Tíminn - 02.11.1991, Page 7

Tíminn - 02.11.1991, Page 7
Laugardagur 2. nóvember 1991 HELGIN 7 Finnbogi Rútur Valdimarsson: Bjarni Benediktsson dáði Bismarck. blaðsins á 14 ára afmæli þess? „Já, 29. október 1933, en því hafði Einar Magnússon þá ritstýrt frá 17. júní um sumarið, er Ólafur Friðriks- son lét af ritstjóm." — Ég kom með ljósrit af forsíðu blaðsins þann dag, en í grein þar kemst þú svo að orði: „Ég hef yfirleitt ekki sett mér það markmið að bæta íslenska blaðamennsku með þátttöku minni í henni; ég hef aðeins tekið að mér það verk að gera tilraun til að bæta Alþýðu- blaðið. Alþýðublaðið er og verður fýrst og fremst málgagn Alþýðuflokksins og sósíalistiskt blað. En það getur því að- eins unnið það hlutverk að það verði hverjum manni boðlegt sem blað.“ — Og meðal annarra orða: Nokkmm dög- um áður sá ég handverk þitt á grein í blaðinu um réttarhöldin í Þýskalandi vegna bruna Ríkisþinghússins. „Brot blaðsins var þá stækkað, upp- setningu breytt og sunnudagsblað upp tekið. Litlu eftir áramótin 1934 í febrú- ar tók Alþýðublaðið upp mál lögreglu- stjórans í Reykjavík, Hermanns Jónas- sonar, þá nýkjörins borgarfúlltrúa, æð- arkollumálið svonefnda. Við sóttum efhið í bækur lögreglunnar og slógum því upp á forsíðu." — Já, 19. og 23. febrúar, ég hef flett þeim upp. „Hermann Jónasson fór síðan um vor- ið í hið sögulega framboð sitt norður á Ströndum á móti TVyggva Þórhalls- syni. í þeim kosningum vann Alþýðu- flokkurinn sinn stærsta sigur, fékk 10 þingmenn kjöma og saman fengu Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn eins atkvæðis meirihluta á Alþingi." — Var viðgangur Alþýðuflokksins þakkaður að umtalsverður leyti stækkun Alþýðublaðsins? „Það læt ég ósagt. Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn hugðu nú á stjómarsamstarf og taldi Jónas Jóns- son víst að hann yrði forsætisráðherra. Þá var það að aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga var haldinn á Laugarvatni. Þangað fómm við Vil- mundur Jónsson landlæknir í boði eins framsóknarmanns og gistum þar eina nótt. Töluðum við þar við ýmsa menn. Um kvöldið, er ég var að fara að hátta, var drepið á dyr. Þar var kominn Jónas frá Hriflu. Ræddi hann við okk- ur Vilmund og stóð það samtal fram yfir kl. 3 um nóttina. Að því loknu var okkur ljóst að Jónas Jónsson yrði AI- þýðuflokknum óviðunandi forsætis- ráðherra og beittum við okkur fyrir því að Alþýðuflokkurinn æskti að ann- ar framsóknarmaður yrði valinn til forsætisráðherra." — Héðinn Valdimarsson gerir mikið úr hlut þínum á þingi Alþýðusam- bands íslands, Alþýðuflokksins, 1936, í „Skuldaskilum Jónasar Jónssonar". „Héðni var það ljóst að ég mundi hafa veruleg áhrif á það. Og ég get svo sem sagt þér það að við töluðum ýmislegt saman, en á óvart kom mér að hann bar upp sameiningartillöguna í Dags- brún 15. júlí 1937.“ — Á þessum árum voru menn fyrst og fremst andfasistar. „Vitanlega.