Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.07.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 11. júlí 1991 Allir bandarísku olíueldslökkvi- mennirnir geta gert sér vonir um að verða milljónamæring- ar, í dollurum talið. En vinnan er líka lífshættu- leg. í suðurhluta Kúveit, rétt við landamæraborgina Khafji í Saúdí- Arabíu, breiðir úr sér vít- isolíupyttur úr brennisteini og eldi, þar sem heitur vindurinn máir út fótsporin í sandinum eins og kertaloga. Ógnverkjandi, titrandi roði hrukkar sjóndeildarhringinn. Eldsveppir frá brennandi olíu- lindum hrannast upp á daufleg- an, grásvartan himininn og svo virðist sem hafi slokknað á sól- inni á daginn og stjömunum um nætur. Hér, meðfram strönd Persaflóa, teygir sig til lofts, kílómetra- langt og eins metra hátt, það sem í eina tíð var hraðbraut. Kveikt í hráolíunni í hita stríðsins íraskir byltingarverðir hafa rifið veginn upp með stórvirkum vinnuvélum og gert úr honum eins konar víggirðingu. Tjöm- lagður sléttur flötur teygir sig frá rústalandslaginu út í eyði- mörkina. Innan um liggja brotnar pípur sem nú, meira en þrem mánuðum eftir lok Flóa- stríðsins, gefa mynd af því sem hrapallegri sjálfvirkri eyðilegg- ingu. Það átti að gera hraðbrautina ófæra skriðdrekum og kveikja í hráolíunni, sem var dælt um leiðslurnar í eyðimörkinni, og þar með breyta veginum í eldhaf fyrir framsókn bandamanna. Hins vegar eyðilögðu Banda- ríkjamenn áætlun íraka á sinn hátt. Þeir vörpuðu napalmi á ol- íupollana og kveiktu í. Nú þekur hvít, froðulík skorpa — napalm- leifar — jarðbiksflötinn. Óð stríðsvél og æðisverk ein- ræðisherra hafa breytt fursta- dæminu Kúveit, sem fyrir að- eins einu ári var eitt ríkasta land veraldar, í furðuland elda og eyðileggingar. Enginn getur lengur trúað að fortíðin með öllum sínum munaði, markaði á notuðum Ferrari- bílum og demantaskreyttum bílalykla- hengjum, eigi sér afturkvæmt. Víggirt borg slökkvi- manna Upphafsstaður svarta gullsins frá Kúveit var olíuborgin Ahm- adi, sem er í jaðri Burkan-olíu- svæðisins. Það er stærst af sjö olíusvæðum Kúveits og þar brennur nú olíuforði, sem að magni er einum og hálfum sinnum meiri en bandarískar ol- íubirgðir, þ.m.t. þær sem er að finna í Alaska. Á degi hverjum verða allt að því ein milljón tonna af hráolíu í Kúveit eldi að bráð — það gerir tap upp á meira en 1000 dollara á sek- Bedúínamir verða skelfingu lostnlr þegar þeir slátra fé sínu og finna lungun, svört, full af sóti og samanklístruö af olíu. Olíueldarnir í Kúveit loga ennþá glatt: Slökkvistarf erfitt og hættulegt vakið óþægilega athygli þegar hann lýsti yfir vantrausti á ír- anska olíutæknimenn til allra hluta. Hann sagði að þeir gætu „í mesta lagi slökkt í nokkrum hlandpollum" heima í fran. Og Raymond Henry, varaforstjóri Red Adair Company í Ahmadi, hefur svipað álit á Kínverjum. Þegar fullyrt var í Kúveit-borg að kommúnísku slökkvimenn- irnir frá Kína myndu hraða sér til aðstoðar, flýtti hann sér að fullyrða: „Þeir þurfa þrjá til fjóra mánuði á hverja olíulind." Það er vissulega ekki mál eld- varnarmannanna að setja út á pólitíska ákvörðun sem kú- veiska ríkisstjórnin verður að taka. En í Kúveit-borg vita allir að Saad el- Sabbah fursti, krón- Slökkvimennirnir taka niður borhaus. úndu. 100.000 tonn af sóti svífa við það hvern dag út í andrúms- loftið. í Ahmadi bjuggu fyrir upphaf Flóastríðsins 25.000 olíuverka- menn. En nú standa flest húsin auð og pálmarnir í forgörðum þeirra eru skrælnaðir. Það mætti halda að Ahmadi búi yfir hræðilegum leyndardómi. Her- menn hafa sett upp vegartálma við aðkeyrsluna að borginni, al- setta vélbyssum. Olíutunnur og leifar af íröskum loftvarnabyss- um gegna hlutverki víggirðinga. Það kemur ekki á óvart að yfir- maðurinn á staðnum hefur í bfi- skúrnum sínum skriðdreka af gerðinni