Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 17. júlí 1991 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritsljórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Steingrimur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. S(ml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Mengunarslysin Tíu dagar eru liðnir síðan vart varð við að torkenni- leg efni tók að reka að landi á nyrstu fjörðum og vík- um Strandasýslu og festast í breiðum í fjörurnar, reka suður með fjörðunum og fylla strendur og hleinar þar þessum óhroða einnig. Sýnt er því að allvíðáttumikil strandlengja er und- irlögð þessum annarlega reka. Heimafólk þekkir hann ekki af reynslu sinni, efnafræðingar vita ekki af lærdómi sínum hvers kyns hann er og yfirvöld um- hverfís- og mengunarmála standa ráðþrota gegn því að leita uppruna hans. Þaðan af síður vilja þau segja fyrir um hvernig mengun þessari verður eytt nema eftir gömlu húsráði: Natura sanat og gefst oft vel. Það merkir að láta náttúruna um að „brjóta niður“ óþverrann og það því fremur sem umhverfisráðu- neytið veit minna um efnasamsetningu hans. Engin ástæða er því til að vera með ásakanir gagn- vart Siglingamálastofnun að svo komnu. Af henni verður ekki krafist meira en hún ræður við. Hins vegar er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir því, að hér hefur átt sér stað alvarlegt mengunarslys og líklega eitt hið mesta hér á landi. Er til efs að svo stórt fjöru- og strandsvæði hafi áður mengast svo óvænt af aðskotaefnum sem nú hefur átt sér stað fyrir slys. Framhjá því má heldur ekki horfa hver verðmæti eru í húfi þegar slík slys verða. Fjörumengunin á Ströndum veldur í senn náttúruspjöllum og fjár- hagsskaða hjá bændum. Engin skýrsla liggur fýrir um hversu víðtæk náttúruspjöllin eru, en vitað er að mengunin hefur áhrif á lífríki og fegurð og hrein- leika umhverfisins. Hún hefur valdið fugladauða í miklum mæli og spillt náttúrufegurð þessara sveita, sem vonandi verður ekki til frambúðar, en hefur sín áhrif á aðalferðamannatímanum. Á þessu landsvæði er veruleg æðarrækt. Landið er nytjað á arðbæran hátt til dúntekju. Mikið af þeim fugli sem drepist hefur fyrir mengunina er æðar- fugl, bústofn dúnbændanna. Það liggur að vísu ekki fýrir hver fjárhagsskaði þeirra er. En hann kann að vera ærinn ef hann er metinn hlutfallslega, þótt ekki nemi háum tölum á landsmælikvarða atvinnulífs- ins. Fjörumengunin á Ströndum virðist vera óvenju- legt fýrirbæri. En ef svo er, á það ekki við um þá mengunarhættu sem orðin er viðvarandi í íslensku umhverfí og fara mun vaxandi á næstu árum nema fýllsta varnaðar sé gætt. Talsmenn umhverfisyfir- valda létu þess m.a. getið á fréttamannafundi í fýrra- dag að mengunarslys af olíu séu mörg og sífellt að gerast. Engum má vera kunnugra en þeim að þar er mikil hætta á ferðum. Mengun vegna atvinnurekstr- ar og lifnaðarhátta er án efa jafnbrýnt viðfangsefni umhverfisyfirvalda hér á landi sem annars staðar í iðnvæddum löndum. Mengunarhættan er mál mál- anna í umhverfisvernd. Hvað sem segja má um skýr- ingar á einstökum atvikum er óhæfa áð yfirvöld um- hverfismála láti sér fallast hendur í almennum mengunarvörnum. Þar þarf að taka til hendinni. GARRI H . Camalt máltæki segir að ekki skuli della um smekk. En þótt oft sé það gott sem gamlir kveða er auðvitað ekki hægt að skjóta sér endalaust á bak við snjallyrði orðskviða og nota sem óyggjandi rök. Hvað það snertir að ekki skuli deifa nm smekk, þá er það í veru- iegum atríðum rangt. Oft stendur svo á að menn hafa fulla heimild til þess að hafa skoðanhr á annanra smekk og iáta sér biöskra þegar smekkleysur keyra úr hófi. Þannig hljótum við