Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Holnorhusinu v Tryggvogotu
2T 28822
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Öðruvísi bílasala
BfLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
Áskriftarsími
Tímans cr
686300
I^^AlUj^^llvíntfihgur
Tiniinn
MIÐVIKUDAGUR 23. OKT 1991
FJALLAÐ UM FLEIRA
EN KIRKJULEG MAL
Kirkjuþing hófst f gær:
Séra Ólafur Skúlason biskup setti tuttugasta og annað kirkju-
þing hinnar íslensku þjóðkirkju í gær, að lokinni guðsþjónustu í
Bústaðakirkju. Áður fýrr kom kirkjuþing saman annað hvert ár,
en nú er fundað árlega, en það gefur þingmönnum meiri mögu-
leika til að fylgjast með málum og hafa áhrif á framgang þeirra
og um leið að bregðast svo við sem hver tími krefst.
Séra Ólafur segir m.a. í ræðu
sinni: „Við berjum yfirleitt ekki
bumbur til að vekja athygli á því,
sem kirkjan sýslar með, en þó eru
sérstök tilefni, sem gera það nauð-
synlegt að ná út yfir þann hring,
sem gerst fylgist með, og ná athygli
sem flestra. Eitt af því, sem veitir
möguleika til slíks, er kirkjuþing."
ðlafur bendir á að svonefnd
kirkjuleg viðfángsefni hafa alls ekki
verið fyrirferðarmest á undanförn-
um kirkjuþingum, heldur hefur
verið fjallað svo til um allt, sem til
heilla má horfa fyrir íslenska þjóð.
Á þessu kirkjuþingi verður m.a.
fjallað um hina geigvænlegu aukn-
ingu sjálfsvíga ungmenna. Bent er
á, hvað helst megi stemma stigu
við þeim flótta frá lífi, sem hrekur
ungmenni til slíkra hörmungar-
verka og myrkvar hugarheim fjöl-
margra, en það er stuðningur við
hornstein hvers þjóðfélags, þar
sem er fjölskyldan og heimilið. í
því sambandi er vert að leggja
áherslu á þýðingu hinnar nýju
stofnunar, sem hafið hefur starf-
semi sína og er rekin af kirkjunni.
En það er fjölskyldustofnun sem
prófastsdæmin í Reykjavík og á
Kjalarnesi og í Ámessýslu stánda
að. Fólk getur snúð sér beint til
starfsmanna þessarar stofnunar,
eða prestar og opinberir aðilar veita
upplýsingar.
Kyrrðarstundir í hádeginu stuðla
að hinu sama og veita tækifæri til
innri uppbyggingar í friðarleit. Er
þá sameinast í kirkjunni um bæn
og sakramenti, en að lokum borinn
fram léttur hádegisverður. í fyrstu
var farið hægt af stað, en nú mun
unnt að sækja slíkar hádegisstund-
ir flesta virka daga vikunnar í hin-
um ýmsu kirkjum höfuðborgar-
svæðisins.
Séra Ólafur kom í ræðu sinni
einnig inn á tregðu ríkisvaldsins til
að standa við gerða samninga um
skil á hlutdeild safnaða og kirkju-
garða í sköttum. Hann segir: ,Auk
þess að fá ekki féð, svo sem skyld-
ugt er, eru vonbrigðin mikil yfir
þeim breytingum, sem geta orðið á
mönnum við að skoða ei lengur
mál úr þingsölum við Austurvöll,
heldur frá skrifborði f stjómarráði.
Frú Magnea Þorkelsdóttir og séra Slgurbjörn Einarsson blskup, séra Siguröur Guömundsson,
vígslubiskup og frú Aöalbjörg Halldórsdóttir, frú Ebba Slgurðardóttlr og séra Ólafur Skúlason
biskup, frú Matthildur Jónsdóttir og séra Bolli Gústavsson vígslublskup, séra Pétur Slgurgeirs-
son blskup, og frú Sólvelg Ásgeirsdóttir.
Eykur þetta ekki trú á þessi vísindi,
sem kallast stjórnmál." Séra Ólafur
segir enn fremur: „Og sorglegt er
það, þegar við tökum til meðferðar
nú á þessu þingi nýtt ffumvarp um
kirkjubyggingar, að framlag ríkis-
ins til kirkjusmíði skuli skorið nið-
ur í eina milljón. Já, eina milljón
fær kirkjubyggingarsjóður sam-
kvæmt frumvarpi til fjárlaga...
