Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 17. júlí 1991
|£ .1 ÚTLÖND
Fundur sjö helstu iðnríkja heims í Lundúnum:
Sovétmenn fá aðild að A
þjóða gjaldeyrissjóðnum
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims, sem nú funda í Lundúnum,
samþykktu í gær að Sovétmenn skyldu fá sérstaka aðild að Alþjóða
gjaldeyríssjóðnum (IMF). Leiðtogamir samþykktu einnig að auka
tækni- og ráðgjafaaðstoð við Sovétríkin. Þá samþykktu leiðtogamir
einnig í grundvallaratriðum að IMF, Alþjóðabankanum, OECD, og
Viðreisnar- og þróunarbanka Evrópu verði beitt til þess að kanna
hver sé hentugasta leiðin tii að hjálpa Sovétmönnum við að breyta
efnahagskerfi sínu. Leiðtogarair vom ekki sammála um hveraig
beri að haga aðstoð við Sovétríkin.
í dag munu leiðtogarnir ræða við
Gorbatsjov Sovétforseta um um-
bótaáætlanir hans. í bréfi, sem Gor-
batsjov sendi leiðtogunum þar sem
hann skýrir markmið sín, sagðist
hann vonast eftir því að leiðtogarnir
styðji hann í að gera róttækar breyt-
ingar á sovéska efnahagskerfinu.
Haft var eftir þýskum embættis-
mönnum í gær að það sé vilji Þjóð-
verja að myndaður verði samstarfs-
hópur innan OECD, sem hefði að-
setur í París og hefði því hlutverki
að gegna að samræma alla aðstoð
við Sovétmenn. Þjóðverjar telja að
slíkt fyrirkomulag geti orðið til þess
að fleiri þjóðir taki þátt í aðstoðinni,
en 24 þjóðir eru í OECD. Talið er að
þessar tillögur Þjóðverja njóti víð-
tæks stuðnings í herbúðum Frakka,
ítala og Kanadamanna, en Banda-
ríkjamenn hafa lýst sig andsnúna
þessum tillögum.
Þýsku embættismennirnir sögðu
einnig að ágreiningur væri um það
hvernig aðild Sovétmanna að Al-
þjóða gjaldeyrissjóðnum verði hátt-
að. Þjóðverjar vilja að Sovétmenn fái
fulla aðild að samtökunum, þannig
að þeir hafi aðgang að fjármagni en
ekki ráðgjafaraðstoð eingöngu. Þá
er einnig ágreiningur um hvort létta
eigi takmörkunum á lántökum Sov-
étmanna hjá Viðreisnar- og þróun-
arbanka Evrópu. Þjóðverjar og hinar
Evrópuþjóðirnar eru fylgjandi því.
Leiðtogarnir sendu frá sér fréttatil-
kynningu í gær þar sem farið er
mjög almennum orðum um að
stuðla eigi að friði, stöðugleika og
lýðræðislegum umbótum í heimin-
um. Er þar helst að nefna að þeir
vilja efla hlutverk Sameinuðu þjóð-
anna.
Reuter-SÞJ
Gorbatsjov Sovétforseti ræðir
við leiðtogana sjö í dag.
A.m.k. 2 féllu og 11 særðust í Króatíu í gær:
EFTIRLITSMENN EB EIGA EKKI
AÐ FYLGJAST MEÐ ÁTÖKUNUM
Friðareftirlitsmenn Evrópubandalagsins hafa fyrírmæli um að
starfa í Króatíu og Slóveníu, en ekki að fylgjast með bardögum kró-
atískra varaarsveita við serbneska þjóðeraissinna í Króatíu, að sögn
formælanda hollenska utanrikisráðuneytisins í gær, en Holland fer
nú með forystu innan EB.
Hann sagði að aðalverkefni hinna
50 eftirlitsmanna væri, sam-
kvæmt því samkomulaginu sem
gert var á Adríahafseyjunni Brioni
þann 7. júlí síðastliðinn, að
styrkja vopnahléið í Króatíu og
Slóveníu í sessi.
