Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 17. júlí 1991 Bandalagsþing BSRB: Dagvinna dugi til framfærslu Hækkun dagvinnulauna, 12 mánaða bamsburðarorlof, 36 stunda vinnuvika og þjóðaratkvæði um inngöngu í EES voru meðal sam- þykkta nýlegs þings BSRB. í nýlegri fréttatilkynningu frá BSRB eru kynnt nokkur atriði úr stefnu samtakanna, sem samþykkt voru á þingi samtakanna á dögun- um. Kjaramál eru þar ofarlega á baugi og leggja samtökin aðal- áherslu á að kaupmáttur taxtalauna verði stóraukinn og hann rækilega tryggður svo dagvinnan dugi til framfærslu. Þá vilja samtökin breytta og jafnari tekjuskiptingu í fslensku þjóðfélagi en nú er. Samtökin álykta einnig um ýmis Ríkið ábyrgist lán SR gegn skilyrðum Á fundi sínum í (yrri viku ræddi ríkis- stjómin vanda Sfldarverksmiðja ríkis- ins. Sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, gerði tillögu um að ríkisstjóm- in ábyrgðist 300 milljón króna lán til Sfldarverksmiðjanna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ekki fékkst upp- gefið hver þau eru, en þetta var niður- staðan af viðræðum Ijármála- og sjávar- útvegsráðherra við Landsbankann og ráðamenn SR. -UÝJ/-aá. réttindamál. T.d. er farið fram á auk- in réttindi hvað varðar veikindarétt. Þá er þess krafist að fæðingarorlof verði 12 mánuðir á fullum launum og að foreldrar geti skipt því að eig- in vali. BSRB krefst þess að vinnu- vikan verði stytt niður í 36 stundir. Samtökin mótmæla harðlega þeirri ákvörðu ríkisstjórnarinnar að hækka vexti á lánum frá Húsnæðis- stofnunn ríkisins afturvirkt til júlí 1984. Húsaleigubætur eru ofarlega á blaði samtakanna. Þau skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að greiddar verði sérstakar húsaleigu- bætur til jöfnunar á húsnæðiskostn- aði leigjenda, samsvarandi þeim vaxtabótum sem húseigendur fá. Um hugsanlega aðild íslands að EES vill BSRB að viðhöfð verði þjóðaratkvæðisgreiðsla áður en til inngöngu komi. Þá ítreka samtökin þá skoðun sína viðvíkjandi viðræð- um við EFTA-ríkin um EES, að í engu verði skertur samningsréttur launafólks. Þá finnst samtökunum að félagsmálin hafi ekki skipað þann sess í umræðunni sem verkalýðs- hreyfingin hafi gert kröfu til -HÞ SUMARTÓNLEIKAR Á NORÐURLANDI Sumartónleikar verða haldnir í þremur kirlqum á Norðurlandi í sumar, og er þetta fimmta sumarið sem efnt er tii sitkra tónleika. Tónieikarnir verða sem fyrr haldnir í Húsavíkurkirkju, Reykja- Ein mynd sýningarinnar: Ásgeir Emilsson, „listamaður af Guðs náð“. Seyðisíjörður: Ljósmyndasýning hlíðarkirkju og Akureyrarkirkju. Alls verða fimm tónleikar í hverri kirkju, og er fyrirkomulag- 16 þannig að efnisskráin verður flutt í Húsavíkurldrkju á föstu- dagskvöldi, Rcykjahlíðarkirkju á laugardagskvöldi og í Akureyrar- kiridu síðdegis á sunnudegL Efnisskrá sumarsins er fjöl- breytt og óvenju mikið um er- lenda gestí. Það eru sóknamefnd- ir kirknanna sem standa fyrir tón- leikunum með dyggum stuðningi fyrirtækja og einstaklinga á svæð- inu, en aðgangur er ókeypis. Fyrstu tónleikarair voru haldnir helgina 12.-14. júlí. Þar kom fram Barrokhópur Akureyrar- kirkju, en hópinn slripa: Margrét Bóasdóttir sópran, BjÖra Steinar Sólbergsson orgeí, Lilja Hjalta- dóttir fiðla, Sigríður Hrafnkels- dóttír fiðla, og Richard Kora bassL sænska sópransöngkonan Krist- ina Stobæus við undirlelk Björns Steinars Sólbergssonar organ- ista. Helgina 26.-28. júlí syngur kór Sankt Morten Idrkjunnar í Ran- ders, undir sfjóra Ulriks Rasmus- sen. Um verslunarmannahelgina leika Þjóðverjamir Barbara Hinz flautuleikari og Stefan Barscay gítarieikari. Tónleikaröðinni lýkur svo helg- ina 9.-11. ágúst með tónleikum Málmblásarasveitar Paul Schemm Síðastliðinn laugardag, þann 13. júlí, opnaði Magnús Reynir Jónsson ljósmyndasýningu á Seyðisfirði. Á sýningunni eru myndir af 16 roskn- um Seyðfirðingum, sem Magnús hefur myndað á síðustu vikum. Magnús nam ljósmyndun m.a. í Bretlandi, en hefur á síðustu árum dvalist af og til á Seyðisfirði og tengst staðnum sterkum böndum. Sýningin er haldin í nýuppgerðu húsi, Hótel Snæfelli, og er það í al- faraleið. Hóteleigandinn, Davíð Gunnarsson, hefur nú þegar staðið fýrir ýmiskonar sýningarhaldi. Hann ætlar, með ýmsu móti, að leggja sitt af mörkum til að brydda upp á nýjungum í menningarlífi bæjarins á næstunni. Hverri mynd á sýningunni fylgir texti, sem Pétur Kristjánsson þjóð- háttafræðingur hefur tekið saman. Sýningin verður opin fram eftir sumri og eru allar myndimar á henni til sölu. Helgina 19.