T-72, herfang. Yfir- maðurinn er Larry Flak, 35 ára, sem samræmir slökkvistarf ol- íueldafyrirtækisins Red Adair Company, Boots & Coots og Wild Welí í Texas annars vegar og kanadíska verktakafyrirtæk- isins Safety Boss hins vegar. Flak verður að vera aðgætinn. Það er ekki langt síðan hann náði í íraska hermenn úr loft- varnabyrgi úti í olíuflóanum, sem breiðist út um Burkan-ol- íusvæðið rétt við bakdyr borgar- innar. Bandarísku slökkvi- mennimir gagnrýndir Slökkvimennimir frá Norður- Ameríku hafa oft orðið fyrir gagnrýni upp á síðkastið. Þeim er núið um nasir að vilja við- halda óþverralegri einokun, vís- vitandi og laumulega, og að standa í stríði um brennandi ol- íuna við erlenda keppinauta. Einu sinni hefur Larry Flak prins og forsætisráðherra end- urgeldur bandarískum frelsur- um sínum með einokun á kú- veisku endurreisnarstarfi. En enginn deilir um þann kjark og persónulegt vinnuframlag sem slökkvimennirnir sýna í viður- eign sinni við eldspýjandi bor- holur. Erfítt og lífshættu- legt starf Það er ekki einu sinni svo að hættulegasta vinnan sé að leggja eld að sprengiefnahylkj- unum sem er komið fyrir í 1000 gráðu heitum eldbrunn- unum og sprengd með fjar- stýringu. Yfirþrýstingurinn, sem myndast við það, slekkur villta logana. Enn verra fyrir mennina er það sem þá gerist. Þeir verða að stöðva olíuna sem nú gus- ast út um borhausinn. Þrýst- ingurinn, sem rekur hana upp, er 200 bar, 120 sinnum meiri en í bíldekki. Með allt að sjö metra hraða á sekúndu þýtur olían 20 húshæðir í loft upp og fellur þá aftur niður á verkamennina. Til að loka olíuholunum verða mennirnir að dæla blöndu af leðju, vatni og se- menti ofan í holuna. Þá verða þeir að fjarlægja borhausinn, eða það sem er eftir af honum. Síðan verða þeir að tilkynna þvermál holunnar svo að unnt sé að smíða nýja ventla í Ahm- adi til að loka borholunni. Það þarf ekki meira en neista frá vinnunni til að kveikja í svörtu efninu — og olíumönnunum við borhausinn um leið. Bandarísku eldvarnamenn- irnir nefna þetta „háþrýstings- blikksmíði". Þeim er umfram allt illa við gastegundirnar sem þjóta upp með olíunni, en varla nokkur einasti þeirra ber öndunargrímu. Allir nota þeir þó eyrnatappa til að geta af- borið óþolandi hávaðann úr drynjandi holunum. Þeir geta ekki gert sig skiljanlegan hver öðrum við vinnuna, heyra hvorki viðvörunaróp né í skriðhjólaskrímslunum sem eru á hælunum á þeim. Til samanburðar er starfið tiltölulega einfalt þegar lok- arnir á olíuspúandi borholu eru í heilu lagi. Mennirnir skrúfa einfaldlega fyrir þá með verkfærum, sem ekki eru úr málmi til að ekki verði neista- flug. Oft nægir líka að þrýsta for og sementi í stigpípuna, olían freyðir þá áfram úr hinni og þrýstingurinn minnkar þar fljótlega. í Ahmadi er þessi að- ferð kölluð, eins og hjá hern- aðarsérfræðingum, „circulat- ed kill“. Geysilegt vatnsmagn þarf til kælingar En sama er hverri þessara að- ferða er beitt, aðalvandamálið er alltaf það sama. Það verður að dæla óhemju ósköpum af sjóvatni um leiðslur í nánd við eldana, svo að slökkvislöngur geti kælt sjóðheita jörðina, efni sem unnið er með og starfsmennina. Larry Flak er þó farið að verða betur ágengt. Mennirnir hafa búið til lón í eyðimerkur- sandinum, um 50 metra löng og fjögurra metra djúp. Til að koma í veg fyrir að vatnið sígi jafnóðum niður í jarðveginn breiða aðstoðarmenn frá Fil- ippseyjum gerviefnaábreiður í lónin. Það er ekki nema þar sem harður saltjarðvegur er fyrir að hægt er að láta gervi- fóðrunina eiga sig. Á verönd mötuneytisins í Ahmadi- búðunum sitja að borðum ungir menn, sem hófu störf á borsvæðum sem „roughnecks" og „drillers". Sumir flatmaga í ruggustólum og móka í gróðurhúsaloftslag- inu, sem gerir allar hreyfingar gagnslausar og þungar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.