Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
RÍKiSSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Hatnarhusinu v Tryggvagotu
3 28822
,[iárniálen^okkarfag!
lrtBBBR£fftWBSKH>n
SAMVINNUBANKANS
SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568
Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga
|91 SIMI -676-444
Uppsögn embættismanns kemur yfirvöldum í opna skjöldu:
YFIRVERKFRÆÐINGI
Tí niimi
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1991
Dræm laxveiði það sem
af er sumars. Fram-
kvæmdastjóri SVFR:
ur vildi hann fá að vita hvernig að
ákvörðuninni væri staðið.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins, situr í
stjórn veitustofnana. Hún segir að
fregnir um uppsögnina hafi komið
sér í opna skjöldu. „Ég held að fyr-
irspurn Árna hafi komið öllum á
óvart. Ég get engu við bætt nema
Á fundi borgarráðs í gær kom fram fyrirspum frá Áma Sigfússyni
borgarfulltrúa, vegna fyrirvaralausrar uppsagnar yfirverkfræðings
Hitaveitu Reykjavíkur.
Gunnar Eydal, skrifstofustjóri á
Borgarskrifstofunum, sagði að það
væri rétt að yfirverkfræðingi Hita-
veitunnar hefði verið sagt upp í
fyrradag. Hann sagðist ekkert geta
sagt meira um þetta mál, en svars
við fyrirspurn Árna væri að vænta á
næsta borgarráðsfundi. Samkvæmt
heimildum Tímans mun ástæðan
vera samstarfsörðugleikar yfirverk-
fræðingsins og hitaveitustjóra.
í samtali við Tímann sagði Árni
Sigfússon að með fyrirspurn sinni
væri hann fyrst og fremst að spyrja
um forsendur fyrir þessari ákvörð-
un hitaveitustjóra og hvernig þessi
ákvörðun hafi verið tekin. Aðspurð-
ur um það hvort hitaveitustjóra
væri heimilt að segja upp starfs-
mönnum eða hvort það væri hlut-
verk stjórnar veitustofnana, sagðist
Árni ekki vera viss um hvort stjórn
veitustofnana hefði ráðið í stöðuna
eða hvort það hafi verið hitaveitu-
stjóri. Hann sagðist halda að fyrr-
verandi yfirverkfræðingur Hitaveit-
unnar hefði í upphafi verið ráðinn í
annað embætti, embætti deildar-
verkfræðings, af fyrrverandi hita-
veitustjóra. Þegar hann var svo
gerður að yfirverkfræöingi hafi það
verið samþykkt í stjórn veitustofn-
ana. Árni sagði að með fyrirspurn
sinni væri hann ekki að efast um
heimild þessarar ákvörðunar, held-
hvað þetta sýnir að stjórnkerfi
borgarinnar er í molum og allar
boðleiðir þar milli manna ófærar.
Ef stjórn veitustofnana ræður yfir-
verkfræðinga Hitaveitunnar, er
augljóst að hún ætti líka að segja
þeim upp.
Um þetta hef ég verið að tala, þó
það hafi kannski ekki alltaf skilist,
þegar ég bað um skipurit yfir borg-
ina. Það er ekki augljóst að hita-
veitustjóri hafi brotið af sér, því það
segir ekkert um það í samþykktum
fyrir Hitaveituna að stjórn veitu-
stofnana eigi að ráða yfirmenn
hennar. En stjórn veitustofnana átti
vitaskuld að vita af þessu og einnig
borgarráð. Hér er eitthvað að, í
starfi mínu sem borgarfulltrúi hef
ég hvað eftir annað rekist á það.“
Stjórnarformaður stjórnar veitu-
stofnana er staddur erlendis og
hvorki náðist í hitaveitustjóra né
fyrrverandi yfirverkfræðing Hita-
veitunnar vegna þessa máls.
-UÝJ/-aá.
Velðin hefur ekkl varið mikil I laxveiðiám landsins í sumar og vatnið í þaim ekki heidur. I Laxá í Kjós sátu menn á berum klöppum,
sem alia jafna eru huldar vatni, og renndu fyrir lax. Timamynd: pjetur
„Það virðist sem
stærri ár spjari sig ágætiega.
Ea minnstu ámar virðast fara
verr út úr þessu tíðarfari,"
sagði Jón Gunnar Baldvins-
son, framkvæmdastjóri
Stangaveiðiféiags Reykjavíkur,
í samtaii við Tímann í gær um
laxveiðina í ám SVFR. Jón seg-
ir veiðina hafa gengiö vel í
Norðurá. Þar eru yfír 600 lax-
ar komnir á land. Þessa dagana
er lítið vatn í ánni, en mikill
flskur. En hann er bins vegar
tregur tii að taka, sökum
vatnsleysisins og birtunnar
sem rikt hefur. GS.
