Tíminn - 19.10.1991, Side 13
Laugardagur 19. október 1991
kui llll Timmn 21
w Flokksstarf W LEIKHÚS
Kjördæmis-
þing fram-
sóknar-
manna á
Norðurlandi
vestra
Guðmundur
Stefán
verður haldið í Félagshelmllinu Miðgarðl f Varmahlfð dagana 26.-27. október
n.k
Dagskrá:
Laugardagur 26. október:
Kl. 14.00 Þingsetning og kosning starfsmanna.
Kl. 14.10 Umraeður og afgreiðsla reikninga.
Kl. 15.00 Ávörp gesta.
Kl. 15.15 Stjómmálaviðhorfið.
Framsögumaður Guðmundur Bjamason alþingismaður.
Kl. 16.00 Kaffihlé.
Kl. 16.30 Frjálsar umræður.
Kl. 18.00 Kosning nefnda og nefndastörf.
Kl. 20.00 Kvöldverður f Miðgarði og kvöldskemmtun.
Sunnudagur 27. október:
Kl. 10.00 Nefndarstörf.
Kl. 11.00 Nefndirskila áliti, umræðurog afgreiðsla nefndarálita.
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.30 Sérmál þingsins, byggðamál.
Framsögumaður Stefán Guömundsson alþingismaður.
Kl. 14.15 Frjálsar umræður.
Kl. 15.30 Kaffihlé.
Kl. 16.00 Afgreiðsla nefndarálita.
Kl. 17.00 Kosningar.
Kl. 17.30 Önnur mál.
Kl. 17.50 Þingslit.
Stjóm KFNV.
Aðalfundur
Framsókn-
arfélags
Seltjarnar-
ness
Aðalfundur Framsóknarfélags Sel-
tjarnamess verður haldinn þriðjudag-
inn 22. okt. nk. kl. 20.30, á Sex bauj-
unni, Eiðistorgi.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf, þ.á m. lagabreyting-
ar og kosning fulltrúa á kjör-
dæmisþing.
Steingrímur
Siv
Gestir fundarins,
Steingrlmur Hennannsson og
Siv Friðleifsdóttir, flytja framsöguerindi.
Framsóknarfélag Seltjamamess.
KJORDÆMISÞING
framsóknarmanna í Vest-
fjarðakjördæmi
haldiö á Hólmavík 19.-20. október 1991.
Dagskrá:
Laugardagur 19. október
Kl. 13:00 Þingsetning.
Kl. 13:10 Kosning starfsmanna þingsins.
Kl. 13:15 Skýrslur stjómar, umræöurog afgreiðsla.
Kl. 14:00 Ávörp gesta.
Kl. 14:30 Kosning nefnda.
Kl. 14:40 Stjómmálaviðhorfið — staða og horfur, Steingrimur Hermannsson,
fonnaður Framsóknarflokksins.
Umræður.
Kl. 15:30 Kafflhlé
Kl. 16:00 Ávarp þingmanns og varaþingmanns.
Kl. 17:00 Almennar umræöur— mál lögð fram.
Kl. 19:00 Matarhlé
Kl. 20:00 Nefndarstörf.
Sunnudagur 20. október:
Kl. 09:00 Nefndarstörf.
Kl. 11:00 Afgreiðsla mála.
10. 12:00 Hádeglsveróur
lO. 13:00 Afgreiösla mála, frh.
lO. 14:00 Kjör stjómar og nefnda.
Kl. 14:30 Önnur mál.
Kl. 15:00 Þingslit.
Stjómln.
Viðtalstími
LFK
Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK, verður til viötals á
skrifstofum Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð,
miðvikudaginn 23. október kl. 10-12.
Framkvæmdastjóm LFK.
Unnui
Framsóknarvist
Fyrsta framsóknarvist vetrarins verður haldin sunnudaginn
20. okt. kl. 14 i Danshúsinu, Glæsibæ, Álfheimum 74.
Veitt verða þrenn verölaun karta og kvenna.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp I
kaffihléi.
Aðgangseyrir kr. 500.-. Kaffiveitingar innifaldar.
Framsóknarfélag Revkjavíkur.
Sigrún
Höfundur: Sveinbjöm I. Baldvinsson
Leikstjórí: Hallmar Slgurösson
Leikmynd: Jón Þórísson
Lýslng: Ögmundur Þór Jóhannesson
Búningar: Jón Þórisson, Aðalheiður Al-
freðsdóttir
Tónlist: Stefán S. Stefánsson
Sýningarstaður: Borgarieikhúsiö, litla
svlðlð
í fullum ljósum sjáum við konu
(Soffía Jakobsdóttir) setjast á
sjúkrarúm, ósköp hægt og hljótt.
Hún er að fara í rannsókn. Bara
rannsókn, sem tekur 1 eða 2 daga.
En svo eru venjulegu ljósin slökkt
og leikhúskastljósin taka við og ís-
kaldur veruleiki sjúkrahússins hell-
ist yfir von bráðar. Röntgenskyggn-
um er varpað á veggi einni eftir
aðra. Læknir gengur hröðum skref-
um, rýnir i myndimar en segir fátt.
Skyldi leynast hér þetting? Þétting í
vefboðarekki gott.
