Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 14. júní 1991 Tíminn MÁl.SVARI frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar:- Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ekki við hæfi Morgunblaðið birtir í gær frétt frá fréttaritara sín- um í Brussel sem ástæða er til að veita sérstaka at- hygli. Efni fréttarinnar er að skýra frá því að fastanefnd Spánverja hjá Evrópubandalaginu muni ekki falla frá kröfu sinni um veiðiheimildir í „Norður-Atl- antshafi", eins og það er orðað, gegn því að banda- lagið taki upp fulla fríverslun með fisk. Þetta sýnir að Spánverjar munu berjast af alefli fyrir því að ráðherraráðið breyti í engu umboði sínu til samninganefndar í viðræðum við Fríversl- unarsamtök Evrópu um evrópskt efnahagssvæði. Hvort önnur ríki Evrópubandalagsins séu á öðru máli, þ.e. séu tilbúin að breyta umboðinu, skal ósagt látið að sinni, en ólíklegt er að Spánverjar eigi ekki einhvers stuðnings að vænta um sína skoðun þegar á reynir. Jafnvel þótt forsvarsmenn ýmissa Evrópubandalagsríkja væru hálfvolg í af- stöðu sinni eða undir niðri samþykk því að slá af kröfum í þessu tilfelli, er engan veginn víst að þau stæðu í því að víkja frá hinum ákveðnu skilmálum í umboðinu. Fréttaritari Morgunblaðsins segir að fréttatil- kynning fastanefndar Spánverja sé dagsett 7. þ.m., þ.e.a.s. á föstudaginn í fyrri viku, þótt ekki sé hún birt fyrr en fimm til sex dögum eftir þá dagsetn- ingu. Sé þessi dagsetning rétt má undarlegt heita að efni þessarar yfirlýsingar skuli ekki hafa komist í fréttir fyrr, ellegar að utanríkisþjónustan hefði skýrt frá því í því mikla umtali sem er um þessi samningamál á síðustu dögum viðræðnanna. í þessu sambandi hljóta menn að minnast þess að á allra síðustu dögum hefur utanríkisráðherra ver- ið að lýsa ýmsum hugmyndum sem hann segir vera til umfjöllunar á því umræðustigi sem samninga- þófíð í Brússel er nú. Hann hefur sagt að gagn- kvæmar veiðiheimildi milli íslands og Evrópu- bandalagsins séu ekki útilokaðar í þeim umræðum og hann hefur auk þess gefið í skyn að sveigja mætti Evrópubandalagsþjóðir til stuðnings við kröfu íslendinga um fríverslun með fisk með því að leiða þeim fyrir sjónir gildi íslands fyrir evrópskar hervarnir. Þessi atriði hvort um sig eru ekki aðeins umdeil- anleg sem umræðuefni í þessu tilviki, þau eru ekki við hæfi. Eins og mál hafa þróast í þessum viðræð- um er fullkomlega tímabært að hætta öllu tali um gagnkvæmar veiðiheimildir, jafnvel þótt snúast eigi um eitthvað það sem kann að sýnast minni- háttar, enda ekkert algilt mat til á því hvað um munar og hvað ekki í samningum af þessu tagi. ís- lendingar eiga ekki af neinu tilefni að hleypa Evr- ópubandalaginu inn í íslenska fískveiðilögsögu. Hitt atriðið að blanda saman hernaðarlegu mikil- vægi íslands og fríverslunarsamningi með fisk er fyrst og fremst pólitísk meinloka sem vonandi líður jafnskjótt hjá og hún yfirféll utanríkisráðherra af skyndingu. Það mál verður nánar rætt í Tímabréfi á morgun. VÍTT OG BREITT I — Lífsstíll klóakanna Geislavirkar skjaldbökur sem lært hafa japanska bardagalist af rottu og búa í skolplögnum New York- borgar eru nýjustu átrúnaðargoð yngstu kynslóðarinnar. Sjónvarp rekur trúboðið fyrir þessar fyrir- myndir bernskunnar og kaup- menn sjá um að nóg úrval sé af úniformum, vopnum og öðru skjaldbökudrasli fyrír foreldra að gefa börnum sínum. Svo magnað er skjaldbökuæðið að lögreglan í Reykjavík er farin að draga börn upp úr skolpræsum og hitaveitubrunnum, þar sem þau feta í fótspor fyrirmyndanna sem svamla í niðurgangi nokkurra milljóna New Yorkbúa og kunna japanska bardagalist. Holræsarómantík