“ — Hafðir þú forgöngu um stofnun Menningar- og fræðslusambands al- þýðu 1938? „Já, ásamt Ármanni Halldórssyni og fleirum. Það gaf út liðlega 20 bækur." — Þær sáust víða. Þrjár eða fjórar þeirra eru mér minnisstæðar, „Verka- lýðshreyfing nútímans" eftir Finn Moe, „Hrunadans heimsveldanna", eftir Douglas Reed, „Hitler talar" eftir Hermann Rauschning og bók Stefans Zweig, „Undir örlagastjörnum". „Það var á mörkunum að maður legði trúnað á frásögn Rauschnings, en í ljós kom seinna að hann sagði rétt frá. Frásögn hans kemur heim og saman við upp teknar „borðræður" Hitlers, sem gefnar voru út nokkrum árum eftir stríðið." — Hvenær léstu af ritstjóm Alþýðu- blaðsins? „í árslok 1938. Sósíaldemókratískum flokki er ekki nóg að hafa frambæri- lega stefnuskrá. Hann þarf að halda henni fram. Á það fannst mér vanta, mér fannst sem málflutningsskrifstofa ein hefði yfirtekið flokkinn." — Hvenær fluttist þú í Kópavog? „Ég hafði eignast sumarbústað í Kópavogi, nær óbyggðum fyrir stríð. Um tíma gekk ég með Einari Víglundi vini mínum út fyrir bæinn á hverjum morgni. Sá ég þá að það var vitleysa hjá mér að búa í leiguhúsnæði í Reykjavík, úr því að ég átti sumarbú- stað á þeim friðsæla stað. Til Kópavogs fluttum við hemámsdaginn 10. maí 1940.“ — Gafstu þig fljótlega að hreppsmál- um? „Fremur var það að þau bærust til mín. Eftir að ég var sestur hér að hlóð- ust þau satt að segja á mig. Ég varð framkvæmdastjóri Seltjamames- hrepps hins foma sumarið 1946.“ — Haustið 1945 hófstu útgáfu „Út- sýnar“? Ji, ásamt Jóni Blöndal og Sigurði Jónassyni. Þá vom herstöðvakröfur Bandarfkjanna fram komnar, jafnvel þótt þau hefðu heitið að hverfa héðan með allan herafla sinn í stríðslok, en stjómvöld létu það ekki uppi fyrst í stað.“ — í fyrsta tölublaðinu 15. október 1945 sögðuð þið: „Bækistöðvar þær, sem hér er um að ræða, em fyrst og fremst hinn mikli flugvöllur á Reykja- nesskaga ... flughöfn í Fossvogi og síð- ast en ekki síst herskipalægi í Hval- firði, sem breski flotinn hefur nýlega yfirgefið.“ „Útsýn“ hratt af stað mót- mælum við herstöðvakröfunum, eins og mörgum er minnisstætt. „Það hygg ég.“ —Að lokum, hvemig láta þér afskipti af opinbemm málum? „Ég hef aldrei kært mig um að koma fram opinberlega, ég er hlédrægur að eðlisfari. Hins vegar hef ég ekki haft á móti því að orð mín væm einhvers metin.“ Á M m n London 10.667 kr. á dag í Tvær nætur og þrír dagar (fös.-sun.). Gist á St. Giles hótelinu. Frítt í leikhús. Verð 32.000,- Kaupmannahöfn 8.273 kr. á dag Sértilboð í nóvember! Þrjár nætur og fjórir dagar (fös.-mán.). Gist á Imperial hótelinu. Verð 33.090,- Lúxemborg 10.433 kr. á dag yær nætur ’og þrír dagar (fös.-sun.). Gist á Italia hótelinu. Verð 31.300,- Hafðu samband við þtna ferðaskrifstofu, söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar). Amsterdam 7.250 kr. á dag Sértilboð t nóvember! Þrjár nætur og fjórir dagar (fim.-sun.). Gist á Avenue hótelinu. Verð 29.000,- FLUGLEIDIR SlortlOMHll fráaðeins72 (E ZZ “'Verð á manninn í tvíbýli m.v. staðgr. og gengi 13.9.1991: flugvallarskattur og forfallagjald (ails 2.350 kr.) ekki innifalið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.