Konan á sjúkrahúsinu er móðirin
í þeirri fjögurra manna fjölskyldu,
sem við fáum að kynnast. Bömin
tvö eru nýlega farin að heiman. Son-
urinn (Kristján Franklín Magnús) er
gmnnskólakennari og drýgir tekj-
umar með hljóðfæraleik, en dóttirin
(Sigrún Waage) skautar á ölduföld-
um heimsfrægðarinnar vestur í Am-
eríku og prýðir forsíður gljárita um
víða veröld. Faðirinn (Pétur Einars-
son) er ósköp þreyttur og mæddur,
sem vonlegt er á þessum örlagatím-
um. Það er komið að tímamótum í
þessari fjölskyldu. Veikindi móður-
innar em í forgmnni, en til hliðar er
uppgjör systkinanna, sem barist
hafa um hylli foreldranna. Við kynn-
umst líka þeirri togstreitu, sem
verður þegar hugsjónir og eigin-
hagsmunir rekast á.
Leikurinn gerist í samtímanum og
orð eins og misgengi launa og vaxta,
kjarabarátta og verkföll em allstaðar
nálæg. Spennan í leiknum, sem er
reyndar ekki mikil, er byggð upp f
kringum töfralyfið sem festist í tolli
vegna verkfalls. Lyfið sem hugsan-
lega gat læknað móðurina. Reyndar
skynja persónumar og áhorfendur
að lyfið er aðeins tálvon, en öll sog-
umst við að blekkingunni eins og
flugur að Ijósi, og ekki síst þegar
einhver okkur nákominn á í höggi
við illvígan sjúkdóm.
Þétting er ákaflega blátt áfram
leikrit. Textinn er hreinn og beinn,
lítið um orðskrúð. Höfundur þekkir
vel til viðfangsefnisins og þannig
fær verkið einlægan svip. Það er
e.t.v. einlægnin sem er aðall þessa
verks.
Leikmyndin er mjög vel úr garði
gerð. Þótt ekki sé fyrir að fara sama
tæknibúnaði á litla sviðinu og því
stóra, em hér öll mál haganlega af
hendi leyst. Ljós og myrkur skilja að
hina ýmsu hluta sviðsins, og hug-
myndin að láta röntgenskyggnurnar
segja áhorfendum framvindu sjúk-
dómsins er snilldargóð. Öll orð eru
óþörf.
Auk þeirra leikara, sem áður er get-
ið, koma við sögu læknir leikinn af
Jóni Júlíussyni og segir hann fátt,
hjúkmnarkona sem Asa Hlín Svav-
arsdóttir leikur og segir hún ekkert,
en verk sín vinna þau fumlaust, en
blanda sér ekki í fjölskyldumálin að
öðm leyti. Sigrún Edda Björnsdóttir
er María konan hans Jonna, sæt og
blíð en líka hagsýn, og Gestur
(Theodór Júlíusson) sem er vaskur
verkfallsvörður og hinn traustasti
maður í alla staði.
Framganga leikara er jöfn og góð,
en ekki ýkja átakamikil. Enda býður
verkið ekki upp á það.
Þótt ekkert komi á óvart í verkinu
og átökin ekki mjög stórgerð, Iætur
leikritið fáa ósnortna og út af sýn-
ingunni trúi ég að margir munu
ganga með skerpta dýpt á þeirri
hugsun að sjaldnast fer allt eins og
óskað er, og í raun og veru emm við
leiksoppar almættisins á þessari lífs-
göngu.
Gísli Þorsteinsson
Söngleikur í Keflavík
Jóhannes Kjartansson og Hafsteinn Gíslason í hlutverkum ritstjór-
anna.
Lelkféiag Keflavfkur:
Fréttaveitan eftir Ómar Jóhannsson
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Félagsbió f Keflavik
Leikfélag Keflavíkur fmmsýndi sl.
laugardag söngleikinn „Fréttaveit-
una“ eftir Ómar Jóhannsson, undir
leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar.
Fyrir tveimur ámm samdi Ómar
revíu í tilefni af 40 ára afmæli Kefla-
víkurbæjar. Sú frumraun þótti tak-
ast vel og var mjög vinsæl. Nú er ró-
ið á sömu mið: græskulaust grín um
samtímapersónur á Suðumesjum í
bundnu og óbundnu máli.
Uppsetning er á köflum snjöll og
leikur oft á tíðum athyglisverður. í
svo mannmargri sýningu, sem hér
um ræðir, er ekki unnt að nefna
nema fá nöfn. En Hafsteinn Gísla-
son og Guðný Kristjánsdóttir bera
hana uppi ásamt Vigdísi Jóhanns-
dóttur, Þór Helgasyni, Rúnari
Hannaha, Guðbrandi Sigurðssyni,
Jóhannesi Kjartanssyni og Jóhanni
Sigurðssyni, núverandi formanni fé-
lagsins.
Vemlegur fengur verður í nýliðum
eins og Ingólfi Árnasyni og Ernu
Sigurðardóttur, sem vom stór-
skemmtileg í sínum hlutverkum, að
ógleymdri Huldu Ólafsdóttur, leik-
stjóra og rithöfundi, sem nú brá sér
í búning leikara.
Á þessu leikári á leikfélagið 30 ára
afmæli. Mér er til efs að nokkurt
áhugaleikfélag hafi á síðari ámm
fmmflutt jafnmörg íslensk leikrit og
L.K., og þessi sýning vitnar um
áframhaldandi grósku.
Svo er að vona að sem flestir leggi
leið sína í Félagsbíó.
Hilmar Jónsson