Tíminn - 09.11.1991, Síða 14
22
HELGIN
Laugardagur 9. nóvember 1991
Prufusöngur í
Borgarleikhúsinu
Óperan La Bohéme eftir Puccini verður færð upp í Borgar-
leikhúsinu í lok mars 1992 sem samstarfsverkefni Óperu-
smiðjunnar hf. og Leikfélags Reykjavíkur.
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson.
Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir.
Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Óperusmiðjunnar.
Sungið verður fyrir í einsöngs- og kórhlutverk í ofangreindri
óperu laugardaginn 23. nóvember n.k. á stóra sviði Borgar-
leikhússins. Óperusmiðjan hefur einnig önnur verkefni á
prjónunum og gildir prufusöngurinn einnig fyrir þau.
Söngvarar eru hvattir til þess að taka þátt. Eyðublöð liggja
frammi í miðasölu Borgarleikhússins og skal þeim skilað á
sama stað fyrir 17. nóvember.
Óperusmiðjan Leikfélag Reykjavíkur
íjj ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í glugga og útveggjaklæðn-
ingu ásamt handriðasmíði fyrir Iþróttamiöstöð í Grafarvogi.
Helstu magntölur eru:
Útveggjaklæðning um 1.500 fm
Gluggir 47 stk.
Handrið úr stáli um 215 stk.
Heimilt er að bjóða sérstaklega í handriöasmíöina.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 15,000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuö á sama stað þriöjudaginn 3. desember
1991, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
i|'f ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á
þakeiningum og þakfrágangi á íþróttamiöstöð í Grafarvogi.
Flatarmál þakeininga er 2.350 fermetrar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 15,000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. desember
1991, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frtklrkjuvegl 3 - Stml 25800
„ÚTBOГ
Vikur
Vík hf. óskar tilboða vegna sölu á 100.000 tonn-
um af ræktunarvikri á ári, til útflutnings.
Kornastærð 2-6 mm.
Afhending þarf að hefjast 1992.
Nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu Vík-
ur hf., Knarrarvogi 4, Reykjavík, sími 686919.
Ókeypis
HÖNNUN ÞEGAR ÞÚ
auglýsingar i AUGLÝSIR í
Tímanum
680001
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Búgarðurinn Appeldoorn. Eigandi hans var myrtur, því morðinginn ágirntist eignir hans.
Líkið í sjak-
alagreninu
Bretland og þau lönd, sem eitt sinn
töldust til nýlendna þess, þar með
talin Bandaríkin, fylgja öll þeirri
réttarreglu að maður sé saklaus þar
til sekt hans sannast. Þetta hefur
orðið til þess að margur morðinginn
hefur komist hjá refsingu sökum
skorts á sönnunargögnum, listileg-
um yfirheyrslum verjenda og hæfi-
leika þeirra til að sá fræjum efa-
semda í huga kviðdómenda. En þaö
er þó sjaldgæft að maður, sem hefur
borið gæfu til að verða sýknaður af
morðákæru, komi aftur fyrir rétt
nokkrum mánuðum síðar fyrir ann-
að morð, og þá fundinn sekur.
Það er ekki oft sem mað-
ur, sem sýknaður hefur
verið af morðákæru, er
kominn aftur fyrir rétt, fyr-
ir annað morð, fáum mán-
uðum síðar. Þetta átti sér
þó stað í Suður- Afríku á
millistríðsárunum.
Guðhræddur morðingi
Eitt slíkt dæmi er að finna í réttar-
sögu Suður-Afríku. Morðinginn,
sem um ræðir, hét Stephanus van
Wyk. Hann las stöðugt í Biblíunni
og vitnaði í hana í tíma og ótíma.
Faðir hans var siðavandur hol-
lenskur bóndi af gamla skólanum.
Sonurinn var svo slægur, óheiðar-
legur og illa innrættur að hann
skipulagði vandlega annað morð á
ókunnugum manni til að hafa af þvf
fjárhagslegan ávinning.
Á meðan hann beið aftöku sinnar,
skrifaði hann bréf til mágkonu
sinnar, móður Johns Fredericks
Moller, en hann hafði verið sýknað-
ur af morði hans aðeins sjö mánuð-
um áður. í bréfinu sagði:
„Systir Louisa.
Ég get ekki komið til þín til að
biðja þig að fyrirgefa mér þá sorg
sem ég hef valdið þér. Systir, ég
drap barnið þitt. Fyrirgefðu mér
vegna Jesú Krists. Ég er reiðubú-
inn til að deyja og Kristur hefur
bætt fyrir synd mína með því að út-
hella blóði sínu. Við skulum ekki
láta biturleikann ná tökum á okk-
ur, heldur skulum við friðmælast
og ekki gjalda illt með illu. Hefnd-
in er ekki okkar, heldur Guðs.
Það var þann 10. janúar 1929 í
Bloemfontein, borg í Suður-Afríku,
að van Wyk var handtekinn fýrir
fjársvik. Hann var látinn koma fyrir
rétt í Jóhannesarborg. Áður en
hann var handtekinn hafði van Wyk
afhent bróðursyni sínum, Freder-
ick Moller, sem var skrifstofumaður
í hæstarétti borgarinnar, 850 sterl-
ingspund.
Þessir peningar voru eflaust af-
rakstur svikastarfsemi van Wyks.
Hluta þeirra átti að nota til að
greiða verjanda hans, hluti til að
greiða uppihald konu hans, en
þriðji hlutinn, og sá langstærsti,
átti að geymast þar til hann hefði
afplánað þann fangelsisdóm sem
hann átti von á.
Frændinn svíkur
Van Wyk var sekur fundinn, enda
verið dæmdur fyrir þjófnað nokkr-
um árum áður, og hlaut eins árs
fangelsisdóm.
Á meðan á fangavistinni stóð frétti
VETRARHJOLBARÐAR
Negldir
Ónegldir
Viðurkennd vara á mjög góðu verði
Flestar stæröir ísnagla fyrirliggjandi
Ármúla 11 - Reykjavík - Sími 681 500