Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. júli 1991 I iminn 9 Úrvinda slökkvimenn. Þarna eru líka skógarhöggv- ararisar og gamlir olíujaxlar. Elstur er Ray Wadley, 65 ára, sem hefur eytt helmingi ævi sinnar sem slökkvistjóri við Flóann og hafði eiginlega ætl- að sér að flytjast til Seattle til að setjast í helgan stein. Nú hefur slökkvifysnin aftur náð tökum á honum þrátt fyrir að hann hafi brennt á sér þumal- inn á heitum málmi og tær hans séu sem stiknaðar. En hann segist hvergi annars staðar á jörðinni vilja vera. „Ég byrjaði að vinna við þetta 15 ára gamall og hef aldrei viljað gera neitt annað.“ Milljónamæringar að tveim árum liðn- um Mennirnir í búðunum vona innra með sér að enn haldi eldar áfram að brenna í Kúveit í tvö ár. Þar, sem þeir fá greitt fyrir hvern dag, myndu þeir þá fá eina milljón dollara í vas- ann, og að sjálfsögðu skatt- frjálst í Kúveit. En fyrir þau laun verða þeir að púia í 28 daga linnulaust í lífsfjandsam- legasta andrúmslofti jarðar- innar, áður en þeir mega taka sér hressingarleyfi, sem líka stendur í 28 daga. Að fríinu loknu verða þeir að halda aftur til baka til búð- anna, þar sem loftið er allt að því áþreifanlegt og gefur sig til kynna eins og olíugegnsósa baðmull. Það er ekki fyrr en að kvöldi dags sem skola má olíu- bragðinu niður með bjór eða viský í mötuneytinu, eina staðnum í Kúveit þar sem áfengisneysla er leyfð. Eldslökkvivatnið og matvæl- in eru flutt flugleiðis frá Dub- ai, þar sem enginn treystir matnum í Kúveit. Á grænmet- ið, sem kaupmenn frá vestur- hluta írans flytja inn í landið, hefur fallið svart regn úr reyk- skýjunum yfir Flóanum og einnig er álitið að kjötið sé mengað. Bedúínarnir verða skelfingu lostnir þegar þeir slátra fé sínu og finna svört lungu, gegnsýrð sótögnum og klístruð af olíuhúð. Hættulegasta svæð- ið er eftir Enn eiga slökkvimennirnir eftir erfiðasta hluta verks síns. Til þessa hafa mennirnir aðeins unn- ið í útjaðri Burkan-olíusvæðisins og þétt þar yfir eitt hundrað af auðveldlega aðgengilegum olíu- lindum. í sumar verða þeir að hætta sér inn að miðhluta olíu- svæðisins þar sem drynjandi eld- stormar ríkja og margar lindirnar bráðnaðar í svokallaða „hring- elda“. Risastórar lindirnar brenna ekki upp lóðrétt, heldur senda frá sér óútreiknanlega eldsloga í allar áttir. Badr el-Chaschti, yfirmaður öryggismála hjá Kúveiska olíufyr- irtækinu, undirbýr Bandaríkja- mennina fyrir elda, sem aldrei fyrr hefur orðið að fást við nokk- urs staðar. Hættulegastar eru þær lindir sem eru klæddar steypu- kápu og írakar hafa sprengt djúpt í jörðu. Við það mynduðust trekt- ir, sem eru fullar af Iogandi olíu. Milli borstaðanna bylgist olíu- sjór, sem þegar hefur fest við jörð á nokkrum stöðum vegna hitans. Undir honum liggja íraskar jarð- sprengjur og sprengihausar am- erískra dreifisprengja sem springa ekki í sandi. E.t.v. hjálpar í baráttunni gegn risaeldunum neðanjarðar slökkvi- aðferð, sem nýlega hefur verið reynd í fyrsta sinn og gaf góða raun. Samkvæmt henni voru bor- uð göt á hlið uppstreymispípanna og röri komið þar fyrir. Um það var dælt teygjanlegri blöndu úr köfnunarefni og gerviefni. Það safnaðist í klumpa, myndaði tappa og stýrði eldsúlunni í upp- streymispípunum. En þrátt fyrir fréttir af góðum árangri hefur jafnvel Larry Flak ískyggilega tilfinningu. Hann segir: „Við hættum lífi manna okkar við að slökkva þessa elda. Við gætum ekki gert það hraðar, jafnvel þó að við vildum." Essomót KA: HEIMAMENN SIGURSÆLIR Essomót KA fór fram á svæði fé- lagsins um síðustu helgi. Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið, og er það ætlað krökkum í 5. flokki, eða á aldrinum 11-12 ára. Mótið nýtur mikilla vinsælda, og að þessu sinni tóku 64 lið frá 23 félögum þátt í mótinu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Að vísu skyggði það nokkuð á gleð- ina að vísa varð a.m.k. 8 liðum frá, þar sem ekki var hægt að taka við fleiri liðum til keppni. Keppendur á mótinu voru um 800, en alls munu um 1000 manns hafa komið til Ak- ureyrar í tengslum við mótið. Auk knattspymunnar var keppt í bandí bæði á fimmtudags- og fóstudags- kvöld, og á laugardagskvöldið var haldið lokahóf í íþróttahöllinni þar sem verðlaun voru afhent og kepp- endum boðið uppá ýmis skemmti- atriði. Keppt var f fjórum flokkum á mót- inu, og var keppnin alls staðar æsi- spennandi. Gestgjafamir voru sig- ursælir á mótinu, sigmðu bæði í A- og D-flokkum, urðu í 3. sæti í flokki B-liða og í 4. sæti í flokki C-liða. A- lið KA sigraði sigraði A- lið Víkings með einu marki gegn engu í hörku- spennandi leik. í keppni B- liða sigraði Fylkir lið Þórs frá Akureyri með einu marki gegn engu. f keppni C-liða sigraði Austri lið Vík- ings með tveimur mörkum gegn einu. í flokki D-liða var keppt í ein- um riðli, og þar stóðu KA-menn efstir með 7 stig. Lokastaðan í mótinu varð þessi: A-lið C-lið 1. KA l.Austri 2. Víkingur 2. Víkingur 3. Þór 3. FH 4. Stjarnan 4. KA 5. Fylkir . 5. Þór 6. ÍA 6. KR 7. Haukar 7. Haukar 8. ÍR 8. ÍR 9. Breiðablik 9. ÍA 10. KR 10. Valur B-Iið D-lið 1. Fylkir 1. KA 2. Þór 2. Þór 3. KA 3. Víkingur 4. Víkingur 4. FH 5. Valur 5. Fylkir 6. ÍBK 7. KR 8. ÍA 9. Stjarnan 10. Þróttur hiá-akureyri. Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu: HASPENNTAR LOKAMÍNÚTUR FRAMLENGINGAR í VESTURBÆNUM — KR komst áfram ásamt Stjörnunni, Breiðabliki og Þór Leikur KR og Skagamanna á KR- vellinum í gærkvöld var æsispenn- andi. Skagamenn, sem eru í efsta sæti 2. deildar, gáfu toppliði 1. deildarliðs KR ekkert eftir og voru betri aðilinn í leiknum. Mörkin létu þó á sér standa, en KR-ingar fundu leiðina í markið eftir 115 mín. leik. Bjöm Rafnsson fékk fyrsta hættu- lega færi leiksins fyrir KR, en varn- armaður komst fyrir þrumuskot hans af stuttu færi. Stuttu síðar skaut Haraldur Ingólfsson framhjá í sannkölluðu dauðafæri. Haraldur var aftur á ferðinni stuttu fyrir hlé, en þá rann boltinn naumlega fram- hjá stönginni utanverðri. í síðari hálfleik skiptust liðin á um að sækja. Ólafur Adolfsson, varnar- maður ÍA bjargaði á síðustu stundu snemma í síðari hálfleik, nánast á marklínu og skömm'u síðar var mik- ið pat í vítateig KR og meðal annars small knötturinn í markstönginni. KR-ingar tóku völdin á miðjunni þegar líða tók á síðari hálfleik og á 75. mín. var Gunnar Oddsson mikill klaufi að skora ekki fyrir opnu marki. í fyrri hálfleik framlengingar átti Arnar Gunnlaugsson hættulegt skot framhjá og rétt fyrir hléið skaut Karl Þórðarson í samskeytin á KR-mark- inu. í síðari hálfleik framlengingarinnar fékk Sigurður Björgvinsson ákjós- anlegt tækifæri, en skaut framhjá af markteig þegar auðveldara virtist að skora. Það var síðan á 115. mín. að Gunnar Skúlason kom KR yfir og á 119. mín. bætti Heimir Guðjónsson öðru marki við, er hann