Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 14, júní 1991 Tíminn 7 Börn innflytjenda og flóttamanna valda vanda í þýskum grunnskólum: Víða eru íslömsk lögmál hærra sett en þýsk skólalög Innflytjendum og flóttamönnum af ýmsum þjóðemum, tungu- málum og trúarbrögðum hefur fjölgað mjög í Þýskalandi og fýlgja því ýms vandamál sem erfltt er að takast á við. í mörgum grunnskólum landsins eru innflytjendabömin orðin fleiri en inn- fæddu nemendumir. Þau kunna ekki þýsku, skilja ekki siði inn- fæddra og oft er enginn vilji fyrir hendi til að tileinka sér lífsmáta heimamanna. í litla skóiasamfélaginu í Salzgitter- Watenstedt í Neðra-Saxlandi koma þessi vandamál einkar skarpt fram og kennararair spyrja hvort enn gildi hjá þeim þýsk lög, eða fremur beri að hafa í heiðri íslömsk Iögmál. Hjá stjóramálamönnunum fá þeir engin skýr svör. Blaðamaður WELT am SONNTAG kynnti íbúar í þorpinu Salzgitter- Wa- tenstedt í Neðra-Saxlandi spyrja sjálfa sig oftsinnis hvort enn séu í gildi hjá þeim þýsk lög — eða hvort í staðinn hafí verið tekin upp íslömsk lögmál. „Við hér í Litlu Asíu“ skreppur út úr Marlies Hoffmeister, grunn- skólakennsiukonu á staðnum, sem er hluti borgarinnar Salzgitter. Fyrst og fremst hefur Tyrkjum fjölgað svo mjög í Watenstedt að Þjóðverjar eru þar nú í minni- hluta. íbúarnir 929 greinast í 569 útlendinga og 360 Þjóðverja. í hvert sinn sem innfæddur selur hús sitt hleypur Týrki til og leigir síðan húsið löndum sínum. „Nú hefur líka Tyrki keypt hlöð- una hér beint á móti,“ segir af- greiðslukona í söluturni. „Við er- um spennt að vita hvað hann gerir við hana.“ Pósthúsið í Watenstedt er í sömu byggingu og sama stiga- gangi og íslamska miðstöðin þar sem er kóranskóli. Búið er að inn- rétta tvær moskur í þorpinu. Watenstedt á sér fræga sögu Nafnið Watenstedt var þekkt hug- tak í þýskri eftirstríðssögu. Þar höfðu í lok fjórða áratugarins verið reistar „Ríkisverksmiðjur Her- manns Göring," stál- og málm- bræðsluverksmiðjur. Eftir ósigur- inn í styrjöldinni vöktu stál- og málmbræðslustarfsmennirnir í þánefndu Watenstedt-Salzgitter alþjóðlega athygli með djarflegum mótmælum gegn því að bresk setuliðsyfirvöld rifu verksmiðjurn- ar niður. Ríkisverksmiðjurnar héldu áfram undir nafninu Salzg- itter AG, sem nýlega hafa verið einkavædd og gengið til liðs við samsteypuna Preussag-Konzern. Skólinn var reistur árið 1952 á lóð fýrstu skrifstofubyggingar Rík- isverksmiðjunnar. Nú er hann grunnskóli og þar kenna 14 kenn- arar þýskum börnum og erlend- um, frá Watenstedt og nágranna- þorpunum Barum og Drútte, Im- mendorf og Bedingen. Á þessu skólasvæði eru þrennar búðir fyrir útlenda flóttamenn. í samræmi við það er skólinn blandaður. Um helmingur þeirra 210 barna sem sækja skólann eru erlend, að lang- mestum hluta Týrkir en einnig Líbanar og Túnismenn, Spánverj- ar og „júgóslavneskir sígaunar" eins og heimamenn segja. Frá sjálfu Watenstedt þorpinu eru að- eins tveir þýskir nemendur en 15 tyrkneskir. Skrítnir siðir á skólalóðinni Fræðslustjóri umdæmisins í Salzgitter, Gúnter Wilke (f. 1934), segir frá skrítnum siðum á lóð grunnskólans. „Öðru hverju fer „hodscha", kórankennari frá Tyrk- landi, eftirlitsferð á leikvellinum. Hann fylgist með því að tyrknesku telpurnar beri höfuðklút. Sami „hodscha" er yfirleitt ekki nema í þrjá mánuði, þá hverfur hann á braut.