Tíminn - 13.07.1991, Síða 3

Tíminn - 13.07.1991, Síða 3
Laugardagur 13. júlf 1991 Tl mlnn 3 Ríkið býðst tii að kaupa fullvirðisrétt: Hvetur ríkió til ofbeitar búfjár? Skoðanir bænda eru skiptar um það hvort tilboð ríkisins um kaup á fullyrðisrétti leiði til aukinnar beitar á afréttum. Landgræðslustjórí segir að þetta verði til þess að þau bú, sem eftir standi, verði lífvæn- legri. Ráðunautur Búnaðarfélagsins segir að víst sé að skoríð verði niður um 55.000 fjár í haust og greiðslur vegna þess muni nema að hámarki um 800 milljónum. Nýlega birtist í búnaðarblaðinu Frey harkaleg gagnrýni á tilboð ríkisins um kaup á fullvirðisrétti út frá beitarleg- um sjónarmiðum. Þar kemur fram að ríkið hefúr gert bændum tilboð um kaup á fullvirðisrétti, sem gildir til 31. ágúst næstkomandi. Þar býðst ríkið til að greiða 5000 kr. fyrir hverja sauð- kind innan fullvirðisréttar, ef fargað er öllum stofninum, en 3500 kr. ef hluta af stofninum er fargað. Þessu er fund- ið það til foráttu að þetta hafi slæm áhrif á beit Það er skýrt með því að betra sé að sauðfé skiptist á margar jarðir en fáar. Með þessu tilboði ríkis- ins er því, að áliti greinarhöfundar, verið að stuðla að ofbeit, þar sem fjár- margir bændur eigi eftir sem áður margt fé, en hi. ir, sem megi sín lítils í beitarmálum, týni tölunni. Hann segir að þau eigi hins vegar ekki við rök að styðjast. Það segir hann skýrast af því að með tilboði ríkisins fari fram eins konar grisjun óhag- kvæmra búa, en þau hagkvæmari verði lífvænlegri. Hann segir að beit verði vitaskuld minni, svari bændur þessu tilboði. Um ástand afrétta segir Sveinn að þar sé enn mjög þurrt og megi lítið út af bera með vind til að jarðvegsfok verði. BÆNDUR HVATTIR TIL AÐ HÆTTA „Það er ýmislegt til í því, sem Bjöm segir, því ef beitarálagi er dreift minnkar hættan á ofbeit," segir Jón Vikar Jónsson, ráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands. Jón segir að bak við tilboð ríkisins sé verið að hvetja bændur til að hætta alveg búskap, og þá sérstaklega þá sem hafa hugsað sér til hreyfings. Hann segir Bjöm kjósa að horía fram hjá því og þetta sé skoð- un hans. Jón segir að kaup á fullyrðis- rétti séu misjöfn eftir landshlutum. Hann segir tilboð ríkisins felast í því að kaupa allt að 3700 tonn af kjöt- framleiðslunni. Hann álítur að það hafi ekki getað náðst, því magnið sé svo mikið. Jón segir að í haust muni eiga sér stað ákveðin skerðing á rétti eftir framleiðslusvæðum. Heildarskerðing- in þá á að nema 900 tonnum skilyrðis- laust. Jón segir að greiðslur til þeirra, sem svara tilboðinu, komi til fram- kvæmda á næsta ári. Jóni sýnist að á bak við þessi 900 tonn séu um 55.000 fjár Sé reiknað með að um 600 kr. fáist fyrir hvert kíló og bætur fáist þar að auki fyrir hverja kind, má því að há- marki reikna með að ríkið þurfi að greiða rúmar 800 milljónir kr. fyrir þennan fullvirðisrétt. -HÞ Steingrímur formaður biaðstjórnar Á aðalfundl blaðstjómar Tím- ans, sem haldinn var I gær, var Steingrímur Hermannsson kos- inn formaður stjómarinnar. Guðmundur Bjamason alþing- ismaður vék úr stjóminni, að elgin ósk, og var samþykkt að Steingrímur tæki sæti bans, Var hann síðan kosinn formaður einróma. Fráfarandi formaður, Jón Kristjánsson alþingismaður, sit- ur áfram í stjóminni. í sögu flokks og bíaðs hefur það lengstum tíðkast að formað- ur Framsóknarflokksíns hefur Steingrímur Hermannsson jafnframt gegnt formennsku f útgáfustjóm Tímans. Um nokk- um ára skeið hefur annar hátt- ur verið hafður á, en nú er aftur komin sú tið að sami maður gegnir formennsku Framsókn- arflokksins og blaðstjómar Tfm- ans. Gúmmívinnslan hf. á Akureyri: SUMAR í RÉTTARHVAMMI Fyrir skömmu hlaut Gúmmrvinnslan hf. á Akureyri viðurkenningu Norræns um- hverfisárs fyrir braubyðjendastarf í end- urvinnslu. I tilefni þess verður sýningin „Sumar í Réttarhvammi" haldin dagana 6.