komst einn í gegnum vörn ÍA, lék á Kristján markvörð og skoraði. Þar með komst KR í 8-liða úrslit keppninnar, en Skagamenn eru úr leik eftir góða baráttu. Blikar áfram Breiðabliksmenn unnu öruggan sigur á Víkingum í Kópavogi 2-0. Grétar Einarsson skoraði á 8. mín. og Arnar Grétarsson bætti öðru marki við á 24. mín. og þar við sat. Stjaman í stuði Stjörnumenn skora mikið um þessar mundir. í gærkvöld slógu þeir KA- menn út úr bikarkeppninni með 3-0 sigri. Valdimar Kristófers- son skoraði fyrsta markið á 75. mín. og Ingólfur Ingólfsson bætti síðan tveimur mörkum við. Vítaspymukeppni á Akureyri Á Akureyri áttu Þórsarar í höggi við Keflvíkinga. Júlíus Tryggvason mis- notaði vítaspyrnu fyrir Þór í fyrri hálfleik. Síðan var það Ásmundur Arnarson sem kom Þór yfir, en Júgó- slavinn Marko Tcinsic jafnaði fyrir ÍBK úr vítaspyrnu, 1-1. Hvorugu lið- inu tókst að skora í framlenging- unni og því varð að grípa til víta- spyrnukeppni. í henni reyndust Þórsarar sterkari 5-3. Leiftur áfram í fyrrakvöld komst Leiftur í 8-liða úrslit keppninnar með 5-3 sigri Þrótti Nes. í vítaspymukeppni. BL Akureyrarmótið í golfi: Björgvin og Jónína sigruðu með yfirburðum Björgvin Þorsteinsson átti glæsi- legt „comeback** á Akureyrarmót- inu í golfi sem fram fór um síð- ustu helgi. Björgvin lék 72 holur á 295 höggum og tryggði sér Ak- ureyrarmeistaratitilinn í níunda sinn. Þórleifur Karlsson varð í öðru sæti, lék á 304 höggum. Jónína Pálsdóttir sigraði örugg- lega í kvennaflokki á 352 höggum, og er þetta í annað sinn sem Jón- ína hlýtur Akureyrarmeistaratitil- inn. Jónína tók forystu strax á fyrsta degi, og dró heldur í sundur er leið á mótið. Af öðrum flokkum má nefna geysilega harða keppni í fyrsta flokki karla milli Ríkharðs Ríkharðssonar og Jóns Steindórs Árnasonar. Leikar fóru þannig aö Ríkharður sigraði á 318 höggum, en Jón Steindór lék á 320 höggum. Reyndar sögðu gárungarnir á golf- vellinum, að Ríkharður yrði Akur- eyrarmeistari á næsta ári, því fyrir tveimur árum vann hann þriðja flokkinn, í fyrra vann hann annan flokkinn, fyrsta flokkinn í ár, og því 3. Ragnar Steinbergsson 151 sjálfgefið að hann ynni meistara- 1. flokkur karla: flokkinn á næsta ári. 1. Ríkharður Ríkharðsson 318 Úrslit í einstökum flokkum urðu 2. Jón Steindór Árnason 320 þessi: 3. Kjartan Bragason 324 Meistaraflokkur karla: högg 1. flokkur kvenna: 1. Björgvin Þorsteinsson 295 1. Bergljót Borg 377 2. Þórleifur Karlsson 304 2. Patricia Ann Jónsson 396 3. Örn Arnarson 312 3. Guðný Óskarsdóttir 399 4. Viðar Þorsteinsson 315 2. flokkur karia: Meistaraflokkur kvenna: 1. Kristófer A. Einarsson 332 1. Jónína Pálsdóttir 352 2. Guðbjörn Garðarsson 347 2. Halla B. Arnardóttir 381 3. Sævar Jónatansson 350 3. Erla Adolfsdóttir 384 2. flokkur kvenna: 4. Áslaug Ó. Stefánsdóttir 395 1. Ingibjörg H. Stefánsdóttir 422 Unglingaflokkun 2. Rósa Gunnarsdóttir 428 1. Birgir Haraldsson 390 3. Aðalheiður Guðmundsd. 436 3. flokkur karla: 2. Ómar Halldórsson 359 1. Pétur H. Sigurðsson 347 öldungaflokkur án forgjafar: 2. Hörður Þórleifsson 365 1. Guðjón E. Jónsson 354 3. Arnar Birgisson 372 2. Ragnar Steinbergsson 372 4. flokkur karla: 3. Árni Björn Árnason 379 1. Friðrik E. Sigþórsson 378 Öldungaflokkur með forgjöf: 2. Stefán M. Jónsson 380 1. Árni Björn Árnason 147 3. Einar Jóhannsson 386 2. Guðjón E. Jónsson 149 hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.