Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 1
Gilsbakki. Þar bjó síra Magnús Andrésson og útvegaði mönnum lyf þegar ekki náðist til héraðslæknisins, en til hans var langt að sækja.
Ofdirfskuferð
yffir Tvídægru
Frásögnin, sem hér fer á eftir, getur ef til vill ekki kallast ákaflega
ævintýraleg, en hún gefur mynd af samhjálp og fögru mannlífi eins
og það best gerðist í sveitum á fyrri tíð, en það var sá eiginleiki sem
gerði þjóðinni kleift að standast misjafnt árferði og annað sem mót-
drægt var, kannski ekki síður en þarfasti þjónninn og hið harðgera
sauðfé, svo dæmi séu nefnd. An samhjálparinnar hefði ekkert bjarg-
ast. Þótt hún hafi nú tekið á sig mynd félagslegar þjónustu, þar á
meðal í heilsugæslu, svo enginn þarf að gera sér erindi yfir snævi-
þaktar heiðar eftir læknishjálp, má sagan hér með samt minna oss
á gildi hennar í vaxandi firringu nútímaþjóðfélagsins. Frásögnina
skráði Magnús Á. Jónsson frá Skarfsstöðum í Hvammssveit.
Á seinustu áratugum 19. aldar og
nokkuð fram yfir aldamót voru
uppi í Fremri-Torfustaðahreppi
tveir bræður, Páll og Jóhann Guð-
laugssynir. Páll bjó á Þverá fremri,
kona hans hét lngibjörg Jóhanns-
dóttir. Þau áttu margt barna.
Jóhann bróðir hans bjó á Litla-
Bakka, kona hans var Margrét Jó-
hannsdóttir Vermundsdóttir. Þau
áttu tvo sonu. Báðir voru þessir
bændur fátækir. Þverá fremri er
fremsta jörð í Núpsdal austan
Núpsár og næst Tvídægru þeim
megin. Hún er kostajörð, að því
leyti að landsnytjar eru þar kjarn-
miklar, en fannþyngsli leggjast þar
mikil í vetrarharðindum sem voru
oftast annað hvert ár í búskapartíð
Páls. Sameiginlegt var þeim bræðr-
um það að þeir voru báðir hinir
mestu veiðimenn og fjallafuglar;
sóttu þeir mjög silungsveiðar á
Arnarvatnsheiði og Tvídægru haust
og vor. Þurfti Páll mikilla fanga við
fyrir mannmargt heimili og varð
silungsveiðin, sem að sumu leyti
var ekki alllangt sótt, honum
drýgst til afkomu þegar illært var
og skepnur urðu gagnsrýrar. Jó-
hann bróðir hans sótti ekki síður á
fjöllin til silungsveiðanna; hann var
og refaskytta og lá oft við á grenj-
um á heiðunum. Báðir undu þeir
sér best við veiöiskapinn. Þeir voru
svo kunnugir heiðunum að orðlagt
var að þeir þekktu þar öll kennileiti
og gætu ratað þar og rétt farið í
myrkri, þoku og svörtustu byljum.
Við fjallavötn
Ávallt þegar fór að draga nær vori
fóru þeir bræður, hvor í sínu lagi,
Sagt frá hetjulegri
för ungs manns um
heiðaslóðir eftir
lyfjum á ofanverðri
fyrri öld
að útbúa með mestu kostgæfni net
og veiðifærur og þá stóð hugur
þeirra allur til heiðarinnar. Bros-
hýran í augum þeirra, er þeir voru
að fást við þessa hluti sem átti að
nota á vorvertíðinni, gaf til kynna
mikla tilhlökkun til þess að komast
upp í fjallavíðáttuna, hreina, heil-
næma og dásamlega: Fjallavötnin
fögru, með óræða veiðimöguleika,
brekkur og lautir með blómskrúði
og vorilmi. Allt voru þetta kærir
vinir er þeir þráðu að hitta eftir
margra mánaða aðskilnað.
Á eftir árum þeirra voru fjöllin
fögru í vorskrautinu, en grimm og
torsótt í harðviðrum hausts og
vetrar, þeirra kærasta umtalsefni.
Þá endurlifðu þeir í minningunum:
giftudrjúgar veiðiferðir, torsóttar
fjallgöngur, eftirleitir og vetrar-
ferðir, þegar litlu mátti muna að
harðviðri og hríðarbyljir, sem geis-
uðu á fannbreiðum heiðanna, yrðu
þeim ofurefli. En öllum, sem
þekktu þessa bræður, kom saman
um karlmennsku þeirra og æðru-
Ieysi í hvers konar erfiðleikum. Fer
hér á eftir frásögn, er ég hef að
sumu leyti eftir Hirti heitnum Lín-
dal á Efra-Núpi og að sumu leyti
eftir síra Magnúsi heitnum Andrés-
syni á Gilsbakka, sem sannar áræði
og ratvísi Páls.
Tveir græðarar
Einhverju sinni nær miðjum vetri