“ Wilke er ekki að eyða orðum að því hvort skólayfirvöld hafi gripið til aðgerða gegn þessu. En hann segir afdráttarlaust: „í Tyrklandi sjálfu er bannað að bera höfuð- klúta í kennslustundum". Eitt það fyrsta sem skólastjórinn, Erika Poppe, segir við ókunnuga er: „Hafið þið tekið eftir því hvað eru margir höfuðklútar í skólan- um okkar?“ Gesturinn hefur ein- mitt tekið eftir því. í bekk 3b hjá Marlies Hoffmeister kennslukonu hafa tvær níu ára telpur hnýtt klúta um höfuð sér, Seniha Fener rauðan og Hatice Yilmaz hvítan. í bekknum eru 25 börn, þar af eru um 54% útlend- ingar. Auk níu þýskra barna eru í bekknum 12 tyrknesk börn, þar til viðbótar eitt frá Túnis, annað frá Líbanon og tvö rússnesk af þýsku bergi brotin. Ekkert þeirra kann stakt orð í þýsku. Týrkneskar stúlkur á þeim aldri skilja flestar alls ekki hvers vegna þær verða að klæða sig öðru vísi en þýskar telpur. Eitt vita þær þó með vissu, feður þeirra fyllast ofsabræði ef þær hylja ekki hár sitt með höf- uðklút. Þýsku kennararnir eru óöruggir. „Við umberum klútana, þó að þeir hafi í för með sér meiri slysahættu, t.d. í íþróttum," segir skólastjórinn og bætir við að á staðnum sé viðhafður mikill þrýst- ingur frá rétttrúnaðarmönnum. ,AHir hafa eftirlit hver með öðr- um,“ segir hún. Skólastjórinn seg- ist líka verða að umbera að tyrk- nesku stúlkurnar taki ekki þátt í sundkennslunni eða skólaferða- lögum, þar sem kóraninn banni það. Stjómmálamennim- ir taka ekki af skarið Fræðslustjórinn og kennararnir fá engan stuðning, hvorki hjá yfir- mönnum sínum í embættiskerfinu né í menntamálaráðuneyti Neðra- Saxlands — sama hvort um er að ræða stjórn sósíaldemókrata eða kristilegra demókrata, þegar þeir leita ráða í klemmunni milli skóla- skyldu skv. þýskum lögum annars vegar og hins vegar svokölluðum íslömskum reglum. Tveir þingmenn sósíalista á þingi Neðra-Saxlands báru fram fyrir- spurn í mars á fyrra ári hjá þáver- andi fylkisstjórn í Hannover, undir stjórn kristilegra demókrata, um hver væri hæfileg umgengni við siði múslima. Svar menntamála- ráðuneytisins varðandi höfuðklút- ana var: „Samkvæmt því boði um umburðarlyndi sem er í skólalög- Dætur tyrkneskra innflytjenda, allt í þríðja lið, mæta nú í skól- ann með höfuðklút og taka ekki þátt í sund- og leikfimikennslu eða skólaferðum. unum, má ekki gefa nein fyrirmæli um klæðnað þann sem borinn er í kennslustundum". Að öðru leyti vísaði það til greinar 4 í grunn- skólalögunum um verndun trú- frelsis. Hvað varðaði umsókn um undanþágu frá sundkennslu, yrði að leggja fyrír skólastjórann sann- færandi trúarlegar ástæður fyrir henni. Ákvörðunin er sem sagt lögð á herðar skólastjórans. Síðan þessum fyrirspurnum var svarað hefur flokkur sósíaldemó- krata tekið við stjórninni af kristi- legum demókrötum í Neðra-Sax- landi. En þeir víkja sér líka aug- sýnilega undan