-21. júlí syngur frá Þýskalandi. —hlá-akureyri Aðeins fjórðungur þjóðarinnar því fylgjandi að heimilt sé að selja kvóta: Oveiddur fiskur seldur á 2 milljarða í fyrra? „Ef það er hagkvæmt að stela frá einum og selja öðrum, þá frábið ég mér slíka hagstjórn. Það gengur ekki að þjóðareign, sem fiski- miðin eru, gangi kaupum og sölum milli nokkurra útvalinna manna.“ Mikill meirihluti landsmanna virðist hafa svipaða skoðun og þá er Soffanías Cecilsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grundarfirði, lýsti þannig í Sjávarfréttum. Um 2/3 þjóðarinnar lýsti sig að vísu fylgjandi núverandi kvótakerfi í Gallupkönnun fyrir Sjáv- arfréttir fyrr á þessu ári. Eigi að síður er álíka stór meirihluti þjóð- arinnar andvígur því að útgerðarfélögum sé heimiit að selja kvóta sína, samkvæmt nýrri Gallupkönnun fyrir sama blað. Sjávarfréttir hafa sömuleiðis reikn- að út að kvóti kunni að hafa verið seldur fyrir í kringum 1.900 millj- ónir kr. á síðasta ári, eða sem svarar um 7.500 krónum á hvern íslend- ing, sem sameiginlega eiga fiskinn í sjónum. Spurning Gallup í síðari könnun- inni hljóðaði þannig: „í núverandi kvótakerfi er útgerðarfélögum leyfi- legt að selja og kaupa kvóta sín í milli. Ert þú fylgjandi eða andvígur því að útgerðarfélögum sé heimilt að kaupa og selja kvóta?“ Svörin skiptust þannig, að 48% lýstu sig andvíga sölu á kvóta, 25% lýstu sig fylgjandi, 27% sögðust hlutlausir eða ekki hafa neitt svar. Ákveðin afstaða kom því fram hjá um 3 af hverjum fjórum og af þeim voru um tvöfalt fleiri andvígir held- ur en fylgjandi heimildum til sölu á kvóta. Einnig kom í Ijós að andstað- an er því meiri sem svarendur voru eldri, upp í 80% meðal fólks yfir 55 ára aldri. Sömuleiðis kom í ljós að andstaða við kvótasölu er mest meðal fólks, sem alltaf fylgist með umræðum um kvótakerfi og sjávarútveg, en minnst meðal þeirra sem sjaldan eða aldrei segjast fylgjast með slíkum umræð- um. Um 36% þjóðarinnar kváðust alltaf eða oftast fylgjast með slíkum umræðum, 27% stundum, en 35% sjaldan eða aldrei. 107.700 tonn seld af óveiddum físki Sjávarfréttir upplýsa að á síðasta ári varð tilflutningur á kvóta sem nam tæplega 92 þús. tonnum af botn- fiski, en samtals rúmlega 79 þús. tonna þorskígildum. Þarna er um að ræða í kringum 8% heildaraflans á árinu. Þegar undan er skilin tilflutn- ingur á milli skipa innan sömu út- gerðar og jöfn skipti á afla milli skipa, standa eftir tæplega 47.000 tonna þorskígildi, sem telst vera sá botnfiskafli sem höndlað var með í viðskiptum óskyldra aðila. Á áætluðu gangverði telja Sjávar- fréttir þessi viðskipti geta hafa num- ið í kringum 1.645 milljónum króna. Þar til viðbótar kemur flutn- ingur á um 12.000 tonna rækju- kvóta á milli óskyldra aðila, sem gæti numið í kringum 240 m.kr. söluverði. Samtals gerir þetta því um 1.900 milljóna kr. viðskipti með botnfisk- og rækjukvóta á árinu 1990. 500 milljónir fyrir kvóta 200 trilla Auk þess hófust strax í fyrra fjörug viðskipti með þær veiðiheimildir smábáta, sem framseljanlegar urðu samkvæmt lögum um síðustu ára- mót. Sjávarfréttir segja þetta hafa leitt til þess að útgerðir stærri skipa fóru að sækjast eftir kvótum smá- báta. Nákvæmar tölur um þessi við- skipti segir blaðið ekki fyrir hendi. En starfsmenn sjávarútvegsráðu- neytis hafi giskað á að seldar hafi verið veiðiheimildir af um 200 trill- um, á að giska 3 til 4 þús. tonna þorskígildi, fyrir um 500 milljónir króna. Sumir smábátaeigendur voru ekki nógu skjótir að átta sig á því að trill- urnar þeirra gátu margfaldast í verði við lagabreytinguna. Sjávarfréttir nefna dæmi um Austfirðing sem, rétt eftir setningu fiskveiðilaganna í fyrravor, seldu trilluna sína á 700 þús. kr. Hann áttaði sig ekki á því að með kvóta var raunverulegt verð- mæti hennar orðið 5-6 milljónir kr. Mál til riftunar þessa samnings mun koma fyrir Bæjarþing Reykjavíkur í haust. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.