Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 23. október 1991 Miðvikudagur 23. október 1991 Tíminn 9 Samningurinn um evrópskt efnahagssvæði Samningamenn Evrópubandalagsins og EFTA lýstu yfír miklnm fognuöi í fyrri- nótt, þegar samningar um evrópskt efnahagssvæði voru í höfn, efdr 16 klukku- stunda þóf. Evrópska efnahagssvæðið verður stærsta einstaka markaðssvæði heimsins og teygir sig fírá norðurheimskautsbaug til Miðjarðariiafs. Pertti Salolainen, utanríkisviðskipta- ráðherra Finnlands sem gegnir for- mennsku í EFTA, sagði eftir fundinn að þessi samningur markaði tímamót. Hann skapaði stærsta og samtengdasta markaðssvæði í heiminum. Á lokasprettinum var einkum tekist á um þrjú vandamál: fríverslun með fisk, greiðslur í þróunarsjóð til fátækari EB- landa, og vöruflutninga um Alpana. Um tíma leit út fyrir að andstaða Grikkja við samkomulag um flutning um Alpana myndi standa í vegi fyrir samningum og sama gilti um kröfu Spánverja um heim- ild til að fjárfesta í íslenskum sjávarút- vegi. „Við höfum fundið lausnir á öllum þeim ágreiningsatriðum sem skildu okkur að,“ sagði Frans Andriessen, aðalsamninga- maður EB. Hann bætti við að samkomu- lagið nú væri ekki byggt á eins veikum grunni og það samkomulag, sem þeir töldu vera í augsýn í júní í sumar; þvert á móti væru þeir vissir um að samningarn- ir væru í höfn. Salolainen sagði að Vest- ur-Evrópa hafi nú sýnt fram á að hún gæti leyst sín eigin mál, og með samein- uðu átaki gæti hún nú stuðlað að frekari uppbyggingu í austurhluta álfunnar. Samkvæmt samkomulaginu um EES munu EFTA-ríkin taka upp hundruð lagabálka frá Evrópubandalaginu og gera þau að sínum eigin, en flest þessara laga snerta viðskipti og samkeppnisaðstöðu í víðum skilningi. Að sögn samninga- mannanna er enn eftir talsverð vinna við að fínpússa samninginn, áður en hægt er að leggja hann fyrir þjóðþing þeirra 19 ríkja, sem aðild eiga að EES- samkomu- laginu. Reuter-fréttastofan birti í gær útdrátt úr texta samkomulagsins og birtist hann í heild hér á eftir, og er reynt að fara eins nálægt enska textanum og kostur er. VÖRUVERSLUN: Flæði þeirra vara, sem framleiddar eru á EES, skal vera frjálst um efnahagssvæðið frá og með 1993, án tollahindrana, stað- bundinna skatta eða gjalda sem mis- muna varningi, og með auðveldari landa- mæraeftirliti. Vaming má stöðva af ör- yggis- eða heilbrigðisástæðum, en EB og EFTA verða að koma sér saman um fyrir- komulag til að flokka vömr, bæði varn- ing sem kemur frá EES og annars staðar frá. Samkvæmt samningnum em ríkis- einokunarfyrirtæki útlæg. Sérstakar ráð- stafanir hafa verið gerðar vegna landbún- aðar- og sjávarafurða, orku, kola og stáls. FLÆÐIVINNUAFLS OG ÞJÓNUSTU: Frá og með 1993 eiga einstaklingar hvaðan sem er af svæðinu að geta búið, starfað og boðið fram þjónustu sína um allt svæðið. Til að ýta undir þessa þróun, munu EFTA-ríkin samræma löggjöf sína í félagsmálum lögum sem gilda í EB. Starfsréttindi, sem tekin eru gild í einu landi EES, skulu tekin gild alls staðar á EES. Sviss, sem hefur haft stranga lög- gjöf um innflytjendur, hefur fimm ára aðlögunartíma til að uppfylla þessar regl- ur. FLÆÐI FJÁRMAGNS: Á þessu sviði mun starfsemi gefin frjáls, þar á meðal bankastarfsemi, trygginga- starfsemi, fjarskiptastarfsemi, upplýs- ingastarfsemi og samgöngur. Hins vegar eru settar hömlur við fjárfestingu í fast- eignum og beinni fjárfestingu í EFTA- ríkjunum. SAMKEPPNISAÐSTAÐA: EFTA-ríkin munu taka upp reglur EB um samkeppni, þar á meðal reglur gegn hringamyndun og misnotkun á yfir- burðastöðu, samruna og sameiningu, og ríkisstyrki. EFTA mun setja á laggirnar sérstaka eftirlitsstofnun, sem fylgist með því að fyrirtæki á þeirra svæði fari að settum reglum. EFTA-ríkin munu setja inn í löggjöf þjóða sinna þau Iög, sem gilda í EB varðandi atvinnurekstur, neyt- endavernd, menntun, umhverfismál, rannsóknir