SAGT UPP STÖRFUM
Stjórnarandstaðan gagnrýnir aukna skatta á sjúka. Finnur Ingólfsson:
Heilsubrestur á ekki að
vera tekjulind ríkissjóðs
Hugmyndir heilbrigðisráðherra um gjaldtöku af sjúklingum, sem
leggjast inn á sjúkrahús, sem leið til að draga úr kostnaði ríkisins
í heilbrígðismálum hafa vakið upp sterk viðbrögð, enda um breyt-
ingu að ræða sera ýmsir forystumenn launafólks hafa kallað
grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu.
Finnur Ingólfsson, alþingismaður
og aðstoðarmaður heilbrigðisráð-
herra í síðustu ríkisstjórn, segir
þær hugmyndir, sem nú eru uppi,
dæmi um ótrúlega skattagleði rík-
isstjórnarinnar, þar sem gera eigi
heiísubrest þegnanna að tekjulind
og auk þess lýsa algerri uppgjöf við
að spara í heilbrigðiskerfinu.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra segir ekki lengur mögu-
legt að reka heilbrigðiskerfið án
þess að til komi eitt þriggja: hlut-
fallsleg þátttaka sjúklinga í kostn-
aði þeirrar þjónustu sem þeim er
veitt, hækkun á sköttum, eða að
draga úr þjónustunni.
Að sögn Finns Ingólfssonar er at-
hyglisvert hversu lítinn gaum ráð-
herrann gefur þeim möguleika að
draga úr kostnaði í heilbrigðiskerf-
inu. „í stað þess að leita leiða til að
hagræða og spara í rekstri sjúkra-
húsanna í Reykjavík með auknu
samstarfi, markvissari verkaskipt-
ingu og tilflutningi á verkefnum
milli sjúkrahúsanna, t.d. að hafa
bráðaþjónustusjúkrahúsin tvö í
stað þriggja og ýmsu fleira sem
gæti sparað hundruð milljóna, þá
velur ráöherrann illa dulbúnar
skattaálögur á fólk sem ekki er að
vinna fyrir tekjum. Við vildum á
sínum tíma fara hina leiðina og
auka verkaskiptinguna, en það
strandaði á samstarfi við borgaryf-
irvöld vegna Borgarspítalans, en
Davíð Oddsson, þáverandi borgar-
stjóri og núverandi forsætisráð-
herra, stóð í vegi fyrir því að hægt
væri aö koma þessu á,“ sagði Finn-
ur Ingólfsson.
Finnur sagði ennfremur að raun-
ar væru þær hugmyndir að láta
sjúkt fólk borga fyrir mat og gist-
ingu á sjúkrahúsum ekki nýjar af
nálinni og sjálfstæðismenn hafi
verið með þær á lofti þegar þeir
fóru með málefni heilbrigðismála á
sínum tíma, en framsóknarmenn
náð að stöðva þær, enda töldu þeir
þær ekki koma til greina. Sjúkra-
hús eru ekki hótel, segir Finnur, og
við lítum svo á að heilsubrestur
einstakra þjóðfélagsþegna eigi ekki
að vera tekjulind fyrir ríkissjóð.
Þvert á móti er það skylda samfé-
lagsins að veita sjúkum lækningu,
óháð því hver hinn sjúki er.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
sendi í gær frá sér ályktun um lyfja-
kostnað og sjúkragjöld þar sem
mótmælt var auknum skattaálög-
um á aldraða, öryrkja og bamaljöl-
skyldur með sérstökum lyfjagjöld-
um og áformum um gjaldtöku
vegna sjúkrahúsvistar. í ályktun AI-
þýðubandalagsins segir að ríkis-
stjórnin hafi ótvírætt valið leið
hægrihyggjunnar og stefni inn á
braut ójafnaðar og misréttis. Síðan
segir í ályktuninni: „Ef þessi stefna
ríkisstjómarinnar festist í sessi em
það mikil tímamót í áratuga sögu
uppbyggingar velferðarþjónustu
hér á landi. Um það hefur verið
samstaða þar til nú að allir ættu að
vera jafnir gagnvart undirstöðu-
þáttum velferðarþjónustunnar án
tillits til efnahags."
- BG