Tíminn - 26.09.1991, Page 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 26. september 1991
— AÐ UTAN ———!
Konan
sem
var
áfram
' kuld-
anum
Þegar breskir leyniþjónustumenn laumuðu
KGB-manninum Oleg Gordievsky út úr Rúss-
landi, skildu þeir konu hans, Leylu, eftir. Nú,
sex árum síðar, fær hún leyfi til að fara til hans.
En, segir hún blaðamanni Sunday Times, hún
irfram."
Það voru hljóðlát hátíðahöld þeg-
ar dætur hennar tvær, Masha 10 ára
og Anna 11 ára, komu inn til að fá
kvöldmatinn, maísstöngla. Leyla
skálaði fyrir London, þar sem fjöl-
skyldan bjó þegar dæturnar voru
litlar. „London minnir mig á
Moskvu, sem er að sumu leyti
ástæðan til þess að mér líkar við
hana. Ég elska Moskvu líka. Ég get
ekki hugsað mér að fara héðan og
koma aldrei aftur. Ein ástæðan er
börnin. Foreldrar mínir yrðu mið-
ur sín ef börnin færu fyrir fullt og
allt. Það er óhugsandi."
Þó að Leyla eigi þá ósk heitasta að
hitta mann sinn aftur, hélt hún því
fram að þau hafi ekki tekið neina
ákvörðun um framtíðina. „Þetta er
heimili mitt. Ég er ánægð með
íbúðina mína. Við Oleg verðum að
hugsa um framtíðina. Kannski gæti
ég farið á milli. Kannski gætum við
búið hluta af árinu í Englandi, ég
veit það ekki.“
Eitt er þó öruggt. Gordievsky fer
ekki tilbaka til Moskvu, ekki eins og
er a.m.k. Dauðadómurinn yfir hon-
um er enn í fullu gildi.
Boðberi breytinganna:
KGB hætti að fylgjast
með ferðum mæðgn-
anna
Leyla hefur búið í íbúð foreldra
sinna síðan skömmu eftir að maður
hennar flúði til Vesturlanda 1985.
„Við urðum að flytjast úr hinni
elskar Moskvu líka.
Það var um mitt funheitt síðdegi í
síðustu viku ágúst í Moskvu, að Le-
yla Aliyeva fékk fréttirnar. Breski
sendiherrann hringdi til að segja
henni að hinn nýi yfirmaður KGB
hefði rétt í þessu tilkynnt að henni
væri frjálst að yfirgefa landið. Eig-
inkona frægasta svikarans, sem
stungið hafði af frá aðalstöðvum
KGB í Moskvu, tók fréttinni með
jafnaðargeði. „Mér finnst eftir allt,
sem ég hef orðið að þola, ég
kannski vera búin með allar geðs-
hræringar," viðurkenndi hún
hljóðlega en ánægð nokkrum
klukkustundum síðar.
Því sem næst strax eftir að sendi-
herrann hafði hringt, hringdi mað-
ur hennar, Oleg Gordievsky, frá
London. „Við ræddum um allt, allar
áætlanirnar sem við höfum gert.
En ég er ekkert að flýta mér. Utan-
ríkisráðuneytið okkar segist hafa
byrjað undirbúninginn, en hann
tekur vafalaust sinn tíma. Og börn-
in eru að byrja í skólanum."
Leyla er falleg kona, fertug að
aldri. Hún hefúr notað nafnið sem
hún bar áður en hún gifti sig, Aliye-
va, síðan KGB fékk hana til að skilja
við Gordievsky. Nú opnaði hún
flösku af því ágæta koníaki sem
framleitt er á heimaslóðum föður
hennar, Azerbajdzjan. „Ekki
kampavín, ekki enn. Ég geng ekki
að neinu sem vísu. Kampavínið
bíður þangað til á Heathrow. Þetta
er kannski eina landið í veröldinni
þar sem við fögnum ekki fyrr en at-
burðurinn hefur átt sér stað. Við
erum alltaf hrædd við að njóta fyr-
Kona
gagnnjósnarans
Olegs
Gordievsky
fær að
fara til
manns
síns
íbúðinni okkar við Lenin Prospect.
Hún var nefnilega í KGB- fjölbýlis-
húsi. Burtséð frá öllu öðru gat ég
ekki skýrt út fyrir litlu dætrunum
mínum hvers vegna enginn vildi
leika sér við þær lengur. Það er erf-
itt fyrir lítil börn. Fyrir fullorðna er
það öðru vísi. Ég hef lært að halda
ró minni, en það er stundum erf-
itt.“
Fyrstu merki þess að umrótið í
Sovétríkjunum á undanförnum
vikum væri að breyta lífi þeirra
komu í ljós þegar Leyla og dætur
hennar sneru aftur til Moskvu í síð-
ustu viku ágúst eftir sumarleyfi.
Starfsmaður KGB í Azerbajdzjan
fylgdi þeim á flugvöllinn í Bakú, en
þegar þær komu til Moskvu lét
hinn fasti KGB-fylgdarmaður
þeirra ekki sjá sig. „Bróðir minn
tók á móti mér og, allt í einu, var
enginn sem fylgdist með ferðum
okkar." Leylu fannst það skrýtið,
eftir að hafa vanist því að hafa hóp
eftirlitsmanna bæði á undan sér og
eftir hvert sem hún fór undanfarin
sex ár.
