Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. október 1991 Tíminn 5 Guðmundur J. talar á þjóðarsáttarnótum á þingi VMSÍ, sem hófst í gærkvöldi: Hvar eru loforðin um hærri skattleysismörk? Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís- lands, gerði kosningaloforð stjóramálafiokkanna m.a. að umtalsefni í setningarræðu sinni á þingi sambandsins, sem hófst á Hótel Loftleið- um í gærkvöldi. Eftir að hafa gagnrýnt skattakerfið fyrir að lenda með óeðiilegum þunga á launafólki á sama tíma og fjármagnseigendum og stöndugum fyrirtælgum væri hyglað með skattleysi eða skattafrá- drætti sagði Guðmundun „í vor var okkur sagt af öllum flokkum að skattleysismörk skyldu hækkuð — ekkert hefur orðið úr efndum — en okkur er nú sagt að kannski, eftir 3 ár, verði breyting á. Þeir lofuðu í vor — og sviku í haust, og eru forviða á því að fólk hristi höfúðið, ef það er tortryggið á að ef tíl vill eftir 3 ár komi lægri skattar.“ Frá þlngl VMSÍ í gær. Tlmamynd Áml BJarna Guðmundur rakti reynslu verkafólks af þeim samningum, sem gerðir voru á undan þjóðarsáttarsamningunum, og sagði að þeir hefðu skilað minna en engu í kaupmætti. Þjóðarsáttar- samningamir — sem fólu í sér „að stöðva skyldi gengislækkanir, lækka vexti, halda búvöruverði óbreyttu, draga úr verðhækkunum á opinberri þjónustu og báðir aðilar sameinuðust um að halda niðri sjálfvirkum verð- hækkunum" — skiíuðu hins vegar furðu miklum árangri. Engu að síður, sagði Guðmundur, tókst ekki að vinna upp kaupmáttarhrapið, sem átti sér stað 1988-1989, og því væri kaup verkafólks enn óheyrilega lágt Síðan sagði formaður VMSI í ræðu sinni: „Fyrri hluta sumars ákvað rík- isstjómin að hækka vexti á rikis- skuldabréfum — bankamir komu strax á eftir og hækkuðu vexti meira — síðan hafa vextir hækkað jafnt og þétt til skamms tíma. Og það gengur eftir — fyrirtækin sem höfðu góða af- komu 1990 em byijuð að tapa vegna aukins fjármagnskostnaðar. Nýir skattar, sem nú heita þjónustugjöld, voru settir á. Rafmagn var hækkað og ýmsar grunnnauðsynjar hafa verið að hækka að undanfömu. Það er ekki hægt að segja að núverandi ríkis- stjóm hafi starfað í anda þjóðarsáttar síðustu mánuðina." í ræðu sinni kom Guðmundur ekki beint að kröfugerð í komandi samn- ingum, en boðaði að hann myndi fjalla um það síðar á þinginu. Þó sagði hann þetta í því sambandi:.en þó óumflýjanlegt sé að auka kaupmátt almennra launa, þá þarf að gera það á þann hátt að það sé ekki strax af okk- ur tekið. Jafnframt sem ég stend fast á þessu, þá óttast ég lánskjaravísitöluna og verðbólguna. En verðbólgan kem- ur harðast og fyrst niður á lægst laun- aða fólkinu." í ljósi ummæla Guð- mundar um reynsluna af fyrri kjara- samningum og svo þjóðarsáttar- samningnum, er ljóst að hann vill freista þess að ná fram einhvers konar þjóðarsáttarsamningum á ný þar sem kaupmáttaraukning yrði tryggð, þrátt fyrir að ríkisstjómin hafi látið ólík- indalega í þeim efnum. í lok ræðu sinnar gerði Guðmund- ur félögum sínum grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að hann ætlaði að láta af störfum sem formaður í VMSÍ, hann hefði nóg að starfa í því félagi þar sem hann er formaður. „En ég er ekkert hættur störfum, ég mun leggja Verkamannasambandinu það lið sem ég má. Ég er þakklátur þeim mörgu mönnum sem ég hef starfað með, þeir hafa verið margir ómetan- legir félagar. Ég held að við eigum mikið af góðu fólki, sem getur tekið við forystu í sambandinu. Geti ég eitt- hvað aðstoðað það, er sú aðstoð til reiðu," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. -BG Petur Blöndal um EES-samnmginn: Eðli samninga að báðir græði ,J4enn hafa alltaf lagt dæmið þannig upp að Evrópubandalagið geri ekkert nema að græða á því— og það er hárrétt En það á að vera eðli allra samninga að báðir aðilar græði á þeim. Og þar sem þessi samningur er til þess að bijóta niður ýmiss konar höft og múra, þá mtm hann væntanlega örva við- skipti í heild, þannig að allir geti grætt á þessu,“ sagði Pétur Blön- dal spurður álits á helstu kostum og göllum nýja samningsins um EES, ekki síst hvað varðar áhrifin á fjármagnsmarkaðinn. Pétur segir að þetta muni vitan- lega þýða miklar sviptingar, bæði í plús og mínus, fyrir alla aðila. Bankar og fjöldi annarra fyrirtækja gætu ekki lengur treyst á skjól þeirrar einangrunar sem þeir hafa lifað f hér á landi, heldur verði nú að búa sig undir stóraukna sam- keppni. Vel geti farið svo að einhver fyrir- tæki muni líða fyrir þetta og sum jafnvel fara á hausinn. En önnur, sem em vel rekin, muni aftur á móti blómstra þegar þeim opnast aðgangur að svo miklu stærri markaði en hingað til. í þeim hópi gerir Pétur td. ráð fyrir flölda fyrir- tækja sem vinna að fullvinnslu sjávarafla, með því að þau losni nú við tolla sem til þessa hafi hamið þau í samkeppni við erlenda aðila. Hvað