því að Ienda í deil- um um framkomu rétttrúaðra múslima. Starfssystir kennslu- kvennanna í Watenstedter, Gabri- ele WiBler í Peine, leyfir sér að bera fram opinbera gagnrýni á uppgjöf fylkisstjórnarinnar. Henni finnst það einkennilegt að í þýsk- um skólum skuli vera liðin það sem sögð eru múslimsk fyrirmæli. „Höfuðklúturinn sem tákn um kúgun kvenna er bannaður í Tyrk- landi," segir hún, „og hér á trú- frelsi að vega þyngra á metunum." „Ástandið fer hríðversnandi“ í Salzgitter hafa verið ráðnir tveir ráðgjafar sem hafa það sérstaka verkefni að sjá um kennsluna fyrir börn útlendinga og innflytjenda. Þeir eru kennurum til ráðgjafar, en einnig foreldrum. Annar ráð- gjafanna, Helmut Lerch kennari (f. 1948) álítur að ástandið fari hríð- versnandi. Hann segir að í byrjun níunda áratugarins hafi tyrkneskar stelpur enn komið í skólann án höfuðklúts og feður þeirra hafi líka leyft þeim að taka þátt í sund- og leikfimikennslu — skyldutímum — svo og skólaferðalögum. Nú orðið séu TVrkirnir að verða sér meðvitaðri sem þjóðernishópur. Ekki fyrirfinnist lengur þýsk-tyrk- nesk samfélög, engar sameiginleg- ar bekkjarferðir, engar sameigin- legar sundferðir. Fræðslustjórinn Wilke reynir að taka ekki eins djúpt í árinni, hann vill ekki nota orðið „hríðversnandi". Hinn ráðgjafinn er Christiane Lo- hrenz (f. 1944). Hún lítur svo á að börn frá ýmsum löndum auki á fjölbreytnina og sér þegar framfar- ir í kennslunni. Hún virðist gagn- tekin af verkefninu sem hún fæst við. Hún segir að einmitt þar sem mörg erlend börn séu saman kom- in gangi hlutirnir gleðilega vand- ræðalaust fyrir sig vegna þeirra hugmynda sem unnið er eftir til að efla samstarfið. Þýskukunnáttu tyrk- nesku bamanna fer hrakandi Skólastjórinn Erika Poppe er á öðru máli. Hún hefur stjórnað skólanum í Watenstedt síðan 1971. Flestir Týrkjanna hafa búið í mörg ár á Watenstedt-svæðinu. Þeir vinna í bílaverksmiðjunni MAN eða málmbræðslunni. Vonin um að börn þeirra eða barnabörn eigi eftir að kunna þýsku hefur brugð- ist. „Tyrkir, sem voru í skólanum okkar sem börn, eru nú farnir að senda sín eigin börn til okkar — en þau kunna enga þýsku!" segir skólastjórinn. Hún segir að þegar hún hóf skólastarfið hafi tyrk- nesku börnin talað betri þýsku. „Núna tala þau alls enga þýsku þegar þau koma til okkar í skól- ann, og það þó að þau séu fædd í Salzgitter. Helmingurinn af bekknum skilur kennslukonuna alls ekki. Við höfum komið á fót forskóla fýrir fimm ára börn. En það eru ekki nema fáir Týrkir sem notfæra sér það. Kjarni málsins er að Týrkirnir lifa eins og í tyrk- nesku þorpi, hvort sem er í Barum eða Beddingen eða öðrum stöðum hér umkring. Þeir hafa komið sér fýrir í gettóum." Fræðslustjórinn Wilke leggur það til málanna að sennilega megi nota orðið getto í þessu samhengi. Þá vaknaar spurningin um hvort ekki sé heppilegra og sanngjarnara að kenna þýskum og útlendum börnum aðskildum. Wilke, fræðslustjóri í Salzgitter, og báðir ráðgjafarnir eru andsnún- ir slíkum vangaveltum. Fræðslu- stjórinn segir að þar meö glataðist hugmyndin um samruna þjóðr- brotanna. Á öndverðri