Þetta eftirlit hafði verið svo ná-
kvæmt að hún hafði hætt starfi
sínu sem fréttaritari unglinga-
blaðsins Komsomolets í Moskvu,
þar sem henni fannst það ósann-
gjarnt að hver sá, sem hún talaði
við, jafnvel þegar hún var að vinna
ósköp meinlausan greinaflokk, dró
ósjálfrátt að sér athygli KGB. „Mér
leið eins og ég gengi með smitandi
sjúkdóm," segir hún. „Ég setti alla í
hættu sem ég talaði við.“
„Þetta eru búin að vera erfið ár.
Mikinn hluta tímans hefur mér
fundist ég vera dauð. Fólk gekk yfir
götuna til að þurfa ekki að mæta
mér. Núna er margt af því orðið
vingjarnlegt við mig aftur, en ég get
ekki fyrirgefið því.“
Hún hlakkar til að hitta mann
sinn aftur, en gerir sér grein fyrir
því að það er margt sem hún á eftir
að fyrirgefa honum, sérstaklega at-
Leyla Aliyeva hefur ekki átt sjö
dagana sæla í Sovétríkjunum
síðan maður hennar stakk af til
Bretlands fyrir sex árum. Nú
hefur henni verið leyft að fara
til hans.
burðina sumarið 1985 þegar bresk-
ir leyniþjónustumenn laumuðu
Gordievsky út úr landinu og þægi-
legt hversdagslegt líf hennar sem
eiginkona háttsetts KGB-liðsfor-
ingja í utanríkisþjónustunni
breyttist í martröð grunsemda og
tortryggni.
Heimköllun Gordiev-
skys og flótti án vitn-
eskju eiginkonunnar
Gordievsky, fulltrúi KGB við sov-
éska sendiráðið í London sem vann
sem gagnnjósnari fyrir Breta, var
kallaður heim til Moskvu í maí
1985. Opinber skýring á heimköll-
uninni var „til skrafs og ráðagerða",
en í reynd hafði fallið á hann grun-
ur um að honum væri ekki treyst-
andi. Leylu var sagt að „hjartað
væri að stríða honum" og hann
hefði ákveðið að vera um kyrrt í
Moskvu. Hún og dætur þeirra ættu
að koma líka, sovéska sendiráðið í
London myndi sjá um að pakka
niður og senda heim eigur þeirra.
Þegar til Moskvu kom virtist allt
með eðlilegum hætti. Leyla og 01-
eg, sem höfðu gifst sex árum áður
eftir að hafa kynnst í Kaupmanna-
höfn, settust aftur að í gömlu íbúð-
inni sinni. Um sumarið fór Leyla
með börnin á strönd Kaspíahafsins,
suður af Bakú, þar sem foreldrar
hennar búa. Oleg fór á heilsuhæli í
nokkrar vikur, en hringdi svo
skyndilega og sagðist ætla að koma
til beirra mæðgnanna.
„Ég reyndi fyrst að telja hann ofan
af því. Hann er svo vandlátur og
hreinlætisaðstæður í Azerbajdzjan
eru ekki sem bestar. En hann virtist
mjög ákafur, þó að augljóslega hafi
annað vakað fyrir honum. Hann
kom aldrei. Það var ákveðið að
hann hringdi og segði okkur flug-
númerið. En ekkert gerðist. Eg
hringdi til Moskvu, en enginn svar-
aði, svo að við fórum á flugvöllinn,
keyptum miða og flugum heim. Þar
komum við að mannlausri íbúð-
inni. Allt var eins og venjulega, en
þar var enginn Oleg. Ég beið í einn
eða tvo daga, framyfir helgina, og
gerði þá það sem skyldan bauð. Ég
hringdi á skrifstofuna hans til að
tilkynna að hann væri týndur.
Þar var mér sagt að vera bara ró-
leg. Hann væri enn í fríi. Kannski
hefði hann bara farið eitthvað,
kannski, þú skilur — konur, gáfu
þeir í skyn,“ og nú brosir Leyla. En
hún segir það hefði ekki verið líkt
honum. „Hann er nákvæmur mað-
ur sem leggur jafnvel barnalegt
stolt í að vera stundvís. Ef hann
segist ætla að koma þrjár mínútur
yfir, kemur hann þrjár mínútur yf-
ir.“
Þegar Oleg mætti ekki í vinnuna í
þar næstu viku var allt sett í gang.
Þriggja daga gagngerð leit KGB,
innanríkisráðuneytisins og lögregl-
unnar á hverju sjúkrahúsi og
pútnahúsi í landinu bar engan ár-
angur. Þá var orðið ljóst að Oleg var
horfinn. „Þeir sögðu mér að hann
væri ekki í Sovétríkjunum. Fyrst
vissi ég ekki hverju ég ætti að trúa.
Hann gæti verið dauður, eða setið í
Lubyanka."
Þá birtust rannsóknarmennirnir.
Fyrst var húsleitin, þar sem fjórir
KGB-liðsforingjar stóðu að verki í
viðurvist tveggja „óhlutdrægra"
vitna. „Þeir tóku með sér allt sem
flokka má undir tækni — útvarp,
myndbandstæki, spólur — bækur
sem voru pólitískt tortryggilegar,
eftir Solzhenitsyn og fleiri. Allt var
skráð nákvæmlega niður. Og svo