og þróunarstarf og félagslega þjónustu. VERSLUN MEÐ LANDBÚNAÐARVÖRUR: Samkvæmt EES-samkomulaginu er EFTA-ríkjunum heimilt að halda sínum eigin landbúnaðarstefnum, og þurfa þau ekki að ganga inn í sameiginlega land- búnaðarstefnu EB. Þó munu báðir aðilar, EFTA og EB, vinna að því að auka freisi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir, einkum með tilliti til ákvarðana sem teknar verða í GATT-viðræðunum, þeim hluta sem kenndur er við Uruguay. Á tveggja ára fresti fari fram endurskoðun, sem miði að því að fella niður viðskipta- hömlur á þessu sviði, í fyrsta sinn árið 1993. VERSLUN MEÐ SJÁVARAFURÐIR: Á lokastigum samninganna var ákveðið að Noregur og ísland myndu fá tollfrjáls- an aðgang að EB- mörkuðum frá 1993 með sumar fisktegundir, s.s. þorsk og ýsu, og frá 1997 með aðrar tegundir. Noregur náði ekki að tryggja betri að- gang að þessum mörkuðum fyrir við- kvæmari eða umdeildari tegundir, s.s. lax, sfld, makrfl og rækjur. Samkvæmt samkomulaginu munu spænsk og portú- gölsk skip fá heimild til að veiða allt að 11.000 tonnum af þorski í norskri land- helgi fram til ársins 1997, en þessu hafa aðilar í norskum sjávarútvegi mótmælt, þó heimildin nemi einungis þriðjungi þess sem Spánverjar höfðu upphaflega krafist. Norðmönnum og íslendingum tókst að koma í veg fyrir að ákvæði kæmi inn í samninginn sem heimilaði spænskum útgerðarmönnum að fjárfesta í fiskiskip- um þessara landa, þrátt fyrir að Evrópu- dómstóllinn hafi fyrr á þessu ári hrundið breskum lögum, sem bönnuðu Spánverj- um að ná sér í breskar fiskveiðiheimildii með því að skrá skip sín í Bretlandi. FLUTNINGABÍLAR f ÖLPUNUM: EB hefur gert samkomulag við Austur- ríki um að skera niður umferð flutninga- bfla um 60% á 12 árum. Sambærilegui samningur við Svisslendinga hljóðar upp á að flytja þorra framleiðslu EB í gegnum landið með Iestum í stað flutningabfla. Fjöldi laga og reglugerða, sem gilda í EB, verður tekinn upp og settur inn í löggjöf einstakra EFTA-þjóða, þar á meðal reglur EB sem opna fyrir samkeppni í flugi. STOFNANIR OG YFIRSTJÓRN: Evrópska efnahagssvæðið lýtur stjórn sérstaks ráðherraráðs EES, sem hittist a.m.k. einu sinni á sex mánaða fresti. Dagleg stjórn verður hins vegar í hönd- um sérstakrar nefndar embættismanna . frá EFTA- ríkjunum og framkvæmda- stjórn EB. Þá munu báðir aðilar setja á fót sjálf- stæðan sameiginlegan dómstól, sem verður í tengslum við Evrópudómstól Evrópubandalagsins í Lúxemborg. Þessi dómstóll mun fást við ágreiningsefni, sem koma upp í tengslum við EES, og öll ágreiningsefni vegna samkeppnisað- stöðu. Hvert EFTA-ríki mun tilnefna einn mann í dómstólinn, en átta dómar- ar sitja í honum fullskipuðum á hverjum tíma. Þrír verða frá EFTA-ríkjum, en fimm frá EB. FJÁRFRAMLÖG: EFTA-ríkin hafa fallist á að lána 1,5 milljarð ECU (1,8 milljarð dollara) á 3% vöxtum, og 500 milljón ECU (600 millj- ón dollara) í styrki í sjóð til hjálpar fá- tækari EB-ríkjunum: Spáni, Portúgal, Grikklandi og lrlandi. Fé þetta verður að nota til verkefna á sviði umhverfís- og menntamála. - BG Eyjólfur Konráö Jónsson, formaður utanríkismálanefndar: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista: Líst þokkalega Ortalag samnings a sammnginn ins skiptir máli Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður ut- anríkismálanefndar, sagði að sér sýndist að niðurstaða samninganna hefði orðið betri en útlit var fyrir á mánudag. „Mér líst betur á þetta í dag en í gær,“ sagði Eyjólfur Konráð. Hann sagðist telja að samningamenn íslands hefðu haldið fast fram málstað íslands í samningunum, og sagði mikilvægt að í samningnum væri ekki gert ráð fyrir að EB fengi einhliða veiðiheimildir í íslenskri lögsögu. Eyjólfur Konráð sagðist ekki gera at- hugasemd við málsmeðferð utanríkisráð- herra á lokastigum samninga. Samkomu- lag hefði orðið um að ráðherra héldi fund með utanríkismálanefnd