Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 24. október 1991
Dauðsföllin hrannast
upp umhverfis höfund
sjálfsmorðskennslubókar
Derek Humphry hjálpa&i fyrstu konu slnnl, Jean, yfir landamær-
in miklu aö ósk hennar.
„Final Exit“ er nafn á umdeildri
bók, sem út kom í Bandaríkjunum
ekki alls fyrir löngu. Bókin vakti
mikla athygli og deilur, þar sem
efni hennar er ráðleggingar til
þeirra sem vilja hjálpa sjálfum sér
eöa sínum nákomnu til aö ákveöa
sjálfir hvenær þeir vilja kveöja þetta
líf og hvernig. Höfundurinn, breski
blaöamaðurinn Derek Humphry,
hefur haft náin kynni af sjálfs-
morðum, þar sem tvær fyrstu eig-
inkonur hans hafa stytt sér aldur,
sú síöari, Ann, fyrir aöeins örfáum
vikum.
Ann Humphry skipulagði brottför
sína úr þessum heimi í smáatriðum.
Enginn vissi meira um sjálfsmorð
en hún. Hún hafði hneykslað
Bandaríkjamenn með bókum sínum
um efnið, og í eina tíð hafði hún bú-
ið til og borið á borð eitraðan kvöld-
verð fyrir aldraða foreldra sína sem
ekki vildu lifa lengur.
Ann var líka aðalhjálparhella fyrr-
um manns síns og viðskiptafélaga,
breska blaðamannsins Dereks
Humphry, við að koma á fót
„Hemlock Society", sívaxandi
bandarískum samtökum sem gefa
dauðvona sjúklingum og fjölskyld-
um þeirra ráð um bestu aðferðirnar
til að binda enda á eigið líf.
Endalok
Ann Humphry
Hinn 3. október sl. ákvað hún að
nú væri röðin komin að henni
sjálfri. Hún var þá niðurbrotin, eftir
að hafa beðið lægri hlut í tveggja ára
baráttu fyrir dómstólum til að
leggja fjárhag Humphrys í rúst.
Hún hrinti vel undirbúinni sjálfs-
morðsáætlun í framkvæmd.
Fyrir dögun skrifaði hún kveðju-
bréf og ók frá heimili sínu 50 mílna
leið upp í fjöll. Þaðan hélt hún á
hestbaki áfram upp í illfært svæði í
Oregon, sem gengur undir nafninu
Three Creeks Wilderness, hvolfdi í
sig heilu pilluglasi og fannst þar
sem hún hafði komið sér fyrir upp
við tré, með útsýni yfir dal nokkurn.
„Final Exit“ er metsölubók í
Bandaríkjunum, en fæst enn
ekkl gefin út í Bretlandl.
Fyrrverandi maður hennar, Derek
Humphry, sem orðinn er 61 árs,
sagði að hún hefði bersýnilega
gaumgæfilega hugleitt hvernig hún
ætlaði að framkvæma verknaðinn.
„Hún vissi hvað hún þurfti að gera,
og nákvæmlega hvar og hvernig
hún vildi gera það. Ég er viss um að
í ljós kemur að hún hefúr skilið við
öll sín mál í fyllsta lagi.“ Hann sagð-
ist vera mjög sorgbitinn, en fréttin
kæmi sér ekki algerlega á óvart, þeg-
ar lögreglan tilkynnti honum
hvernig komið væri á heimili hans í
Eugene í Oregon.
Að afstöðnum tveggja
ára málaferlum og
ósigri
Hjónin fyrrverandi bjuggu skammt
hvort frá öðru í Eugene, en þau
höfðu ekki ræðst við í tvö ár. Hann
fór ekki í neinar grafgötur um að
Ann, sem var 49 ára þegar hún batt
enda á líf sitt, hataði hann heilshug-
ar. Eftir að hann fór frá henni sakaði
hún hann opinberlega um að hafa
„yfirgefið" sig, þegar hún sagði hon-
um að hún væri komin með brjóst-
krabbamein.
Það var einmitt brjóstkrabbamein
sem leiddi til bana fyrri konu hans,
Jean. Hann gaf henni, móður
þriggja sona hans, banvænan
skammt af svefnlyfi 1975 til að binda
enda á þjáningar hennar. Ann hélt
því fram að hann hefði ekki kjark til
að gera það sama í annað sinn.
Humphry svaraði því til að Ann ætti
við alvarleg geðræn vandamál að
stríða, sem gerðu það að verkum að
þau gætu ekki átt samleið lengur.