Verðum við að treysta því, að þing-
menn, sem vel þekkja þörf fyrir
góðar kirkjur og safhaðarheimili,
fái þessu breytt í umfjöllun um
frumvarp til fjárlaga." -js
Ársfundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans:
ísland sendi 8 fulltrúa
„í málefnum skuldugra þróunar-
landa var megináherslan lögð á
mikilvægi þess að þau fylgi að-
haldssamri efnahagsstefnu, sem
tryggi aUt í senn: hagvöxt, viðun-
andi greiðslujöfnuð við útlönd og
lága verðbólgu. Jafnframt var
áhersla lögð á, að sem fyrst verði
ákveðnar frekari afskriftir skulda
fátækustu þróunarríkjanna við op-
inberar lánastofnanir í iðnríkjum,"
segir viðskiptaráðuneytið m.a. í
frétt frá ársfundum Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins og Alþjóðabankans,
sem lauk í Bangkok nýlega. Verður
ekki að vona að átta manna sendi-
nefnd íslands færi heim með sér
fróðleik um þá aðhaldssömu efna-
hagstefnu, sem líka tryggir íslend-
ingum þetta allt í senn: hagvöxt,
viðunandi greiðslujöfnuð við út-
lönd og lága verðbólgu?
Af frásögn viðskiptaráðuneytisins
af umræðum á ársfundunum má
marka að fleirum en okkur virðist
ganga erfiðlega að feta hinn gullna
meðalveg í stjórn efnahagsmála.
„í umræðum á ársfundunum var
vakin athygli á fremur hægum hag-
vexti víða um lönd og að mörg ríki
glímdu enn við fjárlagahalla og
verðbólgu. Ýmsir ræðumenn beindu
athyglinni að gríðarlegri fjármagns-
þörf Austur-Evrópuríkja og margra
ríkja þriðja heimsins. Þeir lýstu
áhyggjum af því að án aukins sparn-
aðar, bæði hins opinbera og einka-
aðila, væri líklegt að raunvextir færu
hækkandi. í þessu sambandi má
nefna að vaxandi áhersla er nú lögð
á mikilvægi þess að draga úr hern-
aðarútgjöldum og að beina þeim
fjármunum, sem þannig sparast, til
arðbærra verkefna, þar á meðal til
þróunaraðstoðar. Mikilvægt er talið
að um leið og hagvöxtur eykst, þá
verði stefnan í ríkisfjármálum og
peningamálum nægilega aðhalds-
söm til þess að fyrirbyggja að verð-
bólga vaxi á ný.“
Ársfundina, sem stóðu dagana 15.
til 17. október, sóttu af íslands
hálfu Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra ásamt aðstoðarmanni sínum
Guðmundi Einarssyni, Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra ásamt
ráðuneytisstjóra sínum Magnúsi
Péturssyni, Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri og Ólafur ísleifsson frá
alþjóðadeild bankans, og Sigurgeir
Jónsson forstjóri Lánasýslu ríkis-
ins. Áttundi fulltrúi íslands var
Ingimundur Friðriksson, varafull-
trúi Norðurlandanna í stjórn Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins í Washing-
ton.
Á fundunum voru Mongólía og Al-
banía boðin velkomin í hóp aðildar-
ríkja Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og
Alþjóðabankans, sem nú eru orðin
156 að tölu.
Aðalfundarfulltrúar hafa því ekki
verið undir 1.250 manns (þ.e. hafi
ekkert land sent færri fulltrúa en
ísland).
Metþátttaka framhaldsskólanema í
„Norrænu dagsverki“ á fimmtudaginn:
Verkefni vantar
Kristinn H. Einarsson, formaður Kristinn segir að það, sem
nefndar um „Norrænt dagsverk“, stendur til boða þennan dag, sé
segir í samtali við Túnann að að einstaklingar geta keypt eitt
þetta sameiginlega söfnunarátak dagsverk, t.d. að láta taka til í
framhaldsskólanema á Norður- garðinum hjá sér, þvo glugga eða
löndum sé búið að sprengja allt þvo og bóna bíBnn, svo eitthvað
utan af sér, þátttakan sé svo mik- sé nefnt Þess vegna auglýsir
il hér heima. Norrænt dagsverk Norrænt dagsverk nú eftir verk-
verður haldið í fyrsta sinn á ís- efnum fyrír allt þetta fólk, sem
landi fimmtudaginn 24. október tilbúið er að gefa vinnu sína til að
nk. Á hinum NorðurlÖndunum styrkja böm og ungUnga í Bras-
hafa um 10%-15% framhalds- ilíu til mennta.
skólanema tekið þátt í átakinu. Kristinn segir það ánægjulegt að
Til samanburðar má benda á að svo margir íslenskir framhalds-
t.d. úr Menntaskólanum ætla 670 skólanemar séu tilbúnir til að
að taka þátt í átakinu og þátttakan gefa einn af sínum skóladögum
úr Menntaskólanum f Kópavogi til jafnaldra sinna í Brasilíu.
verður náiægt 100% mæting. Fólk og fyrirtæki geta hringt á
Þátttakan hér stefnhr þess vegna í skrífstofu Iðnnemasambandsins
að verða mildð, mikið meiri en í sfma 10988 og 14318 og óskað
aðstandendur höfðu búið sig eftir að framhaldsskólanemar
undir og þorað að vona. taki ti! hendL -js