Tíminn - 02.11.1991, Page 3

Tíminn - 02.11.1991, Page 3
Laugardagur 2. nóvember 1991 HELGIN 3 Kærur á Þórarin Mál Þórarins var svo tekið til dóms á þingi í Ögri 19. apríl 1667. Var Þórar- inn þar og kvað það álygar að hann væri valdur að dauða Hallfríðar Sveinsdóttur, „en hvað af spjaldinu fengið hefur til bata eður óbata, þykist hann ei vitað hafa, af því áður það sama og viðlíkt til lækninga við tvær kýr brúkað hafi áður en stúlkan varð upphaflega veik.“ En nú var hann borinn nýjum sök- um, meðal annars að hann hefði með göldrum drepið hest fyrir Jóni á Laugabóli, er Jón vildi ekki ljá honum hann, því að þá hefði Þórarinn sagt að honum yrði hesturinn ekki að meira gagni þótt hann vildi eigi ljá sér hann. Enn fremur bar Jón það að Þórarinn hefði komið á sig 10 vikna veikindum fyrir það að hann sleppti á ferðalagi folaldi sem Þórarinn átti. Þá var og Þórami talið það til áfellis að hann hafði eitt sinn sagt að hann „gimtist að vita og læra lækninga- meðul." Kvennaeiðar Þórarinn neitaði því fastlega að hann hefði gert nokkmm manni, hvorki ungum né gömlum, né nokkurri lif- andi skepnu mein eða skaða með fjöl- kynngi, eða látið gera það. Var honum þá dæmdur tylftareiður, en enga fékk hann til að sanna eiðinn með sér. Þær Halldóra og Brit sóru eiða í heyranda hljóði að framburði sínum „skilmerki- lega og einarðlega", að þær teldu Þór- arin eiga sök á dauða bama sinna. Nýjar ákærur Spurði nú Magnús sýslumaður alla sönnunarmennina „hvort þeir enn nú ei vildu Guðs vegna og kristilegs kær- leika gegnast greindum manni til eið- vætta í greindu máli eftir sinni hyggju og hreinni samvisku", en þeir aftóku að sanna eiðinn með Þórami „sökum fram kominna líkinda og sinnar hyggju". Sýslumaður vildi það að þeir skæri upp úr með það hvort þeir teldi Þórami eiðinn særan eða ósæran, en þeir kváðu upp úr með það að eiður- inn væri ósær, og gerðu grein fyrir því í áliti sem var í 16 greinum. Er þar enn fært ýmislegt fram Þórami til áfellis, meðal annars það að hann hafi viðurkennt að einu sinni, er hann var staddur í Heydal, hafi óvanalegur gestur eða illur andi til sín komið, en hann rekið hann burt, „í seinna sinn með djúpum særingarorðum". Og það beri menn að minna hafi borið á draugagangi þar sem Þórarinn átti heima meðan hann var í Heydal. Þá segja þeir og að Þórarinn hafi falað ábúð á koti nokkru, en eigandi hafi ekki viljað leigja honum. Hafi Þórar- inn þá sagt að fé hans mundi verða minna í fardögum, enda hafi sauðfé bónda nokkmm tíma seinna farið fram af fjörumóð og drepist. Einnig nefna þeir veikindi og dauða séra Sig- urðar. En þótt þeir beri Þórarin af eiðnum, segjast þeir gera það „eftir hreinni og klárri hyggju og samvisku, og þetta gemm vér hvorki fyrir vild né vináttu, hatur eða hræðslu við nokkum mann eður nokkurs konar tilgang, heldur aleinasta guðs, sannleikans og vorrar eigin samvisku vegna, segjum hann og ei heidur hér út í sekan framar en æðra valdi virðist eftir lögmáli." Dómar 29. júní 1667 kemur mál Þórarins enn fyrir á Alþingi og var hann sjálfur viðstaddur. Nefndu lögmenn 6 sýslu- menn og 6 lögréttumenn í dóm til að segja álit sitt um málið. Þótti þeim Þórarinn verður refsingar fyrir „rúna- risting og brúkun til óleyfilegra lækn- inga", en skutu því til lögmanna og þingheims að ákveða refsinguna. Þórarinn var dæmdur til dauða, eftir Deuteronomíum 18. kap., Exodus 4. og 22. kap. og konungsbréfi 1617, sem hljóðar um galdrakonstir, sýningar, særingar o.s.frv. „hvað allt vér skiij- um, nær til skaða og fordjarfs brúkað er í orðum eða verkum, mönnum eða fénaði, réttan fordæðuskap og djöful- lega dýrkun, náunganum til skaða, höldum vér sanna óbótamenn, eftir mannhelgisgreina hljóðun í 2. kapít- ula.“ Þórami fellur allur ketill í eld Þórami var nú gengið. Eftir allt sem á undan var farið hefur eflaust verið drepinn úr honum allur kjarkur, og svo hefúr ef til vill verið þjarmað all- fast að honum. Áður en dómur var upp kveðinn meðgekk hann það um Hallfríði „að hún muni af sínum völd- um dáið hafa, einnig sig heitt og illt hjarta til prestsins síra Sigurðar í Ög- urþingum haft hafa, með mörgu öðru fleira, sem nú bevísanlegt fram kemur eftir hans lostugri meðkenningu, sem allt of Iangt er hér um að ræða.“ Virð- ist af þessu mega álykta, að Þórarinn hafi játað sig sekan um allt sem á hann var borið. En það þótti ekki nóg, heldur var hann Iátinn koma fram innan vébanda og lýsa yfir í heyranda hljóði: „Jeg meðkenni mig hafa framið galdra, í móti guðs heilaga nafni og kristilegri kirkju í blindleika, svo sem nú er augljóst orðið, og meðkenni mig dauða verðugan." Síðan var þessi ólánsmaður brennd- ur á báli í Almannagjá, og var hann fyrsti galdramaðurinn sem brenndur var í þinghelginni. (Frásögn Áma Óla). BÆNDUR! Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll með mykjutaekjum frá Vélboða h.f. Miöflöttaafls- dæludreifarar Snekkjudælu- dreifarar í stærðum 4000, 5000 og 6000 lítra Flotdekk að vali Mjög gottverðog gæiösíukjör við allrahæfi Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. Ath. nýtt heimilisfang b m mm m m Hvaleyrarbraut 2 y [[■ | || p 220 Hafnarfjörður Sími 91-651800 Storno BÍLASÍMI kr. 83.788 stgr. m/vsk. BURÐAR- OG BÍLASÍMI kr. 99.748 stgr. m/vsk. NÝ GERÐ Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt Nýja línan af þýsku Storno farsímunum er fullkomnari en áður, samt er hann á gamla lága verðinu. Storno farsíminn er bæði bíla- og burðartæki tilbúinn til ísetningar og honum íýlgja allir nauðsynlegustu fylgihlutir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér þennan vandaða en ódýra farsíma strax í dag. Haföu samband við söludeildir Pósts og síma og fáðu þér Storno farsíma, einn vinsælasta farsímann á íslandi. PÓSTUR OG SÍMl

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.