Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 4
4Tíminn
Miðvikudagur 23. október 1991
Stjórnvöld í Búrma eru ekki sátt viö hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár:
AUNG SAN SUU KYI
EKKI VERÐUGUR
VERÐLAUNAHAFI
Herforingjastjórain í Búrma gaf til
kynna í gær að leiðtogi stjómarand-
stöðunnar, Aung San Suu Kyi, ætti
friðarverðlaun Nóbels ekki skilið.
Teiknimyndir í dagblöðum stjóm-
valda gáfu til kynna að friðarverð-
launin hefðu betur verið komin í
höndum framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, Javiers Perez de
Cuellar, eða Nelsons Mandela sem
stjórnvöld í Suður-Afríku höfðu í
fangelsi í 27 ár.
„Það er sérstaklega einkennilegt að
þeir skuli nefna Perez de Cuellar, þar
sem hann hefur oftar en einu sinni
óskað eftir að Aung San Suu Kyi
verði látin laus,“ segir stjómarerind-
reki í Rangoon.
Á mánudaginn kom sendinefnd á
vegum Sameinuðu þjóðanna til
Búrma til að til að kanna hvað hæft
sé í ásökunum á hendur herforingja-
stjórninni um mannréttindabrot.
Yozo Yokota, prófessor frá Japan, fer
fyrir nefndinni. Stjórnarerindrekar í
Aung San Suu Kyl.
Búrma efast um að hann fái að hitta
Aung San Suu Kyi eða aðra Ieiðtoga
stjórnarandstöðunnar, sem eru í
Flugvél rænt í Tékkóslóvakíu:
Flugræninginn gaf sig
á vald lögreglunnar
Flugræningi, sem rændi flugvél í Tékkóslóvakíu, hélt áhöfn-
inni í gíslingu og krafðist þess að flogið yrði með sig til Líbíu,
gafst upp í gær.
Eftir 16 klukkutíma samningaviðræður við hann gaf hann
sig sjálfviljugur á vald lögreglunnar. Þetta kemur fram í við-
tali sem tékkneska fréttastofan átti við Martin Sendrych, tals-
mann innanríkisráðuneytisins.
Flugvélinni, sem var rænt á
reglulegu flugi sínu frá Bratislava
til Prag, lenti á flugvellinum í Prag
um miðjan dag á mánudag, en var
stýrt á hliðarvöll vegna ránsins.
Flugræninginn hélt áhöfn flugvél-
arinnar í gíslingu, en leyfði farþeg-
unum að fara frá borði. Fréttastof-
an segir að flugmanninum hafi
tekist að laumast frá borði á meðan
samningaviðræður við flugræn-
ingjann stóðu yfir, en samninga-
maður var sendur um borð. Flug-
ræninginn krafðist 35 milljóna
króna lausnargjalds.
Samningamaðurinn fór fljótlega
frá borði og stuttu síðar hótaði
flugræninginn að nota Semtex-
sprengju og sprengja flugvélina í
loft upp.
Semtexsprengjur eru gerðar í
Tékkóslóvakíu og var slík notuð ár-
ið 1988 þegar Boeing 747 þota Pan
Am flugfélagsins var sprengd í loft
upp yfir bænum Lockerbie á Skot-
landi, með þeim afleiðingum að
270 manns fórust.
Tékkneska fréttastofan hafði ekki
heimildir fyrir því, hvort flugræn-
inginn hafi haft sprengiefnið undir
höndum. Ekki hefur verið greint
frá nafni hans. Miroslav Kvasnak,
leiðtogi víkingasveitarinnar þar
eystra, sagði að þessi sami maður
og rændi flugvélinni hafi framið
vopnað rán í febrúar síðastliðnum.
Utanríkisráðuneyti Líbíu sagði í
tilkynningu áður en flugræning-
inn gafst upp, að flugvélinni yrði
ekki leyft að lenda í Líbíu eða
fljúga yfir líbískt landsvæði. Þar
kemur einnig fram að flugræning-
inn yrði tekinn til yfirheyrslu ef
hann neyddi flugvélina til Líbíu.