er svosem ekk- ert ný af nálinni. Byltingamenn og undirheimalýður hélt til í og ferð- aðist um holræsi Parísarborgar, sem frægt er úr sögu og bók- menntum. Meira að segja klóökin undir New York hafa lengi verið sögusvið menningarvita sjónvarpanna. Há- göfugt kvikindi með mannsskrokk og nagdýrshaus, afkvæmi ræsa- rottu og læknis sem féll fyrir kyn- töfrum klóakbúans, er aðalsögu- hetjan í margra ára gömlum fram- haldsmyndaflokki, „Fríða og dýr- ið“, sem metnaðarfullt og fram- sækið sjónvarp hefur reglulega á dagskrá sinni hér uppi á Islandi. Fríða er ung og fögur kona, lög- fræðingur að mennt, sem er yfir sig ástfangin í ræsisbúanum með risavaxinn rottuhnaus og leysa þau í sameiningu hin flóknustu mál í dauninum sem hlýtur að fylla sögusviðið. Fríða lögfræðingur er alltaf sallafín og vel til höfð í þessu aðlaðandi umhverfi. Klóakþættirnir um afkvæmi læknisins og ræsarottunnar, sem metnaðarfulla sjónvarpsstöðin hefur sent út svo vel og lengi, ku eiga að höfða til fullorðinna. Menningarumhverfí bamanna Það að börnin leita niður í klóök- in til að iðka ofbeldislist, eins og skjaldbökurnar, fyrirmyndir þeirra, er ofureðlileg afleiðing af því sem fyrir þeim er haft. Þau draga dám af því menningarum- hverfi sem þeim er búið af samfé- laginu og þar meö talin þeirra eig- in heimili. Það hefur verið sagt um sjónvarp að það sé uppfinning frábærra tæknisnillinga, sem þeir afhentu svo fíflum til eignar og umráða. Ömurlegt er til þess að hugsa að fólk sem gerir sér grein fyrir hve áhrifamiklum fjölmiðlum það stjórnar skuli ráðskast með hugar- heim barna sem fullorðinna með þeim hætti sem mýmörg dæmi sanna. Lágmenningin situr ávallt í fyrir- rúmi og efnisval og efnistök eru eingöngu miðuð við skemmtana- gildi og lágkúrulegt hugarfar þeirra sem ryðjast um og troðast til að láta týrur sínar tóra í tísku- vinnunni eftirsóttu, að starfa við áhrifamikla fjölmiðlun. Það er klóakahugarfar uppalenda sem beinir bömunum niður í hol- ræsin til að leita ævintýra og lífs- fyllingar. Það er sama hugarfar sem hefur eiturefnafíkla til skýjanna og gerir þá að fyrirmyndum heilla kynslóða unglinga. Átrúnaðargoðin em dá- sömuð og auglýst í lifanda lífi og iðulega lengi, lengi eftir ótíma- bæran dauða af völdum ólifnaðar. Svo er þeirri firrn haldið að fólki að það séu einhverjir vesælir smyglarar og enn vesælli götusalar sem valda síaukinni eiturefnafíkn ungdómsins með öllum þeim af- leiðingum sem henni fylgja. Lífsstíll auglýsinga- mennskunnar Þungavigtarmenn í auglýsinga- heimi vímuefnanna eru vel stað- settir inni í allflestum fjölmiðlum og heldur t.d. ríkisvaldið úti dálag- legum hópi áróðursmeistara þeirr- ar menningar sem byggist á of- skynjunum og múgseQun þeirra sem fíla tilvemna í botn í fmm- stæðu, ærandi hljómfalli orku- frekrar hljóðaframleiðslu. Ef eirdiver velkist í vafa um hverra erinda fjölmiðlarnir ganga ætti áhugi þeirra á þungarokkinu á íþróttasvæði Kaplakrikans að færa mönnum heim sanninn um hverj- ir fá fríu auglýsingarnar. Breskir karlar stefna hingað öðr- um breskum körlum með auglýs- ingum um fallegu og lauslátu ís- lensku stúlkurnar sem fjölmenna eiga á staðnum. Um þessi smekk- legheit hefur aldrei neinn neitt að segja, nema hvað Rannveig TVyggvadóttir íar að efninu á blað- síðu 51 í Mogga gærdagsins. Bömin í skolpræsunum em tal- andi dæmi um ægimátt lágkú- mnnar sem áhrifamestu uppal- endur samfélagsins halda að ung- viðinu. En það er sama hvað hver segir, holræsaskjaldbökur og þungarokksfíklar em lífsstfil bernsku- og æskufólks og þeir sem á honum græða hafa fyrsta og síð- asta orðið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.