Tíminn - 20.09.1991, Qupperneq 5
Föstudagur 20. september 1991
Tíminn 5
BSRB ræðir um þjóðartekjur og skiptingu þeirra:
Laun sveiflast miklu
meir en þjóðartekjur
Launahlutfall á íslandi hefur sveiflast mun meira en í öðrum aðild-
arlöndum OECD á undanfömum árum. Launatekjur sveiflast raun-
ar meira milli ára en tekjur þjóðarbúsins. Launahlutfall lækkar
meira en þjóðartekjur á samdráttartímum og hækkar meira en þjóð-
artekjur þegar vel árar. Launahlutfall á íslandi er hærra hér á landi
en í flestum öðrum aðildarríkjum OECD. Þetta var meðal þess sem
kom fram á fundi sem BSRB hélt í gær um þjóðartekjur og skipt-
ingu þeirra.
Launahlutfall á íslandi frá 1973 til
1991 var að meðaltali 65,9%. Það
hefur hins vegar sveiflast mjög mik-
ið á tímabilinu. Lægst varð það árið
1984 59,7% og hæst 1988 69,9%.
Launahlutfall í öðrum OECD-lönd-
um hefur aftur á móti verið nokkuð
stöðugt á bilinu 60-63%. Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags-
stofhunar, varaði fundarmenn við að
taka samanburð milli landa of hátíð-
lega. Ýmislegt skekkti samanburð-
inn. Það skipti t.d. máli hve margir
einyrkjar væru á launamarkaði. Hjá
þjóðum þar sem bændur væru
margir lækkaði Iaunahlutfallið, og
það sama gerðist þar sem fram-
leiðslutækin væru dýr.
Sé launahlutfall í Iöndum OECD
skoðað kemur í Ijós að það er hæst í
Lúxemborg (yfir 71%), Svíþjóð er í
öðru sæti (68%) og ísland í því
þriðja (66%). Bretland og Bandarík-
in eru á svipuðu róli og Island.
Þórður sagði að ísland skæri sig úr
hvað það varðar að hér sveiflast
launahlutfallið miklu meira en ann-
ars staðar. Hann sagði að sveiflurnar
væru meiri en sem næmi breyting-
um á þjóðartekjum. Launahlutfallið
sveiflaðist í samræmi við það hvem-
ig áraði í þjóðfélaginu, en launa-
hlutíallið lækkaði meira en þjóðar-
tekjur þegar illa áraði og að sama
skapi hækkaði það meira en þjóðar-
tekjur þegar vel áraði.
Launahlutfall hefur lækkað nokk-
uð stöðugt síðan árið 1988 þegar
það var mjög hátt. Það var á síðasta
ári tæplega 64%. Því er spáð að það
verði á þessu ári í kringum 65%.
Á fúndinum var bent á að launa-
hlutfallið væri notað í kjarabaráttu.
Atvinnurekendur hefðu t.d. bent á
það við gerð síðustu kjarasamninga
að þetta hlutfall væri óvíða hærra en
á íslandi og sagt að það væri 72%.
Nú hefði hins vegar komið í ljós að
sú tala væri röng og nú væri búið að
lækka hana um 6%. Þórður Frið-
jónsson sagði að Þjóðhagsstofnun
reiknaði út launahlutfall miðað við
bestu fáanlegar upplýsingar. Nú
væru komnar nýjar upplýsingar um
einkaneyslu á árinu 1989 og því
hefði launahlutfallið fyrir það ár ver-
ið lækkað. -EÓ
Haustfundur íslenskra sjávarafurða hf.:
Tengsl háskóla
og sjávarútvegs
íslenskar sjávarafurðir hf. héldu
árlegan haustfund sinn í gær.
Ræddu menn þar sérstaklega tengsl
háskóla og sjávarútvegs og fengu til
þess prófessora frá Háskóla ís-
lands. Þá var og fjallað um hvernig
best má tryggja gæði fisks og
hverra breytinga má vænta vegna
tilskipana Evrópubandalagsins.
Ragnar Árnason, prófessor í fiski-
hagfræði, sagði í erindi sínu frá því
að með óheftri samkeppni og frjáls-
ari viðskiptum yrði þekkingin enn
mikilvægari en áður. Þegar öllum
forréttindum væri svipt burt gæti
hún skilið milli feigs og ófeigs. Hluti
þekkingarinnar ætti uppsprettu sína
í háskólum, semsagt háskóli ætti að
geta gert margt fyrir sjávarútveginn
og ekki síst nú á tímum. Ragnar
sagði að Háskóli íslands hefði
kannski brugðist að því leytinu að
taka ekki nægilegt tillit til sérstöðu
íslensks atvinnulífs, hlutar sjávarút-
vegsins. Áhugaleysið væri enda
gagnkvæmt, atvinnulífið hefði ekki
sýnt rannsóknum í Háskólanum
mikinn áhuga.
Ragnar rakti síðan hvernig vísinda-
menn hefðu í raun átt frumkvæði að
nýju kerfi til stjórnar á fiskveiðum,
kvótakerfinu sem væri eina kerfið
sem tryggði þjóðhagslegan arð af
veiðunum. Þeir hafi ýtt á stjórnvöld
að taka upp þetta kerfi, ekki öfugt.
