Tíminn - 13.07.1991, Page 16

Tíminn - 13.07.1991, Page 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogotu, S 28822 s Jjjármáleruokkarfa9! © IIHBflBRÉmMWSKim SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRALTT 18, SlMI: 688568 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga 1 91 SIMI -676-444 Hnilnn LAUGARDAGUR13. JÚLf 1991 hann kominn í fjórhióladrif sem trygeir öruv. hann kominn ífjórhjóladrif sem tryggir öruggan akstur. Einfaldara getur það ekki verið. 1,2 lítra sprœk fjölventla vél, í senn aflmikil og sparneytin. Tölvustýrð stiglaus sjálfskipting. Ein sú fullkomnasta sinnar tegundar. Skemmtilega léttur og lipur innanbœjar, öruggur og mjúkur á mölinni. Fullkomin sjálfstœð gormafjöðrun á hverju hjóli. Sparneytin. Merkið tryggir gœðin. Sýning um helgina kl. 14-17 Verið velkomin Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 Ferðamájaráðstefna á Hótel Örk í haust: Opin áhugafólki um ferðamál Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs verður haldin á Hótel Örk, Hveragerði, dagana 10. og 11. október næstkomandi. Ferðamálaráðstefnan er opin öllu áhugafólki um ferðamál og hefur að- sókn að henni aukist mikið á undanför- um árum, samfara miklum vexti ferða- þjónustunnar. Halldór Blöndal samgönguráðherra setur ráðstefnuna kl. 10:00 fimmtudag- inn 10. okL Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra flytur erindi um ferðaþjónustu og umhverfismál. Dr. Klaus Lukas, ferðamálastjóri Austurríkis, ræðir um breytingar á ferðaþjónustu í Evrópu inn- an EFTA og EB. Auk þess talar Helgi Jó- hannsson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa, um ferðaþjónustu utan háannatíma. Þessi aðalumræðuefni verða síðan rædd í hópum. Að því loknu fara fram al- mennar umræður um ferðamál og af- greiddar verða ályktanir ferðamálaráð- stefnunnar. -SIS Listahátíð í Hafnarfirði lýkur um helgina: Höggmyndagarð- ur vígður Listahátíð í Hafnarfirði 1991 lýkur á laugardaginn 13. júlí kl. 14:00 með formlegri vígslu Höggmyndagarðs Hafnaríjarðar á Víðistaðatúni. Góð að- sókn hefur verið að viðburðum Lista- hátíðarinnar og hafa gestir hennar skipt þúsundum. í þessum sérstaka garði hefur þeim höggmyndum verið komið fyrir, sem smíðaðar voru í alþjóðlegu vinnustof- unni í Straumi í maí og júní og hafa verið til sýnis í miðbæ Hafnarfjarðar undanfamarvikur. Listamennimir, þar af níu útlendingar, hafa ákveðið að gefa verk sín til hins nýja Höggmyndagarðs Hafnarfjarðar. Aætlað hefur verið að heildarverðmæti verkanna sé á bilinu 200-250 milljónir króna. í tilefni vígslunnar munu Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og Guðmundur Ámi Stefánsson bæjar- stjóri flytja ávörp. Af því búnu munu hafnfirskir kvartettar taka lagið og einnig verður boðið upp á einsöng. Sitthvað skemmtilegt verður gert fyrir bömin og munu m.a. ungir sveinar leggja sitt af mörkum og sýna gestum knattspymu, þegar lið 6. flokks FH og Hauka leika listir sínar á Víðistaðatúni kl. 15:00. -SIS 1% vinnufærra án atvinnu í júni: Enn dregur úr atvinnuleysi í júnímánuði voru skráðir 30 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu. Konur voru án vinnu í 17 þúsund daga, kariar í 13 þúsund. Sem jafngiidir því að 1.400 manns hafi verið atvinnulausir í mánuð- inum að meðaltali. Það svarar til um 1% af þeim mannafla sem Þjóðhagsstofnun áætlar að sé á vinnumarláðnum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur þá fækkað um 2.600 frá því í maí og um 16 þúsund frá því í júní á síðasta ári. Það hefur dregið úr atvinnuleysi á Iands- byggðinni allri, samtals um 3.200 daga. Atvinnuleysi hefur hins vegar aukist á höfuðborgarsvæðinu um 630 daga. At- vinnuleysi er minnst á Vestfjörðum 0.1%, mest á Norðurlandi eystra 1.7%. Fyrstu 6 mánuði ársins hafa verið skráðir 257 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu. Sem svarar til þess að 2.000 manns, eða 1.5% af mannafla, hafi verið án atvinnu. Þessar tölur er að finna í yf- irliti Vinnumálaskrifstofú félagsmála- ráðuneytisins um atvinnuástand. -aá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.