íbúar þessa lands og borgarar höfuðstaðar ís- lands að hafa leyfi tíl þess að rýna í verk og framkomu stjórnenda iands og borgar og láta það efdd fram hjá okkur fara ef okkur mis- fflsar við þá, og á það eins við um það ef okkur blöskrar smekideysi þeirra sem hvað annað sem að- finnsluvert er. Smekkieysi er gleggst allra vhna um yfirborðs- mennsku og menningarskorL „Tákn um háleitar hugsjónir“ Það sem hér hefur verið sagt eru á ekki von á að margir verði til að mótnuela. Það sem hér fer á eftir stendur hinsvegar ekiri í nánara sambandi við smekk og smekk- að Uta svo á. En i ÐV í fyrradag er fréttafrásögn ásamt þriggja dálka mynd sem fróðfegt er að kynnast. Þar segir frá því að veitíngabúsið Perían á Öskjuhltð hafi hlotið „blessun kirkjunnar“ og að Davíð Oddsson borgarstjóri og forsætis- ráðherra hafi lesið ritningarorð. Orðrétt stendun „Séra Þórir Stephensen las hug- Jeiðingu og blessaði hú sið, en Davíð Oddsson frífarandi borgar- stjóri og Bjami Ingvar Ámason veítingamaður lásu ritningarorð.“ Því næst er vitnað til orða staðar- haJdarans í Vtðey, sr. Þóris, og má ætla að sú tijvitnun geymi snjöU- ustu setningamar úr þeirri ræðu: „Byggingin stendur undir nafni og vekur hughrif gieðinnar,“ sagði sr. Þórir í ræðu sinni. „Hún opnar augu okkar enn frekar fyrir fegurð borgarinnar, sem er að efla ættjarðarást og átthagatryggð.“ Og frásögnin heldur áfram: „Þór- ir sagði húsið vera tákn um háleit- ar hugsjónir og óskaði þess að það yrði tíl að þjóna hamingjunni og stuðla að jákvæðum hUðum lífs- ins. Eftir hugieiðingu blessaði hann húsið meö bæn um að vemd drottins yrði tð þess að starfsem- iá nytí friðar og gæfurikrar fram- tíðar.“ Og enn hnígur frásögnin í sötnu „Athöfnln var eltt af sfðustu embættisverkum Davfðs Odds* sonar, fráfarandi borgarstjóra. „Það er dásamlegt að enda feril- inn með þessum hætti. Hér eru mörg hundmð manns viðstödd og segja má að nú sé húsiö fulikomn- að,“ vom orð fráfarandi borgar- stjóra.“ ♦» ............m......mm Hér að framan hafa verið rakin aðalatriði fréttar ÐV af .hfessun kirkjunnar“ á veitingahúsi sem Hitaveita Reykjavikur lét reisa til dýrðar Reyýavíkuríhaldinu, eim- ræðisfiokstó höfuðhotgar íslands. Svo fagurt sem það er í kristnu landi að bytja hvert verk með bæn og Ijúka því með þakkargjörð, þá er eins víst að slíkum athöfnum fylgja oft uppgerðarguðrækni og trúarhræsní. Uppgerð og hræsni hiutu strangan dóm höfundar kristninnar eins og lesa má fajá Matteusi guðspjallamannl og víð- ar, þar sem segir og flestir kunna meininguna utan að: „Vei yður, þér hræsnarar, sem gerið öl! ykkar verk tll að sýnast fyrir mönnun- Nú má hver hafa síha skoðun á innihaldi umræddrar helgistundar á Öskjuhlíö. Enhvað sem því líð- ur, ætlar það fengi aö foða við Parísea og þeirra þjóna að viðhafa ónytjnmælgi, sýnast fyrir möan- um og gera sig góða fyrir Guði. Kirkjan ætti fremur aö predika gegn ofhfæði skrauthýsanna en kalla þau „tákn háleitra hug- sjóna“. Hún ættí fremur að vfta bruðlið og foreyðsluna en segja hégómann þjóna hamingjunnL Að minnsta kosti ætti kirkjan að hafa eitthvert hóf á smekkieysi hræsn- innar tneðaut hún er þjóðkirkja. Nema Sjáffstæðisflokkurinn komi sér fyrir í kirkjunni, eignist kannske sína eigin tórkjui a.m.k. staðarprest. Hver veit? En von- andi passar kirigan sig sjálf á því að stíga ektó skrefið tíl fulls, nefhiiega að ganga í Sjálfsteðis- fiolddnn! Carri VÍTT OG BREITT STEFNUBREYTINGAR Ekki er langt um liðið síðan hrokafullir kommúnistar töldu sig eiga í fullu tré við kapitalistaríkin og væri aðeins tímaspursmál hve- nær sósíalisminn legði þau undir sig með góðu eða illu. Kommaríkin voru á fullri ferð að fara fram úr