Hún ofsótti hann frá einum dóm-
stólnum til annars og sakaði hann
um að hann hefði eyðilagt mannorð
hennar. En aðeins nokkrum dögum
áður en Ann batt enda á líf sitt, rann
síðasta tilraun hennar til að rýja
fyrrum mann sinn inn að skyrtunni
út í sandinn. Hún hafði lagt fram
kröfu upp á 7,5 milljónir dollara f
skaðabætur fyrir ærumeiðingar, en
hætt var við að fylgja málinu eftir
fyrir rétti, að ráði lögfræðinga henn-
ar.
Orðinn ríkur á ráðgjöf
um sjálfsmorð
Derek Humphry sagðist ekki hafa
séð Ann síðustu tvö árin og bætti við
að þó að þungu fargi hefði verið af
honum létt þegar þessi ógnun við
hann sjálfan var ekki lengur fyrir
hendi, hefði honum verið fullljóst
að það að þessi tilraun hennar til að
leggja hann að velli mistókst yrði
henni sjálfri um megn. Hann segist
hafa fundið á sér að eitthvað myndi
gerast.
Humphry býr í glæsihýsi rétt fyrir
utan Eugene með þriðju konu sinni
Gretchen. Þaðan stjórnar hann stór-
fyrirtæki með ráðgjafaþjónustu um
sjálfsmorð og veltir mörgum millj-
ónum dollara. Hann talar um að
hróður hans sem átrúnaðargoð í
sjálfsmorðsfræðum fari vaxandi í
Bandaríkjunum. Nú er bók hans
„Final Exit“, opinská handbók fyrir
þá sem vilja svipta sig lífi, efst á met-
sölubókalistanum og hefúr fært
honum meira en eina milljón doll-
ara í gróða.
Hann segir að hann hafi á fúllorð-
insárum orðið fyrir hverju áfallinu á
fætur öðru vegna skyndilegra og
tortryggilegra dauðsfalla, sem hann
hafi síðar notað sem efnivið í bækur,
leikrit og sjónvarpsheimildaþætti
sem notið hafa vinsælda. „Því ekki?
Ég er rithöfúndur og líf mitt er efn-
ið sem ég vinn úr,“ segir hann.
„Hvað haldið þið að Hemingway og
aðrir miklir höfundar hafi gert?“
Bein aðild höfundar
sjálfs að sjálfsmorð-
um
Á síðustu 20 árum hefur hann átt
beinan þátt í sjálfsmorði þriggja
manneskja, þ.e. fyrstu konu sinnar
og foreldraÁnns. Nú espast deilurn-
ar um þennan umdeilda mann, þeg-
ar önnur eiginkona hans hefúr sjálf
svipt sig lífi.
Humphry finnur enga sök hjá sjálf-
um sér vegna örþrifaráðs Ann. Hann
segir ólíku saman að jafna þegar
borinn sé saman dauðdagi Ann og
Jean. „Ann hafði læknast algerlega
af krabbameininu og ástæðurnar til
þess að hún fyrirfór sér voru per-
sónulegar. Hún hafði lengi verið á
mörkum þess að missa vitið.“
Árið 1980 stofnuðu Humphry-
hjónin „Hemlock Society", samtök
sem eru fylgjandi því að kynna
dauðvona fólki möguleika og að-
ferðir til að leita dauðans. Samtökin
hafa nú mörg þúsund meðlimi í 80
deildum um öll Bandaríkin. Bækur
og fyrirlestraferðir tryggðu þeim
geysimiklar tekjur og glæsilegan
lífsstíl. En hjónaband þeirra varð að
vígvelli og endaði með beiskju, op-
inberu skítkasti og skilnaði.
Humphry hafði náð vafasamri al-
þjóðlegri frægð áður en hann kynnt-
ist Ann. 1975 fylgdist hann með
konu sinni Jean berjast við dauðann
af völdum krabbameins og sam-
þykkti loks bón hennar um að verða
ÆVAFORN ETRÚRI ENDURSKAPAÐUR
Frá Davld Keys fomlelfafrœOlngl,
fróttarltara Tlmans (London:
Hópur úrvalsvísindamanna hefur endur-
skapað andlit 2200 ára ítalskrar aöals-
konu.
Þetta verkefni, sem stutt er af British
Museum í London, er einhver nákvæm-
asta rannsókn sem nokkru sinni hefur
verið gerð á einstaklingi úr veröld Forn-
Grikkja og Rómverja.
