Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.10.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. október 1991 Tíminn 3 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra segir EES-samninginn vera vegabréf Isiands inn í 21. öldina: „Fengum allt fyrir ekkert“ Samningar tókust í fyrrinótt um myndun evrópsks efnahagssvæð- is (EES). Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í gær að samningurinn væri mikill sigur fyrir ísland. Allar meginkröfur íslendinga hafi náð fram að ganga. Utanríkisráðherra kallaði samn- inginn vegabréf íslendinga inn í 21. öldina. Með samningum um EES verða tollar lækkaðir eða felldir niður á nær öllum sjávarafurðum sem ís- lendingar flytja á Evrópumarkað. Tollur verður felldur niður af fersk- um flökum, saltfiski, saltfiskflökum, flatfiski, skreið, saltsfldarflökum og lagmeti. Tollur verður áfram óbreyttur á laxi, humri og makrfl. Samningurinn á að taka gildi í árs- byrjun 1993. Þá strax lækka og falla niður tollar sem má meta upp á 1,5 milljarð. Þegar tollalækkanirnar hafa að fullu tekið gildi, þ.e. í árs- byrjun 1997, munu íslendingar greiða 300 milljónir í tolla af ís- lenskum sjávarafurðum og þá er miðað við viðskipti eins og þau eru í dag, en íslendingar flytja um 70% sjávarafurða sinna til landa sem verða aðilar að EES. íslensku samn- inganefndarmennirnir meta þessa tollalækkun upp á samtals 1,8 millj- arð á ári. í samningnum er ekki gert ráð fyr- ir að útlendingar fái að fjárfesta í ís- lenskum sjávarútvegi, hvorki í veið- um né vinnslu. Hins vegar sam- þykktu íslensku samninganefndar- mennirnir að EB fengi gagnkvæmar veiðiheimildir í íslenskri lögsögu. Samkvæmt samningnum fær EB að veiða karfa og langhala í íslenskri lögsögu sem nemur 2.600 tonnum í þorskígildum talið. Á móti fá íslend- ingar að veiða 30.000 tonn af loðnu við Grænland. Árlegt framlag ís- lands í þróunarsjóð Evrópubanda- lagsþjóða verður sem svarar 67 milljónum íslenskra króna. Á lokastigum samnings tókst að knýja fram tollfrelsi á saltaða sfld, en greiða hefur þurft 12% toll af henni. Þetta er talið mjög mikilvægt fyrir sfldarútflytjendur. Sífellt er að verða erfiðara að semja við Sovétmenn um kaup á sfld, og því horfa sfldarút- flytjendur til nýrra markaða í Evr- ópu. Þýskaland er næststærsti sfld- armarkaður í heimi og Pólverjar, sem kaupa mikið af sfld, höfðu lýst því yfir að þeir myndu taka upp toll- skrá EB. „Að því er ísland varðar er niður- staðan sú að þegar samningurinn er að fullu kominn til framkvæmda, í ársbyrjun 1997, geta íslendingar flutt út 96% sjávarafurða sinna toll- frjálst á EB-markað. Þeir tollar, sem eftir verða, eru í flestum tilvikum svo lágir að þeir eru ekki viðskipta- hindrun nema í sérstökum tilvik- um,“ sagði utanríkisráðherra. „Starfsskilyrði fiskvinnslu á íslandi verða í framtíðinni gerbreytt. Hér er hægt að byggja upp í landinu sjálfu tæknivæddan og háþróaðan mat- vælaiðnað, sem mun skila fullunn- um afurðum á borð neytenda í EB. Við höfum bundið enda á stöðu ís- lands sem hráefnisútflutningsný- lendu fyrir fiskvinnslu EB. Loksins eru samskipti okkar við Evrópubandalagið í framhaldi af frí- verslunarsamningnum frá árinu 1977 komin á eðlilegan grundvöll. Augljóslega hefurþað háð mér sem utanríkisráðherra Islands að