þegar hann kæmi til landsins og eftir að hann hefði kynnt ríkisstjórninni samninginn. Eyjólfur Konráð sagðist efast um að rétt sé að bera samninginn undir þjóðarat- kvæði. Kjörnum fulltrúum þjóðarinnar væri treystandi til að taka ákvörðun í þessu mikilvæga máli. Eyjólfur Konráð tók þó fram að hann útilokaði ekki að samningurinn yrði lagður undir atkvæði þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að meginkrafa íslend- inga um tollfrjálsan aðgang fyrir íslensk- an físk hefur ekki náð fram að ganga. Það hefur hins vegar náðst verulegur árangur í því að lækka tolla, en það er nauðsynlegt að fá að vita um hvernig tollalækkunin kemur til framkvæmda. Sama má segja um fyrirvarana t.d. um fjárfestingu í orku- lindum og sjávarútvegi. Það skiptir máli hvernig þeir eru orðaðir í samningnum. Þá skiptir máli hvernig eftirliti er hagað með skipum EB sem koma til með að fá að veiða í íslenskri lögsögu, og einnig hvort að ákvæðið um veiðiheimildirnar er í sjálfum EES-samningnum eða hvort það er í tvíhliða samningi íslands við EB. Hvernig svo sem þessum þáttum er fyrir- komið breyta þeir ekki eðli samningsins. Kvennalistinn lagði á sínum tíma til að farið yrði í tvíhliða viðræður við EB frekar en viðræður við EES, og við höfum alla tíð lýst yfir andstöðu okkar við að ísland gerist aðili að slíkum samningi,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi harkalega hvemig utanríkisráðherra hefur komið fram við utanríkismálanefnd Alþingis á meðan á þessum viðræðum hefur staðið. Ekki hefði verið fylgt ákvæðum laga um samráð við nefndina og nefndarmenn orðið að láta sér nægja upplýsingar úr fjölmiðlum. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins: EES er ekki lausn á öllum okkar vandamálum „Ég hef ekki séð þennan samning, svo ein- kennilegt sem það kann að virðast Sam- kvæmt lögum á nefndin að vera ríkis- stjóminni til ráðuneytis um öll meiriháttar utanríkismál. Þrátt fyrir þetta höfum við á þremur fundum ekki fengið einn einasta staf um þá samningavinnu sem unnin hef- ur verið í Lúxemborg,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins. ,Afþví, sem ég hef séð, sýnist mér að sjáv- arútvegshluti samningsins sé betri en útlit var fyrir. Tollfrelsi fæst fyrir ferskan fisk, sfld og saltfisk. Ég hef ekld enn fengið svar við því hvort unnar sjávarafurðir em toll- frjálsar, en það skiptir mjög miklu máli. Vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs liggur í því að selja á erlendan markað sjávarafurð- ir tilbúnar á pönnuna. Ég vil einnig fá að sjá hvað við þurfum að borga fyrir þetta. Ég fagna því að útlend- ingar íá eldd að fjárfesta í veiðum eða vinnslu, en hvað um landakaup? Hvemig getum við haft stjóm á fólksflutningum til landsins? Em landbúnaðarafurðimar með í þessu? Þannig get ég haldið áfram að spyrja. Ég vil fá svör við þessum og fleiri spumingum áður en ég segi hug minn til þessa máls.“ Ert þú óánægður með hvenúg að samn- ingum var staðið á lokastigum samninga? „Ég er mjög óánægður með að utanríkis- málanefnd skuli ekki hafa verið upplýst um málið. Ég hefði talið að það hefði verið gott fyrir-utanríkisráðherra að vera í stöðugu sambandi við utanríkismálanefhd, þannig að hún hefði getað beint til hans vissum at- hugasemdum og spumingum eins og ég hef hér varpað ffam. Það, sem við fáum núna, er samningur sem er fullffágenginn. Honum verður ekki breytt Við getum ekki annað gert en annað hvort að samþykkja hann eða hafna hon- um. Telur þú að það eigi að bera þennan samning tmdir þjóðaratkvæði? Við fáum ekki allt fyrir ekkert í EES-samningum „Ég hef mikið hugleitt það að undanfömu og mér finnst það koma til greina. En þá verður samningurinn líka að liggja mjög skýrt fyrir og kynna þarf hann vel fyrir þjóðinni, kosti hans og galla. Þetta er tví- mælalaust stærsti samningur sem íslend- ingar hafa gert Hann er miklu meira en