Líffærafræðingar, tannlæknar, fornleifafræð-
ingar, læknisfræðilegir listamenn og réttar-
læknar — sem oftar eru fengnir til starfa hjá
Scotland Yard til að endurskapa andlit
óþekktra fórnarlamba morðingja — hafa varið
nýliðnum tíu vikum við að grandskoða haus-
kúpu ítalans forna og við að endurskapa
hrukkótt andlit þessarar löngu látnu konu.
Aðalskonan frá annarri öld f.Kr. — auðug etr-
úsk kona sem kölluð er Seianti Hanunia Tlesn-
asa — bjó í síðasta virki etrúskrar menningar,
litlu sjálfstæðu borgríki sem nefndist C<imars.
(nú Chiusi) í miðju Rómaríki á Ítalíu. Fyrst
hún var etrúsk, hafa aðrir íbúar hins forna
menningarheims litið svo á að hún væri sví-
virðilega frjálsleg. Reyndar litu Grikkir svo á
að etrúskar konur væru svo gott sem vændis-
konur.
Það voru atvinnumenn í gersemaleit sem ár-
ið 1886 grófu upp höggmynd af henni í lík-
amsstærð — hluti af iokinu á leirlíkkistunni
hennar — og vel varðveitta beinagrind, og
British Museum keypti af þeim fundinn árið
eftir fyrir aðeins 495 sterlingspund.
Danski háskólaborgarinn prófessor Birgitte
Ginge við Gettysburg College í Pennsylvaníu
hefur tekist á hendur sögulegar og fornleifa-
fræðilegar rannsóknir á Seianti, en vísindaleg-
ar rannsóknir á líkama og hauskúpu hafa farið
fram við bresku háskólana í Manchester og
Bristol, og í Bandaríkjunum við háskólann í
West Chester í Pennsylvaníu.
Fornleifafræðingarnir og vísindamennirnir
hafa þegar komist að raun um að hún tilheyrði
gamalli aðalsætt frá Camars; að fjölskyldan átti
uppruna sinn í.30 mflna fjarlægð í litlum bæ,
Sentinum í grennd við Perugia; að konan þjáð-
ist af gigt í kjálka og langvinnum tannsjúk-
dómi; og að hún var andfúl, stutt og feitlaginl
Enn er ekki vitað hversu gömul hún var þeg-
ar hún dó — en nýjar vísindalegar rannsóknir
eiga eftir að leysa þá gátu.
Höggmyndin á líkkistulokinu sýnir konuna
eins og hún leit út á unga aldri, mörgum árum
áður en hún dó.
Eins og málin standa núna er álitið að hún
hafi dáið á milli sextugs og níræðs, sennilega
um sjötugsaldurinn.
Þegar hún dó hafði hún misst a.m.k. 20 tenn-
ur, fengið mörg graftarkýli og e.t.v. ekki getað
hreyft neðri kjálka.
Hún var greinilega mjög auðug og á högg-
myndinni á glæsilegu steinkistunni hennar
ber hún sex gullhringi á fingrum, tvo tveggja
raða gulleyrnalokka, eina gullhálsfesti, einn
upphandleggsgullhring, eitt snúið „slöngu-
höfuðs“-gullarmband, eitt gull- og silfur-höf-
uðdjásn, þunnan kjól í grískum stíl og rauð-
bryddaða ullarslá, sem lögð er yfir herðar
hennar og höfuð. í vinstri hendi hélt hún á
bronsspegli með opnu loki.
í borginni sem hún bjó í — sennilega milli
um 240 f.Kr. og um 170 f.Kr. — voru allt að
5000 íbúar, en hún var höfuðborg Iítils ríkis,
sem var u.þ.b. 50 mílur að þvermáli.
Öfugt við grískar og rómverskar hefðarkonur
nutu etrúskar konur mikils félagslegs — og
trúlega kynferðislegs — frelsis.
Áberandi í etrúskri menningu virðist hafa
verið óskammfeilin ást á auði, íburði, tónlist,
myndlist, mat og dansi.
Þrátt fyrir allar rannsóknirnar, sem þegar
hafa verið gerðar á Seianti, er það ekki bara
aldur hennar á banadægri sem enn er óupplýst
um, það er ekki heldur búið að komast að því
hvað konan hét. Seianti var ættarnafn hennar
og þýðir „frá Sentinum", en Hanunia er annað
ættarnafn — nokkurs konar gælunafn sem
gekk í erfðir. Tlesnasa gefur einungis til kynna
að hún var gift manni sem nefndist Tlesna.
Hins vegar er fullvíst að meiri upplýsingar
um Seianti munu koma fram samfara því sem
alþjóðlega rannsóknarverkefninu á henni mið-
ar áfram.