Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 ^f)ármáleru°kkarfa9! RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR © UHWBREHWnSKIPn Halnarhusinu v Tryggvogotu, SAMVINNUBANKANS S 28822 - • SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688S68 Ókeypis auglýsingar fyrir einstakiinga SIMI 91-676-444 TVÖFALDUR1. vinningur IJj njtiixu FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1991 Ríkisstjórnin ætlar að skera niður af fullri hörku. Davíð Oddsson sakar fyrri stjórn um að hafa blekkt almenning um stöðu atvinnulífsins. Steingrímur Hermannsson segir: Veit ekki í hvaða gler- kúlu Davíð hefur verið Forsætísráðherra, Davíð Oddsson, segir að ríkisstjórnin ætíi að skera niður og spara af fuliri hörku. Hann segir stefna í að halli á fjárlögum á næsta ári nemi á þriðja tug milljarða, en hann skuli skorinn niður í fímm. Ráðherrum hefur verið gert að spara hver í sínu ráðuneyti. Forsætísráðherra segir stöðu ríkisfjármála enn verri en menn hafí leyft sér að vona. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir ríkisbúið að verða gjaldþrota. Hann segir og að síðasta ríkisstjórn hafí ekki haft bolmagn til að Davíð fullyrti og að atvinnulífið í heild hafi á síðasta ári verið rekið á núlli. Það þyki aðeins góð útkoma þegar miðað er við fyrri hallæri. í raun hafi ríkisstjómin aðeins tekið erlend lán, sem nú folli á ríkið, en atvinnulífið hafi ekki skilað neinum arði. Tíminn bar þessar ásakanir undir Steingrím Hermannsson, fyrrver- andi forsætisráðherra. Hann segir: „Þetta er náttúrlega fáránlegt. í fyrsta Iagi hefúr engri skýrslu verið stungið undir stól, eða upplýsing- um haldið leyndum. Flestar eða all- ar hafa þær verið lagðar fram í ríkis- stjóm og viðkomandi ráðherra fjall- að'um þær. Þá hafa vitaskuld og sér- staklega viðkomandi stofnanir Qallað um allar skýrslur. Við höfð- um það ekki fyrir sið að skipa Byggðastofhun eða Framkvæmda- sjóði fyrir, eins og forsætisráðherra takast á viö þann vanda. Enn hefur ekki fengist uppgefið hvar ríkisstjómin ætlar að beita hnífnum. Má þó leiða að því líkum að það verði helst í fjárfrekustu ráðuneytunum, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, félagsmála- ráðuneytinu og menntamálaráðu- neytinu. Davíð Oddsson fullyrti í gær að at- vinnulífið hafi verið á fallanda fæti í tíð síðustu ríkisstjómar — og hún hefði vitað það, en þagað um það. Hún hefði rætt skýrslu um slæma stöðu fiskeldisins sl. haust, slæma stöðu Álafoss í janúar sl., slæma stöðu rækjuvinnslunnar á útmán- uðum og slæma stöðu SR. Ríkis- stjómin hafi vitað hvert stefndi, ekkert gert og haldið upplýsingun- um leyndum. Davíð fékkst ekki til að svara spumingum um þátt sam- starfsmanna hans í Alþýðuflokkn- um í feluleiknum. leyfir sér að gera. Við treystum á að sjálfstæðar stjómir þessara stofn- ana tækju skynsamlegar ákvarðan- ir. Laxeldið hefur að sjálfsögðu fyrst og fremst verið á borði Byggða- stofhunar og Framkvæmdasjóðs. Við fengum að fylgjast með þeim málum, en við stjómuðum þeim ekki. SR var fyrst og fremst á borði sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ás- grímssonar. í tengslum við lánsfjár- lög vom lagðar fram á Alþingi ákveðnar tillögur sem um aðstoð við þær í anda þess sem þessi ríkis- sjóm ætlar að gera. Ég trúi því ekki að það hafi forið framhjá nokkmm manni. Ég veit ekki í hvaða gler- kúlu forsætisráðherra hefur verið þá. Alafoss var til stöðugrar meðferðar hjá þeim stofnunum sem lánuðu fyrirtækinu, Framkvæmdasjóði, At- vinnutryggingasjóði, Byggðastofn- un og Landsbankanum. Sá maður, sem mest kom að Álafossmálinu, var að sjálfsögðu iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson. Mér þykir skrítið ef Davíð hefúr verið leyndur öllu hans starfi. Þetta er nú alger firra. Það er náttúrlega ótrúlegt ef kratamir hafa ekki upplýst blessaðan manninn um stöðuna. Þá vil ég vekja athygli á því að fjöl- mörg fyrirtæki birta nú