fjármagnið varðar segir Pét- ur samninginn gera ráð fyrir af- námi ríkisafskipta, sem við íslend- ingar höfum haft mikið af með öll- um okkar sjóðum. Frelsi í fjár- magnsflutningum milli landa muni svo væntanlega leiða til þess að hingað fari að streyma lánsfé á lægri vöxtum fyrir hina smærri lántakendur. Pétur segist oft hafa bent á það að íslenski lánamarkaðurinn geti að- eins að litlum hluta kallast íslensk- ur. Stærsti hluti hans sé erlent lánsfé, annað hvort lánað beint eða endurlánað. Nærtækt dæmi um þetta sé Ld. nýja álverið. Þeir 60 milljarðar, sem það á að kosta, svari til rúm- lega helmings allra innlána í bönk- um og sparisjóðum á íslandi. Þetta dæmi sýni að íslenskir sparifjáreig- endur standi ekki undir nema litlu broti af lánamarkaðnum á íslandi. Og það fé hafi raunar að mestu runnið í gegnum ríkissjóð. Eftir samning um EES muni ódýrt erlent lánsfé væntanlega taka að streyma inn í landið, sem veiti íslensku bönkunum samkeppni. Þar sem bankamir búast við þess- ari samkeppni og vita að þeir verði að standast hana, ætti samkomu- lagið að virka mjög fljótt Fyrir smærri fýrirtæki segir Pétur þetta þó fyrst og fremst þýða betri þjónustu. Að slík fyrirtæki og/eða einstaklingar geti nú farið að hlakka til að fá loksins miklu ódýr- ari lán sagðist hann draga fremur í efa. íslensk fyrirtæki séu flest frem- ur lítil og vanmáttug, og hafi mörg afar veika eiginfjárstöðu. Það þyki ekki svo eftirsóknarverðir skuldar- ar í útlandinu að þeir njóti þeirra sérstöku vildarkjara í erlendum bönkum, sem menn séu hér oft að gera samanburð við. - HEI Dómur fellur í Ávöxtunarmálinu í Sakadómi Reykjavíkur: Fyrrum eigend- ur fá 2 og 7>h ár Dómur var í gær kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur í Ávöxtunar- málinu svokallaða. Þeir Pétur Björnsson og Ármann Reynisson, fyrrum aðaleigendur Ávöxtunar sf., hlutu báðir óskilorðsbundinn fang- elsisdóm, Pétur 2 1/2 ár en Ár- mann 2 ár. Pétur Björnsson var jafnframt sviptur leyfi ævilangt til verðbréfamiðlunar. Þeir Pétur og Ármann voru fundn- ir sekir um afar stórfelld auðgunar- brot og fjárdrátt. Pétur var sakfelld- ur fyrir fjárdrátt upp á 75 milljónir kr. að núvirði og Armann fyrir fjár- drátt upp á 60 milljónir að núvirði. í ákæruskjali segir að þeir Pétur og Ármann hafi lokkað almenning með blekkingum til viðskipta við fyrir- tæki sín, og voru þeir sakfelldir fyrir brot á lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Auk tvímenninganna voru þeir Reynir Ragnarsson endur- skoðandi og Hrafn Backman ákærð- ir. Reynir var sýknaður af ákæru um brot á lögum um löggilta endur- skoðendur og fyrir að hafa ekki gætt lögboðinna og viðurkenndra aðferða við gerð ársreikninga, þar sem meint brot voru talin fyrnd. Hrafti var einnig sýknaður af ákæru um meint fjársvik. Beðið eftir niðurstöðum Hafrannsóknarstofnunar úr loðnuleit: Loðnuveiðar munu ekki byrja strax Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar, segir í samtali vift Túnann að loftnuleitin hafi tafist vegna vefturs. Leitin hefur þó gengiö mun betur núna upp á síðkastift. Jak- ob telur að veririð verfti langt komið á fimmtudag. Hann segir jafnframt að þaft sé á valdi sjávarútvegsráftherra hvenær farið verftur aft veifta loðn- una. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir í sam- tali við Tímann að beðið sé eftir því að heyra eitthvað frá fiskifræðingunum. Jón telur það ólíklegt að farið verði að veiða loðnu fyrr en eftir að loðnu- könnun er lokið. Hann bendir á að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra er ekki á landinu, en hann er „ríkið, mátturinn og dýrðin“ í þessu máli, segir Jón. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði gengið frá kvótanum fyrr en þeir eru búnir að kanna svæðið og þá hvað liggi fyrir hjá þeim. Við erum ekki búnir að fá neitt, nema frá skip- stjórunum sem fóru þama. Þeir hafa lýst því yfir að ástandið sé gott, en þeir eru ekki með neinar hugmyndir um hversu mikið magn þama sé. Þeir hafa ekki átt möguleika á því að mæla magnið og viðurkenna það í sjálfu sér. Spumingin er þá um vinnubrögð hjá okkur í ráðuneytinu, hvort við tökum slíka tilfinningu veiðimannsins fyrir ástandinu gilda," segir Jón. -j* þessl mál að menn hefftu skrifað fhrtaingur á vöimm frá Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengls- og tóbaksversl- unar rlkisins, segir aö samningar um EES: „Þaft fmnst mér einkennilegt Ef Norftmenn, Fhmar og Svíar eru aft- a, þáernúþað virftisL ríkiseinokunarfyrirtæld. ,J*aft, sem vift höfúm haldift um lausL“ segir Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslun- ar rfldsins. I samnlngunum um EES er ákvæfti sem útilokar, aft því er ckki heftur hér aft því leyti aft vift pöntum þaft fyrir menn, sem vift höfúm ekki á boftstólum. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.