skoðun er hins vegar Karlheinz Búhrmann í skólaráði Frankfurt. Hann segir að af hverj- um eitt hundrað nemendum í grunnskólum borgarinnar séu að meðaltali 67 útlendingar. Þar sem vandamál koma upp innan kerfis- ins í borginni sé oft aðeins um eitt, tvö börn þýsk börn í bekk að ræða. „Krafa mín til þeirra sem setja lög- in er því sú að þýsk börn eigi frjálst val um í hvaða grunnskóla þau fara. Það má ekki vera svo að for- eldrar verði áfram neyddir til að senda börn sín í skólann í hverfmu þar sem þau búa. Þar að auki verð- ur að vera fýrir hendi aðskilnaður milli þýskra og erlendra barna þar sem eldurinn brennur heitast hjá útlendingunum. í hverfum undir slíku álagi verða í framtíðinni að vera bekkir þar sem eingöngu eru útlendingar og safna svo saman þýsku börnunum í litla bekki." Hversu hátt hlutfall erlendra nemenda veldur óviðunandi kennslu þýsku bamanna? En hvaða hlutfall erlendra bama í einum bekk ræður því að kennslan fýrir þýsku börnin er orðin óviðun- andi? Margir ráðherrar og þingmenn virðast víkja sér undan að svara þeirri spurningu. Aðspurður af blaðamanni WELT am SONNTAG lýsti skólaráðherra sósíaldemókrata í Hamborg, Ro- semarie Raab, því yfir að til geti verið bekkir með aðeins einum eða tveim þýskum nemendum. En einnig þar sem hlutfall útlendinga væri hátt hefði „reynslan hingað til ekki sýnt óyggjandi neinn mun“. Þingmaður úr flokki kristilegra demókrata vildi frá svar frá Raab við spurningunni: „Með hvaða ráð- um verður í framtíðinni tryggt að í grunnskólabekki verði ekki sett meira en 25% af erlendum börn- um með lélega þýskukunnáttu? Skólaráðherrann svaraði að tak- mörkun útlendinga við 25% væri óleyfileg lögum samkvæmt. Hug- myndin um að hægt sé að breyta lögunum virðist ekki hafa hvarflað að henni. í Berlín þar sem eru 42.565 er- lendir nemendur (22 prósent) sannast að lögin leyfa takmarkanir. Þar mega ekki skv. skólalögunum vera meira en 50% erlendra nem- enda í „venjulegum þýskum bekkj- um“. WELT am SONNTAG spurði Júrgen Klemann skólaráðherra þar úr flokki kristilegra demókrata hvernig foreldrar brygðust við háu hlutfalli útlendinga í einhverjum skóla. Hann svaraði m.a.: „Misjafnlega. Ef hlutfall útlendinga við einn skóla verður of hátt og frammi- staðan verður lakari, dregur úr að- sókn þýskra nemenda." Skólastjóri grunnskóla í Berlin- Wilmersdorf hefur eftirfarandi að segja um sína reynslu: „Skólarnir eru látnir vinna næstum eingöngu á eigin spýtur með börn frá fram- andi heimi. Auðvitað hamlar það yfirleitt kennslunni fýrir þýsk börn þegar of mörg börn eru í bekknum þeirra sem ekki ráða fullkomlega við þýska tungu, eða aðeins að hluta eða jafnvel alls ekki. Þegar þýskir foreldrar reyna að komast hjá því að senda börn sín í slíka bekki eru þeir að gegna foreldra- skyldu sinni. Það á ekki að álasa þeim fýrir það sem aðeins pólitíkin á sök á. Því að þegar ríkið okkar tekur að sér börn, verður það líka að sjá til þess að þessi börn geti orðið fullgildir borgarar með jafn- an rétt og jafna kunnáttu og aðrir sem í landinu búa.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.