kynna þetta mál minni þjóð, vegna þess hve óvissa hefur lengi ríkt um samningsniðurstöðuna. Nú hefur endi verið bundinn á þá óvissu. Ég hef í hyggju að beita mér fyrir því að þetta mál verði rækilega kynnt, þannig að um það geti hafist vitibor- in og málefnaleg umræða. Þetta mál er miklu stærra en svo að það snúist eingöngu um sjávarútveg. Með þess- um samningi höfum við tryggt okk- ur íslendingum fulla og virka aðild að þróun mála í Evrópu í framtíð- inni, að innri markaðinum og að fjórfrelsinu. Þetta er vegabréf ís- lendinga inn í 21. öldina,“ sagði ut- anríkisráðherra. -EÓ Samstaöa um óháð Island krefst þess að EES-samningur- inn verði borinn undir þjóðaratkvæði: Er afsal sjálfs- ákvörðunarréttar „Ef sá samningur, sem gerður var síðastliðna nótt, verður staðfestur af Alþingi, mun hann hafa afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir ísland. Með samningnum munu íslendingar afsala sér verulegum hluta af stjórntækjum sínum í efnahags- og atvinnumálum og hluta af sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Það yrði mikið óheillaspor." Þetta segir í ályktun stjórnar Sam- stöðu um óháð ísland. í tilkynn- ingu frá stjórninni segir að þótt einstök atriði samningsins liggi ekki fyrir, virðist þó aðalatriði hans vera svipuð því sem Samstaða hefur áður greint frá og lýst andstöðu við. Fiskveiðimálin ein sér hefðu aldr- ei getað réttlætt þennan samning, þótt allar kröfur íslendinga á því sviði hefðu náð fram að ganga. Ljóst sé hins vegar orðið nú, að því fer fjarri: Styrkjapólitík EB í sjávar- útvegi sé áfram óbreytt og ekki hef- ur náðst fram full niðurfelling tolla á sjávarafurðir. Þrátt fyrir þetta hafi nú verið opnað fyrir veiðiflota EB í íslenskri lögsögu. Síðan segir í ályktun stjórnar Samstöðu: „Það, sem gerðist í Lúxemborg síðastliðna nótt, var aðeins ákvörð- un ríkisstjórna og samningurinn á eftir að koma fyrir þjóðþing 19 ríkja, þar á meðal Alþingi íslend- inga. Því verður ekki trúað að óreyndu að meirihluti sé fyrir þess- um gjörningi á Alþingi, og á herð- um hvers þingmanns hvflir sú skylda að setja sig nákvæmlega inn í efni samningsins og líklegar af- leiðingar, m.a. fyrir þróun byggðar í landinu. Samstaða ítrekar aðvaranir sinar vegna þessa samnings og hvetur landsmenn til að skrifa undir kröfu samtakanna um að hann verði bor- inn undir þjóðaratkvæði." —sá Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir um EES-samningana: Við viljum þjóöaratkvæði „Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur samþykkt ályktun um að samninga um EES ætti að bera und- ir þjóðina í almennri þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er margt sem styður þessa afstöðu. í fyrsta Iagi er um svo veigamikið mál að ræða, að þjóðin á rétt á að það sé borið beint undir hana. í öðru lagi er ljóst að í umræðu, sem færi fram í tengslum við slíka at- kvæðagreiðslu, káemu allar upplýs- ingar upp á yfirborðið og til almenn- ings. Það væri öllum gagnlegt," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um EES-samningana. „Margt af því, sem sagt er um EES þessa dagana, er innihaldsríkt og áróðurskennt. Þannig var t.d. að skilja á talsmanni íslenskra iðnrek- enda í sjónvarpi í gær að það eitt að tengjast svæði þar sem hagvöxtur væri, tryggði okkur