Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn
LESENDUR SKRIFA
Perlan skipulagsleysi?
Reykjavík, 22. júní 1991
Til: Dagblaðsins Tímans, Reykjavík.
Tilefni þess að ég rita bréf þetta
er nýi útsýnis- og veitingastaðurinn
á Öskjuhlíð. Ég var þar núna fyrr í
dag, að skoða mannvirkið. Hita-
veitustjóri sagði í fréttum á Stöð 2
nú í gær, föstudag, að kostnaðurinn
við húsið næmi um 1300 millj. kr.,
sem er svimandi há upphæð. FVrir
þetta háa fjárupphæð er hægt að
framkvæma mikið. Tel ég þetta gróft
dæmi um bruðl og fjáraustur.
Tökum fyrst veitingastaðinn á 5.
hæð. Hann er mun minni en ég
gerði ráð fyrir, er fyrir um 80-100
manns. Aðeins mjó rönd í ysta hluta
hæðarinnar er undir veitingastað-
inn. Er það eini hluti kúluhússins
sem snýst. Finnst mér plássið þar
illa nýtt. Á 4. hæð er kaffitería, sem
er heldur stærri en 5. hæðin, svo
útisvalir.
En komum nú að því sem hvað
merkilegast er. Engin 2. eða 3. hæð
er í byggingunni. Þar hefði mátt
hafa t.d. bar og diskótek. En þar er
sem sagt ekkert nema stigar upp á
efri hæðimar. Þetta er hreint skipu-
lagshneyksli. Plássið er þarna van-
nýtt, svo furðu sætir. Jarðhæð húss-
ins er síðan ekkert nema einhver að-
staða til ýmiskonar listasýninga,
sem lítið er. í kjallara er tjörn og
gosbrunnur, auk salerna.
Hér er, með þessari byggingu,
fráfarandi borgarstjóri að reisa sér
hálfeilífan minnisvarða um sig og
nafn sitt. Að auki má svo nefna um-
deildar framkvæmdir við Ráðhús
Reykjavíkurborgar. Þennan mann
kusu 62.5% Reykvíkinga yfir sig.
Enn má tína til söluna á Granda hf.
1300 millj. eru óneitanlega tals-
vert fjármagn, og hægt að verja á
margan hátt. Fyrir þessa peninga
mætti byggja um 250, 2-4 her-
bergja, félagslegar íbúðir. Nýlega
hafa 110 Reykvíkingar fengið nei-
kvætt svar frá Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur, við umsóknum um
verkamannabústaðaíbúðir. Þessum
peningum hefði mátt verja í þágu
dagvistunar- og öldrunarmála.
Framkvæmdir og kostnaðurinn við
útsýnis- og veitingastaðinn á Öskju-
hlíð minna mig einna helst á
Kröfluvirkjunarævintýrið. Gegndar-
laust bruðl og sóun á almannafé.
Fyrir þetta eru síðan almennir borg-
arar látnir greiða, með of háum
hitaveitugjöldum. Auk þessa hefur
Hitaveita Reykjavíkur staðið í stór-
framkvæmdum á Nesjavöllum. Hver
er það síðan sem á að greiða þetta
nema hinn almenni borgari. Þá má
benda á að óþarfi var, og spara hefði
mátt, með því að sleppa rándýrri
klæðningu á hitaveitutankana sjálfa,
að utan jafnt sem innan.
En sem sé, þá tel ég fram-
kvæmdir við mannvirki þetta vera
hið mesta hneyksli, eða svokallaður
skandall. Það hlýtur að vera krafa
Reykvíkinga, að ítarleg endurskoð-
un fari fram á reikningum og kostn-
aðarliðum við allar þessar fram-
kvæmdir, og málið verði skoðað of-
an í kjölinn. Hér tel ég að um hrap-
alleg mistök hafi verið að ræða, og
óþarfur fjáraustur verið viðhafður.
