Tíminn - 13.07.1991, Page 13

Tíminn - 13.07.1991, Page 13
Tíminn 25 Lauqardagur 13. júlí 1991 M ——li< REYKJAUIK Fjallabaksleið nyrðri - 1 Landmannalaufiar - Eldajá Sumarferð Revkjavíkverður farin n.k. Lafifverðuraf stað frá BSÍ kl. 8.00. Reykiavíkur aftur ki. FarsíaW er kr. 2600 fyrir fullorðna en kr. l4oofyrirbðrnyngri en 12 ára. Nánari ferðaíilhðgun auslýst Allar nánari upplýsinfiar á skrifstofu fiokksins í sima 624480« Steingrímur Guömundur Vaigeröur Jóhannes Geir Fundarferðir formanns Fram- sóknarflokksins Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, verð- ur ásamt þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra á ferð í kjör- dæminu dagana 17.-19. júlí. Haldnir verða fundir með trúnaðar- mönnum flokksins á Húsavík miðvikudaginn 17. júlí kl. 20.30 og á Akureyri föstudaginn 19. júlí kl. 17.00. Allar frekari upplýsingar veitir flokksskrifstofan, simi 624480. Fundarferðir formanns (önnur kjördæmi verða auglýstar síðar. Framsóknarflokkurinn Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1991 Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí sl., en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel- unnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru hvattir til að gera skil eigi siðar en 5. ágúst. Það er enn tækifæri til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks- ins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða I síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn. Þórsmerkurferð SUF/FUF-Suðurlandi Farið verður I Þórsmörk helgina 12.-14. júlí. Dagskrá: Grillveisla SUF Fjöldasöngur Leikþættimir: Denni og Dóri stofna björgunarsveit og Davið ( þokunni. Enn er pláss fyrir nokkra áhættuleikara. Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna og taka þátt i þessari stór- skemmtilegu ferð. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Önnu (sima 624480 eða til Sig- urðar í sima 98-34691 (á kvöldin). Undirbúningsnefnd 5. landsþing LFK 5. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið í Reykjavík 4.-5. október n.k. Nánar auglýst síðar. Konur eru hvattar til að taka þessa daga frá. Framkvæmdastjóm LFK. SPEGILL Bjuggu í sömu blokk í mörg ár og vissu ekki af hvorri annarri: Og voru systur! í fjöldamörg ár höfðu systumar Doreen Maurice og Colleen Johansen búið í sömu blokk og gengið fram hjá hvor annarri án þess að hafa hugmynd um að þær væru nokkuð skyldar. Það var svo fyrir stuttu að Doreen loks hitti Colleen og sá að hún hafði fundið löngu týnda systur sína. „Þegar ég sá Coile- en sagði ég „Guð minn góður, þetta ert þú!“ og við föðmuð- umst,“ segir Doreen. Dóttir Colleen hafði oft minnst á það við móður sína hve nágrannakona þessi væri lík ömmu sinni. Colleen segist ekki hafa haft nokkum grun um að Doreen væri systir hennar. „Hún er lif- andi eftirmynd móður okkar. Þegar ég sá hana fyrst fannst mér eins og móðir mín væri risin upp frá dauðum." Jafnvel þótt dætur þeirra hefðu kynnst á unga aldri og væru góðar vinkonur höfðu mæðumar ekki gmn um að þær væm jafn mikið skyldar og raun bar vitni um. Doreen, sem var sett í fóstur þegar hún var 5 mánaða gömul, hafði mikinn áhuga á að finna raunvemlega fjöl- skyldu sína. Eftir margra ára leit fékk hún að sjá fæðingar- vottorð móður sinn- ar. Doreen og dóttir hennar fundu loks út að hún byggi á elliheimili. Þegar þær komu þangað fengu þær að vita að hún hefði dáið árið 1989. Doreen ætlaði að gefast upp á leit sinni að fjölskyldu sinni, en dóttir hennar fékk hana til að halda henni áfram. Hjá útfarar- stofnuninni, sem sá um jarðarför móð- urinnar, fengu þær mæðgur þær upp- lýsingar að móðirin hefði átt dóttur að nafni Colleen. Dore- en fékk símanúmerið hennar. Dóttir Doreen hringdi svo. Hún talaði við dóttur Colleen og þegar þær uppgötvuðu að mæður þeirra byggju í sama húsi var ekki eftir neinu að bíða, Doreen hljóp upp á næstu hæð og þar urðu fagnaðarfundir hjá þeim systmm. Komið hefur í ljós að margt er líkt í lífshlaupi þeirra. Báðar áttu fjórar dætur, höfðu gifst alkóhól- istum og unnu við ræstingar. Núna vilja þær eyða sem mestum tíma saman til að vinna upp hin glötuðu ár. „Við viljum eyða öll- um þeim tíma, sem við getum, saman og kynnast vel, því við höfum misst svo mörg ár,“ segja þessar hamingjusömu systur. Doreen og Colleen bjuggu í sama húsi í mörg ár án | af hvor annarri. : að vrta Nýi maður- inn í lífi Jade Jaggei Jade Jagger, dóttir rokkarans fræga Micks Jagger, hefur nú snúið sér að samböndum við eldri menn. Jade er 20 ára, en hefur undanfarið sést í fylgd með manni á miðjum aldri. Eng- inn veit nákvæmlega skil á manninum og gengur hann undir nafninu Dularfulli maður- inn. Þau Jade sáust nýverið sam- an úti á svölum í íbúð hennar í London. Þar voru þau að tala saman í rúmlega hálftíma og héldu síðan af stað í verslunar- leiðangur. Farið var í næstu tískuverslanir og einnig í bóka- búðir og forngripaverslanir. Jade leit út fyrir að vera mjög ham- ingjusöm og upptekin af öllu því sem Dularfulli maðurinn hafði við hana að segja. Jade Jagger og Dularfulli maðurínn í verslunaríeiðangrí.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.