Ragnar sagði að ef þetta ætti að vera
fyrirkomulagið, að vísindamenn
hefðu frumkvæðið en ekki stjóm-
völd, væri eðlilegt og nauðsynlegt að
stofna sérstakan rannsóknarsjóð,
sjóð til að styrkja rannsóknir í sjáv-
arútvegi. Það væri nauðsynlegt til að
tryggja sjálfstæði háskóla og vís-
indamanna.
Gísli Jón Kristjánsson, forstöðu-
maður Ríkismats sjávarafurða, rakti
nýjar reglur sem Evrópubandalagið
ætlar að taka upp um eftirlit með
innfluttum sjávarafurðum. Magnús
Friðgeirsson, forstjóri Iceland Sea-
Selá í Vopnafirði virðist á uppleið og sterkir stofnar á leiðinni:
772 LAXAR
UPP ÁLAND
Alls veiddust 772 laxar í Selá í
Vopnafirði í sumar. Er það nánast
meðaltalsveiði síðustu ára, en
aukning frá því í fyrra, en þá veidd-
ust 636 laxar. Svokallað efra svæði
árinnar gaf 329 laxa, en það neðra
443. Þyngsti laxinn reyndist 17
pund og veiddist hann á Brúarvöðu.
Flestar stengur í ánni í einu eru
sjö. Veiðin á neðra svæðinu hófst 28.
júní og lauk 10. sept. Þar voru leyfð-
ar fjórar stengur. Á efra svæðinu
hófst veiðin 10. júní og endaði 16.
sept. Þar var veitt á tvær stengur
lengst af tímanum.
Bestu veiðistaðirnir í sumar reynd-
ust vera Fosshylur með 76 laxa, en
þar var laxinn heldur smár — mest
eins árs fiskur úr sjó.
Mesta ársveiði í Selá var 1534 laxar
og sagði Helgi Þorsteinsson, tals-
maður veiðifélags árinnar, að veiðin
í ár gæfi tilefni til bjartsýni um
áframhaldandi batnandi veiði, bæði
með tilliti til þess að fleiri laxar
veiddust og auk þess gæfi mikil
gengd smáfisks vonir um að tveggja
ára laxinn væri sterkur árgangur. Þá
virtust seiði þessa árs einnig gefa
fyrirheit um sterkan árgang, sem
mun skila sér á næstu árum. —sá
Nýr yfirlæknir
Júlíus Gestsson laeknir hefúr verið
ráðinn yfirlæknir bæklunardeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Júlíus tekur við starfmu af Halldóri
Baldurssyni, sem starfað hefur sem
yfirlæknir á F.S.A frá árinu 1981 og
veitt bæklunardeild sjúkrahússins
forstöðu frá stofnun deildarinnar árið
1982. Júlíus Gestsson er fæddur árið
1945. Hann lauk almennu læknis-
prófi frá Háskóla fslands árið 1974 og
fékk sérfræðingsleyfi í bæklunar-
lækningum 1981, eftir sémám í
þeirri grein í Svíþjóð. Júlíus hefúr
starfað sem sérfræðingur í bæklun-
arlækningum á F.SA frá árinu
1981.
Eiginkona Júlíusar er Rannveig
Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Vitlaus Grikklandsfáni!
Það vakti nokkra athygli á knatt-
spymuleik Fram og gríska liðsins
Panathinaikos, sem fram fór á Laugar-
dalsvelli í fyrradag, að dreginn var að
húni einhver ókennilegur fáni þar
sem átti að vera gríski fáninn. Vallar-
vörður á Laugardalsvelli kannaðist í
gær ekki við að nein mistök hefðu ver-
ið gerð. Það er venja á íþróttaleikjum
þegar eigast við lið frá tveimur lönd-
um, að draga að húni þjóðfána keppn-
isþjóðanna, auk þjóðfána þess lands
sem dómarar eru frá. Áður en Ieikur-
inn hefst er þjóðsöngur keppnisþjóð-
anna leikinn. Svo illa tókst til á leik
Fram og Panathinaikos að dreginn var
að húni fáni, sem var hvítur kross á
bláum feldi. Gríski þjóðfáninn er hins
vegar með bláum og hvítum röndum
og með hvítan kross uppi í vinstra
horninu. Ýmsum þótti þetta vera
óvirðing við hina grísku gesti. -EÓ
á mjög hagstæöu veröi
Bókið tímanlega
-I D /7
Bp
Járnhálsi 2 ■ Sími 91-683266
110 Rvk ■ Pósthólf 10180
KIEIIfl
Ragnar Arnason, protessor i
fiskihagfræði við Háskóla fs-
lands, í ræðustól á fundinum í
gær. Tfmamynd: Áml Bjama
food Corp., bað menn að búa sig
undir það versta. Evrópubandalagið
ætlaði sér að taka upp sömu siði við
fiskverslun og kjötverslun: gera
mönnum að breyta vinnsluhúsum
fram og til baka og í rauninni nota
reglugerðina til að hindra viðskipti.
Fleira var rætt á fundi íslenskra
sjávarafurða og verður sagt frá því
síðar. -aá.
95 SERÍAN