Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 14. juní 1991 Vöruskipti við útlönd: Innflutningur á neysluvörum eykst Innflutningur á vélum, tækjum til atvinnurekstrar, unnum málm- vörum og bflum hefur aukist mikið það sem af er þessu ári. Frá ára- mótum til maí var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 1,1 milljarð. í fyrra var hann hagsæður um 3,2 milljarða. Heildarverðmæti vöru- útflutnings var 2.8% meiri í ár en í fyrra. Útflutningur á sjávaraf- urðum var 6% meiri í fyrra en í ár. unnum málmvörum og bflum, bæði til atvinnurekstrar og einkanota. Þessa fyrstu fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir röska 28,6 milljarða króna en inn fyrir tæpa 29,8 milljarða krónna. Þetta þýðir að vöruskiptajöfriuðurinn var óhag- stæður um 1,1 milljarð króna en á sama tíma í fyrra var hann hagstæð- ur um 3,2 milljarða króna. Á fyrrgreindu tímabili var verð- Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Hagstofu íslands. Þar segir að verðmæti vöruinnflutningsins frá áramótum sé 21% meira en á sama tíma í fyrra. Þá segir einnig að almennur innflutningur hafí aukist verulega, eða um 28% og um 30% að olíuvörum undanskildum. Þá segir að aukning almenna innflutn- ingsins sé mest í vélum og tækjum til atvinnurekstrar en ennfremur mæti vöruútflutnings 2,8% meira en á sama tíma í fyrra. Þar er því kominn hinn umtalaði viðskiptakj- arabati. Hann kemur líklega til vegna aukins útflutnings á sjávaraf- urðum. Ekki er sömu sögu að segja með útflutning á kísiljárni sem var 54% minni en í fyrra segir í fréttatil- kynningunni. Aprflmánuður virðist skera sig tals- vert úr sé miðað við allt tímabilið. í þeim mánuði var vöruskiptajöfnuð- urinn óhagstææður um 3,3 millj- arða króna en í aprfl í fyrra var hann hagstæður um 0,6 milljarða króna, segir og í fréttatilkynningu Hag- stofu íslands. -HÞ Landslið fslands í bridge sem þátt tekur í Evrópumótinu. Tfmamynd: Aml Bjama Heimsmeistaramótið í bridge mögulega haldið á íslandi 1995 eða 1997: EVRÓPUMÓT- IÐ Á ÍRLANDI Evrópumótið í bridge yerður haldið í 40. sinn í Killamey á íriandi dagana 16.-29. júní nk. ísland sendir þang- að lið í opnum flokki. Það er skipað Emi Amþórssyni, Cuðlaugi R. Jó- hannssyni, Jóni Baldurssyni, Aðal- steini Jörgensen og Guðmundi Páli Amarsyni. Fyrirliði spilaranna án spilamennsku er Björa Eysteinsson. Besti árangur okkar manna á Evr- ópumóti var 3. sætið árið 1950. Einu parinu úr sveitinni, þeim Gunnari Guðmundssyni og Einari Þorfins- syni, var í framhaldi af því boðið til heimsmeistarakeppninnar. Árið 1987 náðu íslendingar 4. sætinu. Af þeim sex sem skipuðu það lið eru fjórir með í liðinu núna, þeir Guðlaugur, Örn, Jón og Aðalsteinn. Að þessu sinni taka 27 þjóðir þátt í mótinu, en það er mesta þátttaka frá upphafi. Allar þjóðir mætast, en það þýðir að hver þjóð þarf að spila 26 leiki. Hver leikur er 32 spil með hléi eftir hver 16 spil. Á meðan á mótinu stendur verður haldið þing Evrópusambands- ins, þar sem koma mun til umræðu umsókn íslands að halda Heims- meistaramót árið 1995 eða 1997. Helgi Jóhannsson, forseti Bridge- sambands íslands, og Magnús Ólafs- son, stjómarformaður sambandsins, sitja þingið og kynna okkar mál. -js Svínareglugerð Steingrfms J. Sígfússonar: Óviðkomandi aðbúnaði á ritstjóm DV Tímanum hefur borist eftírfarandi fréttatllkynniag frá Steingrími J. Sigfússyni, fv, landbúnaöarráö- berra: „Vegna þess miMa áhuga sem blaiatnenn og dálkahöfundar DV hafa sýnt að undanfornu á reglu- gerð um aðbúnað svína, sem sett var af landbúmðarráðuneytinu og undirrltuð af mér { apríímánuði sl., skal eftirfarandi tekið ftam til að fbrðast attan misskttntng: Vmrœdd reglugerð tekur aðeins tit dýrategundarínnar svína (Sus scrofa) og er ekki á nokkum hátt attíað að hafa áhríf á aðbúnað og starfsumhverfí þehra sem skrifa Dagblaðið-Vísi. Rcykjavík, l'd.júni 1991 Steingrímur J. Sigfússon, fv. iandbúnaðarráðherra." „Á fáki fraum“, listaverk Sverris Ólafssonar sem sett var upp í tilefni starfsafmælis sjúkrahússins. Haltfið upp á 85 ára starf Sjúkrahúss Skagfirðinga Stjómendur Sjúkrahúss Skagfirðinga stóðu fyrir opnu húsi 8. júní sl. í til- efni af 85 ára samfelldu starfi sjúkrahússins. Saga sjúkrahússins var sýnd í myndum svo og tækjabúnaður til lækninga sem notaður var fyrr á ámm. Einnig vom sýnd þau tæki