Líbíumenn reyna nú að koma á
betra sambandi við Bandaríkin og
önnur vestræn ríki, sem hafa sakað
þá um að styðja ofbeldisverk
hryðjuverkasamtaka. Líbía er enn-
þá á lista Bandaríkjanna yfir lönd
sem styðja hryðjuverk.
Reuter-SIS
að bregðast við friðarverðlaunaveit-
ingunni. í ofangreindum teikni-
myndum er einnig talað um verð-
launin sem „áróðursverðlaunin".
En þrátt fyrir allt hefur herfor-
ingjastjórnin ekki formlega sagt
neitt um verðlaunin eða ritskoðað
fréttaflutning um að Aung San Suu
Kyi hafi hlotið þau. Búrmanskir
stjórnarerindrekar í Tælandi segja
að með þessu sé friðarverðlauna-
nefndin að blanda sér í innanríkis-
mál Búrma.
Fréttir um að Aung San Suu Kyi
hljóti friðarverðlaunin hafa borist
um landið í gegnum erlendar út-
varpsstöðvar. Fjöldi fólks var mjög
ánægt, en of hrætt til að láta það í
ljós við stjórnvöld.
reuter-sis
Sprenging við flótta-
mannabúðir í Gautaborg:
w u m
Öflug sprengja sprakk í
Gautaborg á mánudagsnótt
með þeim afleiðingum að rúð-
ur brotnuðu og hurðir
skemmdust. Sprengjan
sprakk við miðstoðvar flótta-
manna í borgínni.
Tveir flóttamannanna voru
fluttir á sjúkrahús með tauga-
áfall, en að öðru Íeyti slasaðist
enginn. Flóttamennirnir eru
flestir frá Júgóslavíu.
Berry Nejding iögreglumað-
ur segir að ekki sé búið að
handtaka neinn vegna þessa,
og að ekki sé vitað tii að nein
róttæk samtök standi þarna að
baki.
í síðasta mánuði sprungu
sprengjur í vöruhúsi og í op-
inberri byggingu í Gautaborg.
Nejding sagði að ekki væri tal-
ið að þarna væri samband á
miili. reuter-sls
haldi.
Herforingjastjórnin virðist ekki
vita nákvæmlega hvernig hún eigi
14 ára unglingur frá Namibíu skotinn til bana:
Herinn í Botswana
talinn bera ábyrgð
á þessu ódæðisverki
14 ára namibískur unglings-
piltur var skotinn til bana þar
sem hann var á siglingu á litl-
um kanó með vinum sínum á
ánni sem er við landamæri
Namibíu og Botswana. Lögregl-
an telur að herinn í Botswana
hafí framið þetta ódæði.
Talsmaður lögreglunnar í höf-
uðborg Namibíu segir að Twey-
ape Taetuka hefði verið skotinn
til bana þann 14. október sl.
þegar hann var að fiska með
vinum sínum á Cuando-fljóti,
sem aðskilur þessi tvö Afríku-
ríki.
Óeinkennisklæddir menn köll-
uðu á Taetuka og vini hans þrjá,
sem eru 5, 12 og 13 ára, frá
bakkanum Botswanamegin og
buðu þeim mat.
Vinirnir þrír, sem komust lífs
af, sögðu að mennirnir hefðu
miðað rifflum á þá um leið og
þeir komu að bakkanum og
skotið á Taetuka.
Lögreglan segir að lík hans
hafi fundist neðar í ánni, en ekki
hefur verið greint frá því hvort
hann lést af völdum skotsára
eða hvort krókódílar áttu þátt í
dauða hans.
Lögreglan í Namibíu segir að
þetta sé í þriðja sinn sem skotið
er yfir landamærin á þessu
svæði, en þetta vilja ráðamenn í
Windhoek ekki staðfesta. Lög-
reglan telur að landher Bots-
wana sé ábyrgur fyrir þessu.