auðvaldsríkjunum á nánast öllum sviðum. Þetta var fólki sagt fyrir austan, sunnan og vestan og margir voru þeir Vestur- landamenn sem aðrir sem trúðu því að það væri ofureðlileg fram- þróun sögunnar að sósíalisminn bæri sigurorð af öðrum þjóðfélags- og efnahagskerfum og dugði ekki á móti að mæla eða gegn að spyma. Á íslandi er enn við lýði stjórn- málaflokkur með hreint ótrúlegt kjörfylgi sem enn stendur eins og hundur á roði á hinni gömlu heimsmynd sögulegrar nauðsynj- ar þess að sameignarstefnan sigri og að einkaframtak og frjálsræði hljóti að láta í minni pokann. En eybyggjar eru oft sérsinna og lenda síðar í hringiðu straums síns tíma en þjóðir sem njóta eða gjalda ná- býlis hver við aðra. Kíkt á dýrðina Viðhorfm til trúarbragða nútím- ans, hagkerfanna, hefur breyst svo gressilega allra síðustu ár, að það þykir næstum sjálfsagt að aðalrit- ari Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, forseti ríkjasambandsins og æðsti maður heraflans neyti allra bragða til að komast í fínasta klúbb heimsins, sem er samkunda æðstu manna sjö mestu iðnríkjanna. Þessi háyfirþjóðlegi klúbbur held- ur árlegan fund og er hann vart áhrifaminni en allar samkomur Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra samanlagðar. Ekki þarf að taka fram að iðnríkin miklu eru hákapitalísk. Enn Gor- batsjov setur það ekki fyrir sig, síð- ur en svo, þegar hann sækir um upptöku. Honum er að sjálfsögðu meinað að gerast meðlimur, en nýtur þó nægrar virðingar til að fá að kíkja aðeins inn fyrir dyrastaf- inn, rétt eins og kerlingin í Gullna hliðinu, sem fékk leyfi hjá Lykla- Pétri að fá að sjá dýrðina í himna- ríki gegnum ofúrlitla rifu og not- aði tækifærið til að einhenda sál- inni hans Jóns hennar inn í eilífð- arsæluna. En það er önnur saga og miklu skemmtilegri en þær sem sagðar eru af ríkra þjóða klúbbn- um. í dag mun forseta Sovétríkjanna hlotnast sú náð að ávarpa leiðtoga- fund sjö mestu iðnríkja heims. Hjálparbeiðni Vel má það verða heimssögulegur atburður og allt eins getur hann orðið vitaþýðingarlaus. Ekki mun forsetinn fara að prédika um ágæti sósíalismans yfir hausamótum klúbbsins, heldur skýra frá því hvað hann er duglegur að beina þjóðum sínum inn á braut kapital- ismans og afsaka að enn sé alltof mikið af sósíalisma eftir í Sovét- ríkjunum til að þjóðfélögin geti starfað eðlilega og þegnarnir notið mannsæmandi kjara. Hann mun lofa bót og betrun f þeim efnum og endurtaka beiðni um gífurlegar lántökur úr pen- ingastofnunum auðvaldsríkjanna og risavaxna tækniaðstoð frá iðn- ríkjunum. Það dugir ekkert minna til að hreinsa til eftir miðstýringar- gerræði kommúnismans og fara að viðurkenna staðreyndir. Sovétríkin eru sem sagt að biðja sína fyrrum svörnustu óvini fyrir- gefningar á hrokanum og um að- stoð til að beina þjóðunum inn á braut mannsæmandi lífskjara og mannréttinda, en þau atriði hljóta að fara saman svo vel farnist. Að minnsta kosti ætti reynslan að fara að sýna mönnum það, hvað sem allri hugmyndafræði annars líður. Alþýðulýðveldið Kína sýnir einnig mikla stefnubreytingu í samskipt- um við aðrar þjóðir síðustu dag- ana. í kjölfar flóða, mannlegra harm- leikja og gífurlegs efnahagstjóns hefur Kínastjóm leitað erlendrar aðstoðar, neyðarhjálpar. Það er jafn sjálfsagt að Kína leiti aðstoðar á hörmungartímum eins og að þeir, sem betur mega, veiti hana. En það er nýtt í sögu Kína frá 1949 að beðið sé aðstoðar erlendis frá. Stjómendur Kína hafa þar með brotið- odd af oflæti sínu gagnvart þjóðum með gjörólíkt stjómskipuíag og í stað hroka og hótana er beðið um gott veður. Heimsmálin em að taka nýja stefnu. En hvert? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.