Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKgP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhusinu v Tryggvagolu. S 28822 .. 1 ♦ Ókeypis auglýsingar fyn^einstaklinga^ POSTFAX 91-68-76-91 HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir Hanursböfóa 1 - s. 67-6744 . ' Tí niinn FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1991 I Útifundur námsmanna á Lækjartorgi í gær óhress með nýjar úthlutunarreglur LÍN: N lán nsi mi n m M lí< ta u ind lirn nis- itri m IS í ■ Ji 91 rn in nál la mi 9nn um Námsmenn héldu fjölmennan útifund á Lækjartorgi í gær þar sem þeir mótmæitu fyrirhuguðum breytingum á úthlutunarregl- um Lánasjóðs ísienshra námsmanna. í upphafí fundarins tók Sig- uijón Þ. Arnason, formaður stúdentaráðs, fram að Ólafi G. Ein- arssyni menntamálaráðherra hefði verið boðið að ávarpa fundinn og skýra út hvað hann væri að gera. Hann hefði afþakkað. r, AF MÍNU mensanngjai almenn 1 ■/ jf onrmu>\j r-npRtTEKJUM menntun ■ ^ MPARAl ^ ÁSAIBGU Námsmenn fjölmenntu á útifund í gær til þess að mótmæla breytingum á úthlutunarreglum LÍN. Margir báru mótmæiaspjöld og hvatt var til þess að námsmenn hringdu í ráðamenn þjóðarinnar til þess að mótmæla skerðingum námslána Tfmamynd: Pjetur Á fundinum fluttu fulltrúar námsmanna ávörp. Arnór Sigfus- son, fulltrúi SÍNE í LÍN, sagði að þær kjaraskerðingar, sem eru yfir- vofandi, væru það versta sem gæti komið fyrir námsmenn. Fulltrúar námsmanna hefðu á sínum tíma gengið á fund menntamálaráð- herra til að inna hann eftir hug- myndum hans um LÍN og til að kynna honum sínar eigin hug- myndir. Á þeim fundi sagði menntamálaráðherra að hann hygði ekki á neinar kollsteypur í málefnum lánasjóðsins, en nú hef- ur annað komið í ljós. Arnór sagði að nú væri vegið gróflega að grundvallartilgangi iaga um Lána- sjóðinn — að tryggja öllum jafn- rétti til náms, óháð efnahag. Hin nýja regla um hámarkslán vegna skólagjalda við erlenda skóla þýddi að möguleikar námsmanna til náms væru verulega skertir, og lýsti þessi regla ótrúlegri skamm- sýni ráðamanna á þeim tímum sem vel menntað fólk væri nauð- synlegt landi og þjóð. Hann skor- aði á námsmenn að láta skerðing- arnar ekki gleymast og hvatti þá til að koma með tillögur um að- gerðir. Jafnframt hvatti hann alla námsmenn til þess að hringja í þá ráðherra, sem standa að baki skerðingunum, ræða við þá um þær og mótmæla þeim. Það væri réttur allra námsmanna að fá að tala við ráðamenn þjóðarinnar. Huldís Frankelsdóttir, nemi í Þroskaþjálfaskóla íslands, sagði að skerðingin, sem menntamáiaráð- herra hefði þegar samþykkt, væri ósanngjörn og bæri hún með sér fljótfærnishátt og rangindi. Huldís segir að í yfirlýsingu hans, um að með breyttum reglum á LÍN gæf- ist námsmönnum kostur á að afla sér meiri tekna, komi fljótfærnis- hátturinn glögglega f Ijós. Með skerðingunum væri verið að auka á misrétti í sjóðnum og beindist það einkum gegn þeim sem hefðu minnstu möguleika á að afla sér tekna. Hún sagði að meginþorri námsmanna gæti ekki bætt sér upp þessa kjaraskerðingu, því laun einstaklings þyrftu að hljóða upp á 600 þúsund ef hann ætlaði að bæta sér upp skerðinguna. Pétur Óskarsson, nemi í heim- speki, tók síðastur til máls og sagði hann að það væri erfitt fyrir námsmenn að vera stétt án samn- ingsréttar, því