Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. júlí 1991 Tíminn 3 | ■v : ■ almennings. er í full- anfómu. Það er þó eltt sem stend- voru geröir f febrúar á síöasta ári BSRB, sagöi f samtaii við Tíunann f g?er aö nú sé aö koma í Ijós það það líður að þvf að viö semjum um uðu við. „V'ið erum að fara inn í mðrk fyrfr því hvað hægt er að mikið áhyggjuefhi.** Verðbðigan f siðasta mánuði mældist 17,7% i ársgrundvelll. upn. Stjóm Læknafélags Reykjavíkur fundar um hækkun lyfjakostnaðar: Vilja aö sett veröi á hámark lyfjakostnaöar Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér iyrir því að sett verði á hámark lyfjakostnaðar sem ein- staklingi og/eða fjölskyldum er ætlað að bera á ári hverju. Fari kostnaður viðkomandi yfir þetta hámark, þá greiði almannatrygg- ingar lyfjakostnað að fullu eftir það. Uppblástur á öræfum: Of seint að grípa til serstakra aðgerða nú „Það eru ekki uppi nein áform um að grípa til sérstakra ráðstaf- ana nú vegna uppblástursins á hálendinu. Það er langtímaverk- efni að vinna að úrbótum, græða upp og friða þau lönd sem eru verst farin. Það er í raun orðið of seint að grípa til sérstakra aðgerða nú. Menn eru byrjaðir, eða við það að byrja að reka fé á fjall. En það er nú bara svo erfitt að spá í veðrið fyrirfram. Það sá enginn þessa þurrka og þessi hlýindi fyrir. En við höfum átt mjög gott samstarf við fjölmargar sveitarstjómir um seinkun upprekstrar. Það hefði kannski þurft að ná til fleiri, en þar má kannski kenna um mann- eklu hér hjá Landgræðslunni," segir Andrés Amalds hjá Land- græðslunni. -aá. Fréttir á ensku: Skólaenska í útvarpinu Enskar fréttir Ríkisútvarpsms eru ekki lengur lesnar með fallegum Oxfordhreim, heldur hefur hreimur íslenskrar skólaensku tekið þar við. Mörgum íslendingum finnst þessi stefna nokkuð hallærisleg og ekki eiga við, þar sem vitað er um marga enskusnillinga hér á landi sem geta talað enskuna með mun fágaðri hreim. Sigríður Ámadóttir hjá fréttastofu útvarpsins sagði að útlendingar hefðu áður séð um þessar fréttir, en nú sæju íslendingar alfarið um þær. Hún sagði þá kunna ensku og hafa unnið við fréttamennsku. Þeir hefðu einnig ágæta innsýn f íslenskar og erlendar fréttir. Því hefði verið upp- lagt að ráða þá í þetta starf. Hún sagði að útvarpið væri alls ekki að spara með þessu og að íslendingam- ir væru á sömu launum og útlend- ingamir hefðu verið á. Um ensku- hreiminn sagði hún, að fréttimar væm ekki eingöngu ætlaðar Oxford- enskumælandi fólki. Því óttaðist út- varpið ekki, að erlendir ferðamenn hér á landi, svo og aðrir sem hlusta á fréttimar, ættu í erfiðleikum með að skilja þær. Stjórn félagsins beinir þeirri hvatn- ingu til lækna að þeir gæti ýtrustu hagsmuna sjúklinga sinna og eins fjárhagslegra hagsmuna þeirra sem greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna. í ályktun, sem samþykkt var á stjómarfundi Læknafélags Reykja- víkur 8. júlí 1991, kemur m.a. fram að læknum er að sjálfsögðu ljós sú þörf að gæta aðhalds og sparsemi í rekstri heilbrigðiskerfisins. Þar seg- ir ennfremur: „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð um greiðslu al- mannatrygginga á lyfjakostnaði. Þar em þau nýmæli helst, að almanna- tryggingar munu framvegis ekki taka þátt í greiðslu sýklalyfja, róandi lyfja og svefnlyfia, né ýmissa ann- arra lyfia, svo sem nef-, háls-, hósta- eða kveflyfia. Auk þess nær hver greiðsla einungis til lyfiaskammta f 60 daga, en ekki 90 eins og áður. Eflaust er það svo, að sá kostnaðar- auki fyrir sjúklinga, sem fylgir þess- um breytingum, er mörgum viðráð- anlegur. En sjúklingar, sem þurfa að nota nota lyf í ofangreindum lyfia- flokkum að staðaldri, verða fyrir út- gjaldaaukningu, sem beinlínis getur orðið þess valdandi að viðkomandi telur sig ekki hafa efni á ráðlagðri læknismeðferð. Þetta á einnig við um fiölskyldur þar sem fleiri fiöl- skyldumeðlimir þurfa þessara lyfia við.“ í ályktuninni er ennfremur sett fram sú von, að almenningi takist að efla kostnaðarvitund sína og leggi þannig sitt af mörkum til að nýta megi sem best þá fiármuni, sem heilbrigðiskerfið hefur yfir að ráða. jamsceypðn itf. 9^9^ AfpöiQi. lofidilað gnrfða stefodlkr. 477.621. a . j wnwi o Sorp af skemmti- rj feröaskipum U rekur í fjörur;| Daivíkinga ‘ fFaranaursgrindurp o Buroarbogar \ Margar mismunandi stærðir og gerðir.1 frá jflf -fcLp-CL á Ítalíu — skipstjórinn sektaður Fyrir skömmu fundu krakkar í vinnu- skólanum á Dalvík talsvert af rusli er þau vom að hreinsa fiörumar við bæ- inn. Stór haugur af drasli safnaðist, óeðlilega stór miðað við að krakkar úr Dalvíkurskóla hreinsuðu fiörumar í vor. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að talsverðum hluta af ruslinu hafði verið hent fyrir borð af skemmti- ferðaskipi, sem var á leið til Akureyrar. Meðal þess sem fannst voru eldheit ást- arbréf á þýsku, lyfiaglös, þýskar bók- menntir, dagbækur, matseðlar, upp- skriftir og vinnuföt kokks. Rannsóknarlögreglan á Akureyri var kvödd til og komst hún að þeirri niður- stöðu að sorpið hefði komið frá skemmtiferðaskipinu MS Arkona. Sýn- ishom af sorpinu voru síðan sýnd skip- stjóranum á MS Arkona, og viður- kenndi hann að sorpið væri þaðan komið, en tók jaíhframt fram að um einstakt tilfelli væri að ræða. Engu að síður var honum gert að greiða 40 þús- und krónur f sekt, samkvæmt reglu- gerð um vamir gegn mengun sjávar. Skipstjórinn greiddi sektina áður en skipið lét úr höfn á Akureyri. hiá-akureyri. D D Stórkostlegt úrval Festingar fyrir reiöhjól. Sérstakar festingar fyrir rennulausa bila. D D D D D Bogar og grindur fyrir rennulausa bíla. Bílavörubúbin Skeifunni 2 82944 Heildsala

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.