Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 23. október 1991 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavík Framkvœmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö f lausasðlu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Síðasti fyrirvarinn Með samningsgerð þeirri um „evrópskt efnahags- svæði“, sem íslenskir ráðherrar samþykktu á nætur- fundi í Lúxemborg í gær, var fórnað síðasta fyrirvaran- um í löngu samningaþófi, þar sem eftirgjafastefria réð ferðinni allan tímann. Með samþykkt samningsdraga þessara hafa samn- ingamenn ríkisstjórnarinnar í Lúxemborg leikið til enda þann leik sem þeir hófu með eftirgjöf á þeim fyr- irvörum sem þeim var uppálagt að virða. Nú ljúka þeir málinu með því að gefa eftir þann fyrirvarann gagn- vart „fjórfrelsinu", sem þeir sóru mest fyrir að nokkru sinni skyldi henda þá, þ.e. að samið yrði um veiði- heimildir EB-þjóða á lslandsmiðum. Hér skiptir engu máli þótt þessi undansláttur sé falinn í gervi gagn- kvæmninnar. Gagnkvæmar veiðiheimildir ættu að vera afskrifað mál. Samningurinn er kallaður efnahagslegur ávinningur og pólitískur sigur áður en efni hans hefur verið kynnt þjóðinni, raunar áður en Alþingi og utanríkisnefnd þingsins fær að lesa samninginn í heild. Það skal þó tekið fram, að stjórnmálamenn, félags- málaforkólfar og áhugafólk yfírleitt um þessi mál, þurfa ekki endilega að bíða formlegs yfirlestrar utan- ríkismálanefndar á samningnum, því að heildarmynd- in liggur nú fyrir. Allir, sem fylgst hafa með ferli þessara samninga, vita að íslensku samningamennirnir höfðu fyrir löngu (fyrir sitt leyti) samþykkt að gangast undir grundvall- armarkmið „evrópska efnahagssvæðisins" um óhefta kaupsýslu á öllum sviðum, frjálst flæði fjármagns og vinnuafls og yfirþjóðleg lög og dóma. Það hefur verið stefna stjórnvalda og áhrifamikilla samtaka, stofnana og einstaklinga að leyna hinum pól- itísku afleiðingum þess að taka þátt í ríkjabandalagi því sem stofna á samkvæmt samningi um „evrópskt efnahagssvæði". Innganga í slíkt bandalag hefur í för með sér ýmiss konar skerðingu á pólitísku ákvörðun- arvaldi á íslandi og dregur auk þess úr íslensku dóms- valdi. í stað þess að segja sem er að með þátttöku í EES séu íslendingar að ganga inn í nýtt ríkjabandalag með miklum pólitískum kvöðum, er því haldið fram að hér sé aðeins verið að gera sakleysislegan viðskiptasamn- ing, sem íslendingar hafi ekkert nema ávinninginn af. EES-samningurinn er ekki viðskiptasamningur. Hann er samningur um stofnun sérstaks ríkjabanda- lags. Hvar sem er nema á íslandi viðurkenna stjórn- málamenn að „evrópska efnahagssvæðið" sé bráða- birgðastofnun til aðlögunar að fullri aðild að Evrópu- bandalaginu. Alþingismenn eiga að varast þá blekk- ingu sem felst í því að leyna hinu pólitíska markmiði EES, samruna í Bandaríkjum Evrópu þegar fram í sækir. Ríkisstjómin ætlar að fá Alþingi til þess að sam- þykkja að íslendingar kaupi sig inn í hina pólitísku Evrópuþróun með því að opna íslenska landhelgi fyrir Evrópuþjóðum bakdyramegin undir því yfirskini að viðskipti með sjávarafurðir verði frjáls. Svo er þó alls ekki. Þar með hefur ríkisstjómin fórnað síðasta fyrir- varanum. GARRI Nú er skammt ítórra högga á Iðnaöarin* Sftrum en veiðihelmllá-:: um okkar sjálf, verftur auövelt aö sannfærafóBt um að best sé aö ein- unttennskuna. Hann varð aMrei meira eo upp i nokkrar línur f jiejtíd nema brons, og að auki hafa Svíar verið alfflr upp við að fslend- ingar vaeru hálfvitar — eða næst- n í þeiUUUt fræga titil tívo umræðu um að t“ inngöngu f