Tíminn - 17.07.1991, Blaðsíða 13
Miðvikudaaur 17. júlí 1991
REVKJAUIK
Sumarferð
framsoknarmanna
Fjadabaksleið nyrðri -
Landmannalauöar - Eldsíá
Sumarferð
framsóknarmanna í
Revkjavík verður farin
lausardasinn 27. iúlí
n.k. Lasf verður af
sfað frá BSÍ kl. 8.00.
áæflaðerað koma fii
ReyfUavíkur aftur kl.
22.00.
FarfiiakJ er kr. 2600
fvrir fullorðna en kr.
I4oo fyrir bðm ynsri
en 12 ára. Nánari
ferðatilhösun auglýsf
Allar nánari uppíýsinfíar á |||l
skrifsfofu flokksins í sima 1111
624480. Fulltrúaráóið
Steingrímur Guðmundur Valgerður Jóhannes Geir
Fundarferðir formanns Fram-
sóknarflokksins
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, verð-
ur ásamt þingmönnum Norðurlandskjördaemis eystra á ferð (kjör-
dæminu dagana 17.-19. júlí. Haldnir verða fundir með trúnaðar-
mönnum flokksins á Húsavík miðvikudaginn 17. júlí kl. 21.00 og á
Akureyri föstudaginn 19. júlí kl. 17.00. Allar frekari upplýsingar
veitirflokksskrifstofan, sími 624480.
Fundarferðirformanns í önnur kjördæmi verða auglýstar síðar.
Framsóknarflokkurinn
Sumarhappdrætti Framsókn-
arflokksins 1991
Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí si.,
en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel-
unnararfiokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru
hvattir til að gera skil eigi síðar en 5. ágúst. Það er enn tækifæri
til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks-
ins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða í síma 91-624480.
Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjórnarfundur SUF
verður haldinn fimmtudaginn 18. júlí kl. 20.00 að Hafnarstræti
20.
Formaður SUF
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suður-
landi, Eyrarvegi 15, Selfossi, verður opin á þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 15-17. Sími 98-22547. Félagar hvattir til að
líta inn.
KSFS
Héraðsmót framsóknarmanna,
Vestur-Skaftafellssýslu
verður haldið í Tunguseli laugardaginn 27. júlí og hefst kl. 23,00.
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Sljómin.
Tíminn 13
Raquel Welch orðin fimmtug, en virðist frekar yngjast með árun-
um en hitt. Dóttir hennar, Tahnee, gerir það gott í kvikmyndum:
Mæðgurnar báðar
ástfangnar upp
fyrir haus!
Það er hægara sagt en gert fyrir
Raquel Welch að forðast sviðs-
Ijósið. Ekki hefur það heldur
reynst auðveldara fýrir dóttur
hennar, Tkhnee.
Raquel, sem nú stendur á fimm-
tugu en lítur ekki út fyrir að vera
degi eldri en 27 ára, var í fylgd
með kærastanum sínum á góð-
gerðarsamkomu í síðustu viku.
Hann heitir Robert Moore og er
búningahönnuður. Þau eru sögð
afar ástfangin og gengur ekki
hnífurinn á milli þeirra.
Auk þeirra voru m.a. Helen
Windsor og Jackie Collins einnig
gestir á þessari góðgerðarsam-
komu, sem boðað var til vegna
útkomu bókarinnar „Lífsstfll
okkar daga“ eftir Susan Sontag.
Ágóðanum verður varið til rann-
sókna á alnæmi.
Raquel lítur betur út í dag en
hún gerði í frægustu mynd sinni,
„One Million Years BC“, sem er
frá árinu 1966. Hún þarf ekki að
þakka lýtalækningum útlit sitt
heldur hollu mataræði og mikilli
hreyfingu.
Tahnee, dóttir hennar, var hins
vegar fjarri góðu gamni og sást til
hennar í Róm á Ítalíu. Hún var
ekki ein á ferð þar heldur
skemmti sér vel með leikaranum
Victor Matthews. Þau kynntust
við tökur sjónvarpsþáttanna Baby
Watch.
Þau hafa ekkert viljað segja um
sambandið sín á milli, en vinir
þeirra segja að þau séu ástfangin
upp fyrir haus.
Tahnee hefur t.a.m. leikið í Fal-
con Crest þáttunum og kvik-
myndinni Cocoon. Eins og stend-
ur er hún að leika í kvikmynd í
Róm sem ber nafnið Angel Face.
Leikstjóri myndarinnar er ítalsk-
ur og heitir Damiano Damiani.
Raquel Welsh þarf svo sannarlega ekki að skammast sín fyrir
sinn fagra vöxt, sem eflaust margar konur um heim allan öf-
unda hana af. Hér er hún í fylgd með kærastanum sínum sem
ku heita Robert Moore.
Tahnee hefur nælt sér I leik-
arann Victor Matthews og
þau eru sögð mjög ástfangin.