námsmenn hefðu ekki það vopn að fara í verkfall þegar kjör þeirra væru skert. „Við erum háð duttlungum misviturra stjórnmálamanna," sagði hann. Ríkissjóður hefði stundað aö taka lán með okurvöxtum upp á millj- ónir króna til þess að lána féð aft- ur út og þá án vaxta. Námsmenn hefðu oft bent á fáránleika þessara lántakna, en nú ættu þeir að blæða fyrir mistökin. Hann sagði jafnframt að barátta námsmanna væri barátta alls launafólks í land- inu og nú þyrftu námsmenn á stuðningi að halda. Fundinum bárust kveðjur og stuðningsyfirlýsingar frá BSRB, námsmönnum í Skotlandi, Full- trúaráði Framsóknarflokksins, Sambandi ungra framsóknar- manna, Starfsmannafélagi ríkis- stofnana, Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. —UÝJ Gunnar Árnason Árnaö heilla: mar Árnason búfræðikand- er 90 ára á morgun, iaugar- inn 15. júní. Hann tekur á tl gestum í Templarahöllinni ykjavík á milli kl. 15-18 áaf- illsdaginn. Geðsjúkur maður í Hallgrímskirkju: Braut líkneski af Jesú Kristi Maður fór inn í Hailgrímskirkju um fjögurleytið í gær og braut um þriggja metra hátt líkneski af Jesú Kristi, sem þar stóð. Maðurinn mun hafa hlaupið á líkneskið, velt því þannig um koll og brotið það. Lögreglan gómaði manninn spöi- korn frá kirkjunni. Hann er veikur á geði og hefur oft komið við sögu lögreglu áður. Líkneskið Kristsmynd er eftir Ein- ar Jónsson myndhöggvara. Hann gaf kirkjunni verkið þegar fyrsti hluti hennar var vígður árið 1948. Að sögn Karls Sigurbjörnssonar, sókn- arprests í Hallgrímsprestakalli, er líkneskið brotið í marga mola, en það stendur til að lagfæra það. „Það er sjúkur maður sem vinnur þetta verk og mér finnst alvarlegast og sorglegast við atburðinn í dag hvað hann minnir okkur á þær að- stæður sem geðsjúkum eru búnar í okkar þjóðfélagi, hvað við erum í rauninni ráðalaus gagnvart þessu," segir Karl. „Þessi maður á bágt og er dæmi um það, að það er til fólk í þessum aðstæðum, sem við gerum afskaplega lítið fyrir." GS. stela í Færeyjum 13 hnupli í Færeyjum. Krakkarnir voru þar í skólaferðalagi. Eftir að færeyska lögreglan hafði skorist í leikinn skiluðu krakkarair þýfínu aftur. Lögreglan í Pæreyjum telnr grun leika á að allmargir ungiingar, sem ekki náðist til, hafí komist um borð í Norrænu með ránsfenginn. Eftir yfírheyrslur var krökkunum sleppt og komu þau með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. -SIS Uppboöi slegiö á frest Landsbankinn og aðrir kröfuhafar í Ólafsvíkurtogarann Má ákváðu í gær að fresta uppboði á togaranum til hausts. Heimamenn í Ólafsvík bíða nú eftir svari við tilboði þeirra í rekstur þrotabúsins. Búið er að ganga frá stjórn Norður- garðs, hlutafélagsins sem ætlað er að endurreisa rekstur hraðfrysti- hússins. Þar á bæjarsjóður tvo menn, verkalýðsfélagið Jökull einn og útgerðarfélögin Utver og Tungu- fell eiga sinn hvorn manninn. Framkvæmdastjóri Norðurgarðs er Ingólfur Aðalbjörnsson. „Nú tekur bið við hjá okkur," sagði Stefán Garðarsson bæjarstjóri í samtali við Tímann. „Við bíðum eft- ir svari við tilboði okkar í rekstur þrotabúsins og vonum að bústjór- inn, Jóhann Níelsson, verði fljótur að taka afstöðu. Við heimamenn höfum lokið allri þeirri vinnu sem við getum lokið á þessu stigi máls- ins.“ -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.