynslóðarbil á milli eldri krakkanna og þeirra yngri. Þau eldri vom öll fædd í sveitinni. Þau fóm að vinna strax og þau komust á legg og upp- lifðu að flytjast úr sveit í borg. Auk bama sinna sex, ólu þau Guð- mundur og Þórlaug upp fósturson, Pál Tryggva Karlsson, í 16 ár eða frá tveggja til átján ára aldurs (1970- 1988). Þau hjónin seldu íbúðina við Háaleit- isbraut árið 1970 og keyptu einbýli- hús í Árbæjarhverfi. Það var í Vorsabæ og númer átta. Þama í Vorsabænum v-'v'v\\!vY't.V‘v-V\.\\vvvY\ WW* þótti Guðmundi alveg dásamlegur staður. Þar gat hann sofriað við ámið- inn á kvöldin og vaknað við fuglasöng- inn á morgnana. Eins og fyrr segir vann Guðmundur lítils háttar í byggingarvinnu og einn- ig í Hampiðjunni, nokkra mánuði, eft- ir að hann kom suður. En aðalstarfið var þó við verslun og við þau störf vann hann í aldarfjórðung. Þegar Ásbjöm Olafsson byrjaði að versla með byggingarvömr réðst Jó- hannes bróðir Guðmundar til hans og veitti þeirri starísemi forstöðu. Brátt kom að því að íjölga þurfti mönnum og réðst Guðmundur þar til. Vom þeir löngum tveir bræðumir en máttu ráða menn eftir þörfúm. Þetta þótti Guðmundi mjög frjálslegt og skemmtilegt starf. Eftir að Jóhannes bróðir hans dó tók hann við stjómun á byggingavöruversluninni. Árið 1977 var svo þessi timburvöm- verslun Ásbjamar Olafssonar hf. lögð niður. Guðmundur var þá 67 ára gam- all. Halldór, yngsti sonurinn, var inn- an við fermingu, Páll TVyggvi, fóstur- sonurinn, níu ára og heilsa konunnar slæm. Guðmundur hafði lengst æv- innar stundað sjálfstæða vinnu. Einn- ig fannst honum svo vera þau fimm- tán ár sem hann var hjá Ásbimi. Leit hann því með hálfgerðum kvíða til þess að fara á eldri ámm að leita sér að vinnu og hæpið að hann fengi starf sem hann sætti sig við. Það varð að ráði hjá honum og fjölskyldunni að stofria fyrirtæki svo hann, á eigin spýt- ur, gæti haldið áfram við það starf sem hann hafði lengi unnið við og honum henntaði vel. Stofnuðu þau fyrirtækið Viðarsöluna hf. og rak hann það næstu árin, á meðan starfsorkan var næg. Var hún fyrst til húsa í Síðumúla 15 en síðan flutti hann fyrirtækið heim í bílskúrinn í Vorsabæ 8, því smáfór að draga af honum eftir að ald- urinn fór að færast á áttunda áratug- inn. Þegar yngstu synimir höfðu lokið stúdentsprófi fór hann að draga sam- an umsvifin enda farinn að litast um eftir skjóli í ellinni. Þegar húma fór að kvöldi eftir glaðan og viðburðaríkan ævidag, fór Guð- mundur að huga að því að búa þeim hjónum skjól í ellinni, þar sem hann gæti enn um stund horft fram á veg- inn og látið minningar langrar ævi streyma í gegnum hugann. Árið 1986 fluttu þau gömlu hjónin í íbúð í V.R. húsinu við Hvassaleiti 58 í Reykjavík, örskammt frá þeim stað er hann vann fyrstu handtökin eftir að hann flutti til Reykjavíkur fimmtugur að aldri. Þama átti Guðmundur ánægjulegt ævikvöld, þar sem hann gat af svölunum og út um gluggana litið nær allan fjallahringinn um- hverfis Faxaflóann frá Snæfellsjökli að Reykjanesstá. Aðeins þurfti að ganga á milli glugga til þess að sjá eitthvert það fjall á Faxaflóasvæðinu sem nöfri- um tjáir að nefna. Og þama í íbúðinni við Hvassaleiti fór Guðmundur, á átt- ugasta aldursári, að stinga niður penna og rifja upp atburði liðinnar ævi. Kveikjan að því var sú að sumar- ið 1988, á 120 ára fæðingaraftnæli föður síns, fór hann á æskustöðvarnar vestur í Dýrafirði ásamt fjölda annarra afkomenda hans. Þá var hann spurður ótal spuminga um líf og lífsbaráttu afa og ömmu í þessu stórbrotna og hrika- lega umhverfi og einnig um mannlífið almennt á fyrstu áratugum aldarinn- ar. Sumu gat hann svarað strax en annað vafðist nokkuð fyrir honum þá. En þetta vakti hjá honum löngun til að láta eftir sig mynd af lífshlaupinu til afkomenda sinna og auðnaðist hon- um að skilja eftir minningar sem eru bömum hans og bamabömum ógleymanlegur fjársjóður. Fyrir um tveimur ámm fór hann að kenna þess sjúkdóms er Ieiddi hann til dauða. Síðustu mánuðina var hann heima í skjóli konu sinnar og barna með dyggri aðstoð Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Þrátt fyrir erf- iða fötlun sína stóð eftirlifandi kona hans ávallt við sjúkrabeð hans og sýndi enn hvílíkur máttarstólpi hún hefur reynst vera í gegnum lífið. Guðmundur Jens Bjamason er jarð- aður í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík 14. júní 1991. Ég þakka honum sam- fylgdina og lífið. Ágúst Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.