Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 23. október 1991 Nýja biomjólkln fæst í lítersfernum og elnnlg í 1/4 Iftra fernum. Tlmamynd: Aml BJama Nýr heilsudrykkur búinn til úr mjólk Biomjólk er nýr ljúffengur og hollur nrjólkurdrykkur frá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík, sem kemur í versl- anír á morgun. Biomjólk er sýrö með sams konar gerlum og eiga sér eðli- legt umhverfi í mannslíkamanum sjálfum. Gerlar af því tagi sem biomjólkin er sýrð með — Bifidobacterium bifidum og Lactobacillus acidophilus — eru meðfæddir manninum. Þeir búa í meltingarfærunum og hjálpa líkam- anum að nýta hollefni fæðunnar, en gegna auk þess lífsnauðsynlegum for- vömum í meltingunni með því að gefa frá sér efni sem hindra vöxt og draga úr virkni skaðlegra baktería. Þá draga þessi efni úr myndun ensíma sem virðast örva myndun krabbameina í meltingarfærum, draga úr meltingar- truflunum af völdum streitu og breytts mataræðis og draga úr þarma- bólgum og sumum lifrarsjúkdómum. Þegar fólk tekur sýklalyf getur það oft haft þær aukaverkanir að þessum hollu örverum í meltingarveginum fækkar. Hins vegar sýna rannsóknir að hægt er að fjölga þeim aftur með því að neyta matvæla sem innihalda ör- verumar. Biomjólkin fæst í eins lítra femum og í 1/4 lítra femum. Fituinnihald hennar er lítið, eða aðeins 1,5%. —sá Lánskjaravísitala fremur hægfara Lánskjaravísitalan hækkaði um 0,34% milli september og október. Umreiknað til árshækkunar sam- svarar þetta 4,2% verðbólgu á ári. Síðustu þrjá mánuði hefur hækkun lánskjaravísitölunnar svarað til rúmlega 6% verðbólgu. Þessar tölur benda til þess að töluvert hafi dregið úr verðlagshækkunum að undan- fömu, því síðustu 12 mánuðina hef- ur lánskjaravísitalan hækkað um 9,1% — úr 2938 í nóvember í fyrra í 3205, sem er gildandi lánskjaravísi- tala fyrir nóvember 1991. Fremur lítil hækkun lánskjaravísi- tölunnar nú byggist raunar að vem- legu leyti á lítilli hækkun bygging- arvísitölunnar (0,2%) og enn minni hækkun (0,1%) launavísitölunnar nú milli mánaða. Síðustu 12 mán- uðina hefur launavísitalan hins veg- ar hækkað mest þessara vísitalna, eða 10,9%. - HEI Eglll Ólafsson söngvarl, Jón Ólafsson forstjóri Skífunnar, og Helga Hilmarsdóttlr umsjónarmaöur meö verslunum Skffunnar, vlö opnunarhátfö Stórverslunar fyrlrtæklslns. Skífan opnar nýja verslun aö Laugavegi 26: Fyrirtækið fimmtán ára Fyrir 15 árum, á haustdögum árið 1976, opnaði Skífan sína fyrstu hljómplötuverslun að Laugavegi 33. Þess vegna er vel við hæfi að halda upp á 15 ára afmæli fyrirtækisins með opnun Stórverslunar Skífúnn- ar að Laugavegi 26. í henni verða famar nýjar leiðir þar sem nótum og myndböndum verður gert hátt und- ir höfði. Auk þess verður mikið úr- val af hljómplötum, kassettum og geisladiskum á boðstólum. Hljómplötuútgáfa og náið samstarf við listamenn hefur alla tíð verið stór þáttur í starfseminni og fer vax- andi. Árið 1984 haslaði Skífan sér völl á nýjum vettvangi kvikmynda og myndbanda og er nú einn stærsti aðili í dreifingu myndbanda í land- inu. Áfram hélt þróunin og á árinu 1988 tók Skífan við rekstri Hljóð- færahúss Reykjavíkur, sem nú er í blómlegum rekstri að Laugavegi 96. Rekstur kvikmyndahússins Regn- bogans færðist á hendur Skífunnar 1989 og gengur sá rekstur einnig mjög vel. Frá árinu 1990 hefur Skíf- an rekið Stúdíó Sýrland, sem er eitt fullkomnasta hljóðver landsins. -j* EES-SAMNINGARNIR „Mér líst mjög vel á samnlng- ana. Meginmál þeirra befur auð- vltað legiö fyrir lengl. Þesai sfð- asta lota hefur snúist um aukaat- riði, að vísu mikilvæg þelm sem eiga hagsmuna að gæta. Mér sýn- ist að í sjávarútvegsmálum hafi náðst að minnsta kosti jafnmikill ef ekki meiri árangur en maður gat búist við,“ segir Ólafúr Dav- íðsson, framkvæmdastjóri Félags fslenskra íðnrekenda, um EES- samningana. „Helstu kostlr þessa samnings eru að við tryggjum okkur góðan aðgang að Evrópumarkaði fyrir sjávarafurðir. Við tryggjum það að vörum okkar verður ekki mis- munað á markaðnum með ein- hverjum öðrum hætti en tollum. Það skiptir verulegu máli fyrir aliar þær nýjungar sem við reyn- nm að koma á markað. Vlð getum treyst því að ef við framleiðum vöru, sem uppfyllir þær kröfur sem hér eru eru gerðar eftir sam- er það tryggt fyrirfram aö þeim verður ekki úthýst Það er