sem notuð em til lækninga nú á dögum. Sex deildir eru nú starfræktar á sjúkrahúsinu og heimilaðar stöður við sjúkrahúsið eru 121. í tilefni þess langa tíma sem sjúkrahúsið hefur starfað var útilistaverk eft- ir Sverri Ólafsson sett upp. Innanhúss var sett upp málverk eftir Sigurð Ör- lygsson en það verk fékk viðurkenningu samnorræns samstarf um að hætta að reykja. Johns Manville Corp. selur Celite Corp. sem á 49% í Kísiliðjunni hf. Alleghany Corp. kaupir: Kísiliöjan tengist nú kísilheimsveldi Þann 6. júní 1991 skrifuðu Manville Corporation í Denver og Alleg- hany Corporation í New York undir viljayflrlýsingu þess efnis, að Manville seldi Celite Corporation til Alleghany. Celite er deild innan Manville sem hefur aðallega með kísilgúr og perlustein að gera. Celite Corporation rekur kísilgúr- námur í Bandaríkjunum, Fakklandi, Mexíkó og á Spáni, auk þess að eiga 49% eignarhlut í Kísiliðjunni hf. Ce- lite rekur einnig perlusteinsnámur í Bandaríkjunum og perlusteinsverk- smiðju í Englandi. Nettó söluverð- mæti framangreindrar framleiðslu á árinu 1990 var 7,6 milljarðar ísl. króna eða 5% af heildarveltu Man- ville. Heildarvelta Manville Corpor- ation á árinu 1990 var hins vegar 150 milljarðar ísl. króna. F.M. Kirby, stjórnarformaður og forstjóri Alleghany, sagði í tilefni af væntanlegum kaupum félagsins á Celite Corporation, að þetta væri mikilvægt skref í þeirri viðleitni Al- leghany, sem hófst 1984, að fjárfesta í vænlegri starfsemi. Með kaupum á Celite Corporation verður Alleghany stærsti söíuaðili kísilgúrs í heimin- um. Viljayfirlýsingin um kaup og sölu var gefin með fýrirvara um sam- þykki stjórna félaganna og samþykki ýmissa ríkisstjórna. Áætlað er að ganga frá endanlegum samningi í sumar. -js Guðmundur Halldórsson rithöfundur látinn Fimm milljón kr. styrkir til íslenskra námsmanna Cuðmundur Halldórsson, rithöf- undur frá Bergsstöðum í Svartár- dal, Iést á Sauðárkróki í fyrradag. Guðmundur fæddist árið 1926. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann að Reykjum í Hrútafirði og síð- ar almenn sveitastörf og verka- mannavinnu. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum, sat m.a. í stjórn Fé- lags ungra framsóknarmanna í Austur- Húnavatnssýslu. Guðmundur er höfundur margra bóka. Af þeim má nefna „Undir Ijás- ins egg“, „Haustheimar" og „Þar sem bændurnir brugga í friði". Eftirlifandi kona Guðmundar er Þóranna Kristjánsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Sigrúnu. -aá. Breska sendiráðið hefur tilkynnt að íslenskum námsmönnum gefist kostur á að sækja um styrkveitingu breskra stjóravalda fyrir skólaárið 1991 til 1992. Styririmir koma úr sjóði sem er í vörslu breska utan- rfldsráðuneytsins og heildarupp- hæð þeirra er um fimm milljónir ís- lenskra króna. Styrkirnir eru til greiðslu á skóla- gjöldum nemenda, ýmist hluta þeirra eða að fullu. Auk þess geta þeir sem eru í framhaldsnámi sótt um svonefndan ORS-rannsóknar- styrk en hann veitir Ráð breskra há- skólarektora. Allar nánari upplýs- ingar um styrkina fást í breska sendiráðinu við Laufásveg. Tveir Islend- wmm i norska vís indafélagiö Hinn 14. mars sL voru tveir ís- lendingar kallaðir til veru í hugvís- indadefld Vísindafélags Norð- manna, JDet norske Videnskaps Akademi“. Annar þeinra er Bjöm S. Stefánsson. Hann tekur sætl f flokki þjóöhagfræði, félagsfræði og stjómmálafræfti. Þar sitja 12 Norðmenn og 8 útiendingar. Hinn er llörður Ágústsson. Hann tekur sætí f flokki listfræða, listasögu, tónmenntasögu og leikHstarsögu. Þar sifia 8 Norðmenn og 9 útlend- ingar. Tiliögumenn um kosningu BjÖms telja hann merkilegan foll- trúa íslenskra þjóðíélagsrann- sókna. Hann bafi af þrautseigju fylgt nokkrum grundvaJlarfaug- myndum með þeim árangri, að nú sé tekið tfllittíi þeirra. Er þargetíð fágaðra og skarplegra skoðana- skipta hans við Arrow, Nóbelsverð- taunahafa í hagfræði árið 1972. BjÖm heldur því fram að Arrow haldi fram grundvallanökvillu. Rit Harðar um íslenska bygging- ariist eru þjóðkunn. Nú síðast „Dómsdagur og helgfa- menn á Hólum“ frá 1989 og JSkálhoits- idrkjur1' frá fyrra ári. Fyrir hana hlaut höfundur bókmenntaverð- taun Félags bókaútgefenda í vetur leið. Með kalli norskra vísinda- manna fær Hörður enn eina viður- kenningu góðra verka. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.