Stjórnarerindreki Botswana í
Namibíu sagði að þessi atburður
væri mjög sorglegur, en hún
vildi ekki segja neitt annað um
málið fyrr en hún fengi fyrir-
mæli um það frá ríkisstjórn
sinni, sem ætlaði að sjá til þess
að þetta yrði rannsakað gaum-
gæfilega.
reuter-sis
WASHINGTON - George
Bush, forseti Bandaríkjanna, og
Mikhafl Gorbatsjov, forseti Sov-
ótríkjanna, hittast á fundi í
Madrid degi áður en friöarráö-
stefna um málefni Miðaustur-
landa verður haldin. Tiikynning
um þetta barst frá Hvíta húsinu I
gær. Fundurinn veröur 29. októ-
ber. Fundur þeirra verður sá
sjöundi á tveimur og hálfu ári.
PARÍS - Franskír tollverðir
fundu 11 tonn af kannabisefn-
um f þýskri lystisnekkju, sem
var á siglingu um Norðursjó.
Þetta var filkynnt í gær. Sjö
manna áhöfn sneWtjunnar hefur
verið handtekin.
FANmuNJCm, Kóreu -
Chung Won-shik, forsætisráð-
herra Suður-Kóreu, vill koma á
betra sambandi á milli Norður-
og Suður-Kóreu. Hann ætlar að
halda fund í höfuöborg Norður-
Kóreu með kollegum sínum
þar.
TÓKÍÓ - Japanir hafa aflétt
viðskiptahömlum á Pretortu, og
segjast vilja hjálpa til við að
koma efnahag Suður-Afríku á
réttan kjöl nú þegar framfarir
eru mögulegar. Stjórnvöld í Jó-
hannesarborg hafa fagnaö
þessari ákvöröun.
UTTARKASHI, Indlandi -
Tala látinna vegna öflugra jarð-
skjáifta í noröurhéruðunum við
rætur Himalaja er kominn upp f
að minnsta kosti 675 manns.
TÓKÍÓ - Sjö helstu iðnríki
heims eru tilbúin til aö láta 24
milljarða af hendi nú þegar til
hjálpar Sovétríkjunum. Þetta er
haft eftir fróttum í ríkissjónvarp-
inu I Japan. Hins vegar segja
embættismenn við japanska
fjármálaráðuneytið að þessi
frétt sé úr iausu loftl gripin. Þeir
segja að iðnríkin sjö hyggist
bíða átekta og sjá hvort Sovét-
rlkin geti gengið að skilmálum
þeirra.
MOSKVA « Mikhaíl Gorbat-
sjov, forseti Sovótríkjanna, og
leiðtogar átta iýðvelda, innan
Sovétríkjanna segja að Úkraína
sé óbætanlegur hluti Sovétríkj-
anna, og báöu Úkrafnumenn að
sjá að sér og segja sig ekki úr
bandalaginu.
KARACHI, Pakistan - Abdui
Quadeer Khan, einn helsti
kjarnorkufræöingur Pakistana,
segir að land hans eigi nú
kjarnorkusprengju. Pakistanar
hafa ætíð neitað grunsemdum
vestrænna ríkja um að þeír
væru aö smíöa kjamorku-
sprengju, og sagt aö kjarnorku-
stefna þeirra væri friösamleg
og fyrir not f framtiðinni.
RÓM - Milljónir ítata hættu
vinnu sinni í gær í fjóra klukku-
tíma í allsherjarverkfalli, til að
mótmæla fyrirhuguðum sparn-
aði forsætisráöherrans, Giulios
Andreotti.
LONDON - Breska sjónvarpið
greindi frá því í gær að furtdist
hafí fjöidagröf I Mongólíu. Talið
er að þetta séu þúsurtdir
Búddatrúarmanna sem Jósef
Stalín fyrirskipaði að iáfa
arepa.