EES. Með því hefur hringnum verið lok- að. Ártölin eru bókuð, 1262,1662 og 1991. Tvö fyrrl ártölin reyndust Vel má vera að einskonar yfirstétt, þótt fámenn hafi \-erið og hokin, hafi talið sig græða á þeim alda- hvörfuna sem urðu í þjóðíAaginu, en sá gróði var forgengilegur og entíst engum tfi framdráttar. Spánverjamir koma Hugmyndin um búferiaflutning- ana horfir rið áheyrendum eins og raunurn Kúrda, eða einhverra ann- arra þjóöa, sem hvergi mega eiga föðuriand. Samningurinn við BES er afiur á móti byggður á algjöru tiifmningaleysi og rótleysi, og míö- ar að því að gera okkur að verstöð í hafiou. Hafa þá aflir fslendingar verið fluttir á einar fjórar aðalver- stöðvar til að vinna þar við þorsk og sðd á vegum alþjóðlegra fjármála- stofnana. Pyrst hægt er að fram- um. Ab vísu virðisl þorakurinn hai|| anleg sjósókn Spánverja hér á áreiðankga efllr að efia veiðarnar vJð landið, þótt tvfsýnt sé um hvort rið höfum hag af þvf eða eUd. Nú ræður Hafrannsóknarstofnun veið- um við landið. Þarf eidá annað en að vitna til Matthíasar Bjamasonar um það. Hann var, gamail maður- inn, kallaður út á stétt við Alþittgs- húsið, tÖ að svan spumingunnl um hvort ekki ætti að fara að vriða loðnu samkvæmt iágmaritskvóta. Matthías sagðl að ráðherra gæti ákveðlð það. En hvað um Haírann- sóknarstofnun? var spurt Ja, tíl hvers er að hafa ráðherra ef ein- hveijar stofnanir eiga að fara með viiid í landinu? TO hvers að hafa ríkisstjóm? Er ekki nóg að hafa títofnanir, sagði Matthías. Sigraðir menn Nú hafa tveir ráðherrar setið í Lúxemborg til að afsala landsrétt- indum fyrir nökkra fisksporóa. Sið- aðir menn gera viðskiptasamninga án þess að krefjast fríðinda í samn- ingslandinu. >eir óska ekki eftír aflakvótum fyrir kaup á flakaðri sfld. Engu er líkara en ráðherramir tvehr hafi eldd talið sig geta komið: heim frá Lúxemborg nema hafa áfram að þtýsta á um meiri tHsIals- anir og þær jafnvel taldar sjálfsagð- ar, vegna þess að ftamundan er að sem sigraðtr menn. Opin viðskipti Það er ömurlegt hJutskipö að að fá viðurkennda. Kjósi EB- rikin að byggja tollmúra um lönd sín, eigum við varia að hlaupa tíi og borga fyrir niðurfeilingu þeirra að hiuta með landaafsali. Okkur hefur aidrei verið markaður bás f við- urinn snýst um söfu á fisld. Hann snýst elnnig um réttíndi EB-rikja hér á landi, þótt aö sinni hafi verið bægt frá sénréttindum ínnan fisk- skipti við Bandatfidn. Frekari við- sldptí vlð þau standa okkur opin. Það getur að vísu þýtt að við þurf- um að breyta framleiðsluháttum okkar á fiski, en annað eins hefúr nú skeð. Evrópuríkin hafa beitt okkur fantabrögðum. Þau hafa staðið í landvinningum en ekki í viðskiptasamningum. Vtð skulum muna ártölin 1262,1662 og 1991. Þar var kyngt bitum, seœ voru ekki stórir f fyrstu, en enduöu með því að kæfa allt framtak þjóðarinnar og koma rekstri og forstjá hennar í hendur erlendra manna. mii VÍTT OG BREITT Ríkisrekinn einkageiri Búvörusamningurinn í Qárlagafrumvarpinu: Rúmlega þrjú þúsund bændur gerðir að ríkisstarfsmönnum - sauðfjárbændur munu fá 1.T70 milliónir 1 bcinar launaereiflslur Mikið er á því japlað að ríkið eigi ekki að vera að vasast í atvinnu- rekstri. Það stækkar aðeins báknið og opinber rekstur er óhagkvæmur, enda lítið um samkeppni og öllum stendur nákvæmlega á sama um hvort ríkisrekin fyrirtæki, stór og smá, bera sig eða ekki, enda hefur enginn neinna hagsmuna að gæta í vel eða illa reknum opinberum fyr- irækjum. Á þessu er nauðað af talsmönnum einkarekstursins, sem þykist hasla sér völl á sífellt fleiri sviðum. Opinberir starfsmenn