-7. júb'kL 13-16. í fréttatilkynningu frá Gúmmívinnslunni segir að almenningi gefist kostur á að skoða fyrirtækið og glæsilegt sýningar- svæði þar sem framleiðsluvörur Gúmmí- vinnslunnar verða til sýnis. Fyrirtækið framleiðir m.a. utanhússgólfefhið GV-reit- inn og gúmmímottur, sem nota má Ld. í bása, skip, á vinnustaði og sem dyramott- ur. Einnig verða til sýnis garðhúsgögn og leiktæki frá Höldi s.f. og Nissan-jeppar frá Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarsson- ar, og bömum verður boðið á hestbak. Gúmmívinnslan hf. er til húsa í Réttar- hvammi 1, þ.e. við afleggjarann að Skíða- hótelinu, og síminn þar er 26776. hiá-akureyri. Á EKKIVIÐ RÖKAÐ STYÐJAST Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segist hafa heyrt þessi sjónarmið. Vegna ferðalaga landsmanna innanlands sem utan: FÍB MEÐ AUKNA ÞJÓNUSTU Nú er tími ferðalaga og því vill Fé- lag íslenskra bifreiðaeigenda vekja athygli á aukinni þjónustu. Félags- menn, sem hyggjast ferðast í eigin bíl eða bflaleigubíl erlendis, geta fengið ráðgjöf og leiðbeiningar við skipulagningu ferðarinnar, ásamt nytsömum ferðagögnum. Má þar nefna kort og leiðabækur sem erlend félög bifreiðaeigenda gefa út, tjaldbúðaskírteini og al- þjóða ökuskírteini sem fást á skrif- stofu félagsins. Aðild FIB að Alþjóða ferðasamtök- um bifreiðaeigenda (AIT) tryggir fé- lagsmönnum margvíslega þjónustu og neyðarhjálp. Aðstoð ferðaráðgjafa er án endur- gjalds fyrir FÍB-félaga og ferðagögn- in fá þeir á félagsverði. m Skútuvogi 10a - Sími 686700 IFYRSTA SÆTI ÞRJÚÁRÍRÖÐ í FÖDURLANDIJEPPANNA ERU MENN EKKIIVAFAI • • • íþrjú ár í röð hefur hið heimsþekkta bíiabiað FOUR WHEELER metið að bestu og hagkvœmustu kaupin í 5 dyra jeppum séu /' isuzu Trooper, af 10 sem blaðið prófaði. isuzu Trooper er nú mest seldi erlendi jeppinn í Bandaríkjunum. Reynslan afþessum bíl hériendis er frábœr, enda koma hingað bílablaðamenn frá mörgum löndum Evrópu til þess að prófa hann í umhverfi sem á við hann. Isuzu Trooper er ekki bara góðs fólksbíls. jeppi, hann hefur líka alla eiginleika Komdu með fjölskylduna með þér til okkar og reynsluaktu þessum trábœra bíl, sem menn meta svo mlkils í föðurtandl jeppanna! Verð á þessum frábœru bílum er aðeins frá 2.075.000 kr. fyrir 5 dyra bíl (sfaðgreiðsluverð). BÚNAÐUR ER MEÐAL ANNARS: Zólogl 15 haaHmlkilog spameylin bensinvél með belnnl innspýtlngu eða 2,81 100 ha dlseM með lorplöppu og beM innspýtingu • Aflsiýrt • Mhemiat með lœsingavara • Framdriísiokur • Iregðulœsing á arturdriS • Samkssing áhutðum • Ratdritnar rúðuvindut • Sporrieigut • Ralhltuð Iramsaeli • Úlvarp með segulbandi • Háþrýstpvothjr lyrir dðaHjós • Dagljósabúnaður. NÚ EINNIG FÁANLEGIR SJÁLFSKIPTIR ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ. ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 OG 674300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.