sjálfkrafa hag- sæld. Þetta er álíka rangt og að halda því fram að fjölgun sjoppa í Reykjavík tryggði aukna hagsæld á Kópaskeri. Menn lifa ekki á meðaltölum og reglugerðarbreytingar einar sér tryggja engan ávinning. Ég lít svo á að þessi mál þurfi öll að skoða. BSRB hefur talið þessar við- ræður rökréttar, en samtökin hafa ekki tekið afstöðu til sjálfs samkomu- lagsins, enda hefur það ekki legið fyr- ir. Nú þarf að upplýsa þjóðina um hvað liggur á borðinu. Það er brýn- ast, og í kjölfarið efna til þjóðarat- kvæðis,“ segir Ögmundur Jónasson. -aá. Jón Baldvin Hannlbalsson kynnir helstu atriðl samningsins fyrlr blaöamönnum f gær. Tímamynd: Árnl Bjarna Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands: Bætir samkeppnisstöðu islenskra ,JHér líst mjög vel á samningana. Meginkosturinn viA það, að ísland verði aðili að þessari efnahagslegu heild, er að innlendum fyrirtækjum er með þeim hætti tryggður jafn að- gangur á við keppinauta í Evrópu að þessum markaði. Þau hafa ná- kvæmlega sömu réttindi og sömu skyldur. Þar með er það útilokað að íslenskum fyrirtækjum, íslenskum vörum verði mismunað með einum eða öðrum hætti. Ekki bara hvað varðar tolla heldur líka heilbrigðis- kröfur, skoðanir og prófanir og hvað heita skal. Þetta er það mikil- vægasta: að verða hluti af þessari efnahagslegu heild,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, um samningana um EES. ,Annar þáttur eru svo þau beinu tollafríðindi sem sjávarútvegurinn fær. Þau eru í sjálfu sér mjög vantal- in með því að reikna út frá tölum fyrri ára. Þessi samningur gefur færi á að haga framleiðslunni með allt öðrum hætti en verið hefur og auka verðmætasköpun. í þriðja lagi komum við til með að njóta ávaxtanna af aukinni sam- keppni. Og við verðum að standa okkur í þessari samkeppni. Kröfurn- ar standa skýrar á okkur. Þær snúa líka skýrar að stjórnvöld- um: að búa atvinnulífinu sömu starfsskilyrði og samkeppnisfyrir- Ögmundur Jónasson, form. BSRB. fyrirtækja Þórarinn V. Þórarinsson, framkvstj. VSÍ. tækin í Evrópu njóta. Nú þarf að vinna miklu hraðar að því að sam- ræma skattareglur því sem gerist með öðrum þjóðum. Skattur eins og aðstöðugjald, veltuskattur, er aug- ljóslega það sem fyrst verður að fjúka, enda slíkan skatt tæpast að finna annars staðar. Hér er hann innheimtur bæði af framleiðslu og þjónustu. Og ég get nefnt að hluti af tryggingaþjónustunni hefur flust úr landi, vegna þess að tryggingafyrir- tækin hér verða að greiða aðstöðu- gjald sem gerir þjónustu þeirra 1% dýrari en erlendra fyrirtækja. Þessi samningur krefst þess og að við beitum okkur aga varðandi allan kostnað. Við erum í samkeppni um fólkið í landinu, fyrirtækin í land- inu. Fólkið verður að njóta þeirra kjara að það vilji vera í landinu, og fyrirtækin þess rekstrarumhverfis. Állt þetta gerir ísland að ákjósan- legri stað til fjárfestinga fyrir útlend- inga. Þeir geta treyst því að hér sé sams konar efnahagsumhverfi, hér gildi sömu lögmál, og í ríkjunum á meginlandi Evrópu. Evrópskt efnahagssvæði gefur okk- ur færi á meiri hagvexti, auknum stöðugleika, og þar með bættum kjörum og aukinni velferð. Það gef- ur okkur færi sem við eigum að geta nýtt okkur, en getum að vísu klúðr- að,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.