taka undir allar svona ásakanir á sinn hátt, þótt ekki vilji þeir leggja ríkisreksturinn niður. Það gera þeir með því að klifa látlaust á því að opinberu fyrirtækin greiði ekki nándar nærri eins há laun og einkafyrirtækin, og er reyndar óskiijanlegt með öllu að nokkur sála skuli fást til að vinna hjá opinberum aðilum á þeim sultarkjörum sem þar bjóðast. Einkageirinn borgar svo margfalt betur, segja þeir opinberu og berja sér og barma. Opinber fjáraustur Nú er DV búið að finna enn nýjan hóp ríkisstarfsmanna og fjölgar þeim um lítil þrjú þúsund. Eru það bænd- ur, sem búvörusamningurinn gerir að opinberum starfsmönnum, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi fá sauðfjáreigendur nær átján hundruð milljónir í beinar launagreiðslur úr ríkissjóði. Hér skal ekki lagður dóm- ur á hvort hér sé öllu rétt til skila haldið hvað bændur varðar. Hins vegar má vel færa að því gild rök að margir þeir, sem halda sig vera í stífri samkeppni í einkageiran- um sæla, þiggja í raun og með réttu laun sín frá opinberum aðilum. Með einföldum útreikningi er þannig hægt að margfalda opinbera starfs- menn, en auðsuppsprettan er einatt úr landssjóðnum eða úr opinberum sjóðum og frá ríkisstofnunum. Þannig byggist verktakastarfsemi öflugustu hlutafélaga á ríkisframlög- um. Allar virkjanaframkvæmdir, stórbyggingar, vegalagnir, brúar- og hafnargerðir, línulagnir, flugvalla- gerð og viðhald á öllu þessu og mörgu fleiru eru greiddar af opin- beru fé. Einkageirinn hefur hvorki bolmagn né vilja til að standa undir stórfram- kvæmdum eða jafnvel rekstri stórfyr- irtækja. Heilbrigðis- og menntakerfm eru nær eingöngu rekin af ríki og sveit- arfélögum, og þótt einhverjir séu að lækna eða kenna utan ríkisstofnan- anna, standa ríkisframiög í langflest- um tilfellum undir kostnaði. Stærsti kúnninn Ríkisfjölmiðlunin hælist um og seg- ist vera sú Iangöflugasta í lýðveldinu og öflugustu útgáfufyrirtæki lands- ins eiga allt sitt undir að ríkið kaupi kennslubækur. Mikil kaupmennska á sér stað við að reka öll ríkisbáknin og er ríkið og stofnanir þess óefað lang-langstærsti viðskiptavinur innflytjenda vöru og annarra kaupslagara. Ekki má gleyma garminum honum Katli, þegar ríkisrekstur er til um- ræðu. Bankar og aðrar lánastofnanir og allt litróf sjóðakerfanna er ríkis- rekið og þangað sækir einkaframtak- ið mikið af lífsþrótti sem heldur því gangandi. Þegar allt kemur til alls má með nokkrum sanni segja að obbinn af öllum starfandi mönnum hafi framfæri sitt af ríkinu og öðrum opinberum aðilum. Hlutafélögin lifa á opinberu fé og öll verktakastarf- semi og fleira og fleira mundi veslast upp og verða að engu ef ríkisframlag- anna nyti ekki lengur við. Vafasamt er hvort nokkuð er réttara að kalla bændur ríkisstarfsmenn heldur en t.d. starfsmenn ístaks hf. eða annarra einkafyrirtækja, sem hafa allt sitt framfæri af vinnu fyrir opinbera aðila. Allar greiðslur til svona fyrirtækis koma úr opinberum sjóðum og varla orð á því gerandi hvað þau vinna fyrir einkaaðila. Önn- ur byggingafyrirtæki eru svo háð op- inberum aðilum og sjóðum að bágt er að sjá hvemig hægt væri að starf- rækja þau án margháttaðrar opin- berrar fyrirgreiðslu. Sé vel að gáð er augljóst að hið op- inbera er, þegar allt kemur til alls, svo öflugur atvinnurekandi og fram- kvæmdaaðili að einkaframtakið er lítt sjáanlegt á þeim markaði. Það em nefnilega ærið fleiri stéttir en þændur sem auðvelt væri að flokka undir ríkisstarfsmenn, ef vilji er fyrir hendi til að rökstyðja það. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.