Virðingaríyllst,
Gunnar Freyr Gunnarsson
Höfundur er stúdent af náttúrusviði M.H. og
stýrímaður frá farmannadeild Stýrímanna-
skólans i Reykjavík. Hann er nú öryiki.
Feigðarstefna
flatjörðunga
Jón B. Hannibalsson utanríkis-
ráðherra, sem stundum mætti ætla
að væri sendimaður Efnahagsbanda-
lagsins á íslandi, talaði viðstöðulaust
við sjálfan sig í meira en hálftíma í
Kastljósi sjónvarpsins 9. júlí kl. 22-
22.40, og munu aðrir verða til að
segja sitt álit á þeirri ræðu. En lang-
athyglisverðast af öllu því, sem ég
heyrði til hans, var eitt orð, sem
hann tók reyndar upp eftir öðrum,
og þau geðbrigði sem virtust liggja á
bak við hjá honum, en það var orðið
hnattrænt, hnattrænn. Það væri
ekki ofsagt, að hann hafi hreytt út úr
sér því orði. Hann þoldi það hreint
og beint ekki. Jón B. Hannibalsson
hugsar ekki hnattrænt, og kemur þá
til athugunar, hvers eðlis hugsun
hans er: flatjörðungur er orðið sem
mér kemur fyrst í hug, en það er um
hugarástand Evrópumanna eins og
það var fyrir 1500, áður en þeim varð
ljóst að jörðin er hnöttur. Jón B.
Hannibalsson er greinilega flatjörð-
ungur. Honum er illa við allt, sem
truflar þá værukæru hugsun, sem
hann hefur reyndar sótt í skáldið
Hannes Pétursson, en sá telur, að
allt hafi verið svo notalegt fyrir
1500. Mun ekki fjarri því, að slík
hugsun sé til hjá þeim Efnahags-
bandalagsskrifræðismönnum einn-
*g-
Annað, sem vakti að vísu ekki jafn
sterk viðbrögð hjá hinum flug-
mælska manni, en varð þó á athygl-
isverðan hátt til að taka vindinn
undan málflugi hans, var það þegar
andmælandi hans nefndi (á þeim fáu
mínútum eða sekúndum sem hann
fékk til umráða) þjóð og þjóðerni.
Það var alveg greinilegt, hvernig
dofnaði yfir utanríkisráðherranum,
þegar sagt var, að það væri heilög
skylda hans að verja sjálfstæði ís-
lands. Bendir þetta ekki til þess að
undir niðri viti hann, hvert gíapræði
það er að gefa sig þessu ríkjabanda-
lagi á vald — með öllum þess fjár-
magns- og fólkmagnsstraumum —
og að samviskan sé ekki sem allra
best?
Þorsteinn Guðjónsson
Lánasjóðurinn
er ekkert slor
Lánasjóður íslenskra náms-
manna hefur nú sem oftar verið
til umraeðu og oft verið kvartað
undan því hve seint námslán
væru afgreidd eða hve illa gengi
að fá þá þjónustu sem slík stofn-
un ætti að veita.
Ég vl) bara fyrir hönd margra,
sem ég þekki, koma á framfæri
kæru þakklæti fyrir frábæra þjón-
ustu og nauðsynlega aðstoð á
margan hátt síðastliðín ár. Alltaf
hefur verið staðið við það sem
lofað hafði verið.
ÍN er því á margan hátt vel
reldð þjónustufyrirtæki sem um
margt mætt) taka til fyrirmyndar.
Lán hafa alla tíð verið afgreidd
á réttum tíma og á alian hátt ver-
ið vel unnið að þeirri fyrir-
greiðslu. f dag er það líka hreint
og beint gaman að koma á skrif-
stofu LfN og sjá hve allt er þar vel
skipulagt, opnunartímar vel skil-
greí ndir, öll pappírs vinna og
skjöl, sem útfylla þarf, hafa verið
einfölduð og gerð auðveldari við-
fangs. Reki menn samt í vörð-
umar er auðvelt að spyrja. Hin
mörgu þúsund námsmanna, sem
það þurfa að gcra, fá samstundis
greinargóð svör.