viðskiptasamningur, eins og utanríkisráð- herra hefur kallað hann, því að hann tekur til svo margra annarra sviða en viðskipta. Hvað sem hver segir, erum við með samn- ingum að afsala okkur vissum sjálfsákvörð- unarrétti. Ég tek ekki undir það að við sé- um að afsala okkur fullveldinu, en við er- um að takmarka það að vissu leyti. Mér finnst bera dálítið mikið á því hjá stjómvöldum að þau treysta mikið á þenn- an samning sem lausn allra okkar vanda- mála. Því fer víðs fjarri að hann geri það. Hann getur beinlínis verið okkur hættu- legur, ef við sjálfir verðum ekki duglegir að hafa frumkvæði í atvinnumálum. Ef þessi samningur tekur gildi. er enn mikilvægara að íslendingar sjálfir byggi upp atvinnu- rekstur í þessu landi og haldi fast á eigin málum. Ef við gerum það ekki, sogumst við inn í þetta mannhaf þar sem við höfum ákaflega takmörkuð áhrif,“ sagði Stein- grímur. „Það getur enginn svarað því hér og nú hvort þetta er góður samningur eður ei. Þetta em mjög bamalegar yfirlýsingar hjá utanrfldsráðherra þegar hann segir að ís- lendingar hafi fengið allt fyrir ekkerL Evr- ópubandalagið em mjög harðsvímð hags- munasamtök og þau em þekkt fyrir að vilja ætíð fá eitthvað fyrir sinn snúð. EB er að fá í þessum samningum stórkostleg réttindi hér á landi, sem það hefur ekki haft áður. Það fær að fjárfesta hér á landi nánast eins og það vill, ef sjávarútvegurinn er undan- skilinn. Það fær rétt til að kaupa hér dali og firði,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar sagði að öryggisákvæði samningsins væm óljós. Ekki væri ljóst hvort eða hvemig íslendingar gætu komið í veg fyrir að hér hefjist stórfelldur inn- flutningur erlends vinnuafls, eða að út- lendingar kaupi hér lönd og dali. Hann benti á að EB geti gripið til gagnráðstafana ef íslendingar grípi til öryggisákvæða og enginn viti í hvers konar formi þær gagn- ráðstafanir verði. „Það er ljóst að meginkröfu íslendinga um frjálsan markaðsaðgang fyrir fisk var hafn- að. f staðinn fengu íslendingar tollalækk- anir sem vissulega em mikilvægar, en ég hef ekki fengið að sjá það á blaði hvað þær em miklar. Em þær fyrir allar fullunnar sjávarafurðir? Geta menn sett upp verk- smiðjur á íslandi og framleitt fiskrétti toll- frjálst inn á markaði EB? Er sfld, önnur en saltsfld, tollfrjáls? Við höfum haft bókun 6, sem hefur veitt okkur sterka stöðu á EB- markaði fyrir okkar sjávarafurðir. Norðmenn hafa ekki haft þessa bókun 6. Það er búið að tala mik- ið um að Norðmenn séu að fóma miklu fyr- ir okkur í þessum samningi. Menn gleyma því hins vegar að Norðmenn em að fá í þessum samningi jafnrétti fyrir sínar sjáv- arafurðir á mörkuðum EB, sem þeir hafa ekki í dag. Samkeppnisstaða Norðmanna mun styrkjast gagnvart íslenskum sjávaraf- urðum. Ef Alþingi samþykkir þennan samning, þrengir það gífurlega svigrúm íslenskra stjómvalda til að taka sjálfstæðar ákvarðan- ir í efnahagsmálum. Alþingi og íslensk rík- isstjóm væri ekki nema svipur hjá sjón hvað varðar möguleika til að taka sjálfstæð- ar ákvarðanir í efnahagsmálum. Menn geta síðan deilt um það hvort í þessu felist full- veldisafsal eða ekki.“ Ólafur Ragnar sagði furðulegt hvemig ut- anríkisráðherra hefur komið fram við ut- anríkismálanefhd á lokastigum samning- anna. Nefndinni hafi verið haldið fyrir utan málið og henni ekki gefnar upplýsingar, þrátt fyrir að eftir þeim væri leitað. Hann sagði framkomu ráðherrans vekja tor- tryggni um að hann hafi eitthvað sem hann vilji fela fyrir nefndinni. Ólafur Ragnar sagði að í samningnum væm plúsar og mínusar. Dæmið þyrfti að gera upp, þegar allar staðreyndir málsins lægju fyrir. Hann sagði að Alþýðubandalag- ið myndi móta afstöðu sína til samningsins á næstu dögum og vikum, eftir að fram hafi farið umræða og kynning á eftii samnings- ins í ýmsum stofnunum flokksins. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.