Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 1
Hundar hafa dauðbitið að minnsta kosti 35 lömb í ofanverðum Hrunamannahreppi og tætt önnur og limlest. Þrír hundar voru grun- aðir og tveim þeirra hefur verið lógað. • Baksíða Davíð Oddsson forsætisráðherra sakar fyrri ríkisstjórn um að hafa haldið upplýsingum um slæma stöðu at vinnuveganna leyndum og blekkt almenning. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir: Veit ekki í hvaða gler- kúlu Davíð hefur verið! Ríkisstjórnin ætlar að skera niður útgjöld ríkisins af fullri hörku. Um leið lætur for- sætisráðherra þau boð út ganga að fyrri ríkisstjórn hafi sópað upplýsingum um stöðu atvinnulífsins undir teppið og blekkt almenning. Hann vill þó ekkert segja um þátt samstarfsmanna sinna í Alþýðuflokknum í því, hvort þeir hafi haldið um teppið eða sópinn. Steingrím- ur Hermannsson segir ásakanir Davíðs fáránlegar. • Baksíða bita lömb Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að engar forsendur séu fyrir því að hækka laun í samningunum í haust. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, segir slíkt tal vanalegt þegar nær dragi samningum: RAMAKVEIN REKIÐ UPP í HVERT SINN I Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman drög að þjóð- hagsspá og samkvæmt þeim stefnir í talsverðan sam- drátt í landsframleiðslu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að eins og ástandið líti út í dag þá séu engar forsendur fyrír launahækkunum í haust. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir það vanalegt að menn reki upp ramakvein þegar nær dragi samningum. Hins vegar sé það Ijóst að félagsmenn ASÍ geri kröfu um að samningarnir í haust skili bættum kjörum, og sú krafa verði mjög sterk í haust. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, segir að launa- hækkanir, sem ekki eru byggðar á batnandi þjóðarhag, verði fremur til þess að kjörin versni, há verðbólga muni sjá til þess. • Blaðsíða 2 mtm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.