Eftir að undirritaður og mjög
margir aðrir hafa notið góðrar og
sldlvirkrar þjónustu LÍN í nokkur
ár, þá verður maður að líta á allt
tal um hlutverk LÍN, aðallega af
hálfu þeirra sem ekkert þekkja til
þeirrar stofnunar, sem vott um
þekkingarleysi á svo mikilvægri
stofnun eins og LÍN er fyrir mörg
þúsund íslenska námsmenn bæði
hérlendis sem eriendis.
-311265-3189
Land á förum?
Blíðviðrið hefur leikið við lands-
menn síðustu vikur. En það er ein-
mitt þegar þurrkur stendur lengi
sem menn sjá hversu illa landið
okkar er farið. Sums staðar er svo
komið að varla sést lengur á milli
bæja ef vind hreyfir að ráði. Jarðveg-
ur ofan af hálendinu fyllir þá loftið,
moldin sest í nefgöngin og sandur-
inn situr á milli tanna.
Því er sorglegt til þess að vita að
bændur séu að flytja fé upp á þetta
gróðurlitla land. Það verður seint
sátt um haldbæra landbúnaðar-
stefnu, ef svo heldur fram.
Bændur eiga í vök að verjast og
þurfa á stuðningi almennings að
halda. Flestir íslendingar vilja neyta
íslenskra landbúnaðarafurða og þeir
vilja að sveitir landsins haldist í
byggð. En bændur verða að gæta
þess að vekja ekki andúð almenn-
ings með ofangreindum hætti.
í raun ætti ekki að þurfa að halda
búpeningi annars staðar en í afgirt-
um hólfum á láglendi, því nógu
stórir eru úthagar og ónytjuð tún á
íslandi.
Sauðfé ætti aðeins að beita á land
með samfelldri gróðurþekju. Þegar
fylgst er með fé á fjalli uppgötva
menn fljótlega að sumar kindur
halda sig í kafgrasi á torfum og lækj-
arbökkum, en aðrar leita hinsvegar í
nýgræðing og kroppa hvert strá sem
teygir sig upp úr melum. Þær valsa á
mörkum gróðurs og örfoka lands og
valda verulegum spjöllum.
Og hálfu verri eru hrossin með
sínu traðki þar sem þau ganga laus í
ofbeittu landi.
Á láglendi má líka sjá gróð-
ureyðandi beit. Undir Hafnarfjalli
gengur fé t.d. á landi sem er eins og
stagbætt treyja. Samt nýta menn
varla úthaga í næstu sveit og
kveikja í sinu á hverju vori svo
reykurinn minnir helst á olíueld-
ana í Kúvæt. Sinubrennsla telst
varla góð búvísindi og eykur nú
heldur á mengun.
Náttúruvernd á sér stöðugt fleiri
fylgjendur. Þar ættu bændur að
skipa sér fremstir í flokki, enda eiga
þeir mestra hagsmuna að gæta.
Flestir bændur eru landverndar-
menn, þó enn séu eftir agnúar sem
þeir þurfa í sameiningu að sneiða
af.
Grænn er litur framtíðarinnar!
Jón Hálfdanarson,
eðlisfræðingur á Akranesi
Miðvikudagur 17. júlí 1991
r
IÞROTTIR
Körfuknattleikur — Unglinga:
Landslið valið fyrir þátt-
töku í Evrópukeppni í
Portúgal
Torfí Magnússon, landsliðsþjálf-
ari í körfuknattleik, sem einnig
þjálfar unglingalandsliðið, hefur
valið þá 12 leikmenn sem leika
munu fyrir íslands hönd í Evrópu-
keppni unglinga í Portúgal 7.-11.