í ársreikn- ingum sínum stórkostlega betri af- komu en á fyrra ári. Ég minni á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem aldrei hefur skilað eins miklu. Kaupfélögin komu út með 700 milljóna króna betri afkomu. Flug- leiðir og Eimskip og Sambandið. Á landsbyggðinni kveður alls staðar við það sama, að síðasta ár með lít- illi verðbólgu og lágum vöxtum hafi verið besta árið sem fyrirtækin hafa notið lengi. Vitaskuld má kippa grundvellinum undan þeim með því að hækka vextina og koma verð- bólgunni af stað. Þetta sannar það enn einu sinni að góð afkoma er ekki síst háð því að ríkisstjómin treysti þann grundvöll, seni fyrir- tækin þurfa að standa á. Ásakanir forsætisráðherra em alger firra og ég vísa þeim alfarið á bug,“ segir Steingrímur Hermannsson. -aá. Óðir hundar legajast á fé í ofanverðum Hrunamannahreppi. Umtaísvert tjón hjá nokkrum bændum: 35 lömb dauðbitin, 15 tætt og limlest Bændur á þremur bæjum í ofanverðum Hraunamannahreppi í Ár- nessýslu hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni, en síðustu daga hafa fundist í heimahögum 35 lömb dauðbitín eftír hunda. Þessu til við- bótar eru um 15 lömb limlest og tætt. Að sögn Lofts Þorsteinssonar, odd- vita Hrunamanna, er um þrjá hunda að ræða sem drepið hafa og limlest féð. Tveir þeirra hefðu nú náðst, en þeim hefði tafarlaust verið lógað þeg- ar höndum var á þá fest. Gróft áætlað er tjón vegna þessa rúmlega 300 þús- und krónur. Það eru bændur í Skip- holti 1 og 3 og á Kotlaugum, sem hafa misst fé í kjafta varga þessara, en auk þess eru nokkrar kindur frá Skolla- gróf og Haukholtum illa famar. Það var síðastliðið miðvikudags- kvöld sem þessa varð fyrst vart Bændur í Skipholti voru að smala í heimahögum þegar þeir sáu þrjá hunda í fénu. Hundamir höfðu þetta kvöld farið víða um nágrennið og lagst á fé. Sigurður Jónsson bóndi í Skollagróf gat borið kennsl á tvo hundana. Þeir náðust, sem fyrr segir, og var þeim tafarlaust lógað. Þetta vom skotablendingar í eigu bónda, sem býr talsvert fjarri bæjunum sem bitna féð var frá. Þriðja hundsins er enn leitað. Hann er stór og svartur, með hvítt lauf á nefinu og sömu teg- undar og hinir tveir. „Komi ekki upplýsingar um þennan eftirlýsta hund, mun Sigurður í Skollagróf ferðast á bæi og reyna að bera kennsl á hann. Það er nauðsyn- legt að uppræta ófögnuð sem þenn- an, með því að lóga hundinum, enda trúi ég því ekki að neinn hafi hug á að eiga dýr eins og hér eiga hlut að máli,“ sagði Loftur Þorsteinsson odd- viti í samtali við Tímann í gær. „Framhald málsins er mjög ófagurt. í Skipholti og á Kotlaugum hafa fundist 35 lömb dauðbítin, auk 15 lamba til viðbótar, sem hafa fundist á lífi, en em illa leikin. Sum þeirra lifa, en önnur ekki. Þá em nokkur lömb frá Skollagróf og Haukholtum und- anflæmd og eins vantar undir ær nokkur lömb. Hvað um þau hefúr orðið veit enginn. Tjón eins og þetta kemur seint að fúllu fram," sagði Loftur ennfremur. Hvað varðar bætur til þolenda í þessu tilviki, er það eigandi hundsins sem er skaðabótaskyldur. Loftur sagði að bóndinn, sem á hina óðu hunda, hefði á sínum tíma keypt hjá tryggingafélagi sérstakan bænda- pakka og þar væm meðal annars innifaldar skaðabætur til þolenda f tilviki eins og þessu. Hjá Vátrygg- ingafélagi íslands fengust þær upp- lýsingar að þolandinn yrði að leggja inn bótakröfu sér til handa og hún yrði síðan skoðuð á gmndvelli ís- lensks réttarfars og laga. Bætur á sauðfé miðuðust við upphæðir sem Framleiðnisjóður gæfi upp. Ef miðað er við þær greiðslur, sem nú em í gangi vegna fækkunar sauðfjár, má áætla að tjónið nemi rúmlega 300 þúsund krónum. Sé meðalfallþungi dilks 15 kg, greiðsla fyrir hvert kíló 600 kr. og lömbin 35 talsins, gerir það 315 þúsund krónur. Þá má og búast við að fleiri lömb drepist af sár- um sínum á næstunni og það hækk- ar þessu tölu enn frekar. -sbs, Selfossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.