tryggt að það munu gilda sömu leikregl- ur um viðskipti með vöru og þjónustu á öllum þessum mark- aði. Þetta tryggir iðnaði ódýrari þjónustu á margan hátt: banka- þjónustu, tryggingaiðgjöld, sam- gðngur. Iðnaðurinn mun ciga kost á ódýrari aöföngum en efla, sem skiptir mikfu máli í vaxandi samkeppni við innflutning. Hann & nú alia sömu kosti og eriendir keppinautar. Þetta tryggir og að hér verða sömu viðskiptahættir og í ná- grannalöndunum. Við munum búa við sama efnahagskerfi, kerfi sem hefur skilað Evrópu nokkuð góðum árangri. Það er ógemingur að ætla að meta samningana til fjár. Þeir gefa okkur mjög margvíslega möguieika sem við verðum að spfla úr. Við erum held ég að tala um einhver prósent í hagvexti og þar með háar tölur. Mestu sldptir að það er verið að breyta fram- vindu sögunnar, skapa ný tæki- færi sem er svo okkar að nýta,“ segir Óiafur Ðavíðsson. -aá. , um EES- samníngana: „Svo virðíst sem það hafi náðst meira fram í þessari iokalotu en kannski fiestir gerðu ráð fyrir. Það er augljóst að ef þetta verður að samningi, þá fáum við aukinn aðgang fyrir fullunnar sjávaraf- urðir að mörkuðum Evrópu- bandalagslandanna. Það skiptir okkur auðvitað mjög mikiu,“ seg- ir Ásmundur Stefánsson, fo”seti Aiþýðusamhands íslands, um EES-samningana. „Það er rótt aö taka fram að við höfum ekki tekið neina endanlega afstöðu til þessa samnings. Hún ræðst ekki aðeins af þvi hvernlg tollamálum er háttað, heldur hvaða fyrirkomulag menn hafa á opnum vínnumnrkaði, hvaða regl- ur verða þar tll að tryggja félags- leg réttindi þeirra sem fara á mflli, og til að tryggja þar jafn- framt að ef eitthvað fer þar úr- skeiðis í tilflutningum að hægt verði að grfpa inn L Eftir því, sem ég best veit, eru þær regíur ekld fullmótaðar og á meöan hljótum við að hafa ákveðna fyrirvara. Mér finnst því eidd rétt að taka neina endanlega afstöðu nú. Mér sýnist hins vegar að það sé umtalsveröur ávinningur, hvað snertir sjávarútveginn, í þessum samningsdrögum. Þaraa er hugs- anlega fundin varanleg forsenda fyrir samstarfi okkar við Evrópu- þjóðimar, markaðssamstarf sem getur nýst oldcur án þess við lend- um í því að ganga inn í Evrópu- bandaiagið, sem ég held að sé á margan hátt hættulegt Ég er nokkuð sannfærður um að ef við ekki flnnum einhvern samnlngs- flöt við Evrópubandalagið, EES eða tvíhliðasamning, munu koma hér upp víðtækar krófur um að við göngum í Evrópubandalagið. Ég held að þessi kostur sé þar ótvírætt skynsamlegri og hag- stæðari. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um ftjáls viðskipti með flsk. Mér þyk- ir rnikill akkur í að ekki var samið um fijáis viðskiptí með fisk, vegna þess að það hefur vantað fullkomiega að sijóravöid gerðu grein fyrir því hveraig við ættum þá að stjórna rfðstöfuninni á fisk- inum. Án hiiðaraðgerða og traustra heimflda til afskipta gætu fijáis viðskipti með fisk fcitt tii þess að fiskur færi héðan að mestu óunninn. Viðskiptasamn- ingur er í þessu hagkvæmari en opin ftjiis viðskipti. Við höfum væntanlega möguleíka tíi að halda áfram að mlðla afla og stjóraa út- fiutningi hans. Hagur fiskvinnsi- unnar vænkast, þó vanti á að aflt hafi fengist, en það verður verk- efni framtíðarinnar. Auðvitað verðum við svo að meta pakkann í heiid. Alþýðusamband- sjávarafuröa, um EES-samninga: eru ,Mér sýnist að það hafi náðst meiri árangur í þessum samning- um heldur en ég hafði þorað að vona,“ segir Árai Benediktsson, stjórnarformaður fslenskra sjáv- arafurða, um EES-samningana. „Þeir eru vinnslunni hagstæðir og það er hægt að spila þannig úr spilunum að þeim fylgi mjög já- kvæðar breytingar á fsienskum sjávarútvegí. Það er hægt að haga þvf þannig að framvegis munum við vinna meira af fiskinum hér heima, á kostnað þess sem áður fór óunnið úr landi. Möguieikarn- ir eru fyrir hendi. Hins vegar hef ég enga trú á öðru en að sjávarútvegur Evrópu- bandalagsins geri aflt sem f hans valdi stendur tíl að ná fiskinum óunnum úr landi. Hann hefúr ýmsa möguleika til þess. Þvfþurf- um vfð að mæta hér heima og vera vel vakandi fyrir því. Ef það gengur eru möguleikarair veru- iegir. En það breytír hins vegar ekki þvf að við eigum eldd, bvorid fyrr né síðar, erindi inn í Evrópu- bandalagið, að mfnu mati,“ segir Áral Benediktsson. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.