Tíminn - 09.11.1991, Síða 8
16 Tíminn
Laugardagur 8. nóvember 1991
Renault Clio RT tekinn til kostanna:
Sprækur og ríkulega
útbúinn smábíll
Bílaumboöiö kynnti fyrr á þessu ári
nýjan smábíl frá Renaultverk-
smiöjunum, Renault Clio. Bíllinn
er nýr frá grunni og stefnt til höf-
uðs smábflum eins og Daihatsu
Charade, Fiat Uno, Opel Kadett og
fleirum.
Nú í vikunni gafst Tímanum kost-
ur á að reynsluaka Clionum í einn
dag, og það verður að segjast eins
og er að niðurstöðurnar komu
nokkuð á óvart — þægilega á óvart.
Bfllinn, sem við fengum til prufu,
var dýrari geröin, Renault Clio RT,
með 80 hestafla 1400 cc. vél, fimm
gíra kassa, rafdrifnum rúðum, fjar-
stýrðri samlæsingu, snúnings-
hraðamæli, topplúgu og öðrum
búnaði, sem yfirleitt er ekki staöal-
búnaður í bflum af þessari stærð.
Bíllinn er gefinn upp fyrir að vera
fimm manna, en hætt er við að
þröngt yrði á þriðja manni í aftur-
sætinu, a.m.k. ef hann væri ekki
þeim mun grennri. Á hinn bóginn
fer mjög vel um tvo í aftursætinu og
eitt af því fýrsta, sem maður tekur
eftir þegar sest er inn í Clioinn, er
hversu mikið hefur verið lagt í að
innrétta bílinn smekklega. Eins og í
öðrum frönskum bílum eru sætin
mjög þægileg, þykk og vel bólstruð,
þó án þess að vera of mjúk eins vildi
brenna við hjá Frökkunum hér á ár-
um áður.
Rúmgóður, en há sæti
Eini gallinn, sem ég fann á bflnum,
fólst samt sem áður í innréttingunni,
en hann var ekki stór. Bæði bílstjóri
og farþegar sitja óvenju hátt í Clion-
um. Þetta hefur vissulega sína kosti,
menn sjá betur yfir en í bílum af
þessari stærð almennt og fæturnir
eru ekki krepptir niðri við gólf. Á
móti kemur sá galli að fyrir hávaxna
er höfúðið fullnálægt þakinu og þá
sér í lagi aftur í bílnum. Þó svo að það
ylli engum vandræðum, fannst mér
líka að efri pósturinn á framrúðunni
væri full nálægt sjónlínu ökumanns
ef sætisbakið var framarlega. Það skal
tekið fram að bíllinn er alls ekki
þröngur að innan, þvert á móti hefur
hann heldur meira innanrými á hæð,
lengd og breidd en keppinautar í
sambærilegum stærðarflokki.
Þessir gallar eru þó mjög léttvægir
þegar á heildina er litið, enda ekki að
ófyrirsynju að 60 sérfræðingar bíla-
tímarita ffá 17 löndum kusu Clioinn
Bíl ársins 1991 með yfirburðum. Það
fyrsta, sem tekið er eftir þegar maður
sér bflinn, er hversu vel hefur tekist
að samræma sportlegt og fallegt útlit
og góða plássnýtingu og straumlínu-
lögun. Það er þægileg tilfinning að
setjast undir stýri, framsætin styðja
vel við og ökumaður kemst auðveld-
lega og hindrunarlaust að öllum
stjómtækjum. Þá fær Clioinn sér-
stakan plús fyrir hversu gott fótarým-
ið er frammí.
Vökvapúðamir gera
gæfumuninn
Ennþá stærri plús fær bíllinn þegar
vélin er ræst. Þrátt fyrir að hún sé
ekki stærri en hún er, er hún ótrúlega
þýðgeng og að því leytinu nánast
sambærileg við hvaða átta gata rokk
sem er. Galdurinn á bak við þetta er
sá, að hreyfillinn hvflir á vökvapúðum
og það kæmi ekki á óvart þó að þessi
frágangur ætti eftir að verða almenn-
ur í framtíðinni.
í akstri er Clioinn kattlipur í borgar-
umferðinni, krafturinn er yfirdrifinn,
snúningshringurinn alveg mátulegur
og fjöðrunin svarar skemmtilega þeg-
ar taka þarf krappar beygjur án of
mikils fyrirvara. Þrátt fyrir „smæð“
sína liggur bfllinn skemmtilega vel á
vegi, en aðeins varð vart við að hann
væri yfirstýrður á lausum malarvegi,
þ.e.a.s. kastaði afturendanum út und-
an sér í beygjum. Ef svoleiðis kerr.ur
fyrir, er vandamálið leyst með því að
leggja á bflinn á móti og gefa inn til
að rétta hann af. Nóg er aflið, 80 hest-
öfl í rúmlega 800 kílóa bfl.
Yfirburðir
Hljóð og varmaeinangrun Cliosins
er með miklum ágætum; ökumaður
og farþegar verða lítið sem ekkert var-
ir við hvin frá dekkjum í akstri og
vindgnauð heyrðist ekki þrátt fyrir að
einu sinni á reynslutímanum væri
farið frjálslega í kringum lög um há-
markshraða á vegum úti. Því miður
gafst ekki tími til þess að reyna bflinn
almennilega í langkeyrslu, en þær
vísbendingar, sem fengust á þeim
eina degi sem bfllinn var prófaður,
gáfu fyrirheit um að þar myndi bfll-
inn gefa keppinautum sínum langt
nef.
Farangursrýmið í Clio er 265 lítrar,
sem telst ágætt meðal smábfla. Við
það bætist að aftursætisbakið er tví-
skipt og hægt að fella hluta þess fram
fyrir frekari flutning. Ekki spillir fyrir
að hurðimar eru stórar og auðveit að
ganga um þær.
Renault Clio er fallegur, aflmikill og
þægilegur, ríkulega útbúinn smábfll,
með marga kosti stærri bfla. Verðið er
viðráðanlegt, eða um 870 þúsund
krónur, sé miðað við staðgreiðslu
(ódýrasta útfærslan kostar rúmar 700
þúsund krónur). Bensíneyðslan er lít-
il, gefin upp fyrir að vera tæpir fimm
lítrar á stöðugum 90 km/klst. akstri á
hundraðið, en rúmir sex í blönduðum
akstri. Þeir, sem eru að leita sér að því
besta í þessum stæröarflokki, ættu að
skoða Clioinn áöur en þeir ákveða
kaup á einhverju öðru.
FJALLABILL A FINU VERÐI
Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíll sem treysta
má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið
gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri.
Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði
með fjögurra og fimm gíra skiptingu.
Farangursrými má stækka með því að velta fram
aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár.
2 LAOA SPORT
BIFAEIOAR S LANDBUNAOARVELAR HF.
Armúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36