ágúst nk.
Torfi valdi eftirtalda leikmenn:
Bergur Eðvarðsson Grindavík
Bergur Hinriksson Grindavík
Bragi Magnússon Haukum
Brynjar Olafsson Haukum
Brynjar Karl Sigurðsson Val
Björgvin Reynisson Tindastól
Gísli Hallsson ÍR
Halldór Kristmannsson ÍR
Jón B. Stefánsson Keflavík
Kristján Guðlaugsson Keflavík
Pétur Vopni Sigurðsson Tinda-
stól
Sigfús Gizurarson Haukum
ísland leikur í riðli með Portú-
gal, Svíþjóð, Englandi, Hollandi og
Wales. BL
Golf:
Jóhann og Agnes urðu
Austuriandsmeistarar
Austurlandsmótið í golfi var hald-
ið á Byggðarholtsvelli á Eskifirði um
síðustu helgi. Úrslit í karlaflokki án
forgjafar urðu þau að Jóhann Kjærbo
GN sigraði á 150 höggum. í öðru sæti
varð Gunnar Einarsson GFH á 156
höggum og þriðji varð Pétur Jónsson
GE á 158 höggum.
f kvennaflokki án forgjafar sigr-
aði Agnes Sigurþórs GE á 178 högg-
um, önnur varð Laufey Oddsdóttir
GE á 200 höggum og í þriðja sæti
varö Erla Charlesdóttir á 207 högg-
um.
í keppni með forgjöf sigraði Pét-
ur Jónsson GE á 132 höggum, annar
varð Viðar Jónsson á 133 höggum og
þriðji varð Ragnar Sverrisson á 133
höggum.
í kvennaflokki með forgjöf sigr-
aði Agnes einnig á 132 höggum, Lauf-
ey varð önnur á 142 og Erla varð
þriðja á 149 höggum.
í unglingaflokki varð Ríkharður
Brynjólfsson GFH Austurlandsmeist-
ari á 164 höggum. í öðru sæti varð
Einar Svavarsson GFH á 199 höggum
og í þriðja sæti varð Sindri Óskarsson
GN á 228 höggum. BL
Knattspyrna:
Góöur sigur hjá
Brasilíumönnum
Brasilía vann Ecuador 3-1 í S- Am-
eríkumóti landsliða í knattspymu í
fyrrinótt Uruguay vann Kólombíu 1-
0, en báðir þessir leikir voru í B-riðli.
Staðan í riðlinum að loknum fjórum
leikjum er sú að Kóiombía, Brasilía og
Uruguay hafa öll 5 stig, Ecuador hefur
3 stig og Bólivía hefúr 2 stig.
I A-riðli hefúr Argentína fúllt hús
stiga, eða 8 stig, eftir 3-2 sigur á Perú á
sunnudag. Chile kemur næst með 6
stig, en Chile vann stóran sigur, 4-0, á
Paraguay á sunnudag. Paraguay hefúr
4 stig í riðlinum, Perú 2, en Venezuela
hefur enn ekkert stig hlotið.
BL
David Platt til Bari
ítalska knattspymuliðið Bari er til-
búið að greiða 12 milljónir dala fyrir
enska landsliðsmanninn David Platt.
Búist er við að skrifað verði undir
samning við Aston Vdla innan viku.
Aston Villa vildi upphaflega fa 6 millj-
ónir dala fyrir kappann, en tvöfaldaði
síðan verðið. Ekki varð það til að fæla
ítalska liðið frá.
Liverpool keypti um síðustu helgi
þá Mark Wright og Dean Saunders frá
Derby County. Kaupverðið fyrir þá
kappa, sem báðir em landsliðsmenn,
fyrir England og Wales, var 5,1 milljón
punda. Kaupverðið á Saunders var 2,9
milljónir punda, sem er metverð á
Englandi. BL