„Verkefni eftirlitsmannanna er
samkvæmt Brioni-samkomulag-
inu að styrkja vopnahléið í sessi
og tryggja að lýðveldin tvö (Króa-
tía og Slóvenía) fresti í þrjá mán-
uði öllum sjálfstæðisaðgerðum
sínum," sagði formælandi hol-
lenska utanríkisráðuneytisins.
„Það, að Brioni-samkomulagið
taki ekki til þjóðernisátaka í lýð-
veldunum, segir okkur að þau
komi ekki til kasta eftirlitsmann-
anna,“ bætti hann við.
Yfirlýsing hollenska utanrfkis-
ráðuneytisins kom í kjölfar yfir-
lýsingar yfirmanns friðareftirlits-
mannanna á mánudag þess efnis,
að umboð friðareftirlitshópsins
fæli ekki í sér að fylgjast með
átökum Króata og Serba. Króa-
tískir embættismenn eru óhressir
með þessa afstöðu og Branko
Salaj, ráðgjafi forseta Króatíu,
sagði að það væri þeirra skilning-
ur að svo hefði átt að vera.
Átökin í Króatíu héldu áfram í
gær. A.m.k. 2 menn létust og 11
særðust. Serbneskir þjóðernis-
sinnar gerðu árásir á lögreglu-
stöðvar í nokkrum þorpum í
Glína, um 50 kflómetra suður af
Zagreb, höfuðborg Króatíu. Einn
lögreglumaður lést og níu særð-
ust. Þá var annar lögreglumaður
skotinn til bana og tveir særðir í
bænum Lipik, um 150 kílómetr-
um norðvestur af Belgrad, höfuð-
borg Serbíu og Júgóslavíu.
Króatar, sem eru kaþólskir, lýstu
yfir sjálfstæði 25. júní og hefur
það valdið óróa meðal rétttrúaðra
Serba sem eru í minnihluta í lýð-
veldinu. Serbneski minnihlutinn
er á móti því að lýðveldið kljúfi sig
úr júgóslavneska ríkjasambandinu
og nýtur stuðnings stærsta lýð-
veldisins, Serbíu. Auk þess er sam-
bandsherinn á móti sambandsslit-
um. Um 65% hermanna júgóslav-
neska hersins eru Serbar, og er
hlutfallstalan enn hærri hvað
varðar yfirmenn.
Reuter-SÞJ
Reynt að myrða tyrkneska ræðismanninn í Aþenu:
Bush fer til borg-
arinnar á morgun
Reynt var að myrða tyrkneska ræð-
ismanninn í Grikklandi í gær, að-
eins tveimur dögum áður en von
var á George Bush Bandaríkjafor-
seta til landsins til viðræðna við
Constantine Misotakis, forsætis-
ráðherra Grikklands. Aðalumræðu-
efnið verður ágreiningsmál Grikkja
og TVrkja, en þar ber hæst ágrein-
ingurinn um norðurhluta Kýpur.
Bush fer til Tyrklands á laugardag.
Báðar þjóðimar em í Atlantshafs-
bandalaginu (NATO).
Sendiherra Tyrklands í Grikklandi
var í sumarfríi og leysti ræðismað-
urinn hann af. Að sögn lögreglunnar
hafði öflugri sprengju verið komið
fyrir í bíl um 40 metrum frá heimili
ræðismannsins. Þegar bfll ræðis-
mannsins ók framhjá var sprengjan
sprengd með fjarstýringu. Þrennt
var í bflnum, ræðismaðurinn, ritari
hans og bflstjóri. Ræðismaðurinn
hlaut slæm meiðsli. Tálsverðar
skemmdir urðu, rúður í nálægum
húsum brotnuðu, og nokkrir bflar
eyðilögðust.
Formælandi utanríkisráðuneytis
Tyrklands sagði að ræðismaðurinn
hafi fótbrotnað á báðum fótum.
Hann sagði að bíllinn hafi verið
brynvarinn og að það hafi bjargað
lífi þeirra.
Engin hafði lýst yfir ábyrgð sinni á
sprengjutilræðinu, en ekki þótti
ólíklegt að öfgafúll vinstrisinnuð
hryðjuverkasamtök, 17. nóvember,
hafi staðið á bak við það, en aðferðin
í gær er ekki ósvipuð þeim aðferðum
sem samtökin hafa haft við í
sprer.gjutilræðum sínum. Frá árinu
1975 hafa samtökin drepið 16 Grikki
og Bandaríkjamenn.
Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
KÚVEIT - Stjórnvöld í Sádí-
Arabíu sögðu í gær að Araba-
rikin við Persaflóa, Sýriand og
Egyptaland hafi komist að
samkomulagi um myndun ör-
yggissveita, sem ætlað veröur
að verja Kúvett fyrir hugsan-
legum árásum íraka.
JÓHANNESARBORG
Hæstíréttur Suður- Afríku vettti
f gær Winnie Mandela heimild
til að skjóta málí sínu til áfrýj-
unardómstóls, en hún var
dæmd til 6 ára fangelsisvistar
fýrir mannrán og aðild að lík-
amsmeiðingum. Lögfræðingur
hennar segir að allt að 18 mán-
uöir getl liðlð þangað til málið
verður tekið fyrir áfrýjunar-
dómstólinn.
MOSKVA - Rússneska þing-
inu gengur erflðlega að velja
sór nýjan þingforseta. Atkvæði
voru greidd í fimmta sinn í gær
og fékk harðlínukommúnistinn
Sergei Baburin 458 atkvæði, en
umbótasínnínn Ruslan Khas-
bulatov 414 atkvæðí, en meiri-
htuta þarf til að niðurstaða fá-
ist. Khasbulatov var varafor-
seti þingsins þegar Boris Jelts-
in var forseti þess, en eins og
sumum er kunnugt hefur Jelts-
In tekið við nýju embætti, emb-
ætti forseta Rússlands. Emb-
verður unnið í samvinnu við
flögur önnur NATO-ríki, Banda-
ríkín, Belgfu, Holland og Dan-
mörk, og samtais kostar verkið
þjóöimar fimm 14 milljarða
n.kr. (125 milijarða ísl.kr.).
BERLÍN - Endi var bundinn á
46 ára veru sovéska flotans f
Austur- Þýskalandi á mánu-
dag. Sfðustu sovésku hersklp-
In sigldu út úr höfninni f Sassn-
ttz f fylgd þýskra tundurdufla-
slæðara og þyrina, eftir að efht
hafði verið til hátíðlegrar at-
hafnar f hafnarborginni. Sam-
kvæmt samningi mliii sovéskra
og þýskra stjómvalda á sov-
éski herinn að vera farinn frá
Austur-Þýskalandi fyrir árið
1994.380 þúsund sovéskir her-
menn voru i Austur-Þýska-
landi, en nú hafa yfir 50 þúsund
yfirgefið landtð. Fioti Sovót-
manna í Austur- Þýskalandi
var mjög líflll miðaö við land-
og flugherinn.
RÓM - Adolf Hitler ætlaðl aö
ræna páfanum og kardínálun-
um i Vatfkaninu f seinni heims-
styrjöldinni og flytja þá til
Þýskalands. Þetta segir Rudoif
Rahn, sem var sendiherra Hitl-
ers í Róm í seinni heimsstyrj-
öldinni, í júliheffl kaþóisks
tfmarits á Italfu. Rahn segir að
hartn og einn hershöfðingja
hans hafl fengið hann ofan af
þessum áformum.
ætti forseta þingsins er nokkuð
vafdamikiö, en forsetinn er
m.a. einráöur um val á þeim
sem koma tíl greina í stjóm-
lagadómstól lýðveldisins.
ÓSLÓ - Norðmenn hafa
ákveðið að vetja tveimur millj-
örðum n.kr. (átján milljörðum
fsl.kr.) tii að byggja upp banda-
rísku F-16 orrustuþotur sfnar,
að sögn norska varnarmála-
ráðuneytisins í gær. Verkefnið
SAARBRUCKEN - Þýska
læknafélagið segir að feitt fólk
eigi aö borga meira f sjúkra-
tryggingar en fólk sem sé f eðlf-
legum hoidum. Ástæðan er sú
að feitu fólki sé hættara tii aö
veikjast Formaður læknafé-
lagslrts segir að fólk, sem fltí
sig með ofáti, eigi að taka þátt i
þeim kostnaðarauka sem ofát